Góðar ábendingar fyrir þá sem eru að versla jólagjafir á síðustu stundu

Íslendingar eru fyrr á ferðinni í ár að kaupa jólafagjafir heldur en áður. Aftur á móti er það  ávallt tiltekinn  hópur Íslendinga sem bíður með að kaupa gjafirnar allt fram á síðustu daga fyrir jól. Ef þú ert einn af þeim sem verður að takast á við jólakaupin þessa  síðustu og erilsömu daga fyrir jól þá eru hér nokkrar ábendingar til að draga úr líkum á að lenda í vandræðum við innkaupin.

Gerðu eins og margir íslenskir neytendur eru farnir að gera, þ.e. athugaðu fyrst verð og úrval á netinu, þannig að þú vitir hvar þú getur fundið gjöfina á sem hagstæðasta verði. Ef þú vilt vera viss um að fá gjöfina afhenta tímanlega, svona skömmu fyrir  fyrir jólin, þá er berst að kaupa hana í  staðbundinni búð enda ekki í öllum tilvikum hægt að tryggja að vara berist með pósti með svo skömmum fyrirvara þó undantekningar kunni þar að vera á. Mundu að athuga hvort að  hægt sé að skipta gjöfinni ef hún fellur ekki að smekk viðtakanda eða sá hin sami hafi fengið nokkur eintök af vörunni.  Það er hægt að skipta í flestum búðum en það á ekki við allar.

Ef þú velur að kaupa gjöf á netinu, til þess að forðast að standa í röð og svitna af stressi í undirfatabúð eða skartgripabúð með öðrum á síðustu mínútum, verður þú að tryggja að það takist að afhenda vöruna tímanlega. Rétt er að ítreka að sífellt fleiri  vefverslanir eru farnar að bjóða upp á sendingu samdægurs.  Athugaða möguleika búðarinnar rækilega hvað varðar sendingar samdægurs.  Margar verslanir hafa bæði staðbundna búð og vefverslun, sem bjóða upp á að þú getur pantað gjöfina fyrst á netinu og síðan sótt hana í búðina.
Verslanir hafa á undanförnum gert mikið til þess að auðvelda þér að gefa gjafir í friði og ró, líka á síðustu dögum fram að jólum. Á þessu ári er meirihluti verslana opin 23. desember og margar jafnvel langt fram á kvöldið.

Ef þú uppgötvar samt á aðfangadagsmorgni að þú þarft eina gjöf eða tvær, þá eru ýmsir valkostir sem standa þér til boða. Hvernig væri að gefa upplifun í formi gjafabréfa? Þessi bréf er hægt að kaupa og prenta út á heimilinu.
Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur SVÞ

Samkeppnishæfni íslenskrar verslunar

Samantekt
Netverslun hefur að undanförnu fengið aukna athygli í umræðunni og er sú umræða ekki eingöngu bundin við Ísland. Þróun innlendrar netverslunar er í takt við aukna netverslun sem á sér stað annars staðar í heiminum.  Ef hlutfall netviðskipta á Norðurlöndunum á fyrri helmingi ársins er skoðað kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Svíar kaupa í auknum mæli vörur af innlendum aðilum á meðan Finnar hafa hæsta hlutfall viðskipta við erlenda netverslun. Ástæða þessa er m.a. sú að töluverður fjöldi af sænskum netverslunum starfa í hagstæðu og samkeppnishæfu viðskiptaumhverfi á víðtækum grunni. Sænsk netverslun nær því að skapa sér hagstæða stöðu á þessu sviði, aðallega á grundvelli fjölbreytt vöruúrvals , með því að bjóða upp á notendavænar vefsíður, s.s. vefsíður fyrir farsíma og einfaldar lausnir hvað varðar  kaupferlið.  Því er mikilvægt að læra af reynslu Svía og útfæra svipaðar lausnir hér á landi m.t.t. hagsmuna neytenda.

Skýrslan er aðgengileg hér.

