Glíman við innflutta verðbólgu ein af stóru áskorunum ársins 2022!

Glíman við innflutta verðbólgu ein af stóru áskorunum ársins 2022!

Ár innfluttrar verðbólgu

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ skrifar á Vísi.is INNHERJI þann 25.desember 2021.

Eins og allir vita segir sagan okkur að verðbólga á Íslandi hefur jafnan verið hærri en í nágrannalöndum okkar. Svo ekki sé nú minnst á ástandið á sumum tímabilum síðustu aldar þegar verðbólgan var tugum prósenta hærri hér á landi en í helstu nágrannalöndum. Ástandið í þessum efnum var því fremur sérstakt á árinu 2021 þegar verðbólgan var hærri í Bandaríkjunum en hér á landi og litlu lægri í Þýskalandi, landi sem er þekkt fyrir flest annað en óstöðugt verðlag.

Áhrifin af Covid eru meginorsökin hérna, um það er ekki deilt.

Heimsmarkaðsverð á hrávörum, bæði til matvælaframleiðslu og til almennrar iðnaðarframleiðslu hafa rokið upp í verði. Ofan í kaupið hefur flutningskostnður milli heimsálfa margfaldast og við lok árs er þessi kostnaður orðinn þre- til fjórfalt hærri en hann var í upphafi ársins. Sú staðreynd að nær 30% af allri framleiðslu í heiminum er í Kína hefur leitt til þess að þessi hækkun á flutningskostnaði hefur smitast út í vöruverð um allan heim.

En af hverju þessi hækkun á flutningskostnaði?

Ástæðan er einkum sú að bæði markaðsaðilar og skipafélög sem sigla á leiðunum milli heimsálfa misreiknuðu áhrifin af Covid. Flestir áttu von á að eftirspurn eftir vörum og þjónustu myndi dragast saman, sem varð svo ekki raunin eins og berlega hefur komið í ljós. Skipafélög seldu flutningaskip í brotajárn, verslun hélst áfram öflug en fluttist að töluverðu leyti á netið. Það skapaði síðan ýmis tæknileg vandamál, þegar gífurlegt magn einstaklinga kaupir vörur á netinu og fær vörurnar sendar heim að dyrum.

Framleiðsluferlar hafa raskast, sem bein afleiðing af Covid, sem hefur haft þær afleiðingar að afhending vöru hefur seinkað og í verstu tilfellum leitt af sér vöruskort. Allt þetta hefur svo haft í för með sér hækkanir á vöru og þjónustu langt umfram það sem nokkur gat ímyndað sér. Það sem er nýtt fyrir okkur Íslendinga er að verðbólgan sem við höfum átt við að eiga er að verulegu leyti innflutt. Það vonda er að þar með er það utan áhrifasvæðis Seðlabankans að taka á þessari stöðu. Þau tæki sem bankinn hefur í vopnabúri sínu duga hér ekki.

Ekki er heldur hægt að hæla Samkeppniseftirlitinu í þessu sambandi sem hefur sett verulegar skorður við því hvernig hagsmunasamtök mega fjalla um þessi mál.
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni hér á landi, en það verður ekki komið tölu á hversu oft hefur verið fjallað um þessi mál á opinberum vettvangi.

Við sem höfum því hlutverki að gegna að gæta hagsmuna fyrir verslunar- og þjónustufyrirtækin í landinu höfum eftir megni skýrt það út í fjölmiðlum hvað liggi að baki þessu sérstaka ástandi. Ekki er annað að sjá en að skilaboð okkar hafi náð til alls almennings. Öðru máli hefur gegnt um fulltrúa verkalýðshreyfingar og Neytandasamtaka sem hafa reynt að gera lítið úr málinu og haldið því fram að afkoma í verslun sé með þeim hætti að öll fyrirtæki í greininni geti auðveldlega tekið þennan viðbótarkostnað á sig. Slíkt er auðvitað fjarri öllu lagi, þar sem ekki er hægt að yfirfæra afkomu örfárra fyrirtæka yfir á öll fyrirtæki í greininni. Ekki er heldur hægt að hæla Samkeppniseftirlitinu í þessu sambandi sem hefur sett verulegar skorður við því hvernig hagsmunasamtök mega fjalla um þessi mál.

Við lok árs er ekkert sem bendir til annars en að það ástand sem hér er lýst muni vara vel fram á næsta ár. Um það eru allir greiningaraðilar sammála. Því er hætt við að glíman við innflutta verðbólgu verði einnig ein af stóru áskorunum ársins 2022.

