15/05/2024 | Fréttir, Greining, Verslun, Þjónusta
Innlend kortavelta eykst um 0,12% á milli ára
Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir mánaðarlega gögn um kortaveltu á Veltunni. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.
Kortavelta innanlands nam 81,8 milljörðum króna í apríl 2024. Það er 0,12% hækkun á milli ára á breytilegu verðlagi. Kortavelta í innlendri netverslun nemur 15,025 ma.kr. og eykst um 17,4% á milli ára. Þá er samdráttur í neyslu ferðamanna á landinu í apríl en erlend kortavelta nemur 16,75 ma.kr. og dregst saman um 23,6% á milli ára.
Innlend kortavelta er tvískipt eftir þjónustu og verslun.
Þjónusta nemur 37,4 milljörðum króna og eykst um 0,8% á milli ára og verslun nemur 44,4 milljörðum króna og dregst saman um 0,5% á milli ára
Nánari upplýsingar um aðra undirflokka má nálgast á Veltunni.
08/03/2024 | Fréttir, Greining, Verslun
Kortavelta innanlands eykst um 7,1% á milli ára.
Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag tölur um kortaveltu febrúar mánaðar. Þar kemur m.a. fram að kortavelta Íslendinga nemur 80,3 milljörðum króna í febrúar 2024 samanborið við 75 milljarða króna í febrúar 2023 og eykst um 7,1% á milli ára á breytilegu verðlagi.
Í fréttabréfi RSV kemur einnig fram að;
- Erlend kortavelta nemur 18,9 milljörðum króna í febrúar 2024 og stendur í stað, var það sama í febrúar 2023.
- Innlend netverslun heldur áfram að vaxa og nemur 15,3 milljörðum króna og hækkar um 20,6% á milli ára.
Nánari upplýsingar um aðra undirflokka má nálgast á Veltunni – SMELLA HÉR!
Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir mánaðarlega gögn um kortaveltu á Veltunni, www.veltan.is. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.
19/01/2024 | Fréttir, Greining, Verslun
Rannsóknasetur verslunarinnar [RSV] birti í dag niðurstöðu mælinga á erlendri netverslun íslendinga.
Þar kemur fram að erlend netverslun hefur aldrei mælst meiri síðan RSV hóf að safna saman gögnum. Nýjar tölur fyrir nóvember 2023 sýna að íslendingar eyddu 3,07 milljörðum króna í erlenda netverslun.
Það er hækkun um 25.9% á milli ára. Á sama tíma var netverslun innanlands samkvæmt kortaveltugögnum Rannsóknasetursins tæp 18 milljarða króna.
Nánari upplýsinga um erlenda netverslun íslendinga má finna undir flipanum ‘Netverslun’ fyrir áskrfendur á Veltunni -SJÁ HÉR!
20/12/2023 | Fréttir, Greining
Ný skýrsla frá Alþjóðlega efnahagsráðinu [WEF], „Diversity, Equity, and Inclusion Lighthouses 2024“ dregur fram mikilvægi fjölbreytileika, jafnréttis og aðgengis í atvinnulífinu. Skýrslan sýnir fram á hvernig fyrirtæki geta haft jákvæð áhrif á minnihlutahópa með markvissum aðgerðum.
Hún inniheldur dæmi um vel heppnaðar aðgerðir og árangur þeirra, sem geta þjónað sem fyrirmyndir fyrir önnur fyrirtæki. Skýrslan er mikilvæg heimild fyrir þau fyrirtæki sem vilja innleiða svipaðar stefnur og efla fjölbreytni og jafnrétti í eigin starfsemi.
ÞÚ GETUR HLAÐIÐ NIÐUR SKÝRSLUNNI HÉR —> WEF_Diversity_Equity_and_Inclusion_Lighthouses_2024
06/12/2023 | Fréttir, Greining, Netverslun-innri, Stafræna umbreytingin, Verslun
Rannsóknasetur verslunarinnar, RSV birtir í dag samanburðartölur á íslenskri og erlendri netverslun fyrir októbermánuð.
Erlend netverslun eykst um 16,8% á milli ára Erlend netverslun nemur 2,4 milljörðum íslenskra króna í október mánuði en það er 16,8% aukning frá því í október í fyrra. Fataverslun eykst um 8,2% á milli ára og er 1,1 milljarður króna og þá hefur erlend netverslun í byggingavöruverslunum aukist um 32,6% á milli ára og er 253 milljónir króna.
Nánari upplýsingar má nálgast inná Veltan.is – Mælaborði Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV)
04/12/2023 | Fréttir, Greining
Samverustundir útnefndar sem jólagjöf ársins 2023, samkvæmt Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV).
Frá árinu 2006, þegar ávaxta- og grænmetispressan var valin, hefur RSV árlega tilkynnt um jólagjöf ársins. Könnun RSV meðal Íslendinga sýnir að í ár eru samverustundir og upplifanir ofarlega á óskalista fólks.
Samverustundir geta falist í ýmsu, allt frá gjafabréfum í bíó eða veitingastaði til heimsókna til ættingja. Jólin snúast í grundvallaratriðum um að njóta samverunnar með þeim sem okkur þykir vænt um.
Yfirlit yfir jólagjafir ársins frá RSV:
2023: Samverustundir
2022: Íslenskar bækur og spil
2021: Jogginggalli
2015: Þráðlausir hátalarar/heyrnartól
2014: Nytjalist
2013: Lífstílsbók
2012: Íslensk tónlist
2011: Spjaldtölva
2010: Íslensk lopapeysa
2009: Jákvæð upplifun
2008: Íslensk hönnun
2007: GPS staðsetningatæki
2006: Ávaxta- og grænmetispressa
Þetta val endurspeglar áhersluna á gildi samverunnar og sameiginlegra upplifana, en minnir okkur einnig á breytileika tíðaranda og neysluhegðunar í gegnum árin.
Síða 2 af 18«12345...10...»Síðasta »