Jólaverslun fer af stað með krafti

Samkvæmt tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar hófst jólaverslunin í nóvember með miklum krafti eins og sjá má af veltutölum verslana fyrir mánuðinn. Black Friday virðist hafa haft hvetjandi áhrif á verslun. Þannig jókst sala á stórum raf- og heimilistækjum um fjórðung frá sama mánuði í fyrra og aukning í sölu minni raftækja, eins og sjónvörpum, um 15%. Húsgagnaverslun var einnig blómleg í mánuðinum, eins og verið hefur það sem af er árinu. Sala á húsgögnum var 17,3% meiri í nóvember sl. en fyrir ári síðan.

Athyglisvert er að sala á fötum og skóm tók mikinn kipp í nóvember. Þannig var sala á fötum 12,7% meiri en í nóvember í fyrra og sala á skóm jókst um 16% á sama tólf mánaða tímabili. Þetta er töluverð breyting frá því sem verið hefur undanfarna mánuði. Líklega gætir áhrifa Black Friday í þessum vexti því margar fataverslanir höfðu útsölu þann dag í nóvember síðastliðnum sem ekki var í samanburðarmánuðinum í fyrra. Annar stór útsöludagur á fötum í nóvember er nefndur „Miðnætursprengja Kringlunnar“ og talið er að hafi haft nokkur áhrif á söluaukningu. Verð á fötum var 3,3% lægra í nóvember en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt verðmælingum Hagstofunnar.

Velta dagvöruverslana eykst jafnt og þétt. Í nóvember jókst sala dagvöruverslana um 6,3% frá nóvember í fyrra og virðast landsmenn ætla að gera vel við sig fyrir jólin bæði í mat og drykk í tilefni árstíðarinnar. Verð á dagvöru fer lækkandi og var 0,6% lægra en fyrir ári síðan.

Óvenjulegt er að sjá samdrátt í sölu snjallsíma. En í nóvember var salan 3,9% minni en í sama mánuði í fyrra. Líklega er hér frekar um að ræða mánaðarsveiflur frekar en að markaðurinn sé mettaður vegna mikillar sölu undanfarna mánuði og ár. Venjulega er hægt að greina miklar sveiflur í sölu þegar vinsælir nýir símar koma á markað.
Spurnir eru af töluverðri aukningu í innkaupaferðum Íslendinga til útlanda fyrir þessi jól vegna sterkrar stöðu íslensku krónunnar og því má gera ráð fyrir að hluti af jólainnkaupunum fari þar fram.  Kreditkortavelta Íslendinga erlendis í nóvember síðastliðnum var 25% meiri en í nóvember í fyrra og nam 9,6 milljörðum kr. Á móti kemur að greiðslukortavelta útlendinga hér á landi í nóvember nam 15,4 milljörðum kr. sem er 68% aukning í kortaveltu frá nóvember í fyrra.

Veltuvísitala eftir vöruflokkum
Velta í dagvöruverslun jókst um 6,3% á breytilegu verðlagi í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 6,9% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í nóvember um 5,4% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru lækkaði um 0,6% á síðastliðnum 12 mánuðum og var í nóvember 0,8% lægra en í mánuðinum á undan.

Sala áfengis jókst um 24,7% á breytilegu verðlagi í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 23,9% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta áfengisverslana í nóvember um 19,2% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 0,6% hærra í nóvember síðastliðnum og 0,3% lægra en í mánuðinum á undan.
Fataverslun jókst um 12,7% í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 16,5% á milli ára á föstu verðlagi. Verð á fötum var 3,3% lægra í nóvember síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Velta skóverslunar jókst um 16% í nóvember á breytilegu verðlagi og jókst um 21,9% á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst skósala um 22,7% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Verð á skóm lækkaði í nóvember um 4,9% frá nóvember í fyrra.

Velta húsgagnaverslana var 17,3% meiri í nóvember en í sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 13,6% á föstu verðlagi. Velta sérverslana með rúm jókst um 32,5% frá því í fyrra á breytilegu verðlagi. Velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn jókst um 13,7% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum hefur hækkað um 3,2% á síðustu 12 mánuðum.

Verslun með byggingavörur jókst í nóvember um 3,1% í nóvember á breytilegu verðlagi og jókst um 2,8% á föstu verðlagi. Verð á byggingavöru er 0,3% hærra en fyrir tólf mánuðum síðan.

