Framkvæmdastjóri SVÞ gagnrýnir ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum

Framkvæmdastjóri SVÞ gagnrýnir ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum

Í Reykjavík síðdegis á föstudaginn gagnrýnir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri, ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum þegar kemur að verslunum. Matvöruverslanir og lyfjaverslanir eru að sjálfsögðu þjóðhagslega mikilvægar og þar mega 50 manns vera inni í einu. Andrés bendir hinsvegar á að lyfjaverslanir séu margar hverjar í tiltölulega litlu rými, en megi hafa50 manns inni á sama tíma og gríðarstórar byggingavöruverslanir mega eingöngu hafa 10 – að meðtöldu starfsfólki. Andrés bendir einnig á að verslunin sé ein fárra atvinnugreina sem hefur staðið ágætlega í heimsfaraldrinum og að við megum ekki við því að missa fleiri fyrirtæki og störf.

Andrés tæpir á ýmsum fleiri atriðum varðandi þessi mál. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan:

Verkefnastjóri SVÞ á Rás 2 um hvatningu til stjórnvalda í stafrænum málum

Verkefnastjóri SVÞ á Rás 2 um hvatningu til stjórnvalda í stafrænum málum

Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ og jafnframt verkefnastjóri í þeim verkefnum sem snúa að stafrænni þróun, var í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 þriðjudaginn 27. október.

Í viðtalinu ræddi hún stöðu Íslands í stafrænni þróun og sameiginlega hvatningu og tillögur SVÞ og VR til stjórnvalda um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum. Sjá meira um það hér.

Þóranna sagði Ísland standa aftarlega í nýtingu stafrænnar tækni m.a. í atvinnulífinu og menntakerfinu, og ræddi einkum skort á stafrænni hæfni almennt, hvort sem er meðal stjórnenda, starfsfólks eða almennings. Hún sagði jafnframt nauðsynlegt að bregðast við með markvissum aðgerðum til að tryggja samkeppnishæfni Ísland og að halda uppi þeim lífsgæðum, velmegun og atvinnustigi sem við erum almennt vön hérlendis og viljum halda í.

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA – VIÐTALIÐ HEFST 48 MÍNÚTUR INN Í ÞÁTTINN

Formaðurinn í Bítinu um eflingu stafrænnar hæfni

Formaðurinn í Bítinu um eflingu stafrænnar hæfni

Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ, var í Bítinu hjá Heimi og Gulla í morgun þar sem hann ræddi þörfina til að efla Ísland í stafrænni þróun, ekki síst stafrænni hæfni. Ísland stendur mun aftar en mörg þau lönd sem við berum okkur saman við, s.s. Norðurlöndin og ýmis lönd í Vestur-Evrópu og þörf er á því að fara í heildstæða stefnumótun og markvissar aðgerðir til að taka á þessum málum.

SVÞ og VR munu á morgun senda hvatningu og tillögur til ríkisstjórnarinnar um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum. Á aðalfundi faghópsins Stafræn viðskipti á Íslandi, sem haldin verður í fyrramálið, verður sú hvatning og þær tillögur kynntar og verður sá hluti fundarinns í beinni útsendingu í stafrænum hóp SVÞ á Facebook hér frá 8:30 til ca. 9:30

Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan:

Framkvæmdastjórinn lætur það ganga í fjölmiðlum!

Framkvæmdastjórinn lætur það ganga í fjölmiðlum!

Rætt var við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ á Vísi sl. miðvikudag í tilefni frumsýningar myndbandsins sem er hluti af kynningarherferð atvinnulífs og stjórnvalda undir yfirskriftinni Láttu það ganga.

Sjá má viðtalið og myndbandið hér:

Morguninn eftir var Andrés svo kominn í viðtal hjá þeim Heimi og Gulla á Bylgjunni til að ræða átakið. Hlustaðu á viðtalið hér: