Skólakerfið
Tökum stór skref í átt að því að skapa fjölbreyttara skólakerfi og hverfum markvisst frá þeirri einsleitni sem þar ræður ríkjum.
Nemandinn
Viðurkennum ólíkar þarfir ólíkra nemenda og kappkostum að mæta þeim.
Foreldrarnir
Veitum foreldrum val og treystum þeim til þess að velja það námsumhverfi sem þau telja að henti sínum börnum best.
Kennarinn
Aukum sjálfstæði kennara og sýnum þeim traust til þess að gera það sem þeir eru bestir í: Að kenna.
Einföldum kröfur á kennara og minnkum tíma þeirra sem fer í skriffinnsku.
Veitum kennurum, líkt og nemendum, möguleika á að velja starfsvettvang í ólíkum skólum og sérskólum þar sem þeirra sérsvið, þekking og áhugi getur nýst sem best
Innleiðum sveigjanleika í nám kennara og möguleikann á því að öðlast viss réttindi til kennslu á skemmri tíma.
Viðurkennum að kennsla er að talsverðu leyti listgrein; Engum dytti í hug að láta listamenn vinna eftir stimpilklukku!
Skólastjórnandinn
Tryggjum skólastjórum faglegt og rekstrarlegt sjálfstæði til þess að skapa sínum nemendum besta mögulega námsumhverfið.
Minnkum miðstýringu að hálfu skólayfirvalda í sveitarfélögum og leggjum meiri ábyrgð á hendur skólastjórnenda og skólaráðs í hverjum skóla.
Höfundur: Kristján Ómar Björnsson formaður SSSK, Samtaka sjálfstætt starfandi skóla
Mennta- og skólastarf á Íslandi hefur, í sögulegu samhengi, lengstum verið á höndum annarra aðila en ríkis eða sveitarfélaga. Fram að myndun þéttbýla á Íslandi var slíkt starf að mestu einskorðað við trúarhreyfingar og kennslu í heimahúsum. Stofnun Barnaskóla Reykjavíkur varð fyrir einstaklingsframtak árið 1830 en í byrjun 20. aldar voru 10% allra skólabarna í Reykjavík í því sem þá voru kallaðir einkaskólar. Á 19. öld. voru farandskólar settir upp víðsvegar en jafnvel eftir að íslensk stjórnvöld settu á lög um almenna fræðsluskyldu um 1900 þá hvíldi sú fræðsla að talsverðu leyti á heimilunum.
Elsta starfandi grunnskóla landsins var komið á fót á Eyrarbakka árið 1854 af athafnamönnum þar í sveit og sumir af elstu grunnskólum landsins hafa verið sjálfstæðir frá upphafi. Landakotsskóli var stofnaður 1896, Suðurhlíðarskóli hefur starfað undir ýmsum nöfnum frá 1905 og Skóli Ísaks Jónssonar reis árið 1926. Í seinni tíð hafa svo sjálfstæðir skólar eins og Tjarnarskóli og Hjallaskólarnir fest sig í sessi.
Á leik-, framhalds- og háskólastigi hefur fjöldi sjálfstæðra skóla vaxið sl. ár og fjölbreytni í námsframboði almennt aukist. Í ljósi þess og sögunnar er því merkilega hversu íhaldssöm viðhorf fyrirfinnast enn gagnvart sjálfstæðum grunnskólum. Það endurspeglast t.d. í því hversu torsótt það er fyrir sjálfstæða aðila að fá að stofna grunnskóla, sem útskýrir það að einungis rúm 2% íslenskra grunnskólanema sækja sjálfstæða grunnskóla sem er með því lægsta sem gerist meðal OECD-ríkjanna.
Frá ca. miðri síðustu öld hefur byggst upp einsleitt grunnskólakerfi á Íslandi. Einsleitni er líklega í eðli miðlægra kerfa enda má færa sannfærandi rök fyrir því að það ætti að vera skylda miðstýrðs skólakerfis á hendi hins opinbera að mismuna ekki nemendum sínum heldur bjóða þeim upp á nákvæmalega sama umhverfið, óháð því í hvaða hverfisskóla þeir eru. Vissulega fyrirfinnst nýsköpun og framsækni í opinberum grunnskólum og þá ekki síst í minni sveitarfélögum úti á landi þar sem miðstýringin er lítil og umhverfi skólanna líkara því sem sjálfstæðir skólar búa við.
Ein sterkustu rökin fyrir því að koma á skólakerfi þar sem fjölbreyttir valkostir mæta foreldrum og nemendum eru þau að í slíku kerfi er líklegra að hver nemandi finni nám við sitt hæfi þar sem honum gefst kostur á að nýta styrkleika sína, færni og áhugasvið. Önnur sterk rök fyrir því að æskilegt sé að greiða götu fleiri sjálfstætt starfandi grunnskóla lúta að breyttum kröfum nútímans og framtíðarinnar til starfandi fólks. Skólakerfi 20. aldarinnar kann að hafa dugað til þess að undirbúa nemendur fyrir fyrirsjáanlegt starfsumhverfi þess tíma en stöðugar tæknibyltingar nútímans gera þá kröfu á skólakerfið að það sé sveigjanlegra, frjálsara og í stöðugri framþróun.
Á Íslandi er lögbundin grunnskólaskylda og til þess að halda upp þeirri þjónustu borgar fólk skatta. Sveitarfélög innheimta útsvar til reksturs grunnskólanna í sínu umdæmi og hafa, lögum samkvæmt, algjörlega frjálsar hendur um hvort rekstur grunnskólanna sé á þeirra hendi eða annarra aðila. Það er eðlileg krafa að skattgreiðendur sem kjósa að senda sín börn til náms í sjálfstæðum skóla fái sömu þjónustu fyrir sína skattpeninga og þurfi ekki að greiða skólagjöld. Flestir sjálfstæðir skólar innheimta skólagjöld einfaldlega vegna þess að sveitarfélögin ákveða að útdeila þeim minna rekstrarfé en sínum eigin. Þetta er óréttlátt og útilokar sjálfstæða skólann sem raunverulegt val fyrir þá efnaminni. Fé ætti að fylgja barni, óháð því hvaða skóla það og foreldrarnir velja.
Að lokum er mikilvægt að hafa í huga í umræðu um sjálfstæða skóla að ekki er löglegt að greiða arð út úr starfssemi sjálfstæðra grunnskóla á Íslandi, ólíkt mörgum öðrum löndum. Almennir sem og sjálfstæðir skólar á Íslandi hrærast í krefjandi rekstrarumhverfi og að athuguðu máli ætti engum að detta í hug að stofna grunnskóla á Íslandi til þess að græða pening, heldur til þess að skapa umhverfi þar sem framtíð landsins fær að vaxa og blómstra.
Höfundur er formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla (SSSK).
Á ráðstefnu SVÞ um stafræna tækniþróun í flutningageiranum sem haldinn var á Grand hóteli 31. ágúst var rætt m.a. um stöðu flutningageirans og um alþjóðlega þróun sem hefur áhrif á geirann.
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, fjallaði um þær breytingar sem eru að verða á viðskiptaháttum nýrrar kynslóðar og þær stórstígu framfarir í allri tækni sem orðið hafa á allra síðustu árum og gjörbreyta viðskiptaumhverfi fyrritækja. Það er því ögrandi verkefni sem við stöndum nú öll frammi fyrir. Vinnumarkaðinn mun óhjákvæmilega þurfa að aðlaga sig að þessum breytingum.
Sofia Fürstenberg, framkvæmdastjóri hjá nýsköpunar fyrirtækinu BLOC, fjallaði um „Blockchain“ tæknina sem nú ryður sér til rúms á öllum sviðum viðskipta og mun valda straumhvörfum í flutningageiranum.
Anne-Claire Blet, einn af framkvæmdastjórum fyrirtækisins What3words, kynnti nýja tækni við aðfangastjórnun sem styttir tímann frá upphafstað til áfangastaðar vöru
Ingvar Freyr Ingvarsson fjallaði meðal annars um að flutningageirinn er stór og mikilvæg atvinnugrein hér á landi, eins og víðast hvar í heiminum. Flutningageirinn greiðir um 8,1% af launum og launatengdum gjöldum á Íslandi og um 7% vinnuafls starfar í flutningageiranum. Rúmlega 6,6% af landsframleiðslu á Íslandi árið 2015 kom frá flutningageiranum og hefur samanlagt vægi geirans aukist frá árinu 1997 og má rekja aukninguna til aukinnar hlutdeildar farþegaflutninga með flugi og í vörugeymslu og stoðstarfsemi fyrir flutninga. Ingvar minntist á að það færi ekki mikið fyrir flutningastarfsemi í daglegri umræðu hér á landi. Samt sem áður er þetta ein mikilvægasta atvinnugrein landsins sem síðan þjónar öllum okkar stærstu atvinnugreinum og tryggir um leið aðgang landsmanna að vörum og þjónustu erlendis frá.
SVÞ býður aðildarfyrirtækjum SVÞ á ráðstefnu um stafræna tækniþróun í flutningageiranum þann 31. ágúst nk. kl. 8.30 – 11.30. Ráðstefnan sem verður haldin í Gullteigi á Grand Hóteli, Reykjavík er öllum opin og er aðildarfyrirtækjum að kostnaðarlausu. Þátttökugjald fyrir aðra en félagsmenn er kr. 3.000,-.
Samkeppnisumhverfið er að breytast, neytendahegðun sömuleiðis og tæknin hefur hrist upp í rótgrónum atvinnuvegum líkt og fraktflutningum. Flutningageirinn leitar nú þegar að bestu nýtingu á snjalltækni m.a. með tæknilausnum á sviði fjármálaþjónustu (e. fintech solution) og fyrir aðfangastjórnun frá upprunastað til áfangastaðar á sem stystum tíma.
Neytendur vilja lágt vöruverð, hraða og áreiðanlega þjónustu. Hvernig stjórnun aðfanga er háttað getur skipt sköpum fyrir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Í þessu samhengi vill SVÞ horfa fram á við og skoða hvað flutningafyrirtæki geti lært af tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum til að gera stafræna þjónustu einfaldari og notendavænni m.a. fyrir smásala og heildsala. Við stöndum frammi fyrir fjölda tækifæra og áskorana.
Morgunverður í boði frá kl. 8.00
Dagskrá:
8.30 Setning ráðstefnu
Margrét Sanders, formaður SVÞ
Ávarp
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra
Solutions that can’t be hacked – 3 examples of real applications of blockchain that could change the world of transport and logistics
Sofia Fürstenberg, framkvæmdastjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu BLOC og sérfræðingur á sviði vöruferlisstjórnunar.
„The Last Mile“: 3 words becoming easier to deliver
Anne-Claire Blet, einn af framkvæmdastjórum fyrirtækisins What3words sem fékk tvær viðurkenningar; fyrir mestu framfarir og nýjar leiðir á markaði, á ráðstefnu um nýjungar í fraktflutningum í netverslun í Berlín í sumar.
Mikilvægi skilvirks flutningakerfis fyrir íslenskt efnahagslíf
Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur SVÞ
11.30 Ráðstefnuslit
Fundarstjóri: Margrét Sanders
Oops! We could not locate your form.
Hvað er blockchain tækni?
„Blockchain tæknin á uppruna sinn í heimi stafrænna gjaldmiðla. Blockchain er færslukerfi sem var upphaflega þróað í kringum rafmyntina Bitcoin, en kerfið snýst um að halda utan um dreifða færsluskrá (distributed ledger technology). Með dreifðri færsluskrá eru allar færslur sem eiga sér stað skráðar og aðgengilegar öllum sem tengdir eru kerfinu. Blockchain er viðhaldið af dreifðu neti margra tölva og krefst ekki aðkomu þriðja aðila. Færslur þurfa að vera samþykktar af öllum notendum kerfisins til þess að ganga í gegn, en þannig er upplýsingaflæði milli aðila tryggt. Blockchain tækni er í raun dreifð og tímaröðuð færsluskrá sem er aðgengileg öllu sem tengjast viðkomandi kerfi og geymist ávallt áfram í heild sinni og býður þannig upp á fullkominn rekjanleika. þróuð áfram fyrir margar mismunandi tegundir kerfa og notkunargildi“. Sjá hér: https://kjarninn.is/frettir/2017-07-19-blockchain-markadur-vaentanlegur-italiu/
Nánar um efnið og fyrirlesara:
Sofia Fürstenberg er sérfræðingur á sviði vöruferlisstjórnunar innan fjölþættra flutninga. Sofia hefur m.a. unnið við rannsóknir, þróun og nýsköpun á sviði fraktflutninga. Sofia hefur fjölbreytta reynslu af því að leysa flókin verkefni og hefur t.a.m. verið yfir nýsköpun hjá Maersk Maritime Technology og starfað sem háttsettur ráðgjafi hjá DNV GL.
Sofia Fürstenberg, framkvæmdastjóri sjóflutninga hjá BLOC mun kynna nýsköpunarfyrirtækið BLOC sem er staðsett í Kaupmannahöfn og hefur m.a. fengið styrk frá Danska sjóflutningasjóðnum til þess að prófa og kanna þörfina fyrir blockchain tækni í sjóflutningum. Sofia Fürstenberg mun fjalla um samstarf BLOC við nokkra leiðandi háskóla í Danmörku þar sem lagt er mat á og leitað lausna við þeim víðtæku áhrifum sem stafræna tækniþróunin hefur í för með sér. Sofia mun gefa dæmi um áhrif blockchain tækninnar á smásala, heildsala og fraktflutninga og hvaða tækifæri eru í þeim fólgin. Þá mun Sofia fjalla um framtíðarhorfur fraktflutninga og áhrif á samgöngur gefið að blockchain tæknin verði að veruleika.
Anne–Claire Blet ein af framkvæmdastjórum What3words mun kynna nýsköpunarfyrirtækið what3words og hvernig þeirra lausn gagnast fyrirtækjum í fraktflutningum. What3words fengu tvær viðurkenningar á ráðstefnu um nýjungar í fraktflutningum í netverslun í Berlín sem að SVÞ tók þátt í; viðurkenningu fyrir mestu framfarir og nýjar leiðir á markaði. What3words er mjög einföld leið til að koma staðsetningarupplýsingum á framfæri. Það geta allir fundið út nákvæma staðsetningu og deilt því hratt með einföldum hætti. Það er hægt að nota þjónustuna með ókeypis farsímaforriti eða með korti á netinu. Það er einnig hægt að fletta því saman við önnur forrit, vettvang eða vefsíðu, með aðeins nokkrar línur af kóða.
TAKIÐ DAGINN FRÁ – SVÞ býður aðildarfyrirtækjum SVÞ á ráðstefnu um stafræna tækniþróun í flutningageiranum þann 31. ágúst nk. kl. 8.30 – 11.30. Ráðstefnan sem verður haldin á Grand Hóteli, Reykjavík er öllum opin og er aðildarfyrirtækjum að kostnaðarlausu. Opnað verður fyrir skráningu í ágúst. Nánar auglýst síðar.
Fyrirlesarar verða:
Birgit Marie Liodden, framkvæmdastjóri Nor-Shipping mun fjalla um stafræna tækniþróun í flutningageiranum og hvernig sú þróun hefur áhrif víðar, ekki síst á smásölu og heildsölu.
Anne – Claire Blet ein af framkvæmdastjórum What3words mun kynna nýsköpunarfyrirtækið what3words og hvernig þeirra lausn gagnast fyrirtækjum í fraktflutningum. What3words fengu tvær viðurkenningar á ráðstefnu um nýjungar í fraktflutningum í netverslun í Berlín sem að SVÞ tók þátt í; viðurkenningu fyrir mestu framfarir og nýjar leiðir á markaði.
Ingvar Freyr Ingvarsson hagfræðingur SVÞ mun fjalla um mikilvægi skilvirks flutningakerfis fyrir íslenskt efnahagslíf.
Samtök verslunar og þjónustu tóku þátt í Deliver ráðstefnu í Berlín þann 27. og 28. júní síðast liðinn. Í þeirri ráðstefnu tóku þátt 50 lönd, 450 leiðandi fyrirtæki í netverslun, 150 nýsköpunarfyrirtæki og birgjar, 50 fjárfestar og 50 fjölmiðlafólk.
Á ráðstefnunni voru veittar viðurkenningar fyrir mestan viðsnúning, vonarljós/skærustu stjörnuna, bestu upplifun viðskiptavina, sjálfbærni, og nýjar leiðir á markaði. Fyrirtæki á borð við Urbantz, DS Smith, What3words og DPDgroup fengu umræddar viðukenningar.
Meðfylgjandi eru fyrirlestar og myndbönd frá aðalræðumönnum ráðstefnunnar: