15/08/2023 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
Opin ráðstefna SVÞ … vegferðin, áskorarnirnar og tækifærin!
Við keyrum haustið í gang á fullum krafti með opinni ráðstefnu SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu með ráðstefnunni: Verslun og þjónusta á gervigreindaröld.
Dagsetning: fimmtudagurinn 24. ágúst 2023
Tími: 16:30 – 18:00
Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartún 35, 105 Reykjavík
SKRÁNING NAUÐSYNLEG!
Smellið hér fyrir allar nánari upplýsingar og skráningu!
11/08/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Í kvöldfréttum RÚV, 10.ágúst, benti Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ á að stjórnvöld þyrftu að gæta betur að hagsmunum Ísland í sjóflutningum vegna tilskipunar Evrópusambandsins fyrir kolefnisjöfnuð skipafélaga.
„Það sem er sérstætt við þetta er að maður hefði kannski ætlað að íslensk stjórnvöld væri sá sem sérstalega myndi gæta íslenskra hagsmuna í samskiptum við alþjóðastofnanir. Okkar tilfinning hefur verið sú að það væri gert en núna má segja að það hafi að vissu leyti komið á daginn að sú hagsmunagæsla hafi verið vanbúin. Hafi hafist seint og í raun og veru ekki verið nægjanlega rík“, segir Benedikt S. Benediktsson lögfræðingur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Sjá nánari umfjöllun á RÚV.is
Sjá nánari umfjöllun á Mbl.is
Sjá viðtal á Bylgjunni ‘Mengunarskattur á skip mun rata í vasa neitenda’ 11.ágúst 2023
Sjá umfjöllun á MBL.is ‘Óvissa um loftlagstekjur’ 12. ágúst 2023
Sjá umfjöllun í Morgunblaðinu ‘Losunarheimildir 15 þúsund á mann’ 12. ágúst 2023
Sjá umfjöllun á Mbl.is ‘Hefði viljað fá undanþágu’ 14.ágúst 2023
10/08/2023 | Fréttir, Greining, Verslun, Þjónusta
RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag upplýsingar um kortaveltu í júlí mánuði 2023.
Samkvæmt greiningu var kortavelta júlímánaðar 133,8 milljörðum króna og þar af er innlend kortavelta 92,1 milljarður króna en það er lækkun um 2,2% milli mánaða en innlenda kortaveltan eykst á milli ára um 5,4%. Netverslun Íslendinga eykst um 20% á milli ára og nemur 14,6 milljörðum króna. Erlend kortavelta eykst hinsvegar um 17% milli ára og nemur 41,75 milljörðum króna.
Nánari frétt má nálgast á vefsvæði RSV – HÉR
Nánari útlistun á kortaveltunni má nálgast í Sarpinum – HÉR
01/08/2023 | Fréttir, Greining, Verslun
RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag tölur af erlendri netverslun frá áramótum.
Þar kemur m.a. fram að erlend netverslun var á sama tíma í fyrra 11 milljarðar en er í dag 12,5 milljarðar króna. Erlend netverslun í júní 2023 nemur 2,46 milljörðum kr. en hún dregst saman um 5,5% milli mánaða. Fataverslun er langstærsti hlutinn af erlendri netverslun eða 1,1 milljarður króna. Þá vekur athygli að flokkurinn stórmarkaðir og dagvöruverslanir hefur tvöfaldast á milli ára en í þeim flokki er matvara af ýmsum toga.
Sjá nánar hér og inná SARPNUM hjá RSV
18/07/2023 | Fréttir, Greinar, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld
Morgunblaðið birtir í dag grein eftir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu: Einokunarvígin falla hvert af öðru – líka í Svíþjóð.
Sjá slóð á greinina í Morgunblaðinu HÉR!
14/07/2023 | Fréttir
Vegna sumarleyfa verður skrifstofa SVÞ lokuð dagana 17. júlí til 7. ágúst (að báðum dögum meðtöldum).
Skrifstofan verður opnuð á ný þriðjudaginn 8. ágúst 2023.
Njótið sumarsins!