Námslínan Stjórnendur í verslun og þjónustu

Námslínan Stjórnendur í verslun og þjónustu mun hefja göngu sína í annað sinn í september 2017.

Námslínan er samstarfsverkefni Opna háskólans í HR og Samtaka verslunar og þjónustu og er ætluð stjórnendum. Áherslan í náminu verður á hagnýta færni og þekkingu. Jafnframt verður áhersla lögð á raunhæf verkefni til að tengja við vinnuumhverfi og áskoranir í starfi þátttakenda.

Námið samanstendur af sjö efnisþáttum,

  • Stjórnun og leiðtogahæfni
  • Mannauðsstjórnun
  • Framsögn og framkoma
  • Tímastjórnun og skipulag
  • Sölutækni og þjónustustjórnun
  • Markaðsmál – Uppstilling og framsetning
  • Rekstur og fjármál

Námslínan hefst 5. september og lýkur 5. desember.

Kennt verður á þriðjudögum frá kl. 13.00-17.00.

Frekari upplýsingar á vef Opna háskólans.

Aukin kaupgleði en minni umsvif fataverslunar

Aukinn kaupmáttur og vaxandi væntingar er jafnan ávísun á aukna kaupgleði. Þess sjást meðal annars merki í neyslu á mat og drykk. Samkvæmt tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar eykst velta í dagvöruverslunum jafnt og þétt. Í febrúar var velta dagvöruverslana 3% meiri en í sama mánuði í fyrra og að jafnaði hefur velta dagvöruverslana aukist um 6% síðustu 12 mánuði. Þar sem verð á matvælum fer lækkandi er magn þess sem keypt meira en velta í krónum gefur til kynna. Velta áfengisverslunar vex einnig og var 8% meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra.
Athygli vekur að í hinum mikla hagvexti, sem að nokkru er drifinn áfram af aukinni neyslu, skuli velta í fataverslun dragast saman. Velta fataverslana var 12,4% minni í febrúar síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Á þessu tólf mánaða tímabili lækkaði samt verð á fötum um 7,3%.  Þess ber að geta að fataverslunum hér á landi hefur farið fækkandi frá áramótum, en það er mikilvægur hluti skýringarinnar. Veltutölurnar byggja á upplýsingum frá öllum stærstu verslunarkeðjum, sem selja föt hér á landi. Sumar þeirra hafa lokað hluta af fataverslunum sínum.
Ætla má að hluti skýringar á minnkandi verslun með fatnað sé aukin netverslun frá útlöndum auk þess sem sterkar vísbendingar eru um að landsmenn kaupi stóran hluta fata þegar þeir ferðast til útlanda. Þetta á hins vegar ekki við um skóverslun því hún jókst um 23,7% í febrúar. Verð á skóm í síðasta mánuði var 6,1% lægra en í sama mánuði í fyrra.
Hraður vöxtur er jafnframt í húsgagnaverslun, sem jókst um 13,9% á tólf mánaða tímabili, og byggingavöruverslun, sem jókst um 14,2% frá febrúar í fyrra. Verð á húsgögnum fer lækkandi en verð á byggingavörum hækkaði lítillega í árssamanburði.
Eftir langt tímabil vaxtar í raftækjaverslunum og verslunum með skyldar vörur, virðist sem heldur hafi dragið úr vextinum. Sala á minni raftækjum, svokölluðum brúnum vörum, jókst vissulega um 10,3% í febrúar frá febrúar í fyrra en velta stærri heimilistækja var svipuð og í fyrra.
Greiðslukortavelta heimilanna innanlands var 57,2 milljarðar kr. í febrúar. Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 16,8 milljarðar kr. sem er næstum 30% af innlendu veltunni. Tölur um einstaka útgjaldaliði erlendar kortaveltu hér á landi sýnir að langstærstu upphæðir sem fara til verslana er til kaupa í dagvöruverslunum. Hins vegar virðist sem dragi úr vexti veltu á kaupum útlendinga á útivistarfatnaði, sem e.t.v. má rekja til styrkingar krónunnar að undanförnu. Athygli vekur að debetkortavelta Íslendinga í útlöndum jókst um 54% frá febrúar í fyrra, samkvæmt tölum Seðlabankans.

