Frá félagsfundi um réttindi og skyldur vegna sölu á netinu

Fimmtudaginn 10. nóv. var haldinn félagsfundur á vegum SVÞ um réttindi og skyldur vegna sölu á netinu. Á fundinum héldu fulltrúar frá Neytendastofu, þ.e. sviðsstjóri og lögfræðingur neytendaréttarsviðs stofnunarinnar, erindi þar sem starfsemi Neytendastofu var kynnt ásamt því að kynnt voru helstu lög og reglur sem gilda um sölu á vörum og þjónustu á netinu.

Á fundinum var kynnt fyrir fundargestum ákvæði nýrra laga um neytendasamninga og hvaða breytingar þau hafa í för með sér fyrir netsölu. Þá var einnig lögð sérstök áhersla á almenna upplýsingaskyldu seljenda samkvæmt lögunum og var megináhersla lögð á að fara yfir skyldur seljenda og réttindi neytenda við fjarsölu og sölu utan fastrar starfsstöðvar. Ásamt því að kynna þær skyldur sem hvíla á seljendum var einnig farið yfir þau tilvik sem takmarka réttindi neytenda, s.s. varðandi fresti til að skila vörum og hvaða vörum ekki er unnt að skila.

Fram kom á fundinum mikilvægi þess að seljendur birti á sölusíðum fullnægjandi upplýsingar um starfsemi sína og þá vöru sem stendur þar neytendum til boða, þ.m.t. eiginleika hennar. Kom m.a. fram í máli lögfræðings Neytendastofu að ófullnægjandi upplýsingar geta í ákveðnum tilvikum lengt þann frest sem neytendur hafa til að falla frá kaupum. Þá var ítrekað mikilvægi þess að verðupplýsingar séu settar fram á skýran og greinargóðan hátt sem og réttur aðila til að falla frá kaupum ásamt þeim úrræðum sem neytendum standa til boða vegna ágreiningsmála.

Fulltrúar Neytendastofu vöktu að lokum sérstaka athygli á reglugerð um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi þar sem birtar eru staðlaðar leiðbeiningar vegna uppsagnar á kaupum. Var mælt með því að seljendur styðjist við þær leiðbeiningar, hvort sem þær væru nýttar orðréttar eða þær staðfærðar hjá hverjum og einum. Þá bentu þeir á að seljendur geta leitað til Neytendastofu, m.a. til að bera undir stofnunina framsetningu á upplýsingum á sölusíðum.

Kynning Neytendastofu

Hlekkur inn á reglugerð 435/2016 um nýtingu réttar til að falla frá samningi

Umfjöllun á vef Neytendastofu um sölu í fjarsölu eða utan fastrar starfsstöðvar

Félagsfundur 17. nóv. nk. – Ný Evrópureglugerð um persónuvernd

SVÞ boðar til félagsfundar  um nýja Evrópureglugerð um persónuvernd fimmtudaginn 17. nóvember nk. kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, Húsi atvinnulífins, Borgartúni 35. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.

Nýlega voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Áætlað er að breytingarnar taki gildi hérlendis í maí 2018 og  fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki að aðlaga starfsemi sína að breyttum – og auknum – kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Réttindi einstaklinga t.d. til fræðslu og aðgangs að upplýsingum eru bætt og eftirlit persónuverndarstofnana aukið. Aukin ábyrgð fyrirtækja, stórkauknar sektarheimildir eftirlitsstofnana og ríkari kröfur til öryggis persónuupplýsinga gera persónuvernd að lykilatriði í rekstri fyrirtækja sem vinna slíkar upplýsingar.

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, mun kynna nýja Evrópureglugerð um persónuvernd og það breytta landslag sem fram undan er í persónuverndarmálum hérlendis.

Vigdís Eva Líndal, verkefnastjóri EES-mála hjá Persónuvernd, mun í kjölfarið fjalla nánar um einstaka skyldur sem fyrirtæki þurfa sérstaklega að huga að til að mynda aukna fræðslu til neytenda, skipun persónuverndarfulltrúa, gerð persónusniða ofl.

Oops! We could not locate your form.

