21/05/2021 | Fréttir, Umhverfismál, Viðburðir
Í aðgerðaáætlun um plastmálefni eru fyrirtæki í íslensku atvinnulífi meðal annars hvött til að leggja áherslu á ábyrga notkun plasts í stefnum sínum, nýta þær lausnir sem til eru og skapa nýjar lausnir þar sem það er mögulegt.
Grænvangur er ábyrgur fyrir aðgerð um „ábyrga notkun plasts í atvinnulífinu“ í samstarfi við samtök, fulltrúa og félög úr atvinnulífinu, ásamt Umhverfisstofnun.
Næstkomandi miðvikudag verður haldinn viðburður undir yfirskriftinni Plastið í atvinnulífinu – lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð.
Með þessum viðburði er ætlunin að vekja athygli atvinnulífs á þeim sóknarfærum sem felast í að auka virði vöru og þjónustu með því að nýta plast með ábyrgum hætti í starfsemi sinni og draga úr plastnotkun þar sem það er mögulegt. Markmiðið er að atvinnulífið grípi til aðgerða til að draga úr notkun plasts og auka hlut endurunnins plasts.
19/05/2021 | Fréttir, Umhverfismál, Umhverfismál-innri
Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, hefur gefið út heildstæðan fræðslupakka og verkfærakistu sem gerir litlum og meðalstórum fyrirtækjum kleift að hefja vegferð sína í umhverfis- og loftslagsmálum.
Þessi heildstæði pakki gerir notendum kleift að setja sér stefnu, markmið og mæla árangurinn í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla og er aðlagað að íslenskum raunveruleika með raundæmum úr íslensku atvinnulífi.
Markmið Festu er að það sé engin fyrirstaða fyrir því að hefja vegferð í loftslags- og umhverfisvænum rekstri.
SVÞ hvetur aðildarfyrirtæki sín til að kynna sér og nýta fræðsluna og verkfærakistuna, sem nálgast má hér: Samfelagsabyrgd.is/frettir/fraedslupakki-gjof-fra-festu
18/05/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld, Verslun
Í umfjöllun Fréttablaðsins föstudaginn 14. maí fagna SVÞ starfsemi frönsku netverslunarinnar Santewines og segist Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ jafnframt vona að hún verði upphafið á endalokunum á löngu úreltu kerfi.
Í umfjölluninni segir m.a.: “Erlendar netverslanir hafa um langt árabil selt áfengi til íslenskra neytenda og byggist slíkt einfaldlega á einni grunnstoð EES samningsins, það er, um frjálst flæði vöru. Íslenskir neytendur hafa nýtt sér þennan möguleika í auknum mæli á undanförnum árum. Eini munurinn í þessu máli er að hér er hin franska netverslun með vörulager á Íslandi og verður að telja að bann við slíku færi gegn tilgreindu ákvæði EES samningsins. Að þessu sögðu verður ekki annað séð en hér sé um fyllilega löglega starfemi að ræða.”
06/05/2021 | Fræðsla, Fréttir, Stjórnvöld, Verslun
Tollskóli ríkisins hefur tekið upp samstarf við fræðslufyrirtækið Promennt um utanumhald og framkvæmd á námskeiði fyrir tollmiðlara um ýmis atriði er lúta að samskiptum við tollayfirvöld.
Kennarar eru sérræðingar hjá Skattinum-Tollgæslu Íslands og er nú í fyrsta sinn boðið upp á námskeiðið í fjarnámi.
Frekari upplýsingar og skráning hér: https://www.promennt.is/is/namsleidir/markads-og-solunam/tollmidlaranamskeid