Námskeið SVÞ og Rauða krossins auka tækifæri flóttamanna

Blaðagrein birt í Morgunblaðinu 12.6.2017 Viðtal við Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðing SVÞ

Samtök verslunar og þjónustu ásamt Rauða krossinum á Íslandi stóðu nýlega fyrir örnámskeiði fyrir flóttafólk á Íslandi um störf í íslenskri verslun og við þjónustustörf.
Á örnámskeiðinu var farið yfir hvernig væri best að gera ferilskrá, hvernig flóttafólk geti sótt um vinnu á Íslandi, hvaða tækifæri séu í boði, hvernig íslensk vinnustaðamenning sé og hvernig þessum hópi gangi almennt. Guðríður Hjördís Baldursdóttir, mannauðsstjóri og ráðgjafi frá Festi, og Guðjón Sveinsson, ráðgjafi frá Hagvangi, voru með erindi á námskeiðinu auk þess sem fulltrúar SVÞ og Rauða krossins komu með innlegg.

Tenging við íslenskt atvinnulíf
Að sögn Ingvars Freys Ingvarssonar, aðalhagfræðings hjá SVÞ, kviknaði hugmyndin að námskeiðinu þegar horft var til þess hvernig hægt væri að tengja flóttamenn við íslenskt atvinnulíf og auka tækifæri þessa hóps hér á landi. „Við ákváðum í framhaldinu að tala við Rauða krossinn sem tók strax mjög vel í hugmyndina en þar er mjög mikil þekking og reynsla á málefnum flóttafólks,“ segir Ingvar Freyr.

Ágætisþátttaka var á námskeiðinu og voru flestir frá Mið- Austurlöndum. Að sögn Ingvars Freys höfðu þátttakendur mjög mismunandi bakgrunn og reynslu. „Til dæmis var einn með masterspróf í verkfræði sem hafði starfað í Kína. Það er því mjög mikilvægt að við horfum til þeirrar þekkingar sem er í hópnum og veitum þeim ólík tækifæri. Þessi hópur skiptir íslenskt atvinnulíf máli.“

Hópurinn heimsótti Eimskip þar sem vinnustaðurinn var kynntur og starfsemi hans.

Ingvar Freyr segir að SVÞ sjái fram á áframhaldandi samstarf við Rauða krossinn. „Þetta heppnaðist alveg rosalega vel, mikil ánægja var í hópnum og það sköpuðust miklar umræður.“

Frá vinnustofu um nýjustu tækni við markaðssetningu á netinu

Í framhaldi af ársfundi SVÞ þann 23. mars sl. þar sem fjallað var um byltingu og breytingu í þjónustu ætlar SVÞ að vera leiðandi við innleiðingu stafrænnar tækniþróunar hjá fyrirtækjum í verslun og þjónustu. Strax í kjölfar aðalfundar stóð SVÞ fyrir vinnustofu fyrir félagsmenn þar sem farið var yfir hvernig kauphegðun viðskiptavina hefur breyst og hvernig hefðbundin Markús Sigurbjörnsson 1verslun og stafræn verslun hafa runnið saman í eitt (s.k. „Omni Channel“ þjónusta).

Þann 29. maí stóð SVÞ síðan  fyrir vinnustofu í samvinnu við Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóra Papaya, þar sem fjallað var um nýjustu tækni við markaðssetningu á netinu.

Á vinnustofunni var kafað dýpra ofan í samfélagsmiðlana og sýnt öll þau tól og tæki sem að fyrirtæki geta nýtt sér betur. Sýnileiki fyrirtækja á samfélagsmiðlum er orðinn mjög mikilvægur, sama í hvaða geira fyrirtækið er í. Markaðstólin og tækifærin á samfélagsmiðlum er orðin svo mörg að við höfum ekki tölu á þeim lengur.  Magnús fjallaði m.a. um Facebook Pixelinn og hvernig best sé að nota hann, dýpri pælingar um markhópa á samfélagsmiðlum ásamt því að tala um nýjustu tæknimöguleikana á netinu.  Magnús lagði áherslu á að nýta auglýsingafjármagn sem best með sem skilvirkustum hætti. Í því samhengi benti hann á mikilvægi markhópagreininga.