Velta í sölu á tölvum minnkaði í nóvember um 9,4% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og farsímasala dróst saman um 12,2%. Sala minni raftækja, svokallaðra brúnvara, dróst saman um 1,7% á breytilegu verðlagi en sala stærri raftækja, svokallaðra hvítvara, jókst um 14,6% á milli ára.

Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson arni@bifrost.is og í síma 868-4341

Fréttatilkynningin á pdf sniði.

 

 

 

Minnkandi velta fataverslunar í október

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur birt mælingar fyrir október sem sýna að velta í fata- og skóverslun dróst saman í október síðastliðnum í frá sama mánuði í fyrra þó svo að verð á fötum hafi verið 5,9% lægra en fyrir ári.  Ef borin er saman velta í fataverslun síðustu þrjá mánuði við sömu þrjá mánuði í fyrra sést að nánast engin breyting var á veltunni á milli ára. Vert er að minnast þess að um síðustu áramót voru felldir niður tollar af fötum sem hvati til aukinnar sölu á fötum hér innanlands. Þannig var ætlunin að sporna gegn þeirri þróun að Íslendingar sem ferðist til annarra landa kaupi í miklu magni föt í útlöndum og fataverslunin flyttist heim í staðinn.

Á þessu ári hefur gengi íslensku krónunnar styrkst verulega og þar með er hagstæðara fyrir landsmenn að versla erlendis núna en í fyrra. Enda var greiðslukortavelta Íslendinga erlendis í október síðastliðnum 19% meiri en í október í fyrra, sem gefur vísbendingu um að aukning hafi verið innkaupum landsmanna erlendis. Líklega eru fatakaup þar innifalin.

Dagvara og heimili
Áframhaldandi aukning var í sölu annarra vöruflokka í október. Þannig jókst sala í dagvöruverslun um 4,3% frá október í fyrra. Sala dagvöru síðastliðna þrjá mánuði var 7,3% meiri en á sama tímabili í fyrra.

Heimilin endurnýja húsgögnin fyrir jólin. Í október jókst sala húsgagna um 19,2% frá sama mánuði og í fyrra. Þar af jókst velta sérverslana með rúm um 23,5% frá því í fyrra. Þegar borin er saman velta húsgagna síðustu þriggja mánaða við sömu mánuði í fyrra jókst veltan um 26%. Sór heimilistæki, líkt og kæliskápar og þvottavélar, njóta einnig aukinna vinsælda í aðdraganda jóla. Sala á slíkum tækjum jókst um 13,5% frá október í fyrra.

Gólfefni
Nú er í fyrsta sinn birt veltuvísitala gólfefna. Vísitalan byggir á veltutölum frá flestum sérverslunum í landinu með gólfefni, auk byggingavöruverslana og annarra sem verslana sem selja gólfefni. Velta gólfefna jókst um 33,8% í október í samanburði við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðlagsbreytingum reiknast aukningin á milli ára vera 32,5%.
Stefnt er að því að bæta við enn fleiri flokkum byggingavöru á næstunni.

Erlend kortavelta
Íslensk verslun nýtur góðs af auknum kaupmætti og vaxandi einkaneyslu. Jafnframt er ljóst að aukinn straumur erlendra ferðamanna hefur nokkur áhrif á verslun. Í október síðastliðnum var heildargreiðslukortavelta erlendra ferðamanna 17,5 milljarðar króna sem er 67,1% hærri upphæð en í október í fyrra

Veltuvísitala eftir vöruflokkum
Velta í dagvöruverslun jókst um 4,3% á breytilegu verðlagi í október miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 4,7% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í október um 6,9% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru lækkaði um 0,4% á síðastliðnum 12 mánuðum og var í október 0,9% lægra en í mánuðinum á undan.

