Úr Viðskiptablaðinu: Reglugerð ógni lyfjaöryggi

Úr Viðskiptablaðinu: Reglugerð ógni lyfjaöryggi

Fyrirsögnin á forsíðu Viðskiptablaðsins þann 17. desember er Reglugerð ógni lyfjaöryggi og á blaðsíðu 10 og 11 er viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ og Jakob Fal Garðarsson, framkvæmdastjóra Frumtaka – samtaka framleiðenda frumlyfja.

Í viðtalinu kemur m.a. fram að fyrirhuguð reglugerð muni hafa verulega neikvæð áhrif á lyfjageirann hérlendis m.a. með því að hafa letjandi áhrif á skráningu nýrra lyfja og geti jafnvel leitt til afskráningar lyfja sem nú eru á markaði og í mikilli notkun.

Lesa má vefútgáfu af fréttinni og viðtalinu á vb.is hér.

Frá Umhverfisstofnun: Áhrif BREXIT í efnamálum

Frá Umhverfisstofnun: Áhrif BREXIT í efnamálum

Eins og staðan er í dag, þá lítur út fyrir að aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr ESB ljúki þann 31. desember nk. sem gerir það að verkum að landið fær stöðu þriðja ríkis gagnvart ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu frá 1. janúar 2021.

Umhverfisstofnun hefur tekið saman yfirlit yfir áhrifin af Brexit á viðskipti með vörur sem falla undir efnalög og er samantektin birt á vefsíðu stofnunarinnar, slóðin er https://ust.is/atvinnulif/efni/ahrif-brexit/.

Við hvetjum aðila sem kunna að hafa skyldum að gegna vegna framleiðslu og/eða markaðsetningar á vörum sem falla undir ákvæði í efnalögum að kynna sér málið.

Sérfræðingar teymis efnamála hjá Umhverfisstofnun veita nánari upplýsingar sé þess óskað.

Verslanir mega hafa upp undir 100 manns inni

Verslanir mega hafa upp undir 100 manns inni

Skv. breytingum sem búið er að boða að verði gerðar á sóttvarnarráðstöfunum og taka gildi 10. desember næstkomandi mega allar verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10m2 en að hámarki 100 manns.

Sjá hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/12/08/COVID-19-Tilslakanir-a-sottvarnaradstofunum-fra-10.-desember/

Gilda þessar ráðstafanir til 12. janúar, nema að annað verði tilkynnt en endurskoðunarákvæði eru í reglugerðum um sóttvarnarráðstafanir.

Viljum meira samráð við sóttvarnaryfirvöld

Viljum meira samráð við sóttvarnaryfirvöld

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Reykjavík síðdegis 1. desember þar sem hann ræddi óbreyttar sóttvarnaraðgerðir til 9. desember. Óskir samtakanna eru að í matvöru- lyfjaverslunum sem eru yfir 1 þúsund fermetrar að stærð geti verið allt að 100 manns í einu og svo 1 fyrir hverja 10 fermetra í viðbót, og í öðrum verslunum upp í 20 manns. Þannig var fyrirkomulagið í vor. Hann segir samtökin hafa haft ástæðu til að ætla að hljómgrunnur hefði verið fyrir þessari tillögu áður en þriðja bylgjan hófst en svo hafi ekki orðið.

Samtökin gagnrýna einnig skort á fyrirsjáanleika, samræmi og samráði bæði við verslanir og atvinnulífið almennt. Erfitt sé fyrir fyrirtæki að skipuleggja sig þegar upplýsingar berist með stuttum fyrirvara, líkt og t.d. var núna þegar aðgerðir voru framlengdar. Ósamræmi er í því t.d. að litlar lyfjaverslanir geti haft 50 manns inni hjá sér, á meðan risastórar verslanir, t.d. byggingavöruverslanir, mega einungis hafa 10 manns í einu.

Andrés segir lítið sem ekkert samráð vera við sóttvarnaryfirvöld, þau séu helst í gegnum fjölmiðla og ekki hafi borist nein almennileg viðbrögð við þessum sjónarmiðum.

Ljóst er að nýliðinn mánuður verður metmánuður í netverslun en jafnramt liggur fyrir að það mun ekki brúa það bil sem þarf til að bæta upp að fólk geti ekki verslað með hefðbundnum hætti. Mikið vanti upp á að sóttvarnaryfirvöld horfi lausnamiðuð á málin.

Hlustaðu á viðtalið hér:

Viljum meira samráð við sóttvarnaryfirvöld

Framkvæmdastjóri SVÞ segir sykurskatt eina verstu skattheimtuna

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var mjög skýr í þegar Mbl.is ræddi við hann um hugmyndir starfshóps heilbrigðisráðherra um sykurskatt. Sagði hann samtökin vera alfarið á móti svona neyslustýringasköttum og hafa alltaf verið það. Hann sagði sambærilegan skatt á árunum 2009-2013 vera eina verstu skattheimtu sem hann hafi þurft að eiga við á öllum ferli sínum í hagsmunagæslu og að hann hafi ekki skilað markmiðum sínum, hvorki lýðheilsu- né tekjumarkmiðum.

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMFJÖLLUNINA