Heimurinn verslar í sófanum – og traustið skiptir meira máli |  McKinsey

Heimurinn verslar í sófanum – og traustið skiptir meira máli | McKinsey

Neytendur treysta sínum nánustu – ekki áhrifavöldum

Ný McKinsey-grein varpar ljósi á breytta kauphegðun neytenda frá 2019.

Ný skýrsla McKinsey, State of the Consumer 2025, sýnir að kauphegðun neytenda er að breytast hratt um allan heim. Netverslun og afhendingarþjónusta halda áfram að vaxa og þjónusta sem skilar hraða, þægindum og einfaldleika hefur aldrei verið mikilvægari. Í dag eru 21% máltíða borðaðar heima með aðstoð afhendingarþjónustu – tvöföldun frá 2019.

En það sem vekur sérstaka athygli er að neytendur taka ákvarðanir byggðar á trausti – og það traust byggir ekki á áhrifavöldum eða samfélagsmiðlum, heldur fjölskyldu, vinum og persónulegum tengslum. Samfélagsmiðlar eru taldir minnsti traustvekjandi þátturinn í kaupákvörðunum.

McKinsey greinin bendir á mikilvægi á:

  • Nýja nálgun í markaðssetningu: minna af ópersónulegum skilaboðum – meira af tengslamarkaðssetningu.

  • Endurmat á þjónustuferli: hversu hratt og þægilega getum við afhent vörur og þjónustu?

  • Nýsköpun og samvinna: ný tækifæri til að þróa staðbundnar lausnir með alþjóðlegri innblástur.

Kynntu þér niðurstöður skýrslu McKinsey – State of the Consumer 2025: When disruption becomes permanent SMELLTU HÉR! 

Ójafnvægi í skattkerfinu: Atvinnuhúsnæði skattlagt þrefalt hærra

Ójafnvægi í skattkerfinu: Atvinnuhúsnæði skattlagt þrefalt hærra

SVÞ kallar eftir skynsamlegri skattstefnu sveitarfélaga.  

Fasteignamat fyrir árið 2026 hækkar – og með því skattbyrði fyrirtækja um tvo milljarða króna. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu birta nú umfjöllun um áhrif fasteignaskatta á atvinnulífið og greiningu úr skýrslu PWC sem dregur fram hvernig atvinnulífið stendur undir stórum hluta af skatttekjum af fasteignum. 

Þrátt fyrir að atvinnuhúsnæði telji aðeins 9% af öllum fasteignum bera fyrirtæki 53% af fasteignasköttum landsins. Álag fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði getur verið allt að þrefalt hærra en á íbúðarhúsnæði. Reykjavíkurborg, sem einn stærsti áhrifaaðilinn, er með hærri fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði en tíðkast að meðaltali á landsvísu. 

Greining SVÞ leiðir í ljós að fasteignagjöld eru einn stærsti liður í rekstrarkostnaði atvinnuhúsnæðis eða sem nemur 40% og  skýrslan PwC sýnir hvernig Ísland sker sig úr miðað við samanburðarlönd með hæstu skattbyrði fasteigna sem hlutfall af landsframleiðslu. 

Við hvetjum sveitarfélög til að fylgja fordæmi þeirra sem nú þegar hafa lýst vilja til að lækka skatthlutfall fasteignaskatts og láta lækkunina ná til atvinnuhúsnæðis. Það er sérstaklega mikilvægt að sveitarfélögin taki virkan þátt í að halda niðri rekstrarkostnaði í atvinnulífinu.“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ. 

Skoðaðu skýrsluna í heild:Fasteignamat 2026 og áhrif á atvinnulífið 

Súkkulaði, nautakjöt og kartöflur í verðbólguskoti – ný greining frá RSV

Súkkulaði, nautakjöt og kartöflur í verðbólguskoti – ný greining frá RSV

Verðbólga á matvöru heldur áfram að hækka

RSV birtir nýjustu tölur frá maí 2025 – fylgstu með þróun á Veltan.is.

Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) hefur birt verðbólgutölur fyrir maímánuð á vefnum veltan.is. Þar kemur fram að hækkun á matvælum heldur áfram að tengjast við þróun á alþjóðlegu hrávöruverði og aukinn innflutning.

Mesta verðhækkun mældist á súkkulaði (22,7%), sem skýrist af hækkun á heimsmarkaðsverði kakós. Næst mest var hækkun á kartöflum (19,8%), káli (15,6%) og nautakjöti (14,5%). Athygli vekur að innflutningur á nautakjöti jókst um rúm 60% á fyrstu fjórum mánuðum ársins, en verðmæti innflutnings jókst um tæp 90%.

RSV birtir reglulega verðþróun eftir vöruflokkum sem og þróun hrávöruverðs, sem styður við að greina kostnaðarþróun og meta áhrif á rekstur og verðlag.

Nánari upplýsingar og tölur má nálgast á veltan.is.

 

Ný skýrsla um erlenda netverslun – Tækifæri til að meta áhrif á íslenska markaðinn

Ný skýrsla um erlenda netverslun – Tækifæri til að meta áhrif á íslenska markaðinn

RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar hefur kynnt nýja og yfirgripsmikla skýrslu um erlenda netverslun sem gefur íslenskum verslunar- og þjónustufyrirtækjum einstakt tækifæri til að greina áhrif erlendrar netverslunar á þeirra starfsemi.

