Minnkandi velta fataverslunar í október

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur birt mælingar fyrir október sem sýna að velta í fata- og skóverslun dróst saman í október síðastliðnum í frá sama mánuði í fyrra þó svo að verð á fötum hafi verið 5,9% lægra en fyrir ári.  Ef borin er saman velta í fataverslun síðustu þrjá mánuði við sömu þrjá mánuði í fyrra sést að nánast engin breyting var á veltunni á milli ára. Vert er að minnast þess að um síðustu áramót voru felldir niður tollar af fötum sem hvati til aukinnar sölu á fötum hér innanlands. Þannig var ætlunin að sporna gegn þeirri þróun að Íslendingar sem ferðist til annarra landa kaupi í miklu magni föt í útlöndum og fataverslunin flyttist heim í staðinn.

Á þessu ári hefur gengi íslensku krónunnar styrkst verulega og þar með er hagstæðara fyrir landsmenn að versla erlendis núna en í fyrra. Enda var greiðslukortavelta Íslendinga erlendis í október síðastliðnum 19% meiri en í október í fyrra, sem gefur vísbendingu um að aukning hafi verið innkaupum landsmanna erlendis. Líklega eru fatakaup þar innifalin.

Dagvara og heimili
Áframhaldandi aukning var í sölu annarra vöruflokka í október. Þannig jókst sala í dagvöruverslun um 4,3% frá október í fyrra. Sala dagvöru síðastliðna þrjá mánuði var 7,3% meiri en á sama tímabili í fyrra.

Heimilin endurnýja húsgögnin fyrir jólin. Í október jókst sala húsgagna um 19,2% frá sama mánuði og í fyrra. Þar af jókst velta sérverslana með rúm um 23,5% frá því í fyrra. Þegar borin er saman velta húsgagna síðustu þriggja mánaða við sömu mánuði í fyrra jókst veltan um 26%. Sór heimilistæki, líkt og kæliskápar og þvottavélar, njóta einnig aukinna vinsælda í aðdraganda jóla. Sala á slíkum tækjum jókst um 13,5% frá október í fyrra.

Gólfefni
Nú er í fyrsta sinn birt veltuvísitala gólfefna. Vísitalan byggir á veltutölum frá flestum sérverslunum í landinu með gólfefni, auk byggingavöruverslana og annarra sem verslana sem selja gólfefni. Velta gólfefna jókst um 33,8% í október í samanburði við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðlagsbreytingum reiknast aukningin á milli ára vera 32,5%.
Stefnt er að því að bæta við enn fleiri flokkum byggingavöru á næstunni.

Erlend kortavelta
Íslensk verslun nýtur góðs af auknum kaupmætti og vaxandi einkaneyslu. Jafnframt er ljóst að aukinn straumur erlendra ferðamanna hefur nokkur áhrif á verslun. Í október síðastliðnum var heildargreiðslukortavelta erlendra ferðamanna 17,5 milljarðar króna sem er 67,1% hærri upphæð en í október í fyrra

Veltuvísitala eftir vöruflokkum
Velta í dagvöruverslun jókst um 4,3% á breytilegu verðlagi í október miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 4,7% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í október um 6,9% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru lækkaði um 0,4% á síðastliðnum 12 mánuðum og var í október 0,9% lægra en í mánuðinum á undan.

Sala áfengis jókst um 11,4% á breytilegu verðlagi í október miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 10,9% á föstu verðlagi. Verð á áfengi var 0,5% hærra í október síðastliðnum og 0% lægra en í mánuðinum á undan. Þess ber að geta að 1. janúar 2016 var áfengi fært í neðra þrep VSK en áfengisgjald hækkað. Í gögnum sem hér er stuðst við eru sýndar breytingar á veltu án VSK og þarf því að túlka tölur með tilliti til þessarar kerfisbreytingar

Fataverslun dróst saman um 7,1% í október miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og dróst saman um 1,3% á milli ára á föstu verðlagi. Verð á fötum var 5,9% lægra í október síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Velta skóverslunar minnkaði um 8,6% í október á breytilegu verðlagi og minnkaði um 4,9% á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum minnkaði skósala um -5,6% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Verð á skóm lækkaði í október um 3,9% frá október í fyrra.

