Ráðstefna SVÞ og SFF 1.júní n.k.

Ráðstefna SVÞ og SFF 1.júní n.k.

Notkun reiðufjár í verslun og þjónustu er yfirskrift ráðstefnu sem Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök verslunar og þjónustu standa sameiginlega.

Dagsetning: fimmtudaginn 1. júní 2023
Staður: Grand hótel Reykjavík.
Tími:     9:00 til 11:00.

Á fundinum mun Bengt Nilervall hjá Svensk Handel halda erindi um reynslu Svía á þessu sviði. Auk þess mun Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, fara yfir hvernig málið horfi við Seðlabankanum. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem meðal annars verður rýnt í notkun reiðufjár út frá sjónarhóli fjármálastofnana, verslunar og lögregluyfirvalda.

Dagskrá:

  • Bengt Nilervall hjá Svensk Handel.
  • Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.

Pallborðsumræður:

  • Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi.
  • Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
  • Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
  • Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.

Smelltu HÉR fyrir skráningu.

Umræða um styttingu opnunartíma verslana orðin háværari.

Umræða um styttingu opnunartíma verslana orðin háværari.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu bendir á í viðtali í Morgunblaðinu í dag að umræða um stytt­ingu opn­un­ar­tíma versl­ana komi reglu­lega upp í sam­fé­lag­inu, en að hún virðist sí­fellt meira áber­andi.

Hann seg­ir marga þætti spila inn í aukna umræðu um mál­efnið og nefn­ir sem dæmi launa­kostnað, breytt viðskipta­mynst­ur og breytta neyslu­hegðun. Þegar allt þetta komi sam­an sé þörf­in fyr­ir langa opn­un­ar­tíma minni.

Þá ítrekar Andrés að hins veg­ar að sam­tök­in sjálf taki ekki af­stöðu eða leggi nein­ar lín­ur varðandi mál­efnið vegna sam­keppn­islaga, og sé það und­ir hverju og einu fyr­ir­tæki að ákv­arða eig­in opn­un­ar­tíma.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ

Kortaveltan dróst saman um rúm 4,5% á milli mars og apríl mánaða

Kortaveltan dróst saman um rúm 4,5% á milli mars og apríl mánaða

Kortavelta dregst saman á milli mánaða.

Heildar greiðslukortavelta* hérlendis í apríl sl. nam tæpum 104 milljörðum kr. Veltan dróst saman um rúm 4,5% á milli mánaða en jókst um 11,8 % á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Heildar greiðslukortavelta innlendra korta hérlendis nam tæpum 82 milljörðum kr. en velta innlendra korta dróst saman um rúm 5,3% á milli mars og aprílmánaðar. Veltan jókst þó um rúm 4,2% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 21,9 milljörðum kr. Veltan dróst lítillega saman á milli mars og aprílmánaðar, um rúmt 1,5%, en jókst um 53,6% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Framlag erlendra korta til ársbreytingar heildar greiðslukortaveltu í apríl sl. var 8,3% en framlag innlendra korta 3,6%.

SJÁ NÁNAR INNÁ VEF RSV HÉR! 

Tímamót í vörubílaframboði með Volvo rafmagnsvörubílum

Tímamót í vörubílaframboði með Volvo rafmagnsvörubílum

Það voru stór tímamót hjá Velti, Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar, s.l. föstudag og tímamót á Íslandi þegar fyrstu 14 rafmagnsvörubílarnir og þeir fyrstu á Íslandi voru formlega til sýnis. Á sérstökum viðburði sem haldinn var í húsakynnum Velti var boðið verður upp á reynsluakstur, en bílarnir eru allir frá alþjóðlega vörubílaframleiðandanum Volvo Trucks.

Volvo Trucks hefur verið að framleiða rafmagnsvörubíla og rafmagnsrútur um árabil og eru þúsundir þannig rafknúinna bíla á götum víða um heim. Og nú hefur framleiðandinn hafið fjöldaframleiðslu sem eykur gæðin enn frekar og lækkar framleiðslukostnað.

Sjá hér nánari frétt á vefsíðu Brimborgar.

Þrálát verðbólga á Íslandi | Í vikulokin

Þrálát verðbólga á Íslandi | Í vikulokin

Skortur á samkeppni í verslun er ekki orsakavaldur verðbólgu.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur Hallgríms Gestssonar í þættinum ‘Í vikulokin’ á RÚV 29.apríl s.l. þar sem Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörinn forseti ASÍ, Katrín Ólafsdóttir dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík og Andrés ræddu um þráláta verðbólgu á Íslandi.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA Á ALLAN ÞÁTTINN.

Ný stjórn SSSK kjörin á aðalfundi samtakanna.

Ný stjórn SSSK kjörin á aðalfundi samtakanna.

Aðalfundur SSSK – Samtaka sjálfstæðra skóla 2023 var haldinn í gær, þriðjudaginn 25.apríl í Húsi atvinnulífsins.

Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn Samtaka sjálfstæðra skóla 2023-2024:

  • Alma Guðmundsdóttir – formaður
  • Guðmundur Pétursson – varaformaður
  • Sigríður Stephensen – meðstjórnandi
  • Jón Örn Valsson – gjaldkeri
  • Atli Magnússon – meðstjórnandi
  • Bóas Hallgrímsson – varamaður
  • Íris Dögg Jóhannesdóttir – varamaður
  • Hildur Margrétardóttir – varamaður

Skoðunarmenn voru kjörnir: Sólveig Einarsdóttir, leikskólastjóri, Vinnaminni og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Skóla Ísaks Jónssona

Eftir að hefðbundnum aðalfundastörfum lauk var Kristrún Birgisdóttir framkvæmdarstjóri með kynningu á skólanum – Skóli í skýjunum sem er nýr félagsmaður SSSK.

Jóel Sæmundsson gamanmál um nýjar áherslur í menntamálum.

Fundarstjóri var Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla.

_____________