SJÁ HÉR GREININA Á VISI.IS

 

Skýrari fjöldatakmarkanir í verslunum

Skýrari fjöldatakmarkanir í verslunum

Að gefnu tilefni:

Í dag hefur skrifstofa SVÞ átt samskipti við heilbrigðisráðuneytið vegna samkomutakmarkana í verslunum. Ástæðan er sú að verslunum hefur þótt erfitt að átta sig á hver sé leyfilegur hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunarrými hverju sinni miðað við gildandi reglur.

Það skal upplýst að í farvatninu er reglugerðarbreyting sem sker úr um að verslunum með verslunarrými sem nemur upp að 100 fermetra flatarmáli sé heimilt að taka á móti 50 viðskiptavinum í einu. Í stærri rýmum en 100 fermetrar að flatarmáli má til viðbótar taka á móti 5 viðskiptavinum fyrir hverja 10 fermetra umfram 100 fermetra en þó aldrei fleiri en 500 viðskiptavinum í einu.

Svo dæmi sé tekið mega verslanir því taka á móti;

  • 50 viðskiptavinum í 90 fermetra verslunarrými,
  • 55 viðskiptavinum í 110 fermetra verslunarrými,
  • 150 viðskiptavinum í 300 fermetra verslunarrými,
  • 200 viðskiptavinum í 400 fermetra verslunarrými
  • 500 viðskiptavinum í 1.000 fermetra verslunarrými eða stærra.

Áfram verður skýrt kveðið á um grímuskyldu í verslunum og að öðru leyti verður mælst til þess að þess verði gætt að 2 metra bil verði milli viðskiptavina, s.s. í biðröðum á kassasvæði.

Fréttatilkynning: Vegna fréttaflutnings um hertar kröfur til skoðunar ökutækja

Fréttatilkynning: Vegna fréttaflutnings um hertar kröfur til skoðunar ökutækja

FRÉTTATILKYNNING

Að undanförnu hefur sú afstaða verið látin í ljós í almennri umræðu að bifreiðaskoðunarstöðvar beri ábyrgð á hertum kröfum við skoðun ökutækja. Hið rétta er að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið setur reglurnar og það er á ábyrgð Samgöngustofu að útfæra þær nánar í skoðunarhandbók, leiðbeiningarriti skoðunarmanna. Bæði ný reglugerð um skoðun ökutækja og drög að nýrri skoðunarhandbók endurspegla í grundvallaratriðum lágmarksreglur ESB um skoðun ökutækja.

Við undirbúninginn komu SVÞ athugasemdum margsinnis á framfæri, bæði við ráðuneytið og Samgöngustofu og lýstu því viðhorfi m.a. að af hálfu íslenskra stjórnvalda gætti tilhneigingar til að ganga lengra en raunverulega væri þörf á.

Telja SVÞ sig m.a. hafa komið því áleiðis að vanda verði útfærsluna og gæta þess að nýta svigrúm sem er til staðar til að milda áhrif hertra krafna.

Nánari upplýsingar veitir:
Benedikt S. Benediktsson
Lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu
Sími 864 9136

Við spurðum frambjóðendur spjörunum úr!

Við spurðum frambjóðendur spjörunum úr!

Nú á dögunum fékk SVÞ til sín frambjóðendur nokkurra helstu flokka sem bjóða fram til Alþingis nú í haust. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, tók viðtölin og frambjóðendur voru spurðir um ýmis mál sem aðildarfyrirtæki SVÞ varðar.

Frambjóðendur fengu spurningarnar sendar fyrirfram svo þeir gætu undirbúið sig. Spurningarnar voru um eftirfarandi mál:

