Verslunin er miðpunktur í grænum skiptum

Viðskiptin sjálf hafa ekki mikil bein áhrif á losun gróðurhúsaloftegunda, en hafa áhrif á birgja, umhverfisval neytenda og heildarlosun. Við verðum að hafa áhrif.
Heild- og smásala greiðir um 9,4% af launum og launatengdum gjöldum á Íslandi og um 14% vinnuafls starfar í heild- eða smásölu og er þetta því sú atvinnugrein sem veitir flestum atvinnu hér á landi.  Rúmlega 8% af landsframleiðslu á Íslandi árið 2016 átti rætur að rekja til heild- og smásöluverslunar og því er þessi geiri einn sá umfangsmesti á Íslandi.

Við teljum að viðræður, samvinna og breið þátttaka á vinnustað um umhverfismál styðji og styrki átak  á sviði umhverfismála.  Það eru einkum þrjú svið þar sem verslun getur haft áhrif í grænu skiptum:

• Með eigin aðgerðum (orkunýtni, draga úr notkun jarðefnaeldsneytistegunda í samgöngum, flokkun og  meðhöndlun úrgangs)
• Vera leiðandi fyrir birgja og framleiðendur
• Hvetja til grænnar neyslu

Naumur tími
Áætlað er að heildareftirspurn eftir auðlindum árið 2050 verði 140 milljarðar tonna en eftirspurnin var um 50 milljarðar árið 2014. Það er 400% meira en jörðin ræður við .  Við notum nú þegar meira en jörðin nær að endurnýja á hverju ári. Aukin eftirspurn og minna aðgengi er ekki sjálfbært. Árið 2050 verður skortur á ýmsum mikilvægum málmum og ný úrræði verða mjög dýr.

Mikilvægi hringhagkerfisins
Hringhagkerfi styður við sjálfbæran vöxt og störf í verslun og þjónustustörfum á Íslandi. Hringhagkerfi snýst í meginatriðum um að halda auðlindunum í umferð. Framleiðendur bera ekki aðeins ábyrgð á vörum allan líftíma þeirra, þeir hafa einnig efnahagslegan ábata af því að fá vörur og efni til baka eftir notkun.

Allt þetta skapar ný störf, með nýjum verkefnum og nýjum hugsunarhætti. Fyrirhugaðri sýn verður að ná, m.a. með atvinnuskapandi nýsköpun og alhliða þjálfun fyrir alla starfsmenn.  Fyrirtæki verða í miklu meira mæli að hafa virka nálgun til umhverfis- og loftslagsmála í virðiskeðjunni.  Verslanir verða t.a.m. að kortleggja virðiskeðju matvæla til að ná árangi við að sporna gegn matarsóun.

Nauðsynleg aðkoma stjórnvalda
Leiðarvísir að breyttu umhverfi getur komið úr ólíkum áttum – bæði með því að huga að verslunarviðskiptunum sjálfum sem stjórnvöld geta komið að. T.a.m.  getur verslun boðið upp á grænna vöruúrval sem er bæði aðlaðandi og aðgengilegt.  Þetta er hægt með því að samtvinna sjálfbærni og undirstöður hringhagkerfisins í hönnun verslana, innkaupum, svæðisskipulagi og öðrum þáttum sem verslunin notar til að auglýsa sig.  Umhverfisvottun verslana, umhverfisstaðlar á flutninga, þátttaka í mótun umhverfis og þróunarverkefnum í nærumhverfi verslunarinnar eru þættir sem verslunin gæti  nýtt til að skapa samkeppnisforskot.  Samhliða þessu ættu stjórnmálamenn að tryggja umhverfi sem gerir það einnig hagkvæmt fyrir verslunina að taka þátt í grænum skiptum.

Að endingu
Smásalar gegna lykilhlutverki í að  hringhagkerfið virki þar sem neytendur versla í búðunum þeirra á hverjum einasta degi og eru í auknum mæli að sýna áhuga á umhverfisáhrifum neytendavara. Auk þess hafa Íslendingar tækifæri til að stuðla að samkeppnishæfu hagkerfi sem einkennist af lítilli koltvísýringslosun með vali þeirra. Smásalar eru nú þegar virkir að upplýsa og hafa áhrif á val neytenda með því að bjóða þeim ábyrgar afurðir, pökkun með minni umhverfisáhrifum og veita ábendingar um hvernig á að geyma mat og elda með afgöngum til að draga úr  matarsóun og skipuleggja upplýsingaherferðir til neytenda um orkusparandi vörur.

