12/05/2023 | Fréttir, Verslun, Viðburðir
Notkun reiðufjár í verslun og þjónustu er yfirskrift ráðstefnu sem Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök verslunar og þjónustu standa sameiginlega.
Dagsetning: fimmtudaginn 1. júní 2023
Staður: Grand hótel Reykjavík.
Tími: 9:00 til 11:00.
Á fundinum mun Bengt Nilervall hjá Svensk Handel halda erindi um reynslu Svía á þessu sviði. Auk þess mun Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, fara yfir hvernig málið horfi við Seðlabankanum. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem meðal annars verður rýnt í notkun reiðufjár út frá sjónarhóli fjármálastofnana, verslunar og lögregluyfirvalda.
Dagskrá:
- Bengt Nilervall hjá Svensk Handel.
- Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
Pallborðsumræður:
- Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi.
- Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
- Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
- Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.
Smelltu HÉR fyrir skráningu.
11/05/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu bendir á í viðtali í Morgunblaðinu í dag að umræða um styttingu opnunartíma verslana komi reglulega upp í samfélaginu, en að hún virðist sífellt meira áberandi.
Hann segir marga þætti spila inn í aukna umræðu um málefnið og nefnir sem dæmi launakostnað, breytt viðskiptamynstur og breytta neysluhegðun. Þegar allt þetta komi saman sé þörfin fyrir langa opnunartíma minni.
Þá ítrekar Andrés að hins vegar að samtökin sjálf taki ekki afstöðu eða leggi neinar línur varðandi málefnið vegna samkeppnislaga, og sé það undir hverju og einu fyrirtæki að ákvarða eigin opnunartíma.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ
10/05/2023 | Fréttir, Greining, Verslun
Kortavelta dregst saman á milli mánaða.
Heildar greiðslukortavelta* hérlendis í apríl sl. nam tæpum 104 milljörðum kr. Veltan dróst saman um rúm 4,5% á milli mánaða en jókst um 11,8 % á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Heildar greiðslukortavelta innlendra korta hérlendis nam tæpum 82 milljörðum kr. en velta innlendra korta dróst saman um rúm 5,3% á milli mars og aprílmánaðar. Veltan jókst þó um rúm 4,2% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 21,9 milljörðum kr. Veltan dróst lítillega saman á milli mars og aprílmánaðar, um rúmt 1,5%, en jókst um 53,6% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Framlag erlendra korta til ársbreytingar heildar greiðslukortaveltu í apríl sl. var 8,3% en framlag innlendra korta 3,6%.
SJÁ NÁNAR INNÁ VEF RSV HÉR!
01/05/2023 | Bílgreinasambandið, Fréttir
Það voru stór tímamót hjá Velti, Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar, s.l. föstudag og tímamót á Íslandi þegar fyrstu 14 rafmagnsvörubílarnir og þeir fyrstu á Íslandi voru formlega til sýnis. Á sérstökum viðburði sem haldinn var í húsakynnum Velti var boðið verður upp á reynsluakstur, en bílarnir eru allir frá alþjóðlega vörubílaframleiðandanum Volvo Trucks.
Volvo Trucks hefur verið að framleiða rafmagnsvörubíla og rafmagnsrútur um árabil og eru þúsundir þannig rafknúinna bíla á götum víða um heim. Og nú hefur framleiðandinn hafið fjöldaframleiðslu sem eykur gæðin enn frekar og lækkar framleiðslukostnað.
Sjá hér nánari frétt á vefsíðu Brimborgar.
30/04/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Skortur á samkeppni í verslun er ekki orsakavaldur verðbólgu.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur Hallgríms Gestssonar í þættinum ‘Í vikulokin’ á RÚV 29.apríl s.l. þar sem Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörinn forseti ASÍ, Katrín Ólafsdóttir dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík og Andrés ræddu um þráláta verðbólgu á Íslandi.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA Á ALLAN ÞÁTTINN.
26/04/2023 | Fréttir, Innra starf, Samtök sjálfstæðra skóla
Aðalfundur SSSK – Samtaka sjálfstæðra skóla 2023 var haldinn í gær, þriðjudaginn 25.apríl í Húsi atvinnulífsins.
Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn Samtaka sjálfstæðra skóla 2023-2024:
- Alma Guðmundsdóttir – formaður
- Guðmundur Pétursson – varaformaður
- Sigríður Stephensen – meðstjórnandi
- Jón Örn Valsson – gjaldkeri
- Atli Magnússon – meðstjórnandi
- Bóas Hallgrímsson – varamaður
- Íris Dögg Jóhannesdóttir – varamaður
- Hildur Margrétardóttir – varamaður
Skoðunarmenn voru kjörnir: Sólveig Einarsdóttir, leikskólastjóri, Vinnaminni og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Skóla Ísaks Jónssona
Eftir að hefðbundnum aðalfundastörfum lauk var Kristrún Birgisdóttir framkvæmdarstjóri með kynningu á skólanum – Skóli í skýjunum sem er nýr félagsmaður SSSK.
Jóel Sæmundsson gamanmál um nýjar áherslur í menntamálum.
Fundarstjóri var Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla.
_____________