Velta í dagvöruverslun jókst um 3% á breytilegu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 4,4% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í febrúar um 5,9% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru lækkaði um 1,3% á síðastliðnum 12 mánuðum og var í febrúar 0,1% lægra en í mánuðinum á undan.
Sala áfengis jókst um 8% á breytilegu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 7,7% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta áfengisverslana í febrúar um 8,7% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 0,3% hærra í febrúar síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra og óbreytt frá mánuðinum á undan.
Fataverslun dróst saman um 12,4% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og dróst saman um 5,5% á milli ára á föstu verðlagi. Verð á fötum var 7,3% lægra í febrúar síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.
Velta skóverslunar jókst um 23,7% í febrúar á breytilegu verðlagi og jókst um 31,8% á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst skósala um 25% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Verð á skóm lækkaði í febrúar um 6,1% frá febrúar í fyrra.
Velta húsgagnaverslana var 13,9% meiri í febrúar en í sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 19,6% á föstu verðlagi. Velta sérverslana með rúm jókst um 28,1% frá því í fyrra á breytilegu verðlagi. Velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn jókst um 12,2% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum hefur lækkað um 4,8% á síðustu 12 mánuðum.
Verslun með byggingavörur jókst í febrúar um 14,2% í febrúar á breytilegu verðlagi og jókst um 14% á föstu verðlagi. Verð á byggingavöru er 0,1% hærra en fyrir tólf mánuðum síðan. Þá minnkaði velta gólfefnaverslana um 1,5% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra.
Velta í sölu á tölvum minnkaði í febrúar um 2,9% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og farsímasala dróst saman um 13,8%. Sala minni raftækja, svokallaðra brúnvara, jókst um 10,3% á breytilegu verðlagi en sala stærri raftækja, svokallaðra hvítvara, jókst um 0,7% á milli ára.
Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson arni@bifrost.is og í síma 868-4341

Fréttatilkynning RSV.

Orr skartgripaverslun hlýtur Njarðarskjöldinn fyrir árið 2016

Orr skartgripaverslun hlýtur Njarðarskjöldinn og er ferðamannaverslun ársins 2016. Verðlaunaafhendingin fór fram í Hafnarhúsi, Listasafns Reykjavíkur þann 16. febrúar en þetta er í 21. skipti sem verðlaunin eru veitt.

Alls voru 11 verslanir tilnefndar til Njarðarskjaldarins í ár; Epal í Hörpu, Eymundsson í Austurstræti og á Laugavegi, Gilbert úrsmiður á Laugavegi, Gjóska á Skólavörðustíg,  GÞ skartgripir og úr í Bankastræti, Handprjónasambandið á Skólavörðustíg, Islandia í Bankastræti, Nordic Store í Lækjargötu, Upplifun í Hörpu og Orr gullsmiðir á Laugavegi.
Njarðarskjöldurinn er viðurkenning og hvatningarverðlaun sem veitt eru árlega til verslana eða verslunareigenda fyrir góða þjónustu og ferskan andblæ í ferðaþjónustu. Við tilnefningu ferðamannaverslunar ársins er leitast við að verðlauna þá verslun sem hefur náð hvað bestum söluárangri til erlendra ferðamanna milli ára. Horft er til markaðs- og kynningarmála, svo sem auglýsinga, vefs og útlits almennt. Aðrir þættir eru einnig skoðaðir sérstaklega svo sem þjónustulund, opnunartími, merkingar um endurgreiðslu virðisauka, lýsing, tungumálakunnátta starfsfólks og þekking á söluvörunum.

Í dómnefnd Njarðarskjaldarins sitja fulltrúar frá Höfuðborgarstofu fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Miðborginni okkar, Félagi atvinnurekanda, Samtökum verslunar og þjónustu, Kaupmannasamtökum Íslands, Global Blue á Íslandi og Premier Tax Free  á Íslandi.  Í rökstuðningi tilnefningarinnar kemur eftirfarandi fram:

,,Orr gullsmiðir er afsprengi Kjartans Kjartanssonar. Verslunin sem er jafnframt gullsmíðaverkstæði hefur frá fyrstu tíð verið staðsett í miðborg Reykjavíkur. Lengi vel var hún staðsett neðarlega við Laugaveginn en fluttist nýlega um set og hefur haldið sínum takti. Hönnun Orr hefur frá fyrstu tíð verið feikilega vinsæl á meðal erlendra ferðamanna enda er hún einstök og efnisval og frágangur fyrsta flokks. Gullsmíðaverkstæðið er staðsett í sama húsi og verslunin sem gefur henni aukna dýpt. Þjónustustig og tungumálakunnátta starfsfólks er til fyrirmyndar sem og aðgengi að versluninni. Orr skartgripaverslun er björt og stílhrein með góða lýsingu þannig að vörurnar njóta sín til fulls. Stílhreint útlit, glæsileg hönnun, hæft starfsfólk ,sem hefur hvort í senn gaman af vinnunni og faglega þekkingu á vörunni gerir Orr að ákjósanlegum stað til verslunar fyrir erlenda ferðamenn.“

