Upptaka frá upplýsingafundi um peningaþvætti
Fimmtudaginn 31. október stóðu SVÞ, SAF og SI fyrir upplýsingafundi um skyldur tilkynningaskyldra aðila innan raða samtakanna vegna stöðu Íslands á gráum lista Financial Action Task Force (FATF) vegna vegna ónógra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Á fundinum héldu eftirtaldir aðilar erindi:
Eiríkur Ragnarsson, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra
Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra
Hér má hlaða niður glærum Eiríks og Birkis á PDF formi: RKS kynning – SVÞ 31. okt 2019
Áslaug Jósepsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu almanna- og réttaröryggis Dómsmálaráðuneytisins
Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður á sviði fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Upptöku frá fundinum má nú sjá hér fyrir neðan:
Breyttar reglur um markaðssetningu alifuglakjöts
Samantekt á verðlagsbreytingum – október 2019
Birt hefur verið samantekt á verðlagsbreytingum fyrir október 2019. Í samantektinni má sjá verðlagsþróun nokkurra flokka afurða á neytenda- og þáttamarkaði. Gögnin á bakvið greininguna eru fengin frá Hagstofu Íslands og Macrobond. Samantektin er unnin af Rannsóknarsetri verslunarinnar fyrir SVÞ.
Sjá má yfirlit yfir greiningar á vísitölu neysluverðs undir Útgáfa og flipanum Vísitala neysluverðs.
Gagnleg og fróðleg erindi um umbúðir og endurvinnslu
Til að aðstoða félagsmenn við að bæta sjálfbærni og umhverfisvernd fyrirtækja sinna fengu við til okkar góða gesti miðvikudaginn 23. október sl. til að ræða um umbúðir og endurvinnslu.
Fundurinn var vel sóttur enda erindin bæði gagnleg og fróðleg. Líf Lárusdóttir og Jónína Guðný Magnúsdóttir frá Terra fræddu okkur um mikilvægi flokkunar í fyrirtækjum og stofnunum og endurvinnslu og nýsköpun umbúða. Áslaug Hulda Jónsdóttir fræddi okkur um endurvinnslu plasts, en fyrirtæki hennar, Pure North Recycling, er eina plastendurvinnslufyrirtæki landsins.
Félagsmenn í SVÞ geta nú séð upptöku frá fundinum í lokaða Facebook hópnum okkar hér. Athugið að svara þarf laufléttum spurningum til að komast inn í hópinn sem er eingöngu ætlaður fyrir félagsmenn.
Málstofa SA um vinnutímastyttingu skv. kjarasamningum
Vinnutímastytting samkvæmt kjarasamningum SA við VR og LÍV kemur til framkvæmda 1. janúar næstkomandi og er gert ráð fyrir að samkomulag verði gert á vinnustöðum um fyrirkomulag styttingar fyrir 1. desember.
Kynningarefni Samtaka atvinnulífsins er aðgengilegt á vinnumarkaðsvef SA.
Ýmsir valkostir eru við innleiðingu vinnutímastyttingar og mjög mikilvægt fyrir atvinnurekendur og launafólk að vel takist til.
Samtök atvinnulífsins bjóða því stjórnendum aðildarfyrirtækja upp á námskeið/málstofur þar sem farið verður yfir góða framkvæmd vinnutímastyttingar. SA munu leita til valinna fyrirtækja um að kynna hugmyndir/áform um framkvæmdina og góður tími verður fyrir umræður.
Fjórða málstofan verður 4. nóvember kl. 10.30-12.00 og sú fimmta 8. nóvember. Fleirum verður bætt við ef þörf krefur. Athugið að sama efnið er til umfjöllunar á hverri málstofu.
Málstofan fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í salnum Hyl á 1. hæð. Allt að 50 geta tekið þátt í hvert sinn.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á MÁLSTOFUNA 4. NÓVEMBER KL. 10:30-12:00
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á MÁLSTOFUNA 8. NÓVEMBER KL. 10:30-12:00