Erlend netverslun eykst um 16,8% á milli ára.

Erlend netverslun eykst um 16,8% á milli ára.

Rannsóknasetur verslunarinnar, RSV birtir í dag samanburðartölur á íslenskri og erlendri netverslun fyrir októbermánuð.

Erlend netverslun eykst um 16,8% á milli ára Erlend netverslun nemur 2,4 milljörðum íslenskra króna í október mánuði en það er 16,8% aukning frá því í október í fyrra. Fataverslun eykst um 8,2% á milli ára og er 1,1 milljarður króna og þá hefur erlend netverslun í byggingavöruverslunum aukist um 32,6% á milli ára og er 253 milljónir króna.

Nánari upplýsingar má nálgast inná Veltan.is – Mælaborði Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV)

Íslensk og erlend netverslun október 2023

Stafræni hæfinisklasinn; þjónusta fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Stafræni hæfinisklasinn; þjónusta fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Stafræni hæfniklasinn – hvernig nýtist hann litlum og meðalstórum fyrirtækjum

Miðvikudaginn 4.maí n.k. fáum við Evu Karen Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Stafræna hæfniklasans til að segja okkur frá starfsemi klasans og hvernig hann getur nýst litlum og meðalstórum fyrirtækjum í sinni stafrænu vegferð.

Eva mun greina okkur frá helstu markmiðum og verkefnum Stafræna hæfniklasans en Stafræni hæfniklasinn er samvinnuverkefni SVÞ. VR og HR og var stofnaður formlega í ágúst 2021.  Þá mun Eva Karen einnig greina frá því hvað Stafræni hæfniklasinn hefur uppá að bjóða og hvernig fyrirtæki geta sótt þangað verkfæri, þekkingu og fræðslu í sinni stafrænu vegferð.

Viðburðurinn sem hefst kl. 08:30, verður haldinn á Zoom svæði samtakanna, skráning er nauðsynleg.

SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁÐU ÞIG HÉR

Höldum áfram myndböndin frá vorinu 2020!

Höldum áfram myndböndin frá vorinu 2020!

Vorið 2020 breyttist ýmislegt, eins og við öll vitum. Eftir að hafa snúið stóru ráðstefnunni okkar yfir í raunheima á 3 dögum (sjá má upptökur frá henni hér á innri vefnum) vorum við í smá limbó í nokkurn tíma varðandi fyrirkomulag á fræðslu- og viðburðadagskrá SVÞ, auk þess sem stemmningin var kannski ekki alveg þannig að fólk flykktist á viðburði fyrst um sinn – ekki einu sinni á netinu. Sem liður í að hvetja okkar fólk áfram og hjálpa til við að halda eins góðum anda og mögulegt væri átti SVÞ frumkvæðið að því að settur var upp Facebook hópur, í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök iðnaðarins, undir yfirskriftinni Höldum áfram! Það verkefni hefur í framhaldinu færst yfir til Samtaka atvinnulífsins og áherslur þess breyst aðeins, en eitt af því sem kom út úr þessum fyrstu vikum og mánuðum í hópnum eru morgunstundir Höldum áfram! þar sem tekin voru viðtöl við fjölda öflugra einstaklinga, sem eiga ekki síður erindi við okkur í dag en þau gerðu þá.

Því ákváðum við að taka þau saman hér á einni síðu og hvetjum þig til að horfa – eða bara hlusta á meðan þú ert að bralla eitthvað annað. Njóttu!

Rannveig Grétarsdóttir: Hvernig þú getur nýtt rólegan tíma til góðra verka

Við vorum live með Rannveigu Grétarsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Eldingar!

Ingibjörg Björnsdóttir: Hvað geturðu gert til að efla fyrirtækið þitt?

Við ræddum við Ingibjörgu Björnsdóttur, rekstrarsérfræðing Litla Íslands, um hvað hægt er að gera til að efla fyrirtækið sitt.

 

Rúna Magnúsdóttir: Hvernig höldum við í gleðina á tímum COVID-19?

Í með Rúnu Magnúsdóttur markþjálfa var umræðuefnið hvernig við höldum uppi starfsandanum og hvernig við höldum í gleðina á þessum krefjandi tímum. 