Viðtal við Kjartan Kjartansson í sjónvarpi mbl.is

Vöxtur í öllum flokkum nema fötum og skóm

Samkvæmt mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar fór velta í smásöluverslun í janúar almennt vaxandi líkt og undanfarna mánuði að undanskilinni fata- og skóverslun, sem dróst nokkuð saman frá janúar í fyrra. Verðlag var lægra í öllum vöruflokkum sem mælingin nær til nema áfengi, sem hækkaði þó aðeins um 0,5% frá janúar í fyrra.
Velta í stærsta vöruflokknum, dagvöruverslun, jókst í janúar um 4,3% í krónum talið frá sama mánuði í fyrra og um 7,5% þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðlagi ásamt daga- og árstíðabundnum þáttum. Verð á dagvöru var 1,3% lægra en tólf mánuðum áður. Þá jókst sala áfengis um 5% í mánuðinum miðað við janúar í fyrra.
Svo virðist sem frekar dauft hafi verið yfir fataútsölum í janúar af veltutölum að ráða. Veltan dróst saman um 12,1% á breytilegu verðlagi. Hafa verður í huga að fataverslunum fækkaði um áramótin og neytendur virðast ekki hafa fært innkaupin til þeirra verslana sem fyrir eru, alla vega ekki enn sem komið er. Verð á fötum var 2,9% lægra en í sama mánuði í fyrra samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar.
Mun meiri verðlækkun var á útsölum með raftæki í janúar og meiri vöxtur í sölutölum. Þannig var verð á svokölluðum brúnum raftækjum 14,5% lægra en fyrir ári síðan. Í þeim flokki eru t.d. sjónvörp, hljómflutningstæki o.fl. Stærri heimilistæki, eða svokölluð hvít raftæki, lækkuðu í verði um 9% á milli ára. Velta í hvítum raftækjum jókst um 23,8% að krónutölu og velta í brúnum raftækjum var óbreytt á milli ára.
Velta byggingavöruverslana jókst um 20,2% frá janúar í fyrra. Þar ræður miklu að byggingaframkvæmdir og viðhald húsnæðis er mikið um þessar mundir auk þess sem veðurfar hefur verið einkar hagstætt til byggingaframkvæmda.

Í janúar var greiðslukortavelta heimilanna hér innanlands 9% meiri en í sama mánuði í fyrra. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis í janúar var 7,1 milljarður kr. sem er 17,6% hærri upphæð en fyrir ári síðan. Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa vaxandi áhrif á íslenska verslun. Þannig var greiðslukortavelta útlendinga hér á landi 17,4 milljarðar kr. í janúar sem er 49% aukning frá síðasta ári.

Velta í dagvöruverslun jókst um 4,3% á breytilegu verðlagi í janúar miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 5,7% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í janúar um 7,5% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru lækkaði um 1,3% á síðastliðnum 12 mánuðum og var í janúar 0,1% lægra en í mánuðinum á undan.
Sala áfengis jókst um 5% á breytilegu verðlagi í janúar miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 4,5% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta áfengisverslana í janúar um 15,8% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 0,5% hærra í janúar síðastliðnum og 1,2% hærra en í mánuðinum á undan.
Fataverslun dróst saman um 12,1% í janúar miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og dróst saman um 9,5% á milli ára á föstu verðlagi. Verð á fötum var 2,9% lægra í janúar síðastliðnum en í sama mánuði árið áður.