Sala áfengis jókst um 11,4% á breytilegu verðlagi í október miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 10,9% á föstu verðlagi. Verð á áfengi var 0,5% hærra í október síðastliðnum og 0% lægra en í mánuðinum á undan. Þess ber að geta að 1. janúar 2016 var áfengi fært í neðra þrep VSK en áfengisgjald hækkað. Í gögnum sem hér er stuðst við eru sýndar breytingar á veltu án VSK og þarf því að túlka tölur með tilliti til þessarar kerfisbreytingar

Fataverslun dróst saman um 7,1% í október miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og dróst saman um 1,3% á milli ára á föstu verðlagi. Verð á fötum var 5,9% lægra í október síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Velta skóverslunar minnkaði um 8,6% í október á breytilegu verðlagi og minnkaði um 4,9% á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum minnkaði skósala um -5,6% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Verð á skóm lækkaði í október um 3,9% frá október í fyrra.

Velta húsgagnaverslana var 19,2% meiri í október en í sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 17% á föstu verðlagi.
Velta sérverslana með rúm jókst um 23,5% frá því í fyrra á breytilegu verðlagi.
Velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn jókst um 16,5% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum hefur hækkað um 1,9% á síðustu 12 mánuðum.
Verslun með byggingavörur jókst í október um 12,2% á breytilegu verðlagi og jókst um 11,9% á föstu verðlagi. Verð á byggingavöru er 0,3% hærra en fyrir tólf mánuðum síðan.
Velta í sölu á tölvum minnkaði í október um 2,8% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og farsímasala dróst saman um 34,3%.
Sala minni raftækja, svokallaðra brúnvara, jókst um 4,7% á breytilegu verðlagi en sala stærri raftækja, svokallaðra hvítvara, jókst um 13,5% á milli ára.

Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson arni@bifrost.is og í síma 868-4341

Fréttatilkynning RSV

Jólaverslun 2016

Áætlað er að jólaverslunin aukist um 10,3% frá síðasta ári og að velta í smásöluverslun verði um 85 milljarðar kr. án virðisaukaskatts í nóvember og desember. Þetta er mesti vöxtur í jólaverslun á milli ára frá bankahruninu. Rannsóknaseturs verslunarinnar birtir hér spá um jólaverslunina þar sem þetta kemur fram.
Af spánni má draga þá ályktun að hver Íslendingur verji að jafnaði 53.813 kr. til innkaupa í nóvember og desember, sem rekja má til árstímans. Í fyrra nam þessi upphæð 49.156. Vöxturinn á milli ára er því 9,5%. Tekið skal fram að mannfjöldi eykst um 1,1% á þessu tímabili samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar.

Í samantekt Rannsóknasetursins um jólaverslunina er einnig að finna umfjöllun um neyslubreytingar sem tengjast jólaversluninni.

Sækja skýrsluna Jólaverslun 2016

Réttindi og skyldur vegna netsölu – félagsfundur 10. nóv. nk.

SVÞ boðar til félagsfundar  um réttindi og skyldur vegna sölu á netinu fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, Húsi atvinnulífins, Borgartúni 35. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.

Á fundinum mun lögfræðingur Neytendastofu fara yfir ákvæði nýrra laga um neytendasamninga og hvaða breytingar þau hafa í för með sér frá lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Farið verður stuttlega yfir almenna upplýsingaskyldu seljenda samkvæmt lögunum en megináhersla verður lögð á að fara yfir skyldur seljenda og réttindi neytenda við fjarsölu og sölu utan fastrar starfsstöðvar.

Að undanförnu hefur sala á netinu færst í aukana og hafa verslanir í síauknum mæli tileinkað sér netverslanir í sinni starfsemi sem valmöguleika fyrir neytendur. Að mörgu þarf að hyggja þegar kemur að netverslun enda geta réttindi og skyldur verið mismunandi frá því sem á við um staðbundna verslun.

Fyrr á þessu ári voru samþykkt ný lög um neytendasamninga sem hafa það að markmiði að samræma reglur aðildarríkja EES-svæðisins um samninga utan fastrar starfsstöðvar seljanda, fjarsölusamninga, sölu- og þjónustusamninga og um hvaða atriði seljanda er skylt að upplýsa neytendur áður en slíkir samningar verða skuldbindandi af hálfu neytenda.

Oops! We could not locate your form.