Velta húsgagnaverslana var 19,2% meiri í október en í sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 17% á föstu verðlagi.
Velta sérverslana með rúm jókst um 23,5% frá því í fyrra á breytilegu verðlagi.
Velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn jókst um 16,5% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum hefur hækkað um 1,9% á síðustu 12 mánuðum.
Verslun með byggingavörur jókst í október um 12,2% á breytilegu verðlagi og jókst um 11,9% á föstu verðlagi. Verð á byggingavöru er 0,3% hærra en fyrir tólf mánuðum síðan.
Velta í sölu á tölvum minnkaði í október um 2,8% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og farsímasala dróst saman um 34,3%.
Sala minni raftækja, svokallaðra brúnvara, jókst um 4,7% á breytilegu verðlagi en sala stærri raftækja, svokallaðra hvítvara, jókst um 13,5% á milli ára.

Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson arni@bifrost.is og í síma 868-4341

Fréttatilkynning RSV

Félagsfundur 22. nóv. – Gerum betur í þjónustu um jólin

Í tilefni af útgáfu Margrétar Reynisdóttur hjá Gerum betur ehf. á fimmtu bókinni í ritröð: 50 uppskriftir að góðri þjónustu býður SVÞ ykkur að hlusta á reynslusögur meistaranna. Margrét mun kynna bókina auk þess sem forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja deila reynslu sinni.

50-uppskriftir-forsida-002
Tími: Þriðjudaginn, 22. nóvember, kl 8.30-10. Morgunkaffi og meðlæti frá  kl. 8.15

Staður: SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu,  Kvika, Borgartúni 35

Aðgangseyrir: 5.990 kr. Innifalið: Bókin 50 uppskriftir að góðri þjónustu (2016) – fullt verð 6.490 kr.

Fyrirlesarar sem deila sínum uppskriftum að þjónustu:
• Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Sjónlags og Eyeslands
• Sigurbjörg Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans
• Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

 

 

Oops! We could not locate your form.

Frá félagsfundi um réttindi og skyldur vegna sölu á netinu

Fimmtudaginn 10. nóv. var haldinn félagsfundur á vegum SVÞ um réttindi og skyldur vegna sölu á netinu. Á fundinum héldu fulltrúar frá Neytendastofu, þ.e. sviðsstjóri og lögfræðingur neytendaréttarsviðs stofnunarinnar, erindi þar sem starfsemi Neytendastofu var kynnt ásamt því að kynnt voru helstu lög og reglur sem gilda um sölu á vörum og þjónustu á netinu.

Á fundinum var kynnt fyrir fundargestum ákvæði nýrra laga um neytendasamninga og hvaða breytingar þau hafa í för með sér fyrir netsölu. Þá var einnig lögð sérstök áhersla á almenna upplýsingaskyldu seljenda samkvæmt lögunum og var megináhersla lögð á að fara yfir skyldur seljenda og réttindi neytenda við fjarsölu og sölu utan fastrar starfsstöðvar. Ásamt því að kynna þær skyldur sem hvíla á seljendum var einnig farið yfir þau tilvik sem takmarka réttindi neytenda, s.s. varðandi fresti til að skila vörum og hvaða vörum ekki er unnt að skila.

Fram kom á fundinum mikilvægi þess að seljendur birti á sölusíðum fullnægjandi upplýsingar um starfsemi sína og þá vöru sem stendur þar neytendum til boða, þ.m.t. eiginleika hennar. Kom m.a. fram í máli lögfræðings Neytendastofu að ófullnægjandi upplýsingar geta í ákveðnum tilvikum lengt þann frest sem neytendur hafa til að falla frá kaupum. Þá var ítrekað mikilvægi þess að verðupplýsingar séu settar fram á skýran og greinargóðan hátt sem og réttur aðila til að falla frá kaupum ásamt þeim úrræðum sem neytendum standa til boða vegna ágreiningsmála.

Fulltrúar Neytendastofu vöktu að lokum sérstaka athygli á reglugerð um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi þar sem birtar eru staðlaðar leiðbeiningar vegna uppsagnar á kaupum. Var mælt með því að seljendur styðjist við þær leiðbeiningar, hvort sem þær væru nýttar orðréttar eða þær staðfærðar hjá hverjum og einum. Þá bentu þeir á að seljendur geta leitað til Neytendastofu, m.a. til að bera undir stofnunina framsetningu á upplýsingum á sölusíðum.