Á næstu vikum munu samtökin birta fleiri og ítarlegri samantektir um einstaka þætti í hringhagkerfinu.

Höfundur: Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur SVÞ.

Aukin velta þrátt fyrir innkomu Costco

Í fréttatilkynningu Rannsóknaseturs verslunarinnar kemur fram að innkoma Costco hefur sannarlega hreyft við verslunarmynstrinu hér á landi og viðbrögð neytenda hafa ekki látið á sér standa. Of snemmt er hins vegar að segja til um hver áhrifin verða, bæði hvað varðar markaðshlutdeild Costco á smásölu- og heildsölumarkaði og hins vegar áhrif á verðlag. Verslunin opnaði 23. maí sl. og var því aðeins starfrækt í rúma viku af þeim mánuði. Veltutölur þær sem Rannsóknasetur verslunarinnar birta hér ná ekki til veltu Costco. Af þeim tölum sem fyrirliggjandi eru um veltu frá verslunum sem fyrir voru á markaði í maí jókst heildarumfang þeirra frá sama mánuði í fyrra. Þetta á bæði við um dagvöruverslun og raftækjaverslun en samkeppni Costco við verslanir á þessum sviðum hafa verið í kastljósi fjölmiðlanna undanfarið.

Sjá nánar um markaðshlutdeild lágvöruverðsverslana á Norðurlöndunum hér að neðan.
Verð á dagvöru var 3,2% lægra í maí síðastliðinn en í sama mánuði í fyrra og jókst velta þeirra dagvöruverslana sem fyrir voru á markaði um 1,2% að nafnvirði eða 4,6% á raunvirði á sama tímabili. Ætla má að sú verðlækkun stafi annars vegar af styrkingu krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og hins vegar af aukinni samkeppni með innkomu Costco. Verðlag dagvöru hefur lækkað hvern mánuð frá ágúst 2016, þó minnst í maí síðastliðnum.

Verðlagsmæling Hagstofunnar, sem hér er stuðst við, var síðast gerð um miðjan maímánuð, eins og venja er. Þó mælingin hafi verið gerð áður en Costco opnaði hafa verðlagsáhrif þegar verið farin að koma í ljós þegar ljóst var að samkeppnin ykist. Verðmælingar Hagstofunnar ná ekki til verðlags í Costco en endurspegla verðlagsáhrifin eins og þau koma fram í þeim verslunum sem fyrir voru á markaði.

Verð nær allra vöruflokka sem Smásöluvísitalan nær til lækkaði í árssamanburði í maí en einungis skófatnaður hækkaði í verði, um 3,5% frá maí í fyrra.
Raftækjaverslun jókst í maí síðastliðnum en velta svokallaðra hvítra raftækja (þvottavélar, ísskápar og o.s.fr.) var 13,7% meiri í maí síðastliðnum samanborið við maí 2016 á breytilegu verðlagi. Á sama mælikvarða jókst velta með tölvur og jaðarbúnað um 18,7%, velta brúnvara (sjónvörp o.fl.) um 3,8% og velta farsíma um 2,8% samanborið við sama mánuð í fyrra. Líkt og í dagvöruverslun miðar mælingin við þær verslanir sem fyrir voru og tekur ekki til veltu Costco.

