Erlend netverslun aldrei meiri [RSV]

Erlend netverslun aldrei meiri [RSV]

Rannsóknasetur verslunarinnar [RSV] birti í dag niðurstöðu mælinga á erlendri netverslun íslendinga.

Þar kemur fram að erlend netverslun hefur aldrei mælst meiri síðan RSV hóf að safna saman gögnum.  Nýjar tölur fyrir nóvember 2023 sýna að íslendingar eyddu 3,07 milljörðum króna í erlenda netverslun.

Það er hækkun um 25.9% á milli ára.  Á sama tíma var netverslun innanlands samkvæmt kortaveltugögnum Rannsóknasetursins tæp 18 milljarða króna.

Nánari upplýsinga um erlenda netverslun íslendinga má finna undir flipanum ‘Netverslun’ fyrir áskrfendur á Veltunni -SJÁ HÉR! 

Bar­áttan gegn verð­bólgu – stofnanir eru ekki undan­þegnar

Bar­áttan gegn verð­bólgu – stofnanir eru ekki undan­þegnar

VISIR.IS birtir í dag eftirfarandi grein eftir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.

Mikilvægasta verkefnið við þær kjaraviðræður sem nú standa yfir er að ná tökum á þeirri miklu verðbólgu og því háa vaxtastigi sem íslenskt samfélag hefur verið að glíma við undanfarin misseri. Bæði verðbólgan og vextirnir hafa komið hart niður á heimilum jafnt sem fyrirtækjum eins og alkunna er. Markmiðið er að klára sem fyrst kjarasamninga sem skapað geta grundvöll að fyrirsjáanleika og stöðugleika í hagkerfinu, nokkuð sem allir munu njóta góðs af, bæði heimili og fyrirtæki, ekki síst þau fyrirtæki sem eru lítil og meðalstór. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála í þessu efni og það eru stjórnvöld einnig þó að nokkur meiningamunur kunni að vera um hvaða leiðir eru bestar í þessu efni.

Ef þetta markmið á að nást þurfa allir að spila með, ekki síst opinberir aðilar. Af þeirri ástæðu verður að gera kröfu um að opinberar stofnanir haldi aftur af sér við breytingar á gjaldskrám sínum og styðji þar með markmið kjarasamninga. Ef marka má viðbrögð forsvarsmanna ríkis og sveitarfélagana finna opinberir aðilar mjög til ábyrgðar sinnar í þessu efni og er það vel.

Það er a.m.k. ein ríkisstofnun sem finnst hún undanþegin því að taka þátt í þessu sameiginlega verkefni, en það er Lyfjastofnun. Stofnunin hefur það hlutverk m.a að hafa eftirlit með starfsemi lyfjafyrirtækja, bæði á smásölu- og heildsölumarkaði og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu stofnunarinnar starfa þar „rúmlega 85 manns“.

Kostaður við rekstur Lyfjastofnunar er að verulegu leyti borin uppi af lyfjafyrirtækjunum, en gjaldskrá stofnunarinnar er mikil að vöxtum. Allar breytingar á gjaldskrá stofnunarinnar hafa því áhrif á lyfjaverð á Íslandi með beinum eða óbeinum hætti. Gjaldskrá Lyfjastofnunar hækkaði um 8,7% nú um áramótin, sem er langt umfram það sem telst ásættanlegt í viðræðum aðila vinnumarkaðarins um nýjan kjarasamning.

Ef víðtæk sátt á að nást í baráttunni gegn verðbólgu og háum vöxtum verða allir að leggja sitt af mörkum – einnig Lyfjastofnun.

Sjá grein inná VISIR.is

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2024 – opið fyrir umsóknir

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2024 – opið fyrir umsóknir

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu miðvikudaginn 14. febrúar 2024.

Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.

Athugið að einungis má tilnefna skráð aðildarfélög SA.

Tilnefningar berist í gegnum skráningarsíðu eigi síðar en þriðjudaginn 23. janúar.

Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.

Helstu viðmið fyrir menntafyrirtækis ársins eru:

  • að skipulögð og markviss fræðsla sé innan fyrirtækisins
  • að sem flest starfsfólk taki virkan þátt
  • að haldið sé utan um mælikvarða í fræðslumálum
  • að hvatning sé til staðar til frekari þekkingaröflunar

Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru:

  • að lögð sé stund á nýsköpun í menntun og fræðslu, innan fyrirtækis og/eða í samstarfi fyrirtækja
    samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu, innan sem utan fyrirtækja.Skýr og skipulögð gögn hjálpa dómnefnd að meta tilnefningar.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins .

SMELLTU HÉR TIL AÐ TILNEFNA ÞITT FYRIRTÆKI! 

Er áætlun um starfslok mannauðsmál? Fræðsluerindi í beinni

Er áætlun um starfslok mannauðsmál? Fræðsluerindi í beinni

Samfélag fólks og fyrirtækja í verslunar og þjónustugreinum SVÞ, hefur nýtt ár með áhugaverðu erindi undir heitinu:

Lykilþættir lífeyrismála:Er áætlun um starfslok mannauðsmál?

Áætlun um starfslok: Mótun framtíðar með LV

Fyrirlesarar: Hildur Hörn Daðadóttir, forstöðumaður rekstrarsviðs LV og Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri LV.

ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk innan SVÞ.
Smellið HÉR fyrir nánari upplýsingar um aðild.

SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNINGU!

Ný skýrsla WEF varpar ljósi á mikilvægi fjölbreytileikans í atvinnulífinu.

Ný skýrsla WEF varpar ljósi á mikilvægi fjölbreytileikans í atvinnulífinu.

Ný skýrsla frá Alþjóðlega efnahagsráðinu [WEF], „Diversity, Equity, and Inclusion Lighthouses 2024“ dregur fram mikilvægi fjölbreytileika, jafnréttis og aðgengis í atvinnulífinu. Skýrslan sýnir fram á hvernig fyrirtæki geta haft jákvæð áhrif á minnihlutahópa með markvissum aðgerðum.

Hún inniheldur dæmi um vel heppnaðar aðgerðir og árangur þeirra, sem geta þjónað sem fyrirmyndir fyrir önnur fyrirtæki. Skýrslan er mikilvæg heimild fyrir þau fyrirtæki sem vilja innleiða svipaðar stefnur og efla fjölbreytni og jafnrétti í eigin starfsemi.

ÞÚ GETUR HLAÐIÐ NIÐUR SKÝRSLUNNI HÉR —> WEF_Diversity_Equity_and_Inclusion_Lighthouses_2024