 

Edda Blumenstein: Lykilatriðið til að ná til viðskiptavinanna okkar

Við Eddu Blumenstein, markaðsgúrú og Omnichannel sérfræðing, ræddum við hvað lykilatriðið er til að ná til viðskiptavinanna okkar þessa dagana.

 

Berglind Ragnarsdóttir: Þjónustuhönnun – nýtum timann til að bæta þjónustuna!

Við ræddum við Berglindi Ragnarsdóttur þjónustuhönnuð um hvernig við getum nýtt tímann til að bæta þjónustuna við viðskiptavini o.fl. því tengt! 

 

Anna Lóa Ólafsdóttir: Samskipti og styttri þræðir

Anna Lóa Ólafsdóttir er m.a. þekkt fyrir skrif sín í Hamingjuhornið en hún er einnig ráðgjafi hjá VIRK. Við ræddum samskipti og styttri þræði í spjalli dagsins. 

 

Ólafur Elínarson: Nýjustu rannsóknir um netverslun og COVID-19

Ólafur Elínarson hjá Gallup fór yfir mjög áhugaverðar upplýsingar úr nýjustu rannsóknum um netverslun – það hefur nú heldur betur mikið breyst og þróast þar á tímum COVID-19!

 

Guðmundur Arnar Guðmundsson: Markaðsstarf í kreppu

Við ræddum við Gudmund Arnar Gudmundsson, markaðsgúrú og ráðgjafa hjá Markaðsakademíu Akademias. Hann ræddi við okkur um markaðsstarf í kreppu og að hverju við þurfum að huga í þeirri stöðu.

 

Eva Magnúsdóttir: 10 ráð um samfélagslega ábyrgð eftir COVID-19

Eva Magnúsdóttir hjá Podium er ráðgjafi í stefnumótun og samfélagsábyrgð. Við ræddum um það sem við getum lært af þessum breyttu tímum og þau tækifæri sem eru að koma út úr þeim.

 

Ósk Heiða Sveinsdóttir: Rifið í handbremsuna

Ósk Heiða Sveinsdóttir hjá Póstinum ræddi við okkur um áskoranir í markaðsstarfi þegar ytri aðstæður rífa í handbremsuna, og tækifærin sem falist geta í því.

Dagbjört Vestmann: Góð ráð fyrir netverslun

Dagbjört Vestmann var gestur morgunstundarinnar en hún er vefverslunarstjóri A4 og Legobúðarinnar og var áður vefverslunarstjóri Elko. Nú þegar sífellt fleiri netverslanir opna og netverslun er að aukast almennt ætlum við að ræða eitt og annað sem nauðsynlegt er að huga að í netverslunum.

Sóley Kristjánsdóttir: Að halda í gleðina og sjá tækifærin

Í morgunstundinni var Sóley Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri hjá Gallup, en við fengum hana til okkar því við heyrðum af því að hún væri að gera svo skemmtilega hluti með starfsfólkinu hjá Gallup og Já – hún er nefnilega líka markþjálfi og að ljúka diplómanámi í jákvæðri sálfræði!

Særún Ósk Pálmadóttir: Krísustjórnun

Við ræddum við Særúnu Ósk Pálmadóttur, samskiptastjóra Haga um krísustjórnun.

Þórunn Jónsdóttir: Nýsköpun og tækifæri í henni

Við vorum með Þórunni Jónsdóttur, viðskiptaráðgjafa og sérfræðingi í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, og ræddum nýsköpun og þau tækifæri sem í henni felast!

Inga Hlín Pálsdóttir: Framtíð ferðaþjónustu í heiminum eftir COVID-19

Með okkur í síðustu morgunstundinni var Inga Hlín Pálsdóttir, alþjóðamarkaðsfræðingur með áratugareynslu í ferðaþjónustu og markaðssetningu. Inga er líklegast einna helst þekkt fyrir að hafa verið forstöðumaður hjá Íslandsstofu og lykilmanneskja í Inspired by Iceland verkefninu. Við spjölluðum saman um ferðaþjónustuna, breytta neytendahegðun, hvað talið er líklegt að muni fái fólk til að ferðast og hvaða lærdóm við getum dregið af því t.d. varðandi inntak í markaðsskilaboðunum okkar.