Skortur á stefnu og heildarsýn í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum

Í fjárlögum fráfarandi ríkistjórnar fyrir árið 2018 sem kynnt var í september síðastliðnum kom fram að stjórnvöld ætluðu sér að tvöfalda kolefnisgjald til að draga úr losun. Tvöföldun kolefnisgjalds hækkar gjöld á bensín um 5,5 kr./l eða tæplega 7 kr./l að meðtöldum virðisaukaskatti. Tvöföldun kolefnisgjalds ásamt jöfnun bensín- og olíugjalds hækkar gjöld á dísilolíu um 16,25 kr./l eða rúmlega 20 kr./l að meðtöldum virðisaukaskatti (ekki er tekið tillit til verðlagsuppfærslu vörugjalda).

Grænir skattar eru hluti af stefnu stjórnvalda um umhverfisvernd og loftslagsmál. Samtök verslunar og þjónustu fagna aðild Íslands að Parísarsamkomulaginu og viðleitni stjórnvalda til að setja upp aðgerðaáætlun til að fylgja markmiðum samkomulagsins eftir. En í ljósi mikillar útgjaldaaukningar einstakra geira atvinnulífsins er þó margt gagnrýnivert í nálgun stjórnvalda.

Sé eldsneytisskattur sem hlutfall af heildarverði eldsneytis á tímabilinu 2011 – 2013 skoðaður sést að eldsneytisskattar á Norðurlöndunum eru meðal þeirra hæstu í heiminum (sjá graf í viðhengi). Einnig er yfirleitt minni skattlagning á dísilolíu, bæði hvað varðar losun koltvísýrings og í raungildi, en  á bensíni.

Í skýrslu Hagfræðistofnunar Ísland og loftslagsmál kemur fram að á árinu 2014 nam útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum á landi 861 þúsund tonnum CO2 ígilda eða 19% af heildarútstreymi frá Íslandi. Þá er útstreymi í samgöngum næstmest á eftir  útstreymi frá iðnaði og efnanotkun. Þar segir einnig að reglugerðir sem miða að því að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda, ásamt þróun í sparneytni nýrra bifreiða á heimsvísu, hafa haft þau áhrif að útstreymi frá vegasamgöngum hefur ekki aukist í samræmi við aukinn vöxt hagkerfisins frá 2011.

Norska samgönguhagfræðistofnunin (Transportøkonomisk institutt, TØI)  fjallar um í skýrslu sinni A CO2-fund for the transport industry: The case of Norway að það sé hagkvæmast að styðja við fjárfestingar í ökutækjum sem nota lífdísil, en að framboð á sjálfbæru eldsneyti geti falið í sér áskorun. Samtök atvinnulífsins í Noregi leggja til að stofnaður verði CO2 sjóður og benda á að þörf sé fyrir bæði umbun og refsingu (carrot and sticks) . CO2 sjóðurinn er ætlaður fyrir einkageirann til að styðja hvað mest við grænni tæknibreytingar. Sjá umfjöllun hér. Þessi sjóður ætti að leggja áherslu á að veita styrki til ökutækja sem nota dýrari tækni, svo sem lífgas, rafmagn og vetni. Slíkur sjóður getur því stuðlað að aukinni eftirspurn eftir þessari tækni þar til að tæknin verður samkeppnishæf.

Enn sem komið er hafa hérlend stjórnvöld ekki sett sér markvissa tæknistefnu í loftslagsmálum gagnvart flutningageiranum. Stjórnvöld hafa fyrst og fremst lagt áherslu á skattlagningu án þess að draga úr áhættu aðila á allra fyrstu stigum tækniþróunar og smá saman hleypa tækninni í samkeppnisumhverfið. Sé frekari skattlagningu beitt án þess að styðja við greinina með öðrum hætti er hætt við að frekari eldsneytisskattur skili sér í hærra vöruverði til neytenda.

Samantektina má nálgast hér.

Höfundur: Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu

Verslunin er miðpunktur í grænum skiptum

Viðskiptin sjálf hafa ekki mikil bein áhrif á losun gróðurhúsaloftegunda, en hafa áhrif á birgja, umhverfisval neytenda og heildarlosun. Við verðum að hafa áhrif.
Heild- og smásala greiðir um 9,4% af launum og launatengdum gjöldum á Íslandi og um 14% vinnuafls starfar í heild- eða smásölu og er þetta því sú atvinnugrein sem veitir flestum atvinnu hér á landi.  Rúmlega 8% af landsframleiðslu á Íslandi árið 2016 átti rætur að rekja til heild- og smásöluverslunar og því er þessi geiri einn sá umfangsmesti á Íslandi.

Við teljum að viðræður, samvinna og breið þátttaka á vinnustað um umhverfismál styðji og styrki átak  á sviði umhverfismála.  Það eru einkum þrjú svið þar sem verslun getur haft áhrif í grænu skiptum:

• Með eigin aðgerðum (orkunýtni, draga úr notkun jarðefnaeldsneytistegunda í samgöngum, flokkun og  meðhöndlun úrgangs)
• Vera leiðandi fyrir birgja og framleiðendur
• Hvetja til grænnar neyslu

Naumur tími
Áætlað er að heildareftirspurn eftir auðlindum árið 2050 verði 140 milljarðar tonna en eftirspurnin var um 50 milljarðar árið 2014. Það er 400% meira en jörðin ræður við .  Við notum nú þegar meira en jörðin nær að endurnýja á hverju ári. Aukin eftirspurn og minna aðgengi er ekki sjálfbært. Árið 2050 verður skortur á ýmsum mikilvægum málmum og ný úrræði verða mjög dýr.

Mikilvægi hringhagkerfisins
Hringhagkerfi styður við sjálfbæran vöxt og störf í verslun og þjónustustörfum á Íslandi. Hringhagkerfi snýst í meginatriðum um að halda auðlindunum í umferð. Framleiðendur bera ekki aðeins ábyrgð á vörum allan líftíma þeirra, þeir hafa einnig efnahagslegan ábata af því að fá vörur og efni til baka eftir notkun.

Allt þetta skapar ný störf, með nýjum verkefnum og nýjum hugsunarhætti. Fyrirhugaðri sýn verður að ná, m.a. með atvinnuskapandi nýsköpun og alhliða þjálfun fyrir alla starfsmenn.  Fyrirtæki verða í miklu meira mæli að hafa virka nálgun til umhverfis- og loftslagsmála í virðiskeðjunni.  Verslanir verða t.a.m. að kortleggja virðiskeðju matvæla til að ná árangi við að sporna gegn matarsóun.

Nauðsynleg aðkoma stjórnvalda
Leiðarvísir að breyttu umhverfi getur komið úr ólíkum áttum – bæði með því að huga að verslunarviðskiptunum sjálfum sem stjórnvöld geta komið að. T.a.m.  getur verslun boðið upp á grænna vöruúrval sem er bæði aðlaðandi og aðgengilegt.  Þetta er hægt með því að samtvinna sjálfbærni og undirstöður hringhagkerfisins í hönnun verslana, innkaupum, svæðisskipulagi og öðrum þáttum sem verslunin notar til að auglýsa sig.  Umhverfisvottun verslana, umhverfisstaðlar á flutninga, þátttaka í mótun umhverfis og þróunarverkefnum í nærumhverfi verslunarinnar eru þættir sem verslunin gæti  nýtt til að skapa samkeppnisforskot.  Samhliða þessu ættu stjórnmálamenn að tryggja umhverfi sem gerir það einnig hagkvæmt fyrir verslunina að taka þátt í grænum skiptum.

Að endingu
Smásalar gegna lykilhlutverki í að  hringhagkerfið virki þar sem neytendur versla í búðunum þeirra á hverjum einasta degi og eru í auknum mæli að sýna áhuga á umhverfisáhrifum neytendavara. Auk þess hafa Íslendingar tækifæri til að stuðla að samkeppnishæfu hagkerfi sem einkennist af lítilli koltvísýringslosun með vali þeirra. Smásalar eru nú þegar virkir að upplýsa og hafa áhrif á val neytenda með því að bjóða þeim ábyrgar afurðir, pökkun með minni umhverfisáhrifum og veita ábendingar um hvernig á að geyma mat og elda með afgöngum til að draga úr  matarsóun og skipuleggja upplýsingaherferðir til neytenda um orkusparandi vörur.

