19/05/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var í morgunútvarpi RÚV 2 í morgun þar sem staða á leigumarkaði var til umræðu en opinber gögn sýna að staðan er ekki eins slæm og umræðan er í þjóðfélaginu.
SMELLIÐ HÉR til að hlusta á viðtalið.
SMELLIÐ HÉR fyrir grein inná Visir.is ‘Rýnt í leiguverð‘
11/05/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu bendir á í viðtali í Morgunblaðinu í dag að umræða um styttingu opnunartíma verslana komi reglulega upp í samfélaginu, en að hún virðist sífellt meira áberandi.
Hann segir marga þætti spila inn í aukna umræðu um málefnið og nefnir sem dæmi launakostnað, breytt viðskiptamynstur og breytta neysluhegðun. Þegar allt þetta komi saman sé þörfin fyrir langa opnunartíma minni.
Þá ítrekar Andrés að hins vegar að samtökin sjálf taki ekki afstöðu eða leggi neinar línur varðandi málefnið vegna samkeppnislaga, og sé það undir hverju og einu fyrirtæki að ákvarða eigin opnunartíma.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ
30/04/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Skortur á samkeppni í verslun er ekki orsakavaldur verðbólgu.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur Hallgríms Gestssonar í þættinum ‘Í vikulokin’ á RÚV 29.apríl s.l. þar sem Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörinn forseti ASÍ, Katrín Ólafsdóttir dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík og Andrés ræddu um þráláta verðbólgu á Íslandi.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA Á ALLAN ÞÁTTINN.
05/04/2023 | Fréttir, Greinar, Í fjölmiðlum, Verslun
Visir birtir í dag grein frá Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu undir fyrirsögninni: ‘Um gróða dagvöruverslana’.
Umræðan um ofurgróða fyrirtækja í dagvöruverslun er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur sprottið upp með reglubundnum hætti svo lengi sem undirritaður hefur fylgst með, sem er orðinn drjúgur tími. Ýmsir hafa þar lagt orð í belg, en fullyrða má að sá aðili sem hefur haft sig mest frammi á þessu sviði er verðlagseftirlit ASÍ. Nýlega var það t.d. fullyrt þar á bæ að dagvöruverslanir hefðu undanfarið, og í ríkara mæli en áður, velt verðhækkunum frá birgjum yfir á neytendur. Ekki var að sjá að þessi staðhæfing væri sérstaklega rökstutt.
Eins og öllum er kunnugt þá hafa verðhækkanir frá birgjum, bæði vegna innfluttrar vöru og innlendrar, verið nær fordæmalausar undanfarna mánuði. Ástæður þess ættu öllum að vera kunnar, en bæði heimsfaraldur og stríðsátök í Evrópu hafa haft veruleg áhrif á framleiðslu- og flutningskostnað um allan heim, með tilheyrandi áhrifum á vöruverð.
Fyrir nokkru birti Samkeppniseftirlitið sk. framlegðargreiningu fyrir nokkra lykilmarkaði á smásölustigi. Einn þessara markaða var dagvöruverslun. Meðal þeirra fullyrðinga sem eftirlitið setur þar fram er að álagning í smásölu á Íslandi sé há í alþjóðlegum samanburði. Þessi fullyrðing er ein af fjölmörgum ágöllum sem hagsmunaaðilar hafa gert athugasemdir við enda á hún ekki við rök að styðjast. Það er beinlínis ekkert í greiningu eftirlitsins sem styður þessa staðhæfingu. Hvorki framlegðar- né hagnaðarhlutfall fyrirtækja á þessum markaði hefur aukist undanfarin ár. Velta fyrirtækja í þessum greinum jókst mikið á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir en álagning jókst hins vegar ekki.
Nú hafa þrjú stærstu fyrirtækin á dagvörumarkaði nýlega birt uppgjör sín. Ekkert í þeim uppgjörum styður fullyrðingar ASÍ og Samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti hafa fyrirtæki á þessum markaði tekið á sig framlegðarskerðingu og með því móti lagt sitt af mörkum til að vinna bug á verðbólgunni sem er hinn sameiginlegi óvinur atvinnulífs og heimila.
SMELLIÐ HÉR til að nálgast greinina á Visir.is
22/03/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Öryggishópur
Sjö þúsund viðskiptahindranir fyrir inn-og útflytjendur frá fjármálahruninu 2008.
Lars Karlsson, stjórnandi í ráðgjafarþjónustu um alþjóðaviðskipti og tollamálefni hjá Maersk-skipafélaginu hélt erindi í Húsi atvinnulífins 2.mars s.l. undir heitinu ‘Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á víðsjárverðum tímum.’ þar sem hann benti m.a. á að sextíu stærstu hagkerfi í heimi hefðu samtals sett á sjö þúsund viðskiptahindranir síðan í fjármálahruninu 2008.
Hægt er að horfa á upptöku frá erindi Lars inná vef SVÞ – Smellið hér!
Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag viðtal við Lars þar sem hann talar nánar um AEO vottunina en einungis 1-2 fyrirtæki á Íslandi eru komin með þessa öryggisvottun. Sjá hér fyrir neðan.
15/03/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun (15.mars 2023) þar sem farið var yfir áskoranir í verslun og þjónustu á komandi árum. Skýrsla McKinsey um fjárfestingarþörf á þessum sviðum gerir ráð fyrir mjög háum upphæðum sem greinin þarf að standa á bakvið á þremur þáttum, þ.e.a.s. sjálfbærni, stafrænni þróun og framtíðarhæfni í greininni.
Þá sagði Andrés einnig frá fyrirhugaðri undirritun á Samstarfssamningi milli SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og VR á ráðstefnu samtakanna sem verður haldin á Hilton Nordica hóteli á morgun, 16.mars undir heitinu ‘Rýmum fyrir nýjum svörum‘.
En á ráðstefnunni verður undirritaður samstarfssamningur milli á milli SVÞ og VR þar sem samtökin skuldbinda sig til að vinna í sameiningu að því að efla hæfni og þekkingu þess stóra hóps fólks sem starfar í verslunar- og þjónustufyrirtækjum. Undirritun þessa samstarfssamnings er skýr vitnisburður um þá áherslu sem bæði samtök atvinnurekenda og launþega leggja á að efla menntun þeirra sem í greininni starfa.
SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA Á ALLT VIÐTALIÐ.
SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR UM RÁÐSTEFNU SVÞ.