Fréttir frá félagsfólki SVÞ | Waldorfsskólinn hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Fréttir frá félagsfólki SVÞ | Waldorfsskólinn hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Mbl.is birtir í dag frétt um foreldraverðlaun Heimilis og skóla sem Waldorfsskólinn hlaut frá samtökum.

For­eldra­verðlaun Heim­il­is og skóla voru af­hent í 27. sinn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu. Waldorf­skól­inn í Lækj­ar­botn­um hlaut verðlaun­in í ár fyr­ir verk­efnið „Vinnu­dag­ar Lækj­ar­botna og gróður­setn­ing plantna á skóla­setn­ingu“.

Fram fór hátíðleg at­höfn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu og mættu þau Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, og El­iza Reid for­setafrú til að ávarpa sam­kom­una og af­henda verðlaun­in.

SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT Á MBL.IS

Ljósmynd: Stjórnarráðið

Aukin innflutt verðbólga

Aukin innflutt verðbólga

Morgunblaðið birtir í dag grein um afleiðingu af bæði COVID og stöðunni í Úkraínu.  Þar er vitnað í Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu sem bendir á að allar hrávöruverðsvístölur, hvaða nafni sem þær nefnast, stefna aðeins í eina átt því miður. Þetta er fordæmalausar hækkanir, bæði á hrávörum til matvöruframleiðslu og iðnaðarframleiðslu.“ Þá bendir Andrés einnig á að glöggt megi sjá í tölum Hagstofunnar sé það ekki matvælaverð sem knýr verðbólguna áfram heldur íbúðaverð.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA

Umsögn SVÞ um frumvarp til laga um leyfi á netverslun með áfengi.

Umsögn SVÞ um frumvarp til laga um leyfi á netverslun með áfengi.

Morgunblaðið fjallar í dag um umsagnir SVÞ við frumvarp Hildar Sverrisdóttur og fjögurra meðflutningsmanna á Alþingi um leyfi á netverslun með áfengi.  En afar skipt­ar skoðanir eru á hvort leyfa á slíka verslun. Lagt er til í frum­varp­inu að heim­ilað verði að starf­rækja vef­versl­un með áfengi í smá­sölu til neyt­enda.

Þar segir: „Sam­tök versl­un­ar og þjón­ustu (SVÞ) segja að með samþykkt frum­varps­ins yrði tekið eðli­legt skref, og aukn­ar lík­ur á að inn­lend versl­un fái að þró­ast í sam­hengi við er­lenda þróun. Eng­inn vafi ríki á um heim­ild­ir er­lendra vef­versl­ana til að selja ís­lensk­um neyt­end­um áfengi og eng­ar tak­mark­an­ir séu held­ur á heim­ild­um neyt­enda til þátt­töku í slík­um viðskipt­um. Slík net­versl­un virðist hafa dafnað á tím­um heims­far­ald­urs­ins en einka­leyfi ÁTVR feli í sér skorður á at­vinnu­frelsi og það sé „und­ir háþrýst­ingi um þess­ar mund­ir“.

SJÁ HEILDARFRÉTT INNÁ MBL

Viðskiptablaðið | Afhverju spyr ég? Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ

Viðskiptablaðið | Afhverju spyr ég? Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ

Viðskiptablaðið fjallar í dag um ræðu Jóns Ólafs Halldórssonar, formann Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), á ráðstefnu samtakanna Virkjum hugann! 360°sjálfbærni fyrr í dag og gerði eftirlitstofnunum að umræðuefni sínu.

„Eftirlit með því að lögum og reglum sé fylgt í atvinnulífinu er nauðsynlegt,“ segir Jón. Hann bætir við að ríkisstjórnin og flestir atvinnurekendur séu sammála um að hægt sé að gera skýrari reglugerðir en eru í dag og auk þess að einfalda eftirlit með því að þeim sé framfylgt á samræmdan hátt. Eftirlitsiðnaður sé þannig eins og „illviðráðanlegur frumskógur þar sem erfitt er að rata og gengur lítið að komast út úr þótt vilji sé fyrir hendi.“

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA

 

 

Ísland eftirbátur samanburðalandanna í stafrænni þróun.

Ísland eftirbátur samanburðalandanna í stafrænni þróun.

Ísland er langt á eftir því sem er að gerast í samanburðarlöndunum hvað varðar stafræna þróun í verslunar- og þjónustugeiranum.

Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í sjónvarpsþættinum Markaðurinn sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut klukkan 19:00 í kvöld.

„Það er skylda okkar að stíga rækileg skref svo við verðum ekki áfram eftirbátur samanburðarlandanna hvað þetta varðar. Í grunninn snýst þetta um að tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs til framtíðar,“ segir Andrés og bætir við að Samtök verslunar og þjónustu hafi lagt mikla áherslu á þennan málaflokk á undanförnum misserum.

Sjá allt viðtalið við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ inná HRINGBRAUT
SMELLIÐ HÉR! (hefst á 15:50)

Bílgreinasambandið sameinast SVÞ

Bílgreinasambandið sameinast SVÞ

Morgunblaðið birtir í dag frétt um auka aðalfund Bílgreinasambandsins (BGS) þar sem tillaga stjórnar um sameiningu við SVÞ var samþykkt einróma.

Í ljósi reynslunnar af góðu samstarfi milli SVÞ og BGS undanfarin ár ákváðu stjórnir samtakanna að tillaga um sameiningu yrði lögð fyrir aðalfundi samtakanna.  Niðurstaða auka aðalfundar BGS (Bílgreinasambandsins) var einróma samþykki sameiningar við SVÞ.

Aðalfundur SVÞ fer fram 17.mars n.k. og verði sameiningin samþykkt á þeim fundi, mun sameiningin taka gildi frá og með 1.apríl 2022.

SJÁ FRÉTT FRÁ MORGUNBLAÐINU HÉR