Ný skýrsla WEF varpar ljósi á mikilvægi fjölbreytileikans í atvinnulífinu.

Ný skýrsla WEF varpar ljósi á mikilvægi fjölbreytileikans í atvinnulífinu.

Ný skýrsla frá Alþjóðlega efnahagsráðinu [WEF], „Diversity, Equity, and Inclusion Lighthouses 2024“ dregur fram mikilvægi fjölbreytileika, jafnréttis og aðgengis í atvinnulífinu. Skýrslan sýnir fram á hvernig fyrirtæki geta haft jákvæð áhrif á minnihlutahópa með markvissum aðgerðum.

Hún inniheldur dæmi um vel heppnaðar aðgerðir og árangur þeirra, sem geta þjónað sem fyrirmyndir fyrir önnur fyrirtæki. Skýrslan er mikilvæg heimild fyrir þau fyrirtæki sem vilja innleiða svipaðar stefnur og efla fjölbreytni og jafnrétti í eigin starfsemi.

ÞÚ GETUR HLAÐIÐ NIÐUR SKÝRSLUNNI HÉR —> WEF_Diversity_Equity_and_Inclusion_Lighthouses_2024 

Netverslun aldri meiri.

Netverslun aldri meiri.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, gefur innsýn inní strauma og stefnur í jólaverslun landsins þennan desembermánuð í viðtali við Mbl.is í dag.

Þar segir Andrés m.a.„Ef maður tek­ur mið af síðustu mæl­ingu Rann­sókn­ar­set­urs­ins [RSV] sem birt­ist fyr­ir viku þá lít­ur þetta bara al­veg ágæt­lega út,“  og bætir við  „Í stóru mynd­inni, 30.000 fet­un­um eins og maður seg­ir stund­um, er stóra breyt­ing­in sú að stærri og stærri hluti þess­ar­ar svo­kölluðu jóla­versl­un­ar fer fram í nóv­em­ber, þetta dreif­ist yfir mun lengri tíma en áður og ástæðan er, eins og all­ir vita, þess­ir stóru alþjóðlegu viðskipta­dag­ar þar sem til­boðin eru mjög góð og fólk nýt­ir sér það í æ rík­ari mæli,“

Sjá allt viðtalið inná frétt hjá MBL.is – HÉR

Íslensk kortavelta var 91,64 milljarður króna í nóvember s.l.

Íslensk kortavelta var 91,64 milljarður króna í nóvember s.l.

Kortavelta Íslendinga í nóvember fór uppí  91,64 milljarða króna, sem er hækkun um 5,6% á ári samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar [RSV].

Erlend kortavelta nemur 17,15 milljörðum króna og hækkar um 3,7% á ári.

RSV bendir einnig á í tilkynningu sinni að;

  • Netverslun Íslendinga eykst um 15,1% á s.l. 12 mánuðum og er 18 milljarðar króna í nóvember mánuði.
  • Kortaverslun í dagvöruverslunin blómstrar líka í nóvember á 23,2 milljörðum krónum, sem er hækkun um 17,2% á ári.
  • Fataverslunin nýtir einnig vel af sér, með 4,07 milljörðum króna kortaveltu í nóvember, sem er hækka um 8,8% á ári.

Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir reglulega kortaveltugögn á Veltunni, www.veltan.is.

Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.

Erlend netverslun eykst um 16,8% á milli ára.

Erlend netverslun eykst um 16,8% á milli ára.

Rannsóknasetur verslunarinnar, RSV birtir í dag samanburðartölur á íslenskri og erlendri netverslun fyrir októbermánuð.

Erlend netverslun eykst um 16,8% á milli ára Erlend netverslun nemur 2,4 milljörðum íslenskra króna í október mánuði en það er 16,8% aukning frá því í október í fyrra. Fataverslun eykst um 8,2% á milli ára og er 1,1 milljarður króna og þá hefur erlend netverslun í byggingavöruverslunum aukist um 32,6% á milli ára og er 253 milljónir króna.

Nánari upplýsingar má nálgast inná Veltan.is – Mælaborði Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV)

Íslensk og erlend netverslun október 2023

Jólagjöf ársins 2023: Samverustundir

Jólagjöf ársins 2023: Samverustundir

Samverustundir útnefndar sem jólagjöf ársins 2023, samkvæmt Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV).

Frá árinu 2006, þegar ávaxta- og grænmetispressan var valin, hefur RSV árlega tilkynnt um jólagjöf ársins. Könnun RSV meðal Íslendinga sýnir að í ár eru samverustundir og upplifanir ofarlega á óskalista fólks.

Samverustundir geta falist í ýmsu, allt frá gjafabréfum í bíó eða veitingastaði til heimsókna til ættingja. Jólin snúast í grundvallaratriðum um að njóta samverunnar með þeim sem okkur þykir vænt um.

Yfirlit yfir jólagjafir ársins frá RSV:

2023: Samverustundir
2022: Íslenskar bækur og spil
2021: Jogginggalli
2015: Þráðlausir hátalarar/heyrnartól
2014: Nytjalist
2013: Lífstílsbók
2012: Íslensk tónlist
2011: Spjaldtölva
2010: Íslensk lopapeysa
2009: Jákvæð upplifun
2008: Íslensk hönnun
2007: GPS staðsetningatæki
2006: Ávaxta- og grænmetispressa

Þetta val endurspeglar áhersluna á gildi samverunnar og sameiginlegra upplifana, en minnir okkur einnig á breytileika tíðaranda og neysluhegðunar í gegnum árin.

Samstarfssamningur SVÞ og VR/LÍV vekur athygli á norrænni ráðstefnu um græn umskipti.

Samstarfssamningur SVÞ og VR/LÍV vekur athygli á norrænni ráðstefnu um græn umskipti.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, tók þátt á pallborðsumræðum um hæfniskröfur á norrænum vinnumarkaði í grænni framtíð.

Umræðan, sem fór fram í Hörpu þann 1. desember, var hluti af fjölmennum þríhliða samtali sem Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hélt undir yfirskriftinni „Green Transition on the Nordic Labor Market: A Tripartite Dialogue“. Samtalið var hluti af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og byggðist á viljayfirlýsingu Reykjavik Memorandum of Understanding.

Andrés sagði m.a. frá Samstarfssamningi SVÞ og VR/LÍV til að efla hæfni starfsfólks í verslunar- og þjónustugreinum fram til ársins 2030, þar sem markmiðað er m.a. að 80% starfsfólks í greininni fái árlega sí og endurmenntun til ársins 2030 til að efla hæfni sína á umbreytingatímum.

Samstarfssamningurinn vakti mikla athygli á ráðstefnunni og jafnvel talinn geta orðið fyrirmynd fyrir sambærilega samninga á norrænum vinnumarkaði.

Sjá frétt um ráðstefnuna inná vef Félags-og vinnumarkaðsráðuneytisins HÉR.
Sjá frétt um Samstarfssamning SVÞ og VR/LÍV inná vef SVÞ HÉR.