15/03/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun (15.mars 2023) þar sem farið var yfir áskoranir í verslun og þjónustu á komandi árum. Skýrsla McKinsey um fjárfestingarþörf á þessum sviðum gerir ráð fyrir mjög háum upphæðum sem greinin þarf að standa á bakvið á þremur þáttum, þ.e.a.s. sjálfbærni, stafrænni þróun og framtíðarhæfni í greininni.
Þá sagði Andrés einnig frá fyrirhugaðri undirritun á Samstarfssamningi milli SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og VR á ráðstefnu samtakanna sem verður haldin á Hilton Nordica hóteli á morgun, 16.mars undir heitinu ‘Rýmum fyrir nýjum svörum‘.
En á ráðstefnunni verður undirritaður samstarfssamningur milli á milli SVÞ og VR þar sem samtökin skuldbinda sig til að vinna í sameiningu að því að efla hæfni og þekkingu þess stóra hóps fólks sem starfar í verslunar- og þjónustufyrirtækjum. Undirritun þessa samstarfssamnings er skýr vitnisburður um þá áherslu sem bæði samtök atvinnurekenda og launþega leggja á að efla menntun þeirra sem í greininni starfa.
SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA Á ALLT VIÐTALIÐ.
SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR UM RÁÐSTEFNU SVÞ.
14/03/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Fyrirtæki milli steins og sleggju
„Það sem við er að glíma núna ef við horfum fyrst og fremst á matvöru- og dagvörugeirann, hvort sem það er heildsala eða smásala, þá höfum við aldrei fengið eins miklar hækkanir erlendis frá eins og á síðasta ári. Ástæðurnar eru flestum kunnar. Bæðið eftirmálar Covid-19 heimsfaraldursins og stríðið í Úkraínu leiddu af sér að heimsmarkaðsverð á hvers kyns hrávöru hækkaði verulega. Það er að stórum hluta orsök þeirrar innfluttu verðbólgu sem við höfum verið að glíma við.“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu í Morgunblaðinu í dag, 14. mars.

Verðhækkanir í pípunum – viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ í Morgunblaðinu 14.mars 2023.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA FRÉTTINA INNÁ MBL.IS
12/03/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Menntun, Stafræna umbreytingin, Umhverfismál
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var á Sprengisandi í morgun þar sem hann sagði m.a. frá þeim áskorunum sem verslun og þjónustugreinar standa frammi fyrir í málefnum sjálfbærnis, starfrænnar þróunar og framtíðarhæfni starfsfólks.
Talaði Andrés m.a. útfrá McKinsey & EuroCommerce skýrslunni sem kom út á haustmánuðum 2022 [Smella hér fyrir skýrsluna] en á ráðstefnu SVÞ ‘Rýmum fyrir nýjum svörum’ sem haldin verður á Hilton, Nordica Hóteli n.k. fimmtudag, 16.mars n.k. verður kafað nánar ofaní þessi þrjú áherslumál samtakanna.
[SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI DAGSKRÁ & SKRÁNINGU Á RÁÐSTEFNU]
[SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA Á VIÐTAL Á SPRENGISANDI]

15/02/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu var í viðtali á Bylgunni í bítið í morgun þar sem hann m.a. hvatti fólk til þess að vera ekki að hamstra vörur í verslunum. Andrés talaði einnig um alvarleikan í stöðunni í baráttu SA og Eflingar.
SMELLTU HÉR til að hlusta á allt viðtalið.
11/02/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í samtali við Morgunblaðið í viðtali sem birtist í dag, 11.febrúar 2023 að blikur á lofti í versluninni sem þurfi að takast á við vaxtahækkanir og verðbólgu.
„Við óttumst jafnframt að verðhækkanir á erlendum mörkuðum á síðari hluta síðasta árs séu ekki að fullu komnar fram, enda er hækkandi hrávöruverð lengi að birtast í vöruverði. Þessar hækkanir eru mikið til bein afleiðing af stríðinu í Úkraínu og þá eru framleiðslukerfin í heiminum ekki að fullu komin í eðlilegt ástand eftir heimsfaraldurinn.“
Mikilvægi sjálfvirkni í versluninni.
Andrés bætir við að dýra kjarasamninga, lífskjarasamninginn 2019 og nýafstaðinn samning, þrýsta á aukna notkun sjálfvirkni í versluninni. Jafnframt muni hækkandi húsnæðiskostnaður draga úr spurn eftir atvinnurýmum.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ!
31/01/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Skipulagðir hópar stela fyrir milljarða!
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, var gestur Kveiks í kvöld þar sem sérstaklega var tekið fyrir hnupl í verslunum. Andrés benti þar á: Að reikna megi með því að hnupl úr búðum jafngildi einu prósenti af veltu í smásölu. Heildarveltan þar er sex hundruð milljarðar króna. „Þannig að við getum reiknað með að þetta séu svona sex milljarðar sem fara í súginn með þessum hætti,“ segir Andrés.
Andrés segist hafa meiri áhyggjur af eðli starfseminnar, því hún beri þess öll merki að vera skipulögð brotastarfsemi og bætir við; „Eins og þetta horfir við okkur þá eru send hérna gengi af glæpahópum erlendis til að stunda svona starfsemi. Og eftir að það er kannski búið að taka handtaka þau tvisvar eða þrisvar fyrir brot af þessu tagi eru þau horfin á braut, koma aldrei til Íslands aftur, vonlaust að ná í þau og aðrir komnir á vaktina.“
SMELLTU HÉR til að horfa á allan þáttinn.