14/05/2019 | Fréttir, Stjórnvöld
SVÞ hafa veitt fjárlaganefnd Alþingis umsögn um fjármálaáætlun 2020–2024.
Í ljósi breyttra efnahagshorfa standa stjórnvöld frammi fyrir umtalsverðum áskorunum í ríkisfjármálum. Í umsögninni fjalla samtökin um áherslur við stjórn efnahagsmála í samhengi við helstu áherslumál verslunar og þjónustu. Mikilvægt er að SVÞ komi skilaboðum atvinnugreinanna á framfæri við meðferð málsins á Alþingi.
Smelltu hér til að lesa umsögn SVÞ um fjármálaáætlun 2020-2024 í heild sinni
08/05/2019 | Fréttir, Stjórnvöld
SVÞ hefur sent inn umsögn sem styður þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann sem nú er til meðferðar á Alþingi. Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð Íslands styðja einnig tillöguna.
Samtökin leggja í þessu sambandi sérstaka áherslu á mikilvægi EES-samningsins fyrir íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag. Mikilvægi samningsins verða seint ofmetin enda er öllum ljós sú mikla og jákvæða breyting sem orðið hefur á samfélaginu öllu þann aldarfjórðung sem EES-samningurinn hefur verið í gildi. Samningurinn veitir, sem kunnugt er, Íslendingum aðgang að þeim 500–600 milljón manna markaði sem er innri markaður ESB- og EFTA-ríkjanna. Það skiptir afar miklu að þessu farsæla samstarfi verði ekki teflt í tvísýnu. Sú umræða sem farið hefur fram í þjóðfélaginu að undanförnu um það mál sem hér er til umfjöllunar, er með þeim hætti að full ástæða er til að staldra við og vekja athygli á mikilvægi málsins.
SVÞ telja mikilvægt að hafa í huga að orkulöggjöfinni er ætlað að efla samkeppni á því sviði sem löggjöfin nær til. Slíkt styrkir stöðu orkukaupenda, hvort sem það eru fyrirtæki eða einstaklingar, gagnvart þeim sem framleiða og dreifa orku. Eins og á öðrum sviðum þar sem virk samkeppni er til staðar, kemur það öllum kaupendum til góða, hvort sem er í formi betri þjónustu eða lægra verði. Sterkar vísbendingar eru um að samþykkt tillögunnar muni hafa ábata í för með sér.
Þeir annmarkar á innleiðingu þriðja orkupakkans sem teflt hefur verið fram í almennri umræðu að undanförnu eru illa skilgreindir og óljósir að mati samtakanna. Verði ákvörðunartaka um samþykkt tillögunnar byggð á tilvist þeirra er ekki einungis hætt við að meiri hagsmunum verði fórnað fyrir minni heldur einnig að ríkum og skýrum hagsmunum verði fórnað fyrir óljósa, illa skilgreinda og í öllu falli takmarkaða hagsmuni. Þar með yrði skýrum heildarábata fórnað af þarfleysu. Þeir hagsmunir sem Ísland og íslenskt samfélag hefur af því að af innleiðingu verði, eru í öllu tilliti mun ríkari, enda tekur orkupakkinn ekki yfirráð yfir orkuauðlindunum úr höndum íslensku þjóðarinnar.
Smelltu hér til að lesa umsögnina í heild sinni
26/02/2019 | Fréttir, Stjórnvöld, Umsagnir
SVÞ hefur sent inn umsögn um drög að reglugerð um vinnuskilyrði farmanna á farþega– og flutningaskipum.
Smelltu hér til að hlaða niður PDF skjali með umsögninni: Umsögn SVÞ um drög að reglugerð um vinnuskilyrði farmanna á farþega- og flutningaskipum
26/02/2019 | Fréttir, Stjórnvöld, Umsagnir
SVÞ, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa sent inn sameiginlega umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup.
Þú getur hlaðið niður PDF skjali með umsögnininni hér: Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum um opinber innkaup
26/02/2019 | Fréttir, Stjórnvöld, Umsagnir
SVÞ, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa sent inn sameiginlega umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á efnalögum. Umsögnina má sjá hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1303
Þú getur einnig hlaðið niður PDF skjali með umsögninni með því að smella hér: Umsögn um drög að frv um breytingu á efnalögum-feb 2019
17/09/2018 | Fréttir, Stjórnvöld
SVÞ hafa undanfarin ár gætt hagsmuna aðildarfyrirtækis samtakanna í samskiptum við stjórnvöld vegna kaupa á rafrænum sjúkraskrám. Að mati SVÞ hafa þau kaup á þjónustu í gegnum tíðina, frá einum og sama aðila, orkað tvímælis hvað varðar eftirfylgni með kröfum um opinber innkaup. Þá hafa þau kaup utan útboðs einnig haft skaðleg áhrif á samkeppni á markað með rafrænar sjúkraskrár.
Nú síðast kom til skoðunar álitamál er varða kaup Embætti landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á tölvukerfi vegna Veru – heilsuvef, þ.e. www.heilsuvera.is. Óskuðu SVÞ þá þegar eftir upplýsingum um þau kaup og fjárhæðir sem lágu þar að baki. Hins vegar var neitað um afhendingu á þeim gögnum en þeirri synjun var síðar snúið við af úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þá þegar og umbeðin gögn voru afhent lá fyrir að mati SVÞ og aðildarfyrirtækis þess, þ.e. Skræðu ehf., að ríkið hafi virt að vettugi útboðsskyldu sína vegna þeirra kaupa enda kostnaður við kaupin yfir útboðsskyldu.
Í kjölfarið sendu SVÞ, f.h. Skræðu ehf., kæru á kærunefnd útboðsmála þar sem þess var óskað að nefndin tæki máli til skoðunar sem og hún gerði. Efir yfirgripsmikla rannsókn á málinu, þar sem aðilar málsins voru m.a. boðaðir á fund nefndarinnar, komst kærunefndin að skýrri niðurstöðu að samkvæmt þeim kostnaði sem kaup á kerfinu og viðhald á því kallaði á bar Embætti landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að bjóða út gerð þess á Evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við þau innkaupaferli með lög um opinber innkaup kveða á um. Þar sem það var ekki gert brutu þessir aðilar gegn ákvæðum laga um opinber innkaup. Þar að auki var Embætti landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins gert að greiða málskostnað, alls að upphæð 900.000 kr.
Að mati SVÞ er mikilvægt að hið opinbera virði af fullum hug reglur um opinber innkaup og raski um leið ekki samkeppni á einstökum mörkuðum með því að skjóta sér undan þeirri skyldu sinni. Munu samtökin áfram fylgjast með framkvæmd þessara mála og grípa til aðgerða gerist þess þörf.