08/10/2019 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Menntamorgun atvinnulífsins um rafræna fræðslu var haldinn 3. október. Fundurinn var vel sóttur og þóttu erindin áhugaverð, og þá sérstaklega sú innsýn sem fundargestir fengu inn í rafræna fræðslu hjá Arion banka og Origo.
Fundinum var streymt á Facebook og má nú sjá upptöku frá honum hér fyrir neðan.
08/10/2019 | Fréttir, Umhverfismál, Viðburðir
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2019 verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 9. október í Hörpu Norðurljósum kl. 8.30-12.
Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.
Dagskrá samtakanna hefst kl. 8.30 og stendur til að verða 10 þegar gert verður kaffihlé. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir m.a. Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2019, fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verður umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins verðlaunað.
30/09/2019 | Fræðsla, Fréttir, Stafrænt-innri, Upptaka, Viðburðir
Fundur SVÞ og KPMG um vegferð greiðslumiðlunar sem haldinn var 25. september sl. var mjög vel sóttur.
Á fundinum fluttu erindi þau Björg Anna Kristinsdóttir, lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði KPMG og Ásgeir Ö. Ásgeirsson, tæknistjóri Meniga, þar sem þau fóru yfir núverandi landslag greiðslumiðlunar hérlendis, breytingar framundan og mögulega framtíðarþróun.
Þegar horft er til greiðslumiðlunar á Íslandi liggur fyrir að ekki hafa orðið breytingar á lögum og regluverki frá árinu 2011 þegar núgildandi lög voru sett. Hins vegar hafa neyslumynstur, væntingar viðskiptavina og krafa um snerpu og hraða breyst mikið á þessum tíma.
Ný atvinnugrein, fjártækni hefur komið fram, sem liggur á krossgötum fjármálaþjónustu og tækni, og mikill fjöldi nýrra fyrirtækja hefur sprottið upp. Ljóst er að fyrir þessa nýju leikendur og þá sem lengur hafa verið á markaði búa mikil tækifæri í PSD2 tilskipun Evrópusambandsins.
Með PSD2 er m.a. nýjum, leyfisskyldum þjónustuveitendum veittur aðgangur að greiðslureikningum og greiðslum af þeim, með samþykki viðskiptavinar. Tilskipunin hefur ekki verið innleidd hérlendis, sem hefur áhrif á framþróun og getur mögulega hægt á vexti á smágreiðslumiðlunarmarkaði. Það þýðir að öllum líkindum að úrræði og aðgengi verslunar- og þjónustufyrirtækja að nýjum lausnum mun ekki taka stórtækum breytingum fyrr en PSD2 verður lögleidd hérlendis og aðlögunartími innleiðingar er liðinn. Fram að þeim tíma verður flækjustig töluvert og má segja að markaðurinn sé á röskunarstigi (e. disruption).
SVÞ mun halda áfram að fylgjast náið með þróun á þessum markaði og halda félagsmönnum sínum upplýstum. Stefnt er að því að halda annan viðburð þegar frekar kemur í ljós hvernig PSD2 reglugerðin verður innleidd en athygli vekur að frumvarp varðandi hana er ekki á nýútkominni þingmálaskrá. Einnig er vinna í gangi hjá greiðsluráði Seðlabankans við kortlagningu á markaðnum. Við vonum að sú vinna muni varpa frekari ljósi á málin og hjálpi verslunar- og þjónustufyrirtækjum að átta sig betur á þessum frumskógi sem nútíma greiðslulausnir eru orðnar.
Fundinum var streymt og má sjá upptökuna hér fyrir neðan:
18/09/2019 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
26/08/2019 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Manneskjan er í sífellt auknum mæli farin að tala við allskonar tól og tæki. Mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði á síðasta ári samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um rekstur miðstöðvar máltækniáætlunar. Markmið áætlunarinnar er að tryggja að hvers kyns tæki og tól tali og skilji íslensku og tungumálinu verði þar með forðað frá stafrænum dauða vegna yfirburðastöðu enskunnar.
En hvaða máli skiptir þetta fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu?
Við fáum til okkar Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms sem segir okkur frá verkefninu eins og það snýr að fyrirtækjum. Erindið ber yfirskriftina Rödd fólksins – máltækni í daglegu lífi.
Einnig kemur til okkar Arnar Gísli Hinriksson, frá netmarkaðsstofunni DigiDo. Leit á netinu fer sífellt meira fram með röddinni og nauðsynlegt er orðið fyrir fyrirtæki að leitarvélarbesta með það í huga. Það sem meira er, niðurstöður leitarinnar eru og verða í sífellt meira mæli veittar með raddskilaboðum frá aðilum eins og Siri, Alexa, Google Home og fleiri og eru svörin þá almennt bara það eina efsta sem kemur upp í leitinni. Þetta mun hafa sífellt meiri áhrif fyrir íslensk fyrirtæki í samkeppni við stóra erlenda risa á leitarvélunum. Arnar mun ræða þessa stóru áskorun, hvort eitthvað er til ráða og þá hvað.
Hvenær: Fimmtudagur 29. ágúst 2019
Hvar: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
SKRÁNING HÉR:
21/05/2019 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Vissir þú að sótthreinsivörur þurfa markaðsleyfi?
Umhverfisstofnun og Samtök verslunar og þjónustu bjóða til kynningarfundar um sæfivörur og skyldur framleiðenda og innflytjenda.
Hvenær: miðvikudaginn 29. maí kl. 10:30-11:30
Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Aðildarfyrirtækjum Samtaka iðnaðarins og Félags atvinnurekenda er einnig boðið til fundarins.
Fyrir hverja er fundurinn?
Fyrirtæki innan SVÞ, SI og FA sem flytja inn, markaðssetja og nota sæfivörur.
Hvað eru sæfivörur?
Sæfivörur (biocides) eru efnavörur sem innihalda eitt eða fleiri virk efni sem ætlað er að eyða hættulegum lífverum, bægja þeim frá eða gera þær skaðlausar með efna- eða líffræðilegum aðferðum. Sæfivörur skiptast í 22 vöruflokka, sem tengjast notkun þeirra. Þar er að finna m.a. sótthreinsandi vörur fyrir menn og dýr, einnig vörur til sótthreinsunar á yfirborðsflötum, viðarvarnarefni, skordýraeyða, nagdýraeitur, gróðurhindrandi vörur (t.d. botnmálning á skipum), og ýmis rotvarnarefni til nota í iðnaði.