Hafa þessar vinnustofur mælst mjög vel fyrir hjá aðildarfyrirtækjum samtakanna og er ætlunin að bjóða upp á fleiri vinnustofur á þessu sviði á komandi hausti.

 

Örnámskeið fyrir flóttafólk um íslenska verslun og þjónustu

Fréttatilkynning send á fjölmiðla 24.5.2017
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu ásamt Rauða krossinum á Íslandi standa fyrir örnámskeiði fyrir flóttafólk á Íslandi um störf í íslenskri verslun og við þjónustustörf.

,,Atvinnulífið vill leggja sitt af mörkum til þess að hvetja þennan hóp til þátttöku í íslensku atvinnulífi. Hæsta hlutfall á íslenskum vinnumarkaði vinnur við verslun og þjónustustörf sem jafnframt er oft fyrsti viðkomustaður fólks sem er taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu._8100057

Samstarfið hófst í morgun, miðvikudaginn 24. maí, með örnámskeiði þar sem farið var yfir ferlið frá uppbyggingu ferilsskrár og þar til hafin eru störf á vinnustað. Hvernig getur þessi hópur sótt um vinnu á Íslandi, hvaða tækifæri eru í boði, hvernig er íslensk vinnustaðamenning og hvernig gengur þessum hópi almennt.  Mannauðsstjóri og ráðgjafi frá Festi og Hagvangi verða með erindi á námskeiðinu auk þess sem fulltrúar SVÞ og Rauða krossins koma með innlegg. Í undirbúningi eru heimsóknir til fyrirtækja og t.a.m. hefur Eimskip boðist til að bjóða í heimsókn og kynna vinnustaðinn og fara yfir praktísk atriði.

,,Við fögnum þessu framtaki enda mjög mikilvægt að við hlúum vel að þessum hópi og hjálpum þeim að komast inn í íslenskt samfélag og þar gegnir þátttaka á vinnumakaði mikilvægu hlutverki. Það er mikilvægt að læra líka um hluti eins og vinnustaðamenningu sem skiptir afar miklu máli en getur verið erfitt að átta sig á þegar maður er nýkominn til nýs lands með annarri menningu“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

,,Að óbreyttu er líklegra að skortur verði á vinnuafli á Íslandi og að sama skapi tekur tíma að þjálfa og mennta nýtt starfsfólk, ekki síst til að hæfileikar og menntun hvers og eins nýtist. Að auki fáum við nýja þekkingu og fjölbreyttari reynslu inn í landið.“ segir Andrés að lokum.

Nánari upplýsingar gefa:

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ.  andres@svth.is / 820-4500
Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi. brynhildur@redcross.is /699-4627

Fréttatilkynning á pdf sniði.

 

 

SVTH-logo-NYTT_03 - 2010Rauði krossinn lógó

Vinnustofa – Nýjustu tæknimöguleikar í markaðssetningu á netinu

Samtök  verslunar og þjónustu ætla sér að vera leiðandi við innleiðingu stafrænnar tækniþróunar hjá fyrirtækjum í verslun og þjónustu. SVÞ mun aðstoða aðildarfyrirtæki við að takast á við þær áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir vegna framþróunar stafrænnar tækni og skoða hvaða sóknarfæri er að finna. Með tilliti til þessa stendur SVÞ fyrir vinnustofu fyrir félagsmenn um „Nýjustu tæknimöguleikana í markaðssetningu á netinu“.

Magnús Sigurbjörnsson mun stjórna vinnustofunni en hann hefur nýlega stofnað fyrirtækið Papaya sem býður upp á sérhæfðar lausnir á samfélagsmiðlum.

Þeir þættir sem helst verða teknir til umfjöllunar eru:

– Kynning á auglýsingamöguleikum Facebook & Instagram
– Kynning og tilgangur Facebook Pixel
– Hvernig náum við betur til okkar markhóps?
– Betri stefnumótun á samfélagsmiðlum fyrir fyrirtæki í netverslun
– Remarketing auglýsingaherferðir á samfélagsmiðlum
– Á hvaða samfélagsmiðlum eru tækifæri?
– Verður Facebook Messenger enn mikilvægara tól fyrir þjónustufyrirtæki?
– Nýjasta tækni á samfélagsmiðlum
– Kafað enn dýpra í sérhæfða auglýsingamöguleika á samfélagsmiðlum

Stjórn vinnustofu: Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Papaya
Staður og stund: Kvika, Borgartúni 35, mánudaginn 29. maí kl. 08:30 – 11:30

SKRÁNING

Oops! We could not locate your form.