Skýrslan er sérsniðin að þörfum fyrirtækja sem vilja skilja þróun markaðarins og nýta sér innsýnina til stefnumótunar.

Skýrslan inniheldur m.a.:

  • Spálíkan um þróun innlendrar verslunar og netverslunar til ársins 2030.
  • Spálíkan um þróun erlendrar netverslunar til ársins 2030.
  • Nýjustu tölur um erlenda netverslun, brotnar niður eftir:
    • Stærstu útflutningslöndum.
    • Grófum verslunarflokkum.
    • Undirflokkum og yfirtollflokkum.

Fyrirtæki fá því nákvæma yfirsýn yfir hvað Íslendingar eru að panta á netinu og frá hvaða löndum. Auk þess eru birtar niðurstöður rannsókna frá 2020, 2021 og 2024 sem skoða meðal annars hvort íslenskar verslanir séu nýttar sem „mátunarklefar“ og hvernig neytendur kjósa að fá vörur afhentar úr netverslunum.

Til að tryggja skýra kynningu á efni skýrslunnar er boðið uppá frían persónulegan kynningafund á Teams þar sem farið er yfir helstu niðurstöður.

Verð á skýrslunni fyrir áskrifendur Veltunnar 69.900 kr. en fyrir aðra 79.900 kr.

Við hvetjum stjórnendur í verslunar- og þjónustugeiranum til að nýta þetta tækifæri til að dýpka skilning sinn á markaðnum og aðlaga rekstraráætlanir að þróuninni.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við forstöðumann RSV Klöru Símonardóttur á netfangið: klara(hja)rsv.is

Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks

Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks

Niðurstöðuskýrsla úr svörum aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, í tengslum við könnun Menntadags atvinnulífsins sýnir m.a., að stjórnendur sjá fram á fjölgun starfsfólks á næstu fimm árum, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert af þeim 23 fyrirtækjum sem svöruðu á landsbyggðinni ætlar að fækka starfsfólki – og hlutfallslega fleiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu áforma fjölgun.

Á sama tíma greina 42% fyrirtækja á landsbyggðinni frá því að skortur á starfsfólki hamli vexti þeirra – samanborið við 31% fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hömlurnar eru jafnt yfir stór og lítil fyrirtæki, sem undirstrikar víðtæk áhrif á atvinnulífið.

Mestur er skorturinn í bílgreinum og heilbrigðisþjónustu, en einnig í flutningum og verslun. Þetta endurspeglar ákveðna hæfnibresti sem þarfnast markvissra lausna, bæði innan menntakerfisins og í gegnum símenntun og starfsþróun.

Þrátt fyrir að 89% fyrirtækja sem sjá tækifæri í gervigreind ætli ekki að fækka starfsfólki, eru fá fyrirtæki langt komin í nýtingu hennar. Tækifærin eru þó til staðar – og gervigreindin talin geta aukið samkeppnishæfni fyrirtækja.

Stuðningsúrræði til endurmenntunar, s.s. Áttin og starfsmenntasjóðir, virðast lítið þekkt – meira en 50% stjórnenda þekkja illa eða ekki til þeirra. Þrátt fyrir það nýta 53% fyrirtækja innan SVÞ slík úrræði, sem er örlítið hærra en meðaltal atvinnulífsins (46%).

SVÞ minnir á verkefnið ‘Ræktum vitið‘, sem er samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV um hæfniaukningu starfsfólks í verslunar og þjónustugreinum.

Smelltu á SVÞ – Menntadagskönnun 2025 til að hlaða niður niðurstöðuskýrslu GALLUP 2025

Framtíð starfa: Helstu niðurstöður WEF skýrslu 2025

Framtíð starfa: Helstu niðurstöður WEF skýrslu 2025

Alþjóðaefnahagsráðið (WEF) gaf í upphafi árs út nýja skýrslu um þróun vinnumarkaðarins, þar sem tækniframfarir, efnahagsáhrif og samfélagslegar breytingar eru í brennidepli.

  1. Tækniframfarir í fararbroddi:
    Stækkun aðgengis að stafrænum lausnum og þróun gervigreindar eru helstu drifkraftarnir fyrir umbreytingu fyrirtækja. Áætlað er að 60% vinnustaða muni nýta þessar lausnir til að þróa rekstur sinn.
  2. Græn umbreyting:
    Loftslagsbreytingar og aðlögun að þeim knýja fram ný störf, sérstaklega á sviði sjálfbærni, t.d. í endurnýjanlegri orku og vistvænum farartækjum.
  3. Breytt aldursdreifing vinnumarkaðar:
    Eldri vinnuafl í hátekjulöndum skapar aukna þörf fyrir heilsutengdar og menntatengdar greinar, á meðan ung vinnuafl í lágtekjulöndum ýtir undir menntunar- og þróunarverkefni.
  4. Ný hæfni á vinnumarkaði:
    Skapandi hugsun, leiðtogahæfni og tæknifærni eru meðal þeirra hæfileika sem verða eftirsóttir. Um 59% starfsmanna þurfa endurmenntun eða nýja hæfni fyrir árið 2030.
  5. Fjölbreytt vinnuumhverfi:
    Fyrirtæki leggja aukna áherslu á fjölbreytni og jafnvægi til að auka aðgengi að hæfu starfsfólki.

Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef Alþjóðaefnahagsráðsins og HÉR!