Gleðilegt sumar!
SVÞ óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars!
Embætti landlæknis og Landspítalinn hafa nú gefið út veggspjaldið „Skynsamleg notkun almennings á einnota hönskum og grímum“ líka á ensku á pólsku. Hlaða má veggspjöldunum niður á pdf form með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan en einnig er hægt að nálgast þau og önnur veggspjöld tengd COVID-19 hér á svth.is/holdum-afram/covid19-efni
Nú í apríl og maí býður Gerum betur sértilboð til félagsmanna: 25% afslátt á þjónustunámskeiðum sem kennd eru í gegnum netið.
Þrjú námskeið eru í boði og þrjár upphafsdagsetningar fyrir hvert þeirra.
Dagsetningarnar eru 27. apríl, 11. maí og 25. maí.
Kynntu þér námskeiðin með því að smella á viðeigandi hnapp hér fyrir neðan.
Afsláttarkóðinn fyrir félagsmenn er gerumbetur
Við óskum félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra páska!
Félagsmönnum í SVÞ, SAF og SI bjóðast nú sérkjör, 50% afsláttur af námsbraut Markaðsakademíunnar sem kennd er á netinu: Stafræn hraðbraut – viðskipti á netinu.
Þekking og færni í stafrænni markaðssetningu er lykilatriði í að ná árangri í verslun og þjónustu. Covid-19 mun auka veltu netverslana geysilega mikið sem mun að jafnframt hafa mikil áhrif á kauphegðun að loknum hamförunum.
Öll fyrirtæki verða því að koma sér upp þekkingu og færni í sölu og markaðssetningu á netinu, tíminn til að byrja er núna!
Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu samanstendur af sex áföngum í fjarnámi sem þátttakendur hafa 12 mánuði til að klára. Þátttakendur læra í gegnum netið og þeir geta lært hvar og hvenær sem þeim hentar.