 

Bylting og breytingar í þjónustu og verslun – frá ráðstefnu SVÞ þann 23. mars sl.

Á ráðstefnu SVÞ þann 23. mars sl. sem haldin var í tengslum við ársfund samtakanna fjallaði Anna Felländer, ráðgjafi og hagfræðingur, í sinni framsögu um  áhrif stafrænu byltingarinnar á verslun og þjónustu og þær breytingar sem eru framundan í þeim efnum. Breytt neysluhegðun aldamótakynslóðarinnar felur í sér ögrandi verkefni fyrir alla sem starfa við verslun og þjónustu í dag. Þróunin er hröð og á sér stað um allan heim og því var afar fróðlegt að heyra í einum helsta sérfræðingi nútímans á þessu sviði miðla af reynslu sinni og þekkingu.

Glærur Önnu Felländer.

 

Á ráðstefnunni kynnti Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans niðurstöður nýrrar greiningar á stöðu, þróun og horfum í íslenskri verslun. Á sama tíma var  gefið út glæsilegt veftímarit um íslenska verslun.

Tímarit Landsbankans – Verslun og þjónusta

Glærur Daníels Svavarssonar.

 

Auk þess sem formaður SVÞ, Margrét Sanders, og ráðherra ferðamála, iðnaðar, og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir héldu tölu á ráðstefnunni sem fór fram undir styrkri stjórn Guðmundu Óskar Kristjánsdóttur viðskiptastjóra verslunar og þjónustu hjá Landsbankanum.

Umfjöllun á mbl.is

Umfjöllun á vb.is  – Anna Felländer segir að verslunin verði að aðlagast neysluvenjum aldamótakynslóðarinnar.

Umfjöllun á vb.is – Anna Felländer segir deilihagkerfið ekki endilega vera ógn við hefðbundin verslunarfyrirtæki.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttirunspecified-2
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir_unspecified-3
Margrét Sanders_7
Guðrún Tinna Ólafsdóttir_9
Frá fundinum-14
Frá fundinum-8
Daníel Svavarsson_6
Daníel Svavarsson_5
Ársfundur SVÞ_unspecified-1
Árni Þór Þorbjörnsson 11
Anna Fellander-13
Anna Felländer-12
Anna Fellander-10

 

 

 

Frá vinnustofu SVÞ um „Omni Channel“ – innleiðing stafrænnar tækni í verslun

Í framhaldi af ársfundi SVÞ þann 23. mars sl. þar sem fjallað var um byltingu og breytingu í þjónustu og verslun stóð SVÞ fyrir vinnustofu í samvinnu við Eddu BlumensteiEBn, doktorsnema við Viðskiptaháskólann í Leeds á Englandi. Á vinnustofunni var farið yfir næstu skref hvað varðar innleiðingu stafrænnar tækni í verslun. Fór Edda m.a. yfir hvernig kauphegðun notenda hefur breyst með tilkomu stafrænnar tækni, netsins, samfélagsmiðla og fleira, og í raun hvernig smásalar, verslunar- og þjónustuaðilar eru að bregðast við þeirri þróun.

Fjallað var um hvernig við höfum þróast frá „single channel“ fyrirkomulagi þar sem kaupmaðurinn á horninu veitti persónulega þjónustu til viðskiptavina, út í það að vera með margar aðkomuleiðir að viðskiptavininum. Í því samhengi var sérstaklega farið yfir Omni Channel, eða samruna stafrænnar tækni og hefðundinnar verslunar.

Til að skýra Omni Channel hugmyndafræðina nefndi Edda verslunina Mothercare í Bretlandi, en sú verslun er mjög gott dæmi, að hennar sögn, um leiðandi Omni Channel fyrirtæki.  Þ.e., verslunin er með allt samtengt, tækni og verslun. Starfsfólkið er til dæmis með spjaldtölvur og aðstoðar þig á alla lund. Það eina sem þarf að gera við þjónustuborðið er að borga.

Glærur Eddu Blumenstein: Viðbrögð verslunar- og þjónustufyrirtækja við áhrifum stafrænnar tækni á verslun og þjónustu.