Ársfundur & Ársskýrsla SSSK 2022

Ársfundur & Ársskýrsla SSSK 2022

Ársfundur SSSK 2022 var haldin í húsi atvinnulífsins, fimmtudaginn 28.apríl. 

Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:

Skýrsla stjórnar
Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
Umræður um skýrslu og reikninga
Félagsgjöld ársins
Kosning formanns og varaformanns
Kosning meðstjórnenda og varamanna
Kosning tveggja skoðunarmanna
Önnur mál

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var opið samtal með frambjóðendum til sveitastjórnarkosninga í Reykjavík.

Ársskýrsla Samtök sjálfstæðra skóla 2022

Ársskýrsla SVÞ – SSSK

Ársreikningur Samtaka sjálfstæðra skóla 2022

Ársreikningur SSSK 2022

 

Skýrslan Framleiðni í íslenskri verslun er komin út

Skýrslan Framleiðni í íslenskri verslun er komin út

Á tímabilinu 2008 til 2017 hækkaði framleiðni vinnuafls í heild- og smásöluverslun um 3,7% á ári. Framleiðnivöxturinn var meiri í smásölu en heildverslun og meiri en í atvinnulífinu í heild. Þannig var árlegur vöxtur í framleiðni vinnuafls í smásölu 4,5%, um 1,8% í heildverslun og um 1,5% hjá öllum atvinnugreinum í heild sinni. Ein skýring sem nefnd hefur verið fyrir lægri vexti í framleiðni í heildverslun er sú að lítið hafi verið um tækninýjungar í greininni.

Skýrslan er hugsuð sem viðbót við skýrsluna Íslensk netverslun –áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni.

Skýrsluna má nálgast hér.

Skýrslan Íslensk netverslun komin út

Skýrslan Íslensk netverslun komin út

Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur gefið út skýrsluna „Íslensk netverslun – áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni“, en útgáfa skýrslunnar var styrkt af Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu og VR. Höfundur er Emil B. Karlsson.

Skýrslan sem greinist í þrjá kafla og fjallar á greinargóðan hátt um miklu breytingar sem verslun sem atvinnugrein stendur nú frammi fyrir, vegna þeirra stórstígu breytinga sem eru að verða í verslun og verslunarháttum hvar sem er í heiminum.

Í fyrsta kafla skýrslunnar er farið yfir áhrif og afleiðingar stafrænnar tækni á verslun almennt, með sérstakri áherslu á þau áhrif sem líklegt er að slíkt hafi á íslenska verslun. Í öðrum hluta skýrslunnar eru birtar niðurstöður þriggja rannsókna á íslenskri verslun, þar sem m.a. er birt ítarleg samantekt á umfangi netverslunar hér á landi og netverslunar frá útlöndum, upplýsingar sem ekki hafa birst áður. Einnig er þar að finna niðurstöður úr viðamikilli skoðanakönnun á netverslunarhegðun Íslendinga. Í þriðja kafla skýrslunnar eru síðan settar fram ályktanir byggðar á þeim rannsóknum sem kynntar eru í skýrslunni.

SVÞ fagna útkomu skýrslunnar, en hún kemur út á hárréttum tíma og er tímabært innlegg í umræðu um stöðu greinarinnar nú þegar hún stendur frammi fyrir meiri og víðtækari breytingum á allra næstu árum, en orðið hafa marga síðustu áratugi. Eru allir hagsmunaaðilar og áhugamenn um íslenska verslun og framtíð hennar hvattir til að kynna sér efni skýrslunnar.

Skýrsluna í heild sinni má finna hér.

Notkun á gervigreind hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja

Notkun á gervigreind hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja

Samantekt

Neytendur eru í vaxandi mæli að tileinka sér stafrænan lífstíl.  Val neytenda á vörum getur að miklu leyti ákvarðast af upplýsingum og samskiptum á veraldarvefnum. Í þessu samhengi verður sífellt mikilvægara fyrir netverslanir að fylgjast með og kortleggja ferðalag viðskiptavinarins — fyrir, á meðan og eftir kaupin — til að fylgjast með neysluhegðun hans. Í eftirfarandi greiningu verður fjallað um alþjóðlega þróun netverslunar á Norðurlöndum, utan Íslands . Stafræn tækniþróun felur í sér að kaup á vörum á netinu erlendis frá fer vaxandi sem hluti af alþjóðlegri smásölu. Á árinu 2017 hafði þriðjungur kaupenda á Norðurlöndum keypt vörur erlendis frá í gegnum netið.

 

Skýrsluna má nálgast hér.

Rannsókn á viðhorfi til íslenskrar verslunar

Rannsóknarfyrirtækið Zenter framkvæmdi nýlega rannsókn á viðhorfi Íslendinga til íslenskrar verslunar. Hér á eftir fylgja lýsing á aðferðarfræði rannsóknarinnar, þær spurningar sem lagðar voru fyrir þátttakendur, ásamt helstu niðurstöðum.