Velta í byggingavöruverslun jókst um 10,6% í maí síðastliðnum frá sama mánuði í fyrra á breytilegu verðlagi, þá jókst velta sérverslana með gólfefni um 17,9% á sama tímabili. Verð byggingavara hefur lækkað um 1,2% frá sama mánuði í fyrra en verð gólfefna hefur lækkað um 1%

Markaðshlutdeild lágvöruverðsverslana á Norðurlöndunum
Ef horft er til áhrifa á markaðshlutdeild fjölþjóðlegra lágvöruverðsverslana, sem hafa haslað sér völl í hinum Norðurlöndunum, sést að markaðshlutdeild þeirra er á bilinu fjRSV Smásöluvísitalan 05 2017ögur til átta prósent af smásölumarkaði með dagvöru. Hvort það hlutfall hefur forspárgildi hér á landi vegna komu Coscto er nokkurri óvissu háð, en gætu þó gefið vísbendingar.
Þær lágvöruverðsverslanir sem hér er vísað til á hinum Norðurlöndunum eru einkum Lidl og Aldi, sem hafa takmarkað vöruúrval, selja gjarna í stórum einingum og leggja áherslu á lægra vöruverð en í þeim verslunum sem bjóða breiðara vöruval og hafa meiri þjónustu. Costco er að nokkur leyti líkt ofangreinum lágvöruverðsverslunum en hafa einnig önnur einkenni því þar er að finna ýmislegt fleira en matvörur og viðskiptamódelið byggir á áskriftargjaldi viðskiptavina. Þá er Costo frábrugðið lávöruverðskeðjunum í Skandinavíu að því leyti að hér er aðeins ein verslun en á Norðurlöndunum eru útsölustaðirnir mun fleiri.

Eins og sjá má af meðfylgjandi skýringarmyndum hefur lágvöruverðskeðjan Lidl um 4% markaðshlutdeild í Svíþjóð og liðlega 8% í Finnlandi. Samsetning þeirra verslana sem skilgreina má sem lágvöruverðsverslanir er nokkuð mismunandi á milli landa, en heildarmyndin sýnir að innlendu dagvöruverslunarkeðjurnar hafa yfirburðastöðu í öllum löndunum.
Athyglisvert er einnig að á öllum Norðurlöndunum eru tvær til þrjár verslunarkeðjur sem ráða langstærstum hluta markaðarins. Þetta á jafnt við um Ísland sem og hin Norðurlöndin.

Velta smásöluverslana í maí
Velta í dagvöruverslun jókst um 1,2% á breytilegu verðlagi í maí miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 4,6% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í maí um 3% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru lækkaði um 3,2% á síðastliðnum 12 mánuðum og var í maí 0% lægra en í mánuðinum á undan.

Sala áfengis jókst um 7,7% á breytilegu verðlagi í maí miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 7,4% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta áfengisverslana í maí um 4,5% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 0,3% hærra í maí síðastliðnum og 0,1% hærra en í mánuðinum á undan.

Fataverslun dróst saman um 17,7% í maí miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og dróst saman um 11,9% á milli ára á föstu verðlagi. Verð á fötum var 6,5% lægra í maí síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Velta skóverslunar minnkaði um 2,5% í maí á breytilegu verðlagi og minnkaði um 5,8% á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum minnkaði skósala um -3,6% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Verð á skóm hækkaði í maí um 3,5% frá maí í fyrra.

Velta húsgagnaverslana var 14,2% meiri í maí en í sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 23,1% á föstu verðlagi. Velta sérverslana með rúm jókst um 7,9% frá því í fyrra á breytilegu verðlagi. Velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn jókst um 13,2% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum hefur lækkað um 7,3% á síðustu 12 mánuðum.

Verslun með byggingavörur jókst í maí um 10,6% í maí á breytilegu verðlagi og jókst um 11,9% á föstu verðlagi. Verð á byggingavöru er 1,2% lægra en fyrir tólf mánuðum síðan. Þá jókst velta gólfefnaverslana um 17,9% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra.

Velta í sölu á tölvum jókst í maí um 18,7% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og farsímasala jókst um 2,8%. Sala minni raftækja, svokallaðra brúnvara, jókst um 3,8% á breytilegu verðlagi en sala stærri raftækja, svokallaðra hvítvara, jókst um 13,7% á milli ára.

Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson arni@bifrost.is og í síma 868-4341.

Fréttatilkynning RSV.