Velta skóverslunar minnkaði um 3,2% í janúar á breytilegu verðlagi og minnkaði um 5,9% á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum minnkaði skósala um 1,5% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Verð á skóm hækkaði í janúar um 2,9% frá janúar í fyrra.
Velta húsgagnaverslana var 11,4% meiri í janúar en í sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 13,9% á föstu verðlagi. Velta sérverslana með rúm jókst um 22,4% frá því í fyrra á breytilegu verðlagi. Velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn dróst saman um 23,8% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum hefur lækkað um 2,2% á síðustu 12 mánuðum.
Verslun með byggingavörur jókst í janúar um 20,2% í janúar á breytilegu verðlagi og jókst um 20,4% á föstu verðlagi. Verð á byggingavöru er 0,2% lægra en fyrir tólf mánuðum síðan. Þá jókst velta gólfefnaverslana um 1,9% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra.
Velta í sölu á tölvum minnkaði í janúar um 15,2% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og farsímasala jókst um 15,9%. Sala minni raftækja, svokallaðra brúnvara, var óbreytt á milli ára á breytilegu verðlagi en sala stærri raftækja, svokallaðra hvítvara, jókst um 23,8% á milli ára.

Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson arni@bifrost.is og í síma 868-4341

Fréttatilkynning RSV.

Njarðarskjöldurinn 2016

Reykjavíkurborg, Miðborgin okkar, Félag atvinnurekenda, Samtök verslunar og þjónustu, Kaupmannasamtök Íslands, Global Blue á Íslandi og Premier Tax Free Worldwide – Ísland bjóða þér að vera við afhendingu hvatningarverðlauna Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila.

Afhendingin fer fram Þann 16. febrúar 2017, kl. 17.30 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, Tryggvagötu 17.

Dagskrá:

Kynnir
– Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar
Ávarp
– Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu
Gamanmál
– Ari Eldjárn
Afhending Njarðarskjaldar 2016
– Kynning á þeim verslunum sem tilnefndar eru til verðlaunanna
– Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra afhendir verðlaunin

Léttar veitingar verða í boði.

Hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar eru veitt árlega til verslana eða verslunareigenda fyrir framúrskarandi þjónustu og verslun við ferðamenn í Reykjavík og auknum ferskleika verslunarreksturs í borginni.

SKRÁNING HÉR

 

Góðar ábendingar fyrir þá sem eru að versla jólagjafir á síðustu stundu

Íslendingar eru fyrr á ferðinni í ár að kaupa jólafagjafir heldur en áður. Aftur á móti er það  ávallt tiltekinn  hópur Íslendinga sem bíður með að kaupa gjafirnar allt fram á síðustu daga fyrir jól. Ef þú ert einn af þeim sem verður að takast á við jólakaupin þessa  síðustu og erilsömu daga fyrir jól þá eru hér nokkrar ábendingar til að draga úr líkum á að lenda í vandræðum við innkaupin.

Gerðu eins og margir íslenskir neytendur eru farnir að gera, þ.e. athugaðu fyrst verð og úrval á netinu, þannig að þú vitir hvar þú getur fundið gjöfina á sem hagstæðasta verði. Ef þú vilt vera viss um að fá gjöfina afhenta tímanlega, svona skömmu fyrir  fyrir jólin, þá er berst að kaupa hana í  staðbundinni búð enda ekki í öllum tilvikum hægt að tryggja að vara berist með pósti með svo skömmum fyrirvara þó undantekningar kunni þar að vera á. Mundu að athuga hvort að  hægt sé að skipta gjöfinni ef hún fellur ekki að smekk viðtakanda eða sá hin sami hafi fengið nokkur eintök af vörunni.  Það er hægt að skipta í flestum búðum en það á ekki við allar.

Ef þú velur að kaupa gjöf á netinu, til þess að forðast að standa í röð og svitna af stressi í undirfatabúð eða skartgripabúð með öðrum á síðustu mínútum, verður þú að tryggja að það takist að afhenda vöruna tímanlega. Rétt er að ítreka að sífellt fleiri  vefverslanir eru farnar að bjóða upp á sendingu samdægurs.  Athugaða möguleika búðarinnar rækilega hvað varðar sendingar samdægurs.  Margar verslanir hafa bæði staðbundna búð og vefverslun, sem bjóða upp á að þú getur pantað gjöfina fyrst á netinu og síðan sótt hana í búðina.
Verslanir hafa á undanförnum gert mikið til þess að auðvelda þér að gefa gjafir í friði og ró, líka á síðustu dögum fram að jólum. Á þessu ári er meirihluti verslana opin 23. desember og margar jafnvel langt fram á kvöldið.

Ef þú uppgötvar samt á aðfangadagsmorgni að þú þarft eina gjöf eða tvær, þá eru ýmsir valkostir sem standa þér til boða. Hvernig væri að gefa upplifun í formi gjafabréfa? Þessi bréf er hægt að kaupa og prenta út á heimilinu.
Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur SVÞ