Máltækni – hvaða máli skiptir hún fyrir fyrirtæki?
Manneskjan er í sífellt auknum mæli farin að tala við allskonar tól og tæki. Mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði á síðasta ári samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um rekstur miðstöðvar máltækniáætlunar. Markmið áætlunarinnar er að tryggja að hvers kyns tæki og tól tali og skilji íslensku og tungumálinu verði þar með forðað frá stafrænum dauða vegna yfirburðastöðu enskunnar.
En hvaða máli skiptir þetta fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu?
Við fáum til okkar Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms sem segir okkur frá verkefninu eins og það snýr að fyrirtækjum. Erindið ber yfirskriftina Rödd fólksins – máltækni í daglegu lífi.
Einnig kemur til okkar Arnar Gísli Hinriksson, frá netmarkaðsstofunni DigiDo. Leit á netinu fer sífellt meira fram með röddinni og nauðsynlegt er orðið fyrir fyrirtæki að leitarvélarbesta með það í huga. Það sem meira er, niðurstöður leitarinnar eru og verða í sífellt meira mæli veittar með raddskilaboðum frá aðilum eins og Siri, Alexa, Google Home og fleiri og eru svörin þá almennt bara það eina efsta sem kemur upp í leitinni. Þetta mun hafa sífellt meiri áhrif fyrir íslensk fyrirtæki í samkeppni við stóra erlenda risa á leitarvélunum. Arnar mun ræða þessa stóru áskorun, hvort eitthvað er til ráða og þá hvað.
Hvenær: Fimmtudagur 29. ágúst 2019
Hvar: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
SKRÁNING HÉR:
Sæfivörur: Kynningarfundur um skyldur framleiðenda og innflytjenda
Vissir þú að sótthreinsivörur þurfa markaðsleyfi?
Umhverfisstofnun og Samtök verslunar og þjónustu bjóða til kynningarfundar um sæfivörur og skyldur framleiðenda og innflytjenda.
Hvenær: miðvikudaginn 29. maí kl. 10:30-11:30
Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Aðildarfyrirtækjum Samtaka iðnaðarins og Félags atvinnurekenda er einnig boðið til fundarins.
Fyrir hverja er fundurinn?
Fyrirtæki innan SVÞ, SI og FA sem flytja inn, markaðssetja og nota sæfivörur.
Hvað eru sæfivörur?
Sæfivörur (biocides) eru efnavörur sem innihalda eitt eða fleiri virk efni sem ætlað er að eyða hættulegum lífverum, bægja þeim frá eða gera þær skaðlausar með efna- eða líffræðilegum aðferðum. Sæfivörur skiptast í 22 vöruflokka, sem tengjast notkun þeirra. Þar er að finna m.a. sótthreinsandi vörur fyrir menn og dýr, einnig vörur til sótthreinsunar á yfirborðsflötum, viðarvarnarefni, skordýraeyða, nagdýraeitur, gróðurhindrandi vörur (t.d. botnmálning á skipum), og ýmis rotvarnarefni til nota í iðnaði.
Þessi þjónusta – skiptir hún einhverju máli?
Hvar: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Hvenær: Þriðjudaginn 21. maí kl. 8:30-10:00
Nýverið hlaut verslun Bláa Lónsins við Laugaveg Njarðarskjöldinn, verslunarverðalun sem veitt eru meðal verslana í miðborginni sem miða einkum á ferðamenn. Í umsögn dómnefndar um verðlaunin var sérstaklega tekið fram að verslunin bar af þegar kom að þjónustu.
Mikilvægi góðrar þjónustu verður seint ofmetið, ekki síst nú þegar fólk sækir í auknum mæli verslun og þjónustu í sjálfsafgreiðslu í gegnum netið. Fyrir verslanir getur þjónustuupplifunin skipt sköpum í samkeppni við netið en ekki síður til að ná sölunni þegar viðskiptavinurinn er kominn inn fyrir þröskuldinn. Þjónustufyrirtæki eru í harðri samkeppni og það skiptir öllu máli hvernig upplifunin er af þjónustunni þegar viðskiptavinurinn velur þjónustuaðila. Umsagnir og einkunnagjöf á netmiðlum geta hreinlega verið lífsspursmál fyrir mörg fyrirtæki, einkum í ferðageiranum.
Við fáum til okkar Fanney Þórisdóttur sem sér um þjálfun starfsfólks Bláa Lónsins. Fanney mun tala um mikilvægi þjálfunar starfsfólks þegar kemur að þjónustu og gefa okkur innsýn í hvernig þessir hlutir eru gerðir hjá Bláa Lóninu.
Fanney starfar hjá Bláa lóninu við fræðslustōrf. Fanney hóf stōrf sem gestgjafi Bláa lónsins árið 2016 en undinfarið ár hefur Fanney þróað og kennt fjōlbreyttar fræðsludagskrá innan Bláa lónsins fyrir starfsmenn í SPA á Silica og Retreat hótel og unnið markvisst starf með verslunum Lónsins og sōlu- og þjónustudeild. Hún er einnig annar eigenda markþjálfunar- og fræðslu fyrirtækisins Lífsstefnu og er landsforseti JCI á Íslandi árið 2019.
Fanney er tómstunda- og félagsmálafræðingur og stjórnendamarkþjálfi að mennt. Hennar helsta sérgrein er samskipti og líkamstjáning og hefur hún setið fjölbreytt námskeið hérlendis og erlendis uim það efni. Frá árinu 2012 hefur Fanney leiðbeint bæði börnum og fullorðnum á hinum ýmsu námskeiðum sem miða að ræðumennsku og framkomu, samskiptum og líkamstjáningu, menningarlæsi, viðburðarstjórnun og leiðtogafræði svo dæmi séu tekin.
Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
SKRÁNING
Fullt út úr dyrum á stafrænni vegferð
Fullt var út úr dyrum á fyrilestri um þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir við þróun og innleiðingu stafrænna lausna og áhri þeirra á menningu fyrirtækja. Helga Jóhanna Oddsdóttir frá Strategic Leadership og Tómas Ingason frá Icelandair fóru yfir mikið af gagnlegum atriðum fyrir stjórnendur og líflegar umræður sköpuðust á fundinum.
Félagar í SVÞ geta séð upptöku af fundinum á lokuðum Facebook hóp fyrir SVÞ félaga, en þangað var honum streymt beint í morgun. Athugið að sækja þarf um inngöngu og svara nokkrum spurningum svo að sannreyna megi að viðkomandi starfi hjá félagi sem aðili er að samtökunum.
Við erum alls ekki hætt því við tökum upp þráðinn eftir páska og eru starfsmenn okkar í óða önn að ganga frá þeirri dagskrá svo hefja megi kynningarstarf. Við hvetjum ykkur því til að fylgjast með hér á vefnum, vera skráð á póstlistann og fylgjast með á Facebook, Twittter og LinkedIn svo þið missið ekki af neinu!
Fyrirlestur: Stafræn vegferð – aðgát skal höfð í nærveru (stafrænnar) sálar
Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Hvenær: Þriðjudaginn 9. apríl kl. 8:30-10:00
Stafræn umbreyting, „digitalization“, fjórða iðnbyltingin… eins og Greg Williams, aðalritstjóri WIRED sagði á opinni ráðstefnu SVÞ nýlega, „það er alveg sama í hvaða bransa þú ert – í dag eru öll fyrirtæki tæknifyrirtæki“. Stafrænar breytingar eru að hafa áhrif alls staðar og fyrirtæki einfaldlega verða að taka þátt, ellegar heltast úr lestinni. En það er ekki nóg bara að kaupa tólin, tækin og forritin. Til að tækin og tólin nýtist fyrirtækinu til framdráttar þarf árangursríka innleiðingu og gagngera naflaskoðun og umbreytingu á menningu fyrirtækisins.
Helga Jóhanna Oddsdóttir og Tómas Ingason munu í erindum sínum fjalla um þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir við þróun og innleiðingu stafrænna lausna og áhrifa þeirra á menningu fyrirtækja.
Helga Jóhanna Oddsdóttir er framkvæmdastjóri og meðeigandi Strategic Leadership á Íslandi. Strategic Leadership sérhæfir sig í þróun meðvitaðra og stefnumiðaðra leiðtoga um allan heim og hefur starfað lengi með stórfyrirtækjum á borð við BMW, Roche, Arion banka, VÍS ofl. Helga hefur á undanförnum árum komið að fjölmörgum verkefnum er lúta að þróun menningar innan fyrirtækja sem eru á stafrænni vegferð og mun deila reynslu sinni og innsýn í þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir. Helga er með M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá H.Í. og B.Sc. í viðskiptafræði frá sama skóla. Þá lauk hún markþjálfunarnámi frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2012.
Tómas Ingason er framkvæmdastjóri Stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Icelandair. Hann var framkvæmdastjóri viðskiptasviðs WOW air á árinu 2018 og forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka á árunum 2016 til 2018. Hann starfaði einnig hjá WOW air á árinu 2014 sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs. Fyrir þann tíma starfaði hann sem stjórnunarráðgjafi hjá Bain & Company í Kaupmannahöfn og hjá Icelandair þar sem hann var forstöðumaður tekjustýringar og verðlagningar um árabil. Tómas er með MBA gráðu frá MIT Sloan School of Management í Boston, MSc. gráðu í verkfræði frá MIT með áherslu á flugrekstur og aðfangakeðjur og BS-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.