Gengisáhrif krónunnar á erlenda kortaveltu

Samkvæmt tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnaar nam erlend greiðslukortavelta 18,6 milljörðum króna í apríl samanborið við 14,6 milljarða í sama mánuði í fyrra en um er að ræða 27,7% vöxt á tímabilinu. Þó ríflega fjórðungs vöxtur sé vissulega töluverð aukning virðist þó nokkuð vera að draga úr þeim mikla hlutfallsvexti sem hefur verið á kortaveltu ferðamanna undanfarin misseri. Vöxtur síðustu þriggja mánaða (febrúar til apríl) frá sama tímabili í fyrra hefur verið 29% en að meðaltali var árlegur hlutfallsvöxtur síðustu 12 mánuði þar á undan 52%. Vöxturinn í apríl er einnig minni í krónum talið en frá apríl 2016 jókst kortaveltan um 4 milljarða samanborið við 5,3 milljarða í apríl í fyrra.

Gengi krónunnar var 17,5% hærra gagnvart helstu viðskiptagjaldmiðlum í apríl síðastliðnum borið saman við apríl 2016. Ekki er ótrúlegt að sterkara gengi eigi sinn þátt í því að kortavelta vex minna núna en áður. Til að setja gengisstyrkinguna í samhengi má segja að kortavelta erlendra ferðamanna í apríl hafi aukist um 50% mælt í viðskiptagjaldmiðlum Íslands samanborið við áðurnefnd 27,7% mælt í íslenskum krónum.

Mest jókst erlend kortavelta í bensín, viðgerðir og viðhald, um 76,5% og dagvöruverslun 66,2% í apríl síðastliðnum. Aukning erlendrar kortaveltu dagvöruverslana umfram aðra liði kann að vera til marks um breytt neyslumynstur erlendra ferðamanna en undanfarna mánuði hefur hlutfallsleg aukning erlendrar kortaveltu dagvöruverslana verið töluvert meiri en á erleMeðalvelta pr. ferðamann 04 2017ndri kortaveltu alls.

Stærsti einstaka liður kortaveltu erlendra ferðamanna eru farþegaflutningar með flugi og nam kortavelta aprílmánaðar 4,5 milljörðum króna og jókst um 38,1% frá apríl í fyrra. Sem fyrr er vakin athygli á því að hluti erlendrar starfsemi innlendra flugfélaga er innifalinn í tölunum.

Erlendir ferðamenn greiddu 33,9% meira með kortum sínum til hótela og gistiheimila í apríl síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra. Kortavelta flokksins nam 3,3 milljörðum í apríl samanborið við 2,5 í apríl 2016. Þá var kortavelta veitingastaða 1,9 milljarðar króna í apríl eða 34,3% meiri en í sama mánuði í fyrra.
Aukning kortaveltu í flokknum ýmis ferðaþjónusta sem inniheldur meðal annars þjónustu ýmissa ferðaskipuleggjenda, dagsferðir og fleira var 13% í apríl og nam 2,5 milljörðum í apríl í ár samanborið við 2,2 milljarða í sama mánuði 2016.

Líkt og áður sagði var dagvöruverslun ferðamanna lífleg í apríl en heldur minni vöxtur varð í örðum flokkum verslunar í mánuðinum. Þannig jókst fataverslun um 27,7%, gjafa- og minjagripaverslun um 19,3% og tollfrjáls verslun um 32,6%. Önnur verslun dróst saman um tæplega 1% frá apríl í fyrra.
Fjöldi ferðamanna um Keflavíkurflugvöll samkvæmt mælingu ferðamálastofu var ríflega 153.500 í apríl síðastliðnum samanborið við 94.900 ferðamenn í apríl í fyrra. Um er að ræða 61,8% aukningu á milli ára.

Kortavelta eftir þjóðernum
Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir 121 þús. kr. í apríl, eða um 3% meira en í mars. Það er um 21% lægri upphæð en í sama mánuði í fyrra.

Ferðamenn frá Bandaríkjunum greiddu að jafnaði hæstar fjárhæðir með greiðslukortum sínum í apríl eða 168 þús. kr. á hvern ferðamann. Kanadamenn eru í öðru sæti með 162 þús. kr. á hvern ferðamann. Svisslendingar koma þar næst með 152 þús. kr. á mann.

Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins.
Í því talnaefni sem Rannsóknasetur verslunarinnar hefur yfir að ráða er nánar hægt að greina kortaveltu erlendra ferðamanna eftir útgjaldaliðum og þjóðerni.