 

Jólaverslun 2016

Áætlað er að jólaverslunin aukist um 10,3% frá síðasta ári og að velta í smásöluverslun verði um 85 milljarðar kr. án virðisaukaskatts í nóvember og desember. Þetta er mesti vöxtur í jólaverslun á milli ára frá bankahruninu. Rannsóknaseturs verslunarinnar birtir hér spá um jólaverslunina þar sem þetta kemur fram.
Af spánni má draga þá ályktun að hver Íslendingur verji að jafnaði 53.813 kr. til innkaupa í nóvember og desember, sem rekja má til árstímans. Í fyrra nam þessi upphæð 49.156. Vöxturinn á milli ára er því 9,5%. Tekið skal fram að mannfjöldi eykst um 1,1% á þessu tímabili samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar.

Í samantekt Rannsóknasetursins um jólaverslunina er einnig að finna umfjöllun um neyslubreytingar sem tengjast jólaversluninni.

Sækja skýrsluna Jólaverslun 2016

11.2016 – Verðdýnamík

Samantekt
Að undanförnu hefur farið fram töluverð umræða um að sterk staða krónunnar undanfarin misseri skili sér illa til neytenda í formi
lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Í því samhengi er borin saman verðlagsþróun einstakra vöruflokka m.t.t. styrkingu
krónunnar. Raunveruleikinn er talsvert flóknari en slíkur einfaldur samanburður gerir ráð fyrir þar sem horft er framhjá
veigamiklum þáttum sem hafa áhrif á vöruverð í landinu. Þessar aðferðir taka til dæmis ekki tillit til mögulegra áhrifa vegna
verðþróunar erlendra aðfanga, þróunar launakostnaðar, flutningskostnaðar, húsaleigu og annars kostnaðar sem hefur áhrif á
rekstur þessara fyrirtækja og þ.a.l. á verðþróun vara á innlendum markaði. Eins hafa breytingar á vsk talsverð áhrif. Til
samanburðar má benda á að vísitala innfluttra mat- og drykkjavara reiknuð án vsk lækkar um 5,1% borið saman við 1,54% án vsk
– þar sem vsk breyttist úr 7% í 11% þann 1.janúar 2015 er nauðsynlegt að taka tillit til slíkra breytinga.
Lykilorð: Verðþróun, launaþróun, kaupmáttur, vísitala neysluverðs, gengi

11.2016 – Verðdýnamík

Dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna

Dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna verður haldinn í grunnskólum og framhaldsskólum landsins í næsta mánuði. Tilgangurinn er að minna á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en sáttmálinn var undirritaður á allsherjarþingi SÞ 20. nóvember árið 1989.
Innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og framkvæmdastjóri Barnaheilla hafa skrifað skólastjórnendum grunn- og framhaldsskóla og óskað eftir að fjallað verði um mannréttindi barna og mikilvægi þess að börn og fullorðnir þekki barnasáttmálann. Þegar nær dregur verða skólum sendar frekari upplýsingar og hugmyndir að viðfangsefnum og verkefnum sem hægt yrði að vinna að í tilefni dagsins. Einnig er bent á vefinn barnasattmali.is í þessu samhengi.

Verður 18. nóvember
Þar sem 20. nóvember ber uppá sunnudag hefur verið ákveðið að dagur helgaður mannréttindum barna verði föstudagurinn 18. nóvember.

Réttindi og skyldur vegna netsölu – félagsfundur 10. nóv. nk.

SVÞ boðar til félagsfundar  um réttindi og skyldur vegna sölu á netinu fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, Húsi atvinnulífins, Borgartúni 35. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.

Á fundinum mun lögfræðingur Neytendastofu fara yfir ákvæði nýrra laga um neytendasamninga og hvaða breytingar þau hafa í för með sér frá lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Farið verður stuttlega yfir almenna upplýsingaskyldu seljenda samkvæmt lögunum en megináhersla verður lögð á að fara yfir skyldur seljenda og réttindi neytenda við fjarsölu og sölu utan fastrar starfsstöðvar.

Að undanförnu hefur sala á netinu færst í aukana og hafa verslanir í síauknum mæli tileinkað sér netverslanir í sinni starfsemi sem valmöguleika fyrir neytendur. Að mörgu þarf að hyggja þegar kemur að netverslun enda geta réttindi og skyldur verið mismunandi frá því sem á við um staðbundna verslun.

Fyrr á þessu ári voru samþykkt ný lög um neytendasamninga sem hafa það að markmiði að samræma reglur aðildarríkja EES-svæðisins um samninga utan fastrar starfsstöðvar seljanda, fjarsölusamninga, sölu- og þjónustusamninga og um hvaða atriði seljanda er skylt að upplýsa neytendur áður en slíkir samningar verða skuldbindandi af hálfu neytenda.

Oops! We could not locate your form.