Lýsing á rannsókn
Framkvæmdaraðili: Zenter rannsóknir
Framkvæmdatími 4. til 18. desember 2017.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Zenter rannsókna, einstaklingar 18 ára og eldri.
Svarfjöldi: 1038 einstaklingar.
Svarhlutfall: 57%

Þátttakendur voru spurðir eftirfarandi spurninga:
„Hversu mikla eða litla þekkingu hefur þú á verslun á Íslandi?“
„Þegar á heildina er litið, hversu jákvæð eða neikvæð er upplifun þín af verslun á Íslandi?“
„Hversu mikið eða lítið traust berð þú til verslunar á Íslandi?“
„Hver af eftirfarandi fullyrðingum endurspeglar best viðhorf þitt til verslunar á Íslandi?“

Niðurstöður rannsóknar um ímynd verslunar á Íslandi
Nýlega framkvæmdi Zenter rannsóknir könnun fyrir Samtök verslunar og þjónustu á ímyndarþáttum er varða verslun á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum könnunar ber meirihluti Íslendinga mikið eða eitthvað traust til verslunar á Íslandi (67%). Niðurstöður sýna einnig að mikill meirihluti Íslendinga telur sig hafa mikla eða einhverja þekkingu á verslun á Íslandi (88%). Þar að auki benda niðurstöður til að flestir hafa jákvæða (40%) eða hvorki jákvæða né neikvæða (38%) upplifun á verslun á Íslandi. Að lokum voru þátttakendur spurðir um viðhorf til verslunar á Íslandi og sögðust 17% tala vel um verslun á Íslandi, 44% voru hlutlausir og 30% tala um hana á gagnrýninn hátt. Um 9% svarenda höfðu ekki sterka skoðun á verslun á Íslandi eða tóku ekki afstöðu til spurningarinnar.

Hversu mikla eða litla þekkingu hefur þú á verslun á Íslandi?

Þekking

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar á heildina er litið, hversu jákvæð eða neikvæð er upplifun þín af verslun á Íslandi?Upplifun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hversu mikið eða lítið traust berð þú til verslunar á Íslandi?

Traust

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hver af eftirfarandi fullyrðingum endurspeglar best viðhorf þitt til verslunar á Íslandi?

Viðhorf

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Könnunin á pdf sniði

Samantekt frá SVÞ – Samkeppnishæfni íslenskrar verslunar

Samantekt

Segja má að verslun standi á tímamótum hvað framtíðina varðar og  því er engin tilviljun hversu áberandi umræða er í samfélaginu um netverslun og önnur málefni verslunar. Verslunin mun breytast meira á næstu 5 árum en hún hefur gert síðustu 50 ár. Í því tilliti má nefna að Svensk Handel, systursamtök SVÞ í Svíþjóð, spá að verslunum í Svíþjóð muni fækka um allt að 5 þúsund til og með árinu 2025 sökum aukinnar samkeppni við netverslanir. Gera má ráð fyrir að nokkur straumhvörf séu að verða í viðhorfi fólks þar sem neytendur eru nú sífellt kröfuharðari; þeir vilja fjölbreytni og að vörurnar séu afhentar með þeim hætti sem best samræmist daglegu lífi þeirra. Ljóst er að tækniþróunin hefur í för með sér að neytendur eru betur upplýstir bæði hvað varðar verð og gæði og hafa meira val vegna netverslunar sem leiðir til aukinnar samkeppni. Þessi þróun hvetur verslanir til að auka framleiðni og minnka kostnað sem leiðir til lægri verðbólgu í stað þess að hækka verð.  Alþjóðavæðingin nær ekki síður til verslunarinnar vegna aukinnar samkeppni milli staðbundinna verslana hér á landi þar sem fyrirhugað er að stórir erlendir aðilar komi inn á markaðinn. Þessi aukna samkeppni mun að óbreyttu leysa úr læðingi krafta sem koma samfélaginu til góða, t.d. með hagkvæmari rekstri sem síðar geta stuðlað að lægra verði til neytenda. Þó þarf að halda vel á spilunum svo að það gangi eftir. Þróun kaupmáttar launa undanfarin  misseri, fjölgun ferðamanna og afnám tolla og vörugjalda hafa ýtt undir vöxt innlendra verslana. Það er hins vegar margt sem skekkir þessa mynd og nægir þar að nefna þá ofurtolla sem enn eru lagðir á algengar tegundir innfluttra landbúnaðarvara og það háa vaxtastig sem fyrirtæki og almenningur býr við.  Þá verður íslenska krónan seint talin stöðugur gjaldmiðill og vegna legu landsins mun flutningskostnaður alltaf hafa meiri áhrif á verð vöru hér á landi en í samanburðarlöndunum.

Skýrsluna má nálgast hér.