Um kortaveltu ferðamanna
Rannsóknasetur verslunarinnar birtir mánaðarlega tölur um greiðslukortaveltu ferðamanna sundurliðaða eftir útgjaldaliðum og útgáfulandi korta. Gögnunum er enn fremur skipt eftir því hvort um er að ræða erlend eða innlend greiðslukort. Gögnin innihalda færslur bæði debet- og kreditkorta. Birtar eru upphæðir í íslenskum krónum ásamt hlutfallsbreytingum frá fyrri mánuði og sama mánuði fyrra árs.

Gögnin eru fengin frá innlendum færsluhirðingaraðilum, sundurliðuð eftir svonefndum MCC kóðum. MCC kóðarnir eru aftur greindir í flokka eftir því hvernig þeir eru taldir tengjast mismunandi greinum ferðaþjónustu. Gögnin lýsa kortaveltu eftir kauptímabilum (almanaksmánuðum) en ekki eftir uppgjörstímabilum.

Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson, arni@bifrost.is eða í síma 868-4341.

Fréttatilkynningin frá RSV

Aukin velta í dagvöru og lægra verð

Samkvæmt mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar jókst velta dagvöruverslana í apríl um 9,3% að nafnvirði frá sama mánuði í fyrra og um 12,6% að raunvirði. Skýringuna á þessari aukningu má að mestu rekja til þess að páskarnir voru í apríl síðastliðnum en ekki í samanburðarmánuðinum í fyrra – heldur í mars. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir þessum árstíðamun nemur veltuaukningin að raunvirði um 6,9%. Samkvæmt þessu er greinilegt að landsmenn gera betur við sig í mat og drykk en í fyrra. Verð á dagvöru er nú 2,9% lægra en fyrir ári samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar og fer lækkandi milli mánaða.

Innlend faraverslun heldur áfram að dala þó nokkur munur sé á milli einstakra verslanakeðja. Ræður þar nokkru að fataverslunum hefur fækkað. Þá er líklegt að áhrif  tímasetningar páskanna hafi ekki sömu áhrif í árssamanburði og þegar horft er til dagvöruverslana. Færri söludagar í apríl síðastliðnum en í samanburðarmánuðinum í fyrra hafa áhrif til lækkunar á veltu. Þá ferðuðust landsmenn mikið til útlanda í apríl og kortavelta Íslending erlendis jókst umtalsvert, en sem kunnugt er fer töluverður hluti fataverslunar Íslendinga fram erlendis.
Skýringin á því að velta í byggingavöruverslun í apríl minnkaði um 2% frá sama mánuði í fyrra er tvímælalaust vegna færri söludaga í apríl á þessu ári en i fyrra og því frekar um mánaðarsveiflu að ræða frekar en almennan samdrátt. Horft yfir veltu byggingavöruverslana síðustu sex mánaða í samanburði við sama tímabil í fyrra sýnir veltuaukningu um 11%.

Verðlækkanir
Verð í nánast öllum vöruflokkum hefur lækkað í árssamanburði. Þannig lækkaði til dæmis verð á svokölluðum brúnum raftækjum (sjónvörp, hljómtæki o.s.frv.), um 18% í apríl sl. frá apríl í fyrra samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar. Þó ber að hafa í huga að hugsanlegar gæðabreytingar á þessum vörutegundum kunna að torvelda verðsamanburð. Velta á þessum tegundum raftækja. jókst um 28% að raunvirði á síðasta tólf mánaða tímabili.
Þá lækkaði verð á rúmum um 8,3% og velta sérverslana með rúm jókst um 45,4% að raunvirði á tímabilinu.

Kortavelta íslenskra heimila
Greiðslukortavelta íslenskra heimila hér innanlands nam 62,8 milljörðum kr. í apríl og 11,9 milljörðum í útlöndum. Útlendingar keyptu hins vegar hér á landi með kortum sínum fyrir 18,2 milljarða. Munurinn á því sem Íslendingar greiddu með kortum sínum erlendis og útlendingar greiddu hér á landi nam því 6,4 milljörðum.

Talnaefni
Velta í dagvöruverslun jókst um 9,3% á breytilegu verðlagi í apríl miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 12,6% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í apríl um 6,9% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru lækkaði um 2,9% á síðastliðnum 12 mánuðum og var í apríl 0,4% lægra en í mánuðinum á undan.

Sala áfengis jókst um 5,8% á breytilegu verðlagi í apríl miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 5,5% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta áfengisverslana í apríl um 4,4% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 0,3% hærra í apríl síðastliðnum og óbreytt frá mánuðinum á undan.

Fataverslun dróst saman um 24,3% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og dróst saman um 20,7% á milli ára á föstu verðlagi. Verð á fötum var 4,5% lægra í apríl síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Velta skóverslunar minnkaði um 12% í apríl á breytilegu verðlagi og minnkaði um 13,3% á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum minnkaði skósala um -14,5% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Verð á skóm hækkaði í apríl um 1,5% frá apríl í fyrra.

Velta húsgagnaverslana var 6,2% meiri í apríl en í sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 15,8% á föstu verðlagi. Velta sérverslana með rúm jókst um 33,3% frá því í fyrra á breytilegu verðlagi. Velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn dróst saman um 18,9% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum hefur lækkað um 8,3% á síðustu 12 mánuðum.

Verslun með byggingavörur minnkaði í apríl um 2% í apríl á breytilegu verðlagi og dróst saman um 0,6% á föstu verðlagi. Verð á byggingavöru er 1,4% lægra en fyrir tólf mánuðum síðan. Þá jókst velta gólfefnaverslana um 3,9% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra.

Velta í sölu á tölvum jókst í apríl um 3,1% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og farsímasala dróst saman um 10,5%. Sala minni raftækja, svokallaðra brúnvara, jókst um 5% á breytilegu verðlagi en sala stærri raftækja, svokallaðra hvítvara, dróst saman um 7,6% á milli ára.

Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson arni@bifrost.is og í síma 868-4341

Fréttatilkynning RSV

 

Rífandi gangur í húsgagna- og byggingavöruverslun

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar koma aukin umsvif í byggingaframkvæmdum greinilega fram í sölutölum byggingavöruverslana í marsmánuði. Þetta á bæði við um almennar byggingavörur svo og sérhæfðar verslanir sem selja gólfefni. Sömuleiðis var umtalsverð veltuaukning hjá húsgagnaverslunum og verslunum sem selja stór heimilistæki.  Velta húsgagnaverslana jókst um 21,2% frá mars í fyrra og verð á húsgögnum lækkaði um 8,9% á þessu tímabili og velta byggingavöruverslana jókst um 13,3% en verð á byggingaefni hélst óbreytt frá mars í fyrra. Velta stórra raftækja jókst um 9,5%  og verð þeirra var 5,9% lægra en fyrir tólf mánuðum síðan.

Athyglisvert er að velta í dagvöruverslun var nokkru meiri í mars síðastliðnum heldur en í sama mánuði í fyrra. Þetta þrátt fyrir að páskarnir hafi verið í mars í fyrra en mánuði síðar ár, – en páskamánuðurinn er jafnan mun söluhærri en næstu mánuðir á undan og eftir.  Þegar leiðrétt hefur verið fyrir þessum árstíðamun nam veltuaukning dagvöruverslana 5,1%. Verð á dagvöru fer lækkandi, eins og á flestum öðrum vörutegundum, og var 2,2% lægra en fyrir ári síðan.

Velta fataverslunar í mars var 6,4% minni en í sama mánuði í fyrra. Kemur þar annars vegar til að hætt var rekstri nokkurra stórra fataverslana í byrjun þessa árs og hins vegar að staðið hefur yfir endurskipulagning á öðrum fataverslunum að undanförnu. Þar að auki má ætla að töluverður hluti fataverslunar Íslendinga fari fram erlendis þar sem  mikil aukning hefur orðið í ferðum landsmanna til útlanda.  Fatakaupmenn sem RSV hefur rætt við eru almennt sammála um að þó dregið hafi úr fatasölu á heildina litið sé aukning í sölu á dýrari merkjavöru, sem sé mjög samkeppnisfær við sambærilegar vörur í erlendum verslunum. Þannig virðist sem mestur samdráttur sé í sölu ódýrari fatnaði.

