Menntun og mannauður

Menntun og mannauður

Áfram verður haldið með morgunverðafundi um menntun og mannauð og er dagskrá funda fram á vorið sem hér segir:

16. febrúar 2016 Raunfærnimat

15. mars 2016  Fræðsla erlendra starfsmanna – hindranir og áskoranir

19. apríl 2016  Dagskrá í vinnslu

Morgunverðarfundirnir byrja stundvíslega kl. 8:30 og standa í rúman klukkutíma.  Allir eru velkomnir en skráningar er þörf.  Fundarboð verða send út þegar nær dregur.

 

Menntadagur atvinnulífsins 2016

Menntadagur atvinnulífsins 2016

Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður í kastljósinu á menntadegi atvinnulífsins 28. janúar næstkomandi en þetta er í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá auk þess sem menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Menntadagurinn er haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og er vissara að skrá þátttöku tímanlega til að tryggja sér pláss.

Sameiginleg dagskrá er frá kl. 8.30-10 en kl. 10.30-12 er boðið upp á fjölbreyttar málstofur þar sem samtökin fjalla um brýnustu menntamálin innan einstakra atvinnugreina. Hægt er að skrá sig eingöngu á sameiginlegu dagskrána eða daginn í heild.

Einnig verður boðið upp á kynningar fræðslusjóða og fræðsluaðila á sérstöku menntatorgi en þar geta stjórnendur m.a. fengið greinargóðar upplýsingar um hvernig hægt er á einfaldan hátt að sækja um styrki til fræðslu starfsfólks til að efla það í leik og starfi.

Dagskrá:

 8.30 – 10:00

Setning. Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður SA.
Þúsundir nýrra starfa. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.
Tækni og skólastarf. Kristín Pétursdóttir, forstjóri Mentor.
Tækifærin í skapandi greinum. Sigurlína Ingvarsdóttir, yfirframleiðandi Star Wars: Battlefront hjá DICE.
Æi ég Googla það bara! Er framtíð fræðslu í okkar höndum? Hlíf Böðvarsdóttir, fræðslu- og gæðastjóri Securitas.
Vinnumarkaður, færni og framtíðin. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Menntaverðlaun atvinnulífsins 2016. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir verðlaunin.

10.00 -10:30

Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi.

10.30 – 12:00

Menntastofur samtaka í atvinnulífinu. SAF, SFS, SFF, SI og SVÞ ræða brýnustu menntamálin innan einstakra atvinnugreina.

Fundarstjóri: Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA: www.sa.is

Njarðarskjöldur – afhending hvatningarverðlauna Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila

Njarðarskjöldur – afhending hvatningarverðlauna Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila

Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila sem

haldin verður  í Hvalasýningunni, Fiskislóð 23-25

  1. janúar 2016 kl. 18:00 – 20:00

Njarðarskjöldurinn eru hvatningarverðlaun og nú veitt í tuttugasta sinn.  Markmið verðlaunanna er að hvetja til bættrar og aukinnar þjónustu í verslun við ferðamenn.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpar gesti og afhendir verðlaunin.  Kristín Birna Óðinsdóttir mun flytja ljúfa tóna og Anna Svava Knútsdóttir flytur gamanmál.  Kynnir verður Áshildur föðurnafn, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.

Veittar verða léttar veitingar.

Allir eru velkomnir og eru áhugasamir  beðnir um að skrá sig á www.visitreykjavik.is/skraning

Reykjavíkurborg, Miðborgin okkar, Félag atvinnurekenda, Samtök verslunar og þjónustu,

Kaupmannasamtök Íslands, Global Blue á Íslandi og Tax Free Worldwide – Ísland