Umsögn SVÞ o.fl. um frumvarp um innheimtu opinberra skatta og gjalda

Umsögn SVÞ o.fl. um frumvarp um innheimtu opinberra skatta og gjalda

Umsögn SVÞ og annarra samtaka innan Samtaka atvinnulífsins voru gerð nokkuð góð skil í umfjöllun Viðskiptablaðsins þann 28. nóvember sl. Gagnrýna samtökin harðlega inheimtukafla tekjuskattslaganna og lög um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda sem fellur inn í hin nýju lög. Harðlega er settt út á þá grein frumvarpsins sem fjallar um endurgreiðslu opinbers fjár og klýkur greininni með tilvitnun í umsögnina með orðunum: „Niðurstaðan á að verða sú að ríkið nýtur fullra bóta vegna vangreiðslu skatta og gjalda í formi dráttarvaxta frá gjalddaga en gjaldendur ekki. Það er hreint út sagt afkáraleg niðurstaða.“

Umfjöllunina í heild sinni má lesa á vef Viðskiptablaðsins hér: https://www.vb.is/frettir/rikid-akvedi-timamark-vaxta-sjalft/158647/

Samantekt á verðlagsbreytingum – nóvember 2019

Samantekt á verðlagsbreytingum – nóvember 2019

Birt hefur verið samantekt á verðlagsbreytingum fyrir nóvember 2019. Í samantektinni má sjá verðlagsþróun nokkurra flokka afurða á neytenda- og þáttamarkaði. Gögnin á bakvið greininguna eru fengin frá Hagstofu Íslands og Macrobond. Samantektin er unnin af Rannsóknarsetri verslunarinnar fyrir SVÞ.

Sjá má yfirlit yfir greiningar á vísitölu neysluverðs undir Útgáfa og flipanum Vísitala neysluverðs.

Upptökur og efni frá upplýsingafundi Vegagerðarinnar

Upptökur og efni frá upplýsingafundi Vegagerðarinnar

Upptökur og efni frá félagsfundi SVÞ og Samtaka ferðaþjónustunnar með Vegagerðinni eru nú aðgengilegar hér fyrir neðan. Á fundinum fóru fulltrúar frá Vegagerðinni yfir um vetrarþjónustu, viðhald og öryggismál vegakerfisins og svöruðu spurningum fundarmanna.

Upptökur frá fundinum má sjá í einum spilunarlista undir nafninu Öryggi á vegum og vetrarþjónusta 2019-2020 á Facebook hér: https://www.facebook.com/samtok.vth/videos/

Á fundinum kynnti Berglind Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar nýja stefnu Vegagerðarinnar 2020-2025 og hana má nálgast á vef Vegagerðarinnar hér.

Hér fyrir neðan má sjá glærur þeirra sem héldu erindi:

Glærur Einars Pálssonar, forstöðumanns þjónustudeildar um þjónustu Vegagerðarinnar

Glærur frá Auði Þóru Árnadóttur, forstöðumanns umferðardeildar Vegagerðarinnar um umferðaröryggi

Glærur Óskars Arnar Jónssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar um framkvæmdir

Upptaka af fyrirlestri um vellíðan á vinnustað

Upptaka af fyrirlestri um vellíðan á vinnustað

SVÞ og Fransk-íslenska viðskiptaráðið héldu í síðustu viku hádegisfyrirlestur með innanhússstílistanum Caroline Chéron hjá Bonjour. Fyrirlesturinn var vel sóttur og í honum fjallaði Caroline um ýmislegt varðandi hönnun vinnurýmist til að hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og viðskiptavina. Hún fór m.a. yfir uppröðun í rýmum, liti, form og fleira gagnlegt og áhugavert.

Caroline vinnur bæði fyrir heimili og fyrirtæki og hefur unnið með fjölda fyrirtækja að því að bæta vinnurými til að auka vellíðan starfsmanna og viðskiptavina.

Þú getur séð myndir frá fyrirlestrinum hér á Facebook síðu Fransk-íslenska viðskiptaráðsins og upptöku frá fyrirlestrinum hér fyrir neðan.

Lyfja­verð lækkað um helm­ing frá alda­mót­um

Lyfja­verð lækkað um helm­ing frá alda­mót­um

Í umfjöllun á mbl.is fimmtudaginn 21. nóvember sl. kemur fram að lyfjaverð á Íslandi hefur lækkað um helming frá aldamótum. Fréttir af samanburði Medicine Price Index á lyfjaverði í 50 löndum sýndu að Ísland er meðal þeirra landa þar sem lyfjaverð er hæst. Í umfjölluninni er rætt við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, en í máli hans kemur fram að ýmislegt hafi áhrif til hækkunar lyfjaverðs hérlendis, ekki síst smæð markaðarins og mikilvægt sé að skoða hlutina í samhengi.

Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér.

Fræðslufundur MAST: Breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti

Fræðslufundur MAST: Breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti

Matvælastofnun heldur fræðslufund um breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti til Íslands fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13:00 – 15:00 í húsnæði stofnunarinnar að Dalshrauni 1b í Hafnarfirði.

Markmið fundar er að upplýsa um þær reglur sem brátt taka gildi um innflutning á fersku hráu kjöti til Íslands og þær kröfur sem innflytjendur og dreifingaraðilar þurfa að uppfylla. Farið verður yfir viðbótartryggingar vegna salmonellu og sérreglur um kampýlóbakter.

Dagskrá:

  • Breyttar reglur um innflutning á fersku hráu kjöti til Íslands
  • Staðan á Íslandi og í Evrópu
  • Kampýlóbakter í alifuglakjöti – ábyrgð matvælafyrirtækja
  • Salmonella í eggjum og kjöti – ábyrgð matvælafyrirtækja
  • Eftirlit og viðurlög

Fundurinn er ætlaður matvælafyrirtækjum, einkum þeim sem flytja inn og dreifa hráum dýraafurðum, og öðrum áhugasömum.

Tilefni fundar er afnám frystikröfu og leyfisveitingar á innfluttum hráum dýraafurðum í kjölfar EFTA dóms.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið að sérreglum um kampýlóbakter í alifuglakjöti og öflun viðbótartrygginga vegna salmonellu í samstarfi við Matvælastofnun. Í upphafi ársins samþykkti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimild Íslands til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu í innfluttu kjúklinga- og kalkúnakjöti og eggjum. Viðbótartrygging vegna salmonellu í innfluttu svína- og nautakjöti var samþykkt á fundi sameiginlegu EES nefndarinnar 25. október sl.

Fræðslufundurinn er opinn öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu. Honum verður streymt í gegnum Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook og upptaka gerð aðgengileg þar og á vef Matvælastofnunar að fundi loknum.