Kynning Neytendastofu

Hlekkur inn á reglugerð 435/2016 um nýtingu réttar til að falla frá samningi

Umfjöllun á vef Neytendastofu um sölu í fjarsölu eða utan fastrar starfsstöðvar

Félagsfundur 17. nóv. nk. – Ný Evrópureglugerð um persónuvernd

SVÞ boðar til félagsfundar  um nýja Evrópureglugerð um persónuvernd fimmtudaginn 17. nóvember nk. kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, Húsi atvinnulífins, Borgartúni 35. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.

Nýlega voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Áætlað er að breytingarnar taki gildi hérlendis í maí 2018 og  fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki að aðlaga starfsemi sína að breyttum – og auknum – kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Réttindi einstaklinga t.d. til fræðslu og aðgangs að upplýsingum eru bætt og eftirlit persónuverndarstofnana aukið. Aukin ábyrgð fyrirtækja, stórkauknar sektarheimildir eftirlitsstofnana og ríkari kröfur til öryggis persónuupplýsinga gera persónuvernd að lykilatriði í rekstri fyrirtækja sem vinna slíkar upplýsingar.

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, mun kynna nýja Evrópureglugerð um persónuvernd og það breytta landslag sem fram undan er í persónuverndarmálum hérlendis.

Vigdís Eva Líndal, verkefnastjóri EES-mála hjá Persónuvernd, mun í kjölfarið fjalla nánar um einstaka skyldur sem fyrirtæki þurfa sérstaklega að huga að til að mynda aukna fræðslu til neytenda, skipun persónuverndarfulltrúa, gerð persónusniða ofl.

Oops! We could not locate your form.

 

Jólaverslun 2016

Áætlað er að jólaverslunin aukist um 10,3% frá síðasta ári og að velta í smásöluverslun verði um 85 milljarðar kr. án virðisaukaskatts í nóvember og desember. Þetta er mesti vöxtur í jólaverslun á milli ára frá bankahruninu. Rannsóknaseturs verslunarinnar birtir hér spá um jólaverslunina þar sem þetta kemur fram.
Af spánni má draga þá ályktun að hver Íslendingur verji að jafnaði 53.813 kr. til innkaupa í nóvember og desember, sem rekja má til árstímans. Í fyrra nam þessi upphæð 49.156. Vöxturinn á milli ára er því 9,5%. Tekið skal fram að mannfjöldi eykst um 1,1% á þessu tímabili samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar.

Í samantekt Rannsóknasetursins um jólaverslunina er einnig að finna umfjöllun um neyslubreytingar sem tengjast jólaversluninni.

Sækja skýrsluna Jólaverslun 2016

11.2016 – Verðdýnamík

Samantekt
Að undanförnu hefur farið fram töluverð umræða um að sterk staða krónunnar undanfarin misseri skili sér illa til neytenda í formi
lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Í því samhengi er borin saman verðlagsþróun einstakra vöruflokka m.t.t. styrkingu
krónunnar. Raunveruleikinn er talsvert flóknari en slíkur einfaldur samanburður gerir ráð fyrir þar sem horft er framhjá
veigamiklum þáttum sem hafa áhrif á vöruverð í landinu. Þessar aðferðir taka til dæmis ekki tillit til mögulegra áhrifa vegna
verðþróunar erlendra aðfanga, þróunar launakostnaðar, flutningskostnaðar, húsaleigu og annars kostnaðar sem hefur áhrif á
rekstur þessara fyrirtækja og þ.a.l. á verðþróun vara á innlendum markaði. Eins hafa breytingar á vsk talsverð áhrif. Til
samanburðar má benda á að vísitala innfluttra mat- og drykkjavara reiknuð án vsk lækkar um 5,1% borið saman við 1,54% án vsk
– þar sem vsk breyttist úr 7% í 11% þann 1.janúar 2015 er nauðsynlegt að taka tillit til slíkra breytinga.
Lykilorð: Verðþróun, launaþróun, kaupmáttur, vísitala neysluverðs, gengi

11.2016 – Verðdýnamík