Óvenjulegt er að merkja samdrátt í sölu snjallsíma, eins og reyndin var í mars. En sala þeirra dróst saman um 16,9% frá sama mánuði í fyrra. Líklegasta skýringin er að í mars fyrir ári var nýkomin á markað ný útgáfa af vinsælum snjallsímum en sú var ekki raunin í ár.

Velta í dagvöruverslun jókst um 0,1% á breytilegu verðlagi í mars miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 2,4% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í mars um 5,1% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru lækkaði um 2,2% á síðastliðnum 12 mánuðum og var í mars 0,8% lægra en í mánuðinum á undan.

Sala áfengis jókst um 7,1% á breytilegu verðlagi í mars miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 6,9% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum dróst velta áfengisverslana í mars saman um 100% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 0,2% hærra í mars síðastliðnum og 0,1% lægra en í mánuðinum á undan.

Fataverslun dróst saman um 6,4% í mars miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og dróst saman um 2,6% á milli ára á föstu verðlagi. Verð á fötum var 3,9% lægra í mars síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Velta skóverslunar jókst um 5% í mars á breytilegu verðlagi og jókst um 4,9% á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst skósala um 6,3% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Verð á skóm hækkaði í mars um 0,1% frá mars í fyrra.

Velta húsgagnaverslana var 21,2% meiri í mars en í sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 33,1% á föstu verðlagi. Velta sérverslana með rúm jókst um 32,8% frá því í fyrra á breytilegu verðlagi. Velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn jókst um 11,7% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum hefur lækkað um 8,9% á síðustu 12 mánuðum.
Verslun með byggingavörur jókst í mars um 13,3% í mars á breytilegu verðlagi og jókst um 13,2% á föstu verðlagi. Verð á byggingavöru er 0% lægra en fyrir tólf mánuðum síðan. Þá jókst velta gólfefnaverslana um 15,1% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra.

Velta í sölu á tölvum minnkaði í mars um 4,5% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og farsímasala dróst saman um 16,9%. Sala minni raftækja, svokallaðra brúnvara, jókst um 7,7% á breytilegu verðlagi en sala stærri raftækja, svokallaðra hvítvara, jókst um 9,5% á milli ára.

Fréttatilkynning RSV.

 

 

Frá vinnustofu SVÞ um „Omni Channel“ – innleiðing stafrænnar tækni í verslun

Í framhaldi af ársfundi SVÞ þann 23. mars sl. þar sem fjallað var um byltingu og breytingu í þjónustu og verslun stóð SVÞ fyrir vinnustofu í samvinnu við Eddu BlumensteiEBn, doktorsnema við Viðskiptaháskólann í Leeds á Englandi. Á vinnustofunni var farið yfir næstu skref hvað varðar innleiðingu stafrænnar tækni í verslun. Fór Edda m.a. yfir hvernig kauphegðun notenda hefur breyst með tilkomu stafrænnar tækni, netsins, samfélagsmiðla og fleira, og í raun hvernig smásalar, verslunar- og þjónustuaðilar eru að bregðast við þeirri þróun.

Fjallað var um hvernig við höfum þróast frá „single channel“ fyrirkomulagi þar sem kaupmaðurinn á horninu veitti persónulega þjónustu til viðskiptavina, út í það að vera með margar aðkomuleiðir að viðskiptavininum. Í því samhengi var sérstaklega farið yfir Omni Channel, eða samruna stafrænnar tækni og hefðundinnar verslunar.

Til að skýra Omni Channel hugmyndafræðina nefndi Edda verslunina Mothercare í Bretlandi, en sú verslun er mjög gott dæmi, að hennar sögn, um leiðandi Omni Channel fyrirtæki.  Þ.e., verslunin er með allt samtengt, tækni og verslun. Starfsfólkið er til dæmis með spjaldtölvur og aðstoðar þig á alla lund. Það eina sem þarf að gera við þjónustuborðið er að borga.

Glærur Eddu Blumenstein: Viðbrögð verslunar- og þjónustufyrirtækja við áhrifum stafrænnar tækni á verslun og þjónustu.