Ertu að skilja peningana eftir á borðinu? – Stafræn markaðsetning fyrir stjórnendur fyrirtækja
Viðburður fyrir félagsfólk SVÞ
Ertu að skilja peningana eftir á borðinu? – Stafræn markaðsetning fyrir stjórnendur fyrirtækja
Samkvæmt nýlegri könnun Prósents telja íslenskir stjórnendur netöryggi og stafræna markaðssetningu þá tvo þætti sem hérlend fyrirtæki vantar helst upp á í stafrænum málum.
Ýmsir sérfræðingar í stafrænni markaðssetningu hérlendis telja að íslensk fyrirtæki séu ca. 5-7 árum eftir á löndum á borð við Norðurlöndin og hvað þá í Bandaríkin. Margir sem veita þjónustu á þessu sviði eru sammála um að almenna stórnendur skorti skilning og þekkingu á þessum málum sem verði til þess að peningar og möguleikar á samkeppnisforskoti séu skildir eftir á borðinu.
Til að stafræn markaðssetning geti nýst betur og skilað þeirri arðsemi sem hún getur þurfi að auka skilning stjórnenda og byggja upp betri þekkingu innan fyrirtækjanna, ekki síst til að geta nýtt utanaðkomandi þjónustu með betri árangri.
Í fyrirlestrinum fer Þóranna yfir margt það helsta sem almennir stjórnendur þurfa að vita og skilja varðandi stafræna markaðssetningu, stóru myndina, möguleikana sem hún
býður upp á og peningana sem skildir eru eftir á borðinu með því að nýta hana ekki til fulls.
Fyrirlesari: Þóranna K. Jónsdóttir,sérfræðingur í stafrænni markaðsetningu.
Dagsetning og tími: 11. maí kl. 8:30-09:30
Staður: Inná Zoom herbergi SVÞ
ATH!
Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