Á næstu vikum munu samtökin birta fleiri og ítarlegri samantektir um einstaka þætti í hringhagkerfinu.

Höfundur: Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur SVÞ.

Orr skartgripaverslun hlýtur Njarðarskjöldinn fyrir árið 2016

Orr skartgripaverslun hlýtur Njarðarskjöldinn og er ferðamannaverslun ársins 2016. Verðlaunaafhendingin fór fram í Hafnarhúsi, Listasafns Reykjavíkur þann 16. febrúar en þetta er í 21. skipti sem verðlaunin eru veitt.

Alls voru 11 verslanir tilnefndar til Njarðarskjaldarins í ár; Epal í Hörpu, Eymundsson í Austurstræti og á Laugavegi, Gilbert úrsmiður á Laugavegi, Gjóska á Skólavörðustíg,  GÞ skartgripir og úr í Bankastræti, Handprjónasambandið á Skólavörðustíg, Islandia í Bankastræti, Nordic Store í Lækjargötu, Upplifun í Hörpu og Orr gullsmiðir á Laugavegi.
Njarðarskjöldurinn er viðurkenning og hvatningarverðlaun sem veitt eru árlega til verslana eða verslunareigenda fyrir góða þjónustu og ferskan andblæ í ferðaþjónustu. Við tilnefningu ferðamannaverslunar ársins er leitast við að verðlauna þá verslun sem hefur náð hvað bestum söluárangri til erlendra ferðamanna milli ára. Horft er til markaðs- og kynningarmála, svo sem auglýsinga, vefs og útlits almennt. Aðrir þættir eru einnig skoðaðir sérstaklega svo sem þjónustulund, opnunartími, merkingar um endurgreiðslu virðisauka, lýsing, tungumálakunnátta starfsfólks og þekking á söluvörunum.

Í dómnefnd Njarðarskjaldarins sitja fulltrúar frá Höfuðborgarstofu fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Miðborginni okkar, Félagi atvinnurekanda, Samtökum verslunar og þjónustu, Kaupmannasamtökum Íslands, Global Blue á Íslandi og Premier Tax Free  á Íslandi.  Í rökstuðningi tilnefningarinnar kemur eftirfarandi fram:

,,Orr gullsmiðir er afsprengi Kjartans Kjartanssonar. Verslunin sem er jafnframt gullsmíðaverkstæði hefur frá fyrstu tíð verið staðsett í miðborg Reykjavíkur. Lengi vel var hún staðsett neðarlega við Laugaveginn en fluttist nýlega um set og hefur haldið sínum takti. Hönnun Orr hefur frá fyrstu tíð verið feikilega vinsæl á meðal erlendra ferðamanna enda er hún einstök og efnisval og frágangur fyrsta flokks. Gullsmíðaverkstæðið er staðsett í sama húsi og verslunin sem gefur henni aukna dýpt. Þjónustustig og tungumálakunnátta starfsfólks er til fyrirmyndar sem og aðgengi að versluninni. Orr skartgripaverslun er björt og stílhrein með góða lýsingu þannig að vörurnar njóta sín til fulls. Stílhreint útlit, glæsileg hönnun, hæft starfsfólk ,sem hefur hvort í senn gaman af vinnunni og faglega þekkingu á vörunni gerir Orr að ákjósanlegum stað til verslunar fyrir erlenda ferðamenn.“

Viðtal við Kjartan Kjartansson í sjónvarpi mbl.is

Umbúðir hvenær nauðsyn og hvenær sóun? Málþing UST og Reykjavíkurborgar 24. nóv.