  • Hvað þeim fyndist um aðgerðir núverandi stjórnvalda þegar kemur að stafrænni umbreytingu og stafrænni hæfni í atvinnulífinu og á vinnumarkaði.
  • Hvort þau styddu aðkomu stjórnvalda að stafrænum hæfniklasa sem í dag standa að SVÞ, VR og Háskólinn í Reykjavík.
  • Hvað þau hyggist gera varðandi stafræna hæfni og umbreytingu atvinnulífs og vinnumarkaðar?
  • Hvernig tryggja skal að grunnmenntakerfið (grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar) og sí- og endurmenntunarkerfið geti sem best mætt þörfum atvinnulífsins.
  • Hvernig þau teldu að bæta mætti gæði opinberra innkaupa.
  • Hver afstaða þeirra væri til einkareksturs í heilbrigðiskerfinu.
  • Hvernig þau sæu fyrir sér hlutverk sjálfstætt starfandi sérgreinalækna.
  • Hvort þau teldu að heimila ætti starfsemi fleiri sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva.
  • Hver afstaða þeirra væri til útvistunar verkefna hins opinbera til einkaaðila.
  • Hvernig þau myndu beita sér fyrir slíkri útvistun.
  • Hver þeirra afstaða væri til endurskoðunar fyrirkomulags fasteignaskatta.
  • Hvort þau teldu þörf á stuðningi við landbúnaðinn bæði í formi beinna styrkja og tollverndar eða hvort einn stuðningur ætti að nægja.
  • Hversu langt þeim finnist að stjórnvöld eigi að ganga í viðleitni sinni til að hraða orkuskiptum í landflutningum.
  • Hvaða þáttum stjórnvöld þurfi að gæta í vegferð sinni til að hraða orkuskiptum í landflutningum.
  • Hvaða vegaframkvæmdir þau vilji sjá settar á oddinn í samgönguáætlun.
  • Hvernig þau hygðust stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi.

Þegar hafa svör nokkurra frambjóðenda um hin ýmsu mál verið birt á Facebook síðu SVÞ (facebook.com/samtok.vth) en verulega verður gefið í næstu daga og hver málaflokkur tekinn fyrir einn dag í einu.

ATH! Ekki eru öll svör allra frambjóðenda birt heldur er valið úr.

 

SMELLTU HÉR OG HEYRÐU HVAÐ FRAMBJÓÐENDUR HAFA AÐ SEGJA

 

Viðmælendur

Eftirfarandi frambjóðendur voru teknir tali. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera ný á vettvangi Alþingiskosninga og að vera í sætum sem gera þau nokkuð líkleg til að komast inn á þing.

  • Björn Leví Gunnarsson, Píratar – 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Fjóla Hrund Björnsdóttir, Miðflokki – 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokki – 1. sæti í Suðurkjördæmi
  • Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokki – 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Hólmfríður Árnadóttir, Vinstri grænum – 1. sæti í Suðurkjördæmi
  • Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsókn – 2. sæti í Suðvesturkjördæmi
  • Sigmar Guðmundsson, Viðreisn, 2. sæti í Suðvesturkjördæmi
  • Valgarður Lyngdal, Samfylkingunni – 1. sæti í Norðvesturkjördæmi

Hvenær get ég séð hvað?

Hér má sjá hvenær hver málaflokkur verður birtur*:

Þegar er búið að birta nokkur viðtöl í nokkrum málaflokkum. Á næstunni verða svo öll viðtölin birt eftir málaflokkum.

Stafræn hæfni og umbreyting – 15. september – hefur þegar verið birt
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu – 16. september
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu – 17. september
Menntakerfið – 18. september
Opinber innkaup, útvistun hins opinbera og fasteignaskattar – 19. september
Tollar og landbúnaður – 20. september
Fjölbreyttara atvinnulíf – 21. september
Forgangsmál í innviðauppbyggingu og orkuskipti í landflutningum – 22. september

*tímasetningar geta breyst

SMELLTU HÉR OG HEYRÐU HVAÐ FRAMBJÓÐENDUR HAFA AÐ SEGJA

 

 

 

Streymi frá fundinum Heilbrigðismál á krossgötum

Streymi frá fundinum Heilbrigðismál á krossgötum

Nú kl. 16 hefst sérstakur fundur SA og SVÞ um heilbrigðismál sem ber yfirskriftina Heilbrigðiskerfið á krossgötum. Meðal þeirra sem halda erindi eru Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Hér fyrir neðan má sjá lifandi streymi frá fundinum, en honum er einnig streymt á Facebook viðburði og síðum samtakanna og á helstu fréttamiðlum.

DAGSKRÁ:

Halldór Benjamín Þorbergsson – framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins: Heilbrigðisþjónusta á tímamótum. Ný nálgun, nýjar áherslur

Björn Zoëga – forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð: Að horfa heim á íslenskt heilbrigðiskerfi

Gunnlaugur Sigurjónsson – læknir og stofnandi Heilsugæslunnar Höfða: Reynsla heilsugæslunnar af fjölbreyttum rekstrarformum, árangur og áskoranir

Kristján Guðmundsson, háls-nef- og eyrnalæknir: Samningagerð í heilbrigðisþjónustu

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir – stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect: Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu

Guðmundur Grétar Bjarnason – eftirlaunaþegi: Reynsla notanda, saga úr íslensku heilbrigðiskerfi

Fundarstjóri: Dagný Jónsdóttir – formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja

SJÁ STREYMIÐ HÉR: