03/05/2016 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla
Á aðalfundi SSSK sem haldinn var miðvikudaginn 27. apríl síðast liðinn í Kviku, Húsi atvinnulífsins var Áslaug Hulda Jónsdóttir endurkjörin formaður SSSK og Ólöf Kristín Sívertssen fagstjóri Skóla ehf. var endurkjörin varaformaður.
Aðrir stjórnarmenn voru einnig endurkjörnir: Ída Jensdóttir skólastjóri leikskólans Sjálands, Hulda Snæberg Hauksdóttir, leikskólastjóri Barnaheimilinu Ós og María Sighvatsdóttir, leikskólastjóri Vinagarði.
Endurkjörnir voru sem varamenn: Ingibjörg Jóhannesdóttir, skólastjóri Landakotsskóla, Jón Örn Valsson, framkvæmdastjóri LFA ehf. og Snorri Traustason, skólastjóri Waldorfskólanna Sólstafir Höfn.
Skoðunarmenn voru kjörnir: Sólveig Einarsdóttir, leikskólastjóri, Vinnaminni og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Skóla Ísaks Jónssonar.
Margrét Theodórsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla stýrði fundi.
Að loknum aðalfundarstörfum létti Edda Björgvinsdóttir fundarmönnum lundina með skemmtilegum og fróðlegum fyrirlestri.
Nýkjörin stjórn, á myndina vantar Snorra Traustason.
18/03/2016 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla, Viðburðir
SSSK hélt glæsilega ráðstefnu undir yfirskriftinni „Ábyrgð okkar allra“ fyrir fullu húsi í Gamla bíói föstudaginn 11. mars sl. undir styrkri stjórn Ólafar Kristínar Sívertsen fagstjóra Skóla ehf.
Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður samtakanna ávarpaði ráðstefnugesti og orðaði m.a. mikilvægi frelsis, fjölbreytni og fagmennsku.
Fyrirlestra fluttu Elín María Björnsdóttir, alþjóðlegur ráðgjafi hjá stofnun FranklinCovey með fyrirlestur undir yfirskriftinni „Sjö venjur til árangurs“ og Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni, fyrirlestur undir yfirskriftinni „Umhverfisvitund og vald þekkingar“. Fengu báðir fyrirlesarar mjög góðar undirtektir gesta.
Milli atriða fluttu nemendur frá Landakotsskóla frumsamin tónlistaratriði og hlutu mikið lófatak fyrir.
Að lokinni ráðstefnu var boðið upp á léttar veitingar við ljúfan píanóleik.
Myndir frá ráðstefnu
19/02/2016 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla, Viðburðir
Haldin í Gamla bíói kl. 16 – 18
Ráðstefnan hefst með ávarpi formanns SSSK, Áslaugar Huldu Jónsdóttur. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra ávarpar síðan ráðstefnugesti.
Framsögumenn verða:
Elín María Björnsdóttir, alþjóðlegur ráðgjafi hjá stofnun FranklinCovey
Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni
Gerður Kristný Guðjónsdóttir, rithöfundur
11 ára nemendur Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík bjóða upp á tónlistaratriði.
Ráðstefnustjóri: Ólöf Kristín Sívertsen, fagstjóri Skóla ehf