18/09/2023 | Fréttir, Umhverfismál
Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins
Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins fyrir 13. október 2023.
Verðlaunin verða veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Umhverfisdegi atvinnulífsins 21. nóvember í Hörpu.
Tekið er við tilnefningum* hér á meðfylgjandi umsóknarformi.
Veitt eru tvenn verðlaun; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins.
Dómnefnd velur úr tilnefningum en til að tilnefning teljist gild þurfa fyrirtæki að uppfylla sett viðmið og rökstuðningur þarf að fylgja.
Tilnefna þarf fyrirtæki sérstaklega undir hverjum flokki en einnig er hægt að tilnefna fyrirtæki fyrir báða flokka.
*Einungis er hægt að tilnefna skráð aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins.
Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.
Sjá nánari frétt inná SA
08/06/2023 | Fréttir, Stjórnvöld, Umhverfismál
Ellefu atvinnugreinar hafa nú afhent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra 332 tillögur að aðgerðum sem stuðla eiga að auknum samdrætti í losun atvinnugreina. Afhendingin fór fram á Grænþingi í Hörpu í gær, í tengslum við útgáfu Loftslagsvegvísa atvinnulífsins (LVA). LVA er samstarfsverkefni atvinnulífs og stjórnvalda og var vinnan unnin á forsendum fyrirtækja í íslensku atvinnulífi með stuðningi frá vinnuteymi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.
Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra:
„Til að metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftslagsmálum náist þurfa allir að leggjast á eitt — stjórnvöld, atvinnulíf, sveitarfélög og almenningur í landinu. Það er ánægjulegt að sjá að atvinnulífið hefur stigið þetta skref til þátttöku í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og upplifa þann metnað og áhuga sem þessar 11 atvinnugreinar sýna með vegvísum sínum. Vegvísarnir verða innlegg í uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem stjórnvöld ætla að kynna fyrir lok árs og hlakka ég til að halda verkefninu áfram.”
Ísland hefur sett sér metnaðarfull markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 og hefur lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Aðkoma íslensks atvinnulífs skiptir sköpum í þeim umskiptum sem nauðsynleg eru til að sett markmið náist. Ennfremur er aðkoma stjórnvalda nauðsynleg á þessari vegferð hvað varðar regluverk, innviði, hvata til grænna fjárfestinga og stuðning við nýsköpun, tækniþróun og orkuskipti.
Í því skyni var ákveðið að koma Loftslagsvegvísum atvinnulífsins á legg, en markmið verkefnisins er að auka samstarf og samtal á milli atvinnulífs og stjórnvalda um tækifæri til samdráttar í losun í þeim tilgangi að hraða aðgerðum í þágu loftslagsmarkmiða Íslands og auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Ein af grunnforsendum skilvirkrar vinnu að loftslagsmarkmiðum er að orkuspá og opinber gögn endurspegli þá áskorun sem staðið er frammi fyrir.
Á Grænþingi í Hörpu í gær kynntu fulltrúar atvinnugreinanna vegvísa sína, þar sem rauði þráðurinn var:
- Uppbygging orkuinnviða og aðgangur að hreinni orku
- Skilvirkt regluverk og skýr markmið stjórnvalda
- Fjárfesting í nýjum búnaði og tækni
- Hvatar vegna loftlagstengdra fjárfestinga og framleiðslu
- Nýsköpun og rannsóknir
- Bætt hringrás
Loftslagsvegvísar atvinnulífsins innihalda atvinnugreinaskipta vegvísa, sem hafa margir hverjir mælanleg markmið . Þeir geyma einnig sértækar aðgerðir og úrbótatillögur sem snúa bæði að atvinnulífinu og stjórnvöldum um umbætur í loftslagsmálum. Vegvísarnir eru lifandi skjöl sem verða uppfærð reglulega og mun þeim fjölga með uppfærslu aðgerða og fjölgun atvinnugreina.
Hægt er að nálgast vegvísana inn á www.loftslagsvegvisar.is.
12/03/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Menntun, Stafræna umbreytingin, Umhverfismál
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var á Sprengisandi í morgun þar sem hann sagði m.a. frá þeim áskorunum sem verslun og þjónustugreinar standa frammi fyrir í málefnum sjálfbærnis, starfrænnar þróunar og framtíðarhæfni starfsfólks.
Talaði Andrés m.a. útfrá McKinsey & EuroCommerce skýrslunni sem kom út á haustmánuðum 2022 [Smella hér fyrir skýrsluna] en á ráðstefnu SVÞ ‘Rýmum fyrir nýjum svörum’ sem haldin verður á Hilton, Nordica Hóteli n.k. fimmtudag, 16.mars n.k. verður kafað nánar ofaní þessi þrjú áherslumál samtakanna.
[SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI DAGSKRÁ & SKRÁNINGU Á RÁÐSTEFNU]
[SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA Á VIÐTAL Á SPRENGISANDI]

12/12/2022 | Fréttir, Umhverfismál
Ársfundur Úrvinnslusjóðs verður haldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38 þann 15. desember 2022 n.k. kl. 14:00.
Fundinum verður einnig streymt og hlekkur á streymið kemur hér á vefinn þegar nær dregur. Úrvinnslusjóður hvetur alla sem ætla að koma til að skrá sig á viðburðinn og hvetur gesti til að nýta umhverfisvænni samgöngur s.s. hjóla, ganga, almenningssamgöngur eða samnýta bíla.

SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNINGU!
01/11/2022 | Fræðsla, Stjórnvöld, Umhverfismál, Umhverfismál-innri, Upptaka
Með gildistöku ákvæða laga nr. 103/2021 (EES-reglur, hringrásarhagkerfi) um næstu áramót verða töluverðar breytingar á ábyrgð framleiðenda og innflytjenda sem einkum munu koma fram í hærra og breiðara úrvinnslugjaldi en áður. Vegna ákvæða laganna munu verkefni Úrvinnslusjóðs og Endurvinnslunnar hf. aukast að umfangi. Til grundvallar liggur hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og er lögunum ætlað að leiða fram hegðunarbreytingar í átt til kostnaðarskilvirkni.
Á sérstökum viðburði SA þann 26.október s.l. fór Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ dýpra ofaní gildistöku ákveða laganna. Eygerður Margrétardóttir fór ofaní hvað lögin þýða fyrir sveitarfélögin og Þorsteinn Víglundsson fór yfir áskoranir og tækifæri fyrirtækja. Þá stýrði Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á Efnahags og samskiptasviði SVÞ sérstökum pallborðsumræðum.
Hægt er að horfa á upptöku fundarins hér fyrir neðan.
25/10/2022 | Fréttir, Greining, Stafræna umbreytingin, Umhverfismál
Í skýrslunni kemur m.a. fram að smásölu- og heildsölugeirinn í Evrópu horfir framá meiriháttar umbreytingu og þörf á umframfjárfestingu uppá 600 milljarða evra í þremur lykil þáttum; sjálfbærni, starfrænni þróun og innleiðingu ásamt stóraukinni nauðsyn á árlegri símenntun og endurmenntun starfsfólks.
SMELLTU HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR SKÝRSLU EuroCommerce & McKinsey
SMELLTU HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR DRÖG AÐ STEFNU EuroCommerce & McKinsey TIL 2030
SMELLTU HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR FRÉTTATILKYNNINGU FRÁ EuroCommerce & McKinsey