Samkeppni er lykilorðið – frétt ASÍ segir alla söguna

Samkeppni er lykilorðið – frétt ASÍ segir alla söguna

Fréttatilkynning send til fjölmiðla 21.2.2018

SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu finnst ástæða til að vekja sérstaka athygli á frétt sem birtist á heimasíðu Alþýðusambands Íslands fyrir helgi. Í fréttinni er vísað í gögn frá Hagstofunni yfir vísitölu neysluverðs og hvernig verðlag á matvörum hefur þróast á undangengnum tveimur árum. Þar kom m.a. fram að verð á matvöru hafi í heild sinni lækkað um 0,7% á síðustu tveimur árum. ASÍ undirstrikaði hins vegar að á meðan að matarverð lækkaði í heild sinni hækkuðu mjólkurvörur um 7,4%.

Samkvæmt þessum gögnum hefur verðþróun á matvörumarkaði verið með þeim hætti að verð á innfluttum matvörum og verð á innlendum matvörum sem búa við samkeppni, hefur lækkað á þessu tímabili. Verð á þeim innlendu vörum sem ekki búa við neina samkeppni hefur hins vegar hækkað umtalsvert á þessu tímabili og sker verðþróun á mjólkurvörum sig algerlega úr í þessu sambandi.

Þó að SVÞ og ASÍ hafi í gegn um tíðina oft tekist á um verðlag á matvöru hér á landi og hvernig það hefur þróast frá einum tíma til annars, bregður nú svo við að SVÞ getur tekið undir allt sem kemur fram í þessari frétt.

Frétt ASÍ segir svo miklu meira en það sem fréttin fjallar beinlínis um. Það er þá sögu, sem aldrei verður of oft sögð, hversu miklu máli það skiptir að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Virk samkeppni leiðir til aukinnar skilvirkni fyrirtækja sem skilar sér í lægra verði og betri gæðum fyrir neytendur. Frétt ASÍ lýsir því vel þeirri stöðu sem enn er hér á landi og mikilvægi þess að úr verði bætt.

SVÞ vilja því enn og aftur hvetja stjórnvöld til dáða í þessum efnum. Það er í þeirra höndum og aðeins þeirra að tryggja að samkeppni fái þrifist á öllum sviðum atvinnulífsins.

Fréttatilkynning 21.2.2018 – Þróun matvöruverðs

Ráðstefna SSSK 2. mars – Fjölbreyttar leiðir til framtíðar

Ráðstefna SSSK 2. mars – Fjölbreyttar leiðir til framtíðar

Simon Steen, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla í Evrópu – Ecnais, verður aðalræðumaður á ráðstefnu SSSK þann 2. mars nk.

Simon mun fjalla um sterka stöðu sjálfstæðra skóla í Hollandi undir yfirskriftinni „Freedom of education in the Netherlands – From a right for the minority to an inspirational form of pedagogical entrepreneurship for the majority“.

NM86630 SSSK augl vegna ráðstefnu

Innflutt byggingarefni heldur aftur af hækkun byggingarvísitölunnar

Innflutt byggingarefni heldur aftur af hækkun byggingarvísitölunnar

Samantekt

Þróun vísitölu byggingarkostnaðar og undirvísitalna frá því í janúar 2017 þar til janúar 2018 sýnir að byggingarvísitalan hefur hækkað um 4,8%. Undirvísitalan „Innlent efni“ hækkaði mest á tímabilinu eða um 7,5% en á hinn bóginn lækkaði „Innflutt efni“ um 1,2%. Sé litið á verðþróun á mat- og drykkjavörum má sjá að síðastliðna tólf mánuði hefur verð á drykkjavörum lækkað um 2,3% á meðan verð á matvöru hefur hækkað um 0,13%.  Síðastliðna 12 mánuði hefur meðalverð á Brent Norðursjávarolíu hækkað um 25,7% en meðalverð á henni var í janúar síðastliðnum um 69 Bandaríkjadollarar á fatið og hefur ekki verið hærra síðan í nóvember 2014. Olíuverð hefur þó lækkað á síðustu dögum. Þegar þetta er skrifað kostar fatið af Brent olíu um það bil 65 dali. Þá hefur verð á heilbrigðisþjónustu hækkað um 3,8%.
Hér má nálgast janúar greiningu VNV.
Gröf með greiningunni

Evrópusamtök verslunar árétta boðaðar breytingar á persónuvernd

Evrópusamtök verslunar árétta boðaðar breytingar á persónuvernd

Þar sem styttist í að breytingar á persónuverndarlöggjöf taki gildi á Evrópska efnahagssvæðinu þá árréttuðu Evrópusamtök verslunar (EuroCommerce), sem SVÞ eru aðili að, fyrr í vikunni mikilvægi þess að fyrirtæki grípi til aðgerða til að tryggja eftirfylgni með þeim breytingum. EuroCommerce hafa þegar birt upplýsingabækling sem varpar ljósi á helstu breytingar sem framundan eru og má nálgast þær leiðbeiningar inni á heimasíðu samtakanna á eftirfarandi vefslóð: Data Protection Guide – EuroCommerce

Til frekari undirbúnings vegna boðaðra breytinga hafa fulltrúar EuroCommerce átt fundi með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sér í lagi þeim framkvæmdastjórum sem bera ábyrgð á þessum málaflokki, þar sem farið hefur verið yfir ýmis álitamál. Í tilefni þessa er hér með vakin athygli á upplýsingasíðu Evrópusambandsins þar sem finna má ýmsan fróðleik og upplýsingar sem geta komið að notum við þá vinnu að innleiða breytingar í starfsemi fyrirtækja. Þessar upplýsingar má nálgast á heimasíðu framkvæmdastjórnar sambandsins: Data Protection Rules – EU

EuroCommerce hefur boðað að samtökin muni birta frekari upplýsingar og annað efni í mars nk. til tryggja bæði eftirfylgni innan verslunargeirans sem og aukna vitundavakningu um það breytta landslag sem framundan er í þessum málum.

Rannsókn á viðhorfi til íslenskrar verslunar

Rannsóknarfyrirtækið Zenter framkvæmdi nýlega rannsókn á viðhorfi Íslendinga til íslenskrar verslunar. Hér á eftir fylgja lýsing á aðferðarfræði rannsóknarinnar, þær spurningar sem lagðar voru fyrir þátttakendur, ásamt helstu niðurstöðum.

Lýsing á rannsókn
Framkvæmdaraðili: Zenter rannsóknir
Framkvæmdatími 4. til 18. desember 2017.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Zenter rannsókna, einstaklingar 18 ára og eldri.
Svarfjöldi: 1038 einstaklingar.
Svarhlutfall: 57%

Þátttakendur voru spurðir eftirfarandi spurninga:
„Hversu mikla eða litla þekkingu hefur þú á verslun á Íslandi?“
„Þegar á heildina er litið, hversu jákvæð eða neikvæð er upplifun þín af verslun á Íslandi?“
„Hversu mikið eða lítið traust berð þú til verslunar á Íslandi?“
„Hver af eftirfarandi fullyrðingum endurspeglar best viðhorf þitt til verslunar á Íslandi?“

Niðurstöður rannsóknar um ímynd verslunar á Íslandi
Nýlega framkvæmdi Zenter rannsóknir könnun fyrir Samtök verslunar og þjónustu á ímyndarþáttum er varða verslun á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum könnunar ber meirihluti Íslendinga mikið eða eitthvað traust til verslunar á Íslandi (67%). Niðurstöður sýna einnig að mikill meirihluti Íslendinga telur sig hafa mikla eða einhverja þekkingu á verslun á Íslandi (88%). Þar að auki benda niðurstöður til að flestir hafa jákvæða (40%) eða hvorki jákvæða né neikvæða (38%) upplifun á verslun á Íslandi. Að lokum voru þátttakendur spurðir um viðhorf til verslunar á Íslandi og sögðust 17% tala vel um verslun á Íslandi, 44% voru hlutlausir og 30% tala um hana á gagnrýninn hátt. Um 9% svarenda höfðu ekki sterka skoðun á verslun á Íslandi eða tóku ekki afstöðu til spurningarinnar.

Hversu mikla eða litla þekkingu hefur þú á verslun á Íslandi?

Þekking

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar á heildina er litið, hversu jákvæð eða neikvæð er upplifun þín af verslun á Íslandi?Upplifun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hversu mikið eða lítið traust berð þú til verslunar á Íslandi?

Traust

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hver af eftirfarandi fullyrðingum endurspeglar best viðhorf þitt til verslunar á Íslandi?

Viðhorf

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Könnunin á pdf sniði

Evrópusamtök verslunar árétta boðaðar breytingar á persónuvernd

Breytingar á persónuvernd

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu ítreka að í maí nk. munu koma til framkvæmda umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár og fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki að aðlaga starfsemi sína að breyttum – og auknum – kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga.

Fátt hefur verið meira til umfjöllunar á opinberum vettvangi undanfarin ár en boðaðar breytingar á persónuverndarlöggjöfinni. Er um að ræða breytingar sem tilkomnar eru vegna reglugerðar Evrópusambandsins sem brátt mun verða hluti af regluverki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Ljóst er að þessar breytingar hafa nú þegar kallað á ríka endurskoðun fyrirtækja á núverandi framkvæmd og fyrirkomulagi þeirra er viðkemur söfnun, vinnslu og miðlun á persónuupplýsingum.

SVÞ hafa þegar haldið tvo félagsfundi um boðaðar breytingar. Annars vegar í desember 2016 þar sem forstjóri og fulltrúar Persónuverndar fóru yfir helstu breytingar og áhrif þeirra hér á landi, og hins vegar í desember á síðasta ári þar sem enn og aftur var farið yfir þessi álitamál. Meðfylgjandi eru til upplýsingar glærur af fundinum í desember sl. ásamt upptöku af þeim fundi.

Hörður Helgi Helgason – Hverju breyta nýjar persónuverndarreglur í raun?
Lárus M.K. Ólafsson – Breytingar á persónuverndarlöggjöf – Hverju ber að huga að

 

Eins og áður segir munu boðaðar breytingar taka gildi í maí nk. og verða brátt kynnt til umsagnar á vettvangi stjórnvalda drög að frumvarpi til innleiðingar á regluverkinu. Því er mikilvægt að fyrirtæki séu vel undir það búin að aðlaga starfsemi sína að breyttum reglum. Á margan hátt mun hið nýja regluverk fela í sér áréttingu á núgildandi kröfum en þó er þar að finna nýjar og ítarlegar kröfur til verndar réttindum einstaklinga.

SVÞ telja því verulega mikilvægt að fyrirtæki hugi vel að þeim breytingum og hvernig þær kunna að hafa áhrif á starfsemi þeirra. SVÞ hafa útbúið gátlista fyrir fyrirtæki um þau atriði sem vert er að taka til skoðunar vegna boðaðra breytinga sem taka mun gildi með nýjum persónuverndarreglum. Þá munu Samtök atvinnulífsins birta um miðjan febrúar ítarlegar upplýsingar og ýmsan fróðleik um þessar breytingar inni á vinnumarkaðsvef á heimasíðu samtakanna.

Hér nálgast gátlista.