Málþing í austurhluta Tjarnarsalarins í Ráðhúsi Reykjavíkur
Fimmtudaginn 24. nóvember 2016, kl. 8:30-12:00.
Boðið verður upp á kaffi og vörukynningu á umhverfisvænni umbúðum.
Skráning hér


DAGSKRÁ FUNDARINS
Ávarp Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur

UMBÚÐIR OG UMHVERFIÐ
Kristín Linda Árnadóttir frá Umhverfisstofnunnytnivikan

HLUTVERK UMBÚÐA OG LEIÐIR TIL AÐ LÁGMARKA NOTKUN
Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins

HLUTVERK OG VALD SVEITARFÉLAGA Í AÐ DRAGA ÚR UMBÚÐAAUSTRI
Eygerður Margrétardóttir frá Reykjavíkurborg

ÖRKYNNINGAR
—  KAFFI OG VÖRUKYNNINGAR —

EFNI, UMBÚÐIR, SAMHENGI
Garðar Eyjólfsson frá Listaháskóla Íslands

UMBÚÐIR OG MATVÆLI
Óskar Ísfeld frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur

UMBÚÐANOTKUN HJÁ VEITINGASÖLUM
Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir frá Gló og Rakel Eva Sævarsdóttir frá Borðinu

Fundarstjóri verður Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar


AÐGANGUR ER ÓKEYPIS OG ALLIR ERU VELKOMNIR.
Biðjum þó alla að skrá sig svo hægt sé að áætla fjölda og draga
úr matarsóun.

Strætóleiðir 1, 3, 6, 11, 12 og 14 stoppa hjá Ráðhúsinu
sem upplagt er að nýta sér!

Dagskráin á pdf sniði

reykjavikurborgumhverfisstofnun

Gögnum safnað um matarsóun á Íslandi

Umhverfisstofnun (UST) hefur fengið styrk frá Hagstofu Evrópusambandsins til að mæla matarsóun á Íslandi. Áætlað er að gagnaöflun ljúki í maí og í framhaldinu hefst úrvinnsla gagnanna. Í rannsókninnni er verið að mæla alla virðiskeðjuna frá framleiðslu til heildsala, birgja og verslana auk heimila og stóreldhúsa.

Samkvæmt frétt á vef UST sýna ný gögn um matarsóun í Evrópu að hver Evrópubúi hendir að meðaltali um 173 kg af mat á ári sem er mun meira en áætlað var. Samanlagt er um 88 milljónum tonna af mat hent árlega að andvirði um 143 milljarða evra. Þetta þýðir að um 20% af þeim mat sem er framleiddur innan Evrópu endar í ruslinu. Stærstu úrgangshafarnir eru heimilin sem sóa um 47 milljónum tonna af mat á ári hverju. Þessi gögn voru unnin sem hluti af FUSIONS verkefninu (Food Use for Social Innovation by Optimizing Waste Prevention Strategies) sem er samstarfsverkefni styrkt af Evrópusambandi með það að markmiði að sporna gegn matarsóun. Nánar á vef UST.

Í mars sl. boðaði kynnti umhverfisráðuneytið stefnu um úrgangsforvarnir 2016 – 2027. Fyrstu tvö ár stefnunnar verður áhersla lögð á úrgangsforvarnir gegn matarsóun. Stefnuna má lesa hér.

Á sama tíma var opnuð vefgáttin www.matarsoun.is sem er eitt af þeim verkefnum sem falla undir þessa stefnu um úrgangsforvarnir. Tilgangur vefgáttarinnar er að fræða almenning um matarsóun og þar með ýta undir vitundarvakningu um matarsóun. Fulltrúar frá Umhverfisstofnun, Landvernd, Kvenfélagasambandi Íslands, Matvælastofnun, Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Samtökum iðnaðarins, Vakandi – samtök gegn matarsóun, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Bændasamtökum Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga mynda samstarfshóp um vefsíðuna.

Kuðungurinn 2015

Umhverfisviðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta Kuðunginn fyrir árið 2015. Kuðungurinn verður afhentur í tengslum við dag umhverfisins 25. apríl.

Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Til að koma til álita við veitingu Kuðungsins þarf fyrirtækið eða stofnunin að hafa skarað fram úr á einu eða fleiri eftirtöldum sviðum: Umhverfisstjórnun, innleiðingu nýjunga í umhverfisvernd, hreinni framleiðslutækni, lágmörkun úrgangs, mengunarvörnum, umhverfisvænni vöruþróun, framlagi til umhverfismála eða vinnuumhverfi.

Tillögur skulu berast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eigi síðar en 23. mars næstkomandi, merktar ,,Kuðungurinn 2015″, á póstfangið postur@uar.is eða með pósti í umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Nánari upplýsingar er að finna á: www.uar.is/kudungurinn