Upplýsingafundur um persónuvernd og öryggi upplýsinga – 5. des. nk.

Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu boða til sameiginlegs félagsfundar um nýja Evrópureglugerð um persónuvernd þriðjudaginn 5. desember kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Boðið verður upp létta morgunhressingu frá kl. 8.15.

Á næsta ári munu koma til framkvæmda umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár og fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki að aðlaga starfsemi sína að breyttum – og auknum – kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Á fundinum munu Hörður Helgi Helgason lögmaður hjá Landslögum, en hann var settur forstjóri Persónuverndar 2013-2014, og Lárus M. K. Ólafsson, lögmaður SAF og SVÞ, fjalla um boðaðar breytingar.

Hverju breyta nýjar persónuverndarreglur í raun?
Hörður Helgi Helgason fer yfir nýja reglugerð ESB um persónuvernd sem tekur gildi í Evrópu vorið 2018. Mikið hefur verið fjallað um ný og breytt ákvæði í reglugerðinni, en hverju breyta reglurnar í raun fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki, þar á meðal fyrir ferðaþjónustuna?

 Undirbúningur vegna nýrrar Evrópureglugerðar um persónuvernd
Lárus M. K. Ólafsson kynnir gátlista fyrir fyrirtæki, sem birtur verður á vettvangi SAF og SVÞ, um þau atriði sem vert er að taka til skoðunar vegna boðaðra breytinga sem taka mun gildi með nýjum persónuverndarreglum.

Þeir sem ekki hafa tök á að mæta á fundinn geta fylgst með honum í beinni útsendingu á heimasíðum SAF og SVÞ.

Skráning á fundinn fer fram HÉR.

Spennandi fræðslufundur Litla Íslands föstudaginn 10.nóvember

Viltu finna nýja viðskiptavini og um leið varðveita þá sem fyrir eru? Viltu auka arðsemi fyrirtækisins? Þá ættir þú að skella þér á morgunfund Litla Íslands föstudaginn 10. nóvember kl 9-10 í Húsi atvinnulífsins og hlusta á Bjarka Pétursson, sölu- og markaðsstjóra hjá Zenter. Það margborgar sig. Það kostar ekkert inn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Ef þú kemst ekki horfir þú bara á beina útsendingu Sjónvarps atvinnulífsins á www.litlaisland.is. Kraftmikið kaffi fyrir þá sem mæta á staðinn!

Dagskrá allra fundanna má nálgast hér (PDF)

SKRÁNING HÉR

Félagsfundur um öryggismál – 20. nóv. nk.

SVÞ boðar til félagsfundar um öryggismál mánudaginn 20. nóvember nk. kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.

SVÞ hafa undanfarin ár haft til skoðunar ýmis mál er varða þjófnað úr verslunum og öðrum brotum gegn hagmunum aðildarfyrirtækja samtakanna. Í því starfi SVÞ hafa samtökin vakið athygli stjórnvalda á þessari vá sem steðjar að fyrirtækjum og hafa samtökin leitað leiða til að vinna sameiginlega með stjórnvöldum í þessum málum. Er það mat SVÞ að sú glæpastarfsemi hefur á undanförnum árum farið oftar en ekki að bera öll helstu einkenni að vera skipulögð starfsemi.

Til að ræða þessi mál mun Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, Ásgeir Þór Ágeirsson, yfirlögregluþjónn, og Rannveig Þórisdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu halda erindi á fundinum og ræða ýmis mál er varða þjófnað úr verslunum og önnur álitamál því tengt. Farið verður m.a. yfir tölfræði afbrota og til hvaða aðgerða hefur þegar verið gripið til að stemma stigu við þessari glæpastarfsemi sem og kynntar verða tillögur að samvinnu við verslanir hvað þessi mál varðar.

Oops! We could not locate your form.

Gagnavísir SVÞ – Þróun vísitölu neysluverðs

Við vekjum athygli á nýrri undirsíðu á vef SVÞ „Gagnavisir SVÞ“. Þessi vefur er í stöðugri þróun og við erum sífellt að endurbæta og bæta við.  Það er von okkar að lesendur verði nær um þróun vísitölu neysluverðs og undirvísitalna ásamt þróun og horfum helstu hagvísa.
Sigurður Baldursson vann að gagnavísinum en hann er útskrifaður tölvunarfræðingur. Sigurður hefur meðal annars unnið við að setja upp veflægt mælaborð fyrir flugstjórn ásamt streymandi gröfum í rauntíma hjá Tern Systems. Vann greiningarverkefni um kreditkortaveltu erlendra ferðamanna með gögnum frá RSV og vinnur nú hjá Háskólanum í Reykjavík við að sjá um forritunarvefinn hjá háskólanum.

Litla Ísland – fræðsluröð um farsælan rekstur hefst í vikunni

kristinFræðslufundaröð Litla Íslands er að hefjast í vikunni en efnt verður til sex opinna funda þar sem sjónum er beint að hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Fundirnir fara fram í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Þeir sem hafa ekki tök á að mæta á fundina geta fylgst með þeim í beinni útsendingu á nýrri heimasíðu Litla Íslands (www.litlaisland.is).

Á fyrsta fundinum föstudaginn 3.nóvember kl.9-12 mun Kristín Þóra Harðardóttir lögmaður á vinnumarkaðssviði SA fjalla um helstu ákvæði kjarasamninga og það helsta sem kemur upp í starfsmannamálum. Fjallað verður m.a. um vinnutíma, uppsagnarfrest, veikindarétt,  orlof og brotthlaup úr starfi.

SKRÁNING HÉR

Hér má nálgast frekari upplýsingar um fræðslufundaröð Litla Íslands

Menntafyrirtæki ársins 2017 kynnir áherslur sínar í menntamálum

Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins þriðjudaginn 7. nóvember 2017.

Á fundinum munu Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Guðný B. Hauksdóttir, mannauðsstjóri skýra hvernig menntun og þjálfun starfsmanna fyrirtækisins fer fram og hverju þetta skilar starfsmönnum og fyrirtækinu.

Alcoa Fjarðaál er menntafyrirtæki ársins 2017 eins og kynnt var á menntadegi atvinnulífsins í febrúar.

Fundarstjóri er Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA.

Heitt verður á könnunni og létt morgunhressing í boði frá kl. 8.15.

SKRÁNING FER FRAM HÉR