15/09/2022 | Fréttir, Greinar, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld, Umhverfismál
Vísir [umræðan] birtir í dag grein eftir Jón Ólaf Halldórsson, formann Samtaka verslunar og þjónustu og Egil Jóhannsson, forstjóra Brimborgar undir heitinu: „Ríkisstjórn Íslands leggst gegn hröðum orkuskiptum – eða hvað?“
Þar benda þeir m.a. á að Ísland hefur skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar um 29% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram enn metnaðarfyllra landsmarkmið um 55% samdrátt. Það þýðir að draga þarf úr losun um 1,3 milljónir tonna koltvísýringsígilda (CO2í) á næstu 8 árum. Að auki hefur kolefnishlutleysi árið 2040 verið lögfest.
En aðgerðir stjórnvalda hafa undanfarið ekki verið í neinu samræmi við skuldbindingar og metnaðarfull markmið. Á ríkið getur fallið kostnaður sem nemur allt að 10 milljörðum kr. á ári náist samdráttarskuldbindingar ekki í tæka tíð og í því samhengi er rétt að vekja athygli á því að samkvæmt fjármálafrumvarpinu sem lagt var fram í vikunni áformar ríkið að greiða 800 milljónir kr. í ljósi vanefnda á þessu sviði. Nýkynnt fjárlagafrumvarp varpar ljósi á áform sem munu vinna harkalega gegn því að við stöndum við skuldbindingar. Allt útlit er fyrir að útsöluverð rafbíla muni hækka um þriðjung á næsta ári vegna aðgerða stjórnvalda.
LESA ALLA GREININA HÉR
29/08/2022 | Fréttir, Umhverfismál
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2022 verður haldinn miðvikudaginn 5. október í Hörpu Norðurljósum kl. 09:00-11.00.
Húsið opnar kl. 08:30 með morgunhressingu.
Dagurinn er árviss viðburður og að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.
Dagskrá umhverfisdagsins 5. október lýkur með afhendingu Umhverfisverðlauna atvinnulífsins og við tekur kaffi og tengslamyndun fyrir fundargesti til kl. 12:00.
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins í ár verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun.
Annars vegar verðlaun fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins. Venju samkvæmt afhendir forseti Íslands Umhverfisverðlaun atvinnulífsins.
Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og málefnum hringrásarhagkerfis en rannsóknir sýna að búast má við að hringrásarhagkerfinu fylgi jákvæð áhrif á efnahagslífið og landsframleiðslu. Einnig má búast við aukinni samkeppnishæfni hagkerfisins.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG!
15/06/2022 | Fréttir, Umhverfismál, Umhverfismál-innri, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins fyrir 8. september.
Verðlaunin eru veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Umhverfisdegi atvinnulífsins 5. október í Hörpu.
Tekið er við tilnefningum með tölvupósti á sa@sa.is merktum:
„Tilnefning til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins“.
Veitt eru tvenn verðlaun; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins.
Dómnefnd velur úr tilnefningum* og mun meðal annars skoða eftirfarandi þætti:
- Umhverfisfyrirtæki ársins
- Hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi
- Hefur aflað viðurkenninga fyrir starfsemina/afurðirnar
- Hefur sjálfbæra nýtingu í stefnu sinni
- Hefur dregið úr úrgangi og nýtir aðföng vel
- Innra umhverfi er öruggt
- Áhættumat hefur verið gert fyrir starfsemina
- Gengur lengra en lög og reglur segja til um til að draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið
- Framtak ársins
- Hefur efnt til athyglisverðs átaks til að draga úr umhverfisáhrifum af starfsemi sinni
- Hefur komið fram með nýjung – vöru, þjónustu eða aðferð – sem hefur jákvæð umhverfisáhrif*Einungis er hægt að tilnefna skráða félagsmenn Samtaka atvinnulífsins til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins.
Dagskrá verður birt er nær dregur.
Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.
SMELLTU HÉR FYRIR ALLA FRÉTTINA
30/03/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Umhverfismál, Verslun, Þjónusta
Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir mælt árangur á samfélagslegri ábyrgð?
Miðvikudaginn 6.apríl n.k. ætlar Rósbjörg Jónsdóttir fulltrúa SPI á Íslandi að fræða okkur um leiðir til að mæla raunverulegan árangur á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og stofnana.
Rósbjörg mun deila sýn og segja frá hvernig aðgerðir atvinnulífsins geta raunverulega haft áhrif á samfélög og deilir með okkur;
- Hvað er Framfaravogin?
- Hvernig er hægt að nýta slíkt verkfæri?
- Hvernig finnum við okkar hlutverk í samfélaginu?
Um fyrirlesarann:
Rósbjörg Jónsdóttir er íslenski samstarfsaðili Social Progress Imperative (SPI) á Íslandi.
ATH!
Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG
06/12/2021 | Fréttir, Umhverfismál
Fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni
Samtök atvinnulífsins heldur áfram göngu sinni með fundaröðinni: Betri heimur byrjar heima. Næsti streymisfundur verður miðvikudaginn 8.desember undir yfirskriftinni Fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni.
Á streymisfundinum verður farið yfir hvernig lítil og meðalstór fyrirtæki geta tekið fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni og þeim gefin tæki og tól sem þau geta nýtt sér á sinni vegferð.
SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁ ÞIG Á FUNDINN
22/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Umhverfismál
Ölgerðin, sem hefur verið í framvarðarsveit íslenskra fyrirtækja á sviði sjálfbærni tekur nú enn eitt skrefið í átt að minnka kolefnisspor sitt.
Mbl.is fjallar um markmið Ölgerðarinnar en þar kemur m.a. fram að Ölgerðin hefur mælt og fylgst náið með losun frá öllum rekstri frá árinu 2015 og hefur á þeim tíma minnkað kolefnisspor sitt um 65%. Fyrirtækið gengur nú enn lengra og hefur lagt í umtalsverða vinnu við að ná utan um kolefnisspor virðiskeðjunnar út frá vísindalegum viðmiðum Science Based Targets.
Niðurstaðan er sú að eigin rekstur Ölgerðarinnar leiðir af sér undir 10% af áhrifum en yfir 90% verða til í aðfangakeðjunni sjálfri. Þannig má nefna að um 35% af kolefnissporinu sem mælist er vegna framleiðslu á umbúðum.
Vilja sína öðrum fyrirtækjum gott fordæmi
„Það er mikilvægt að fyrirtæki komi að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við höfum sett okkur þessi markmið og nú er ekki aftur snúið. Þessu verður náð m.a. með orkuskiptum sem er nú þegar hafið og með því að setja allan kraft í það að bæta ferla fyrirtækisins út frá hringrásahagkerfinu, frá hráefnum og umbúðum til endurvinnslu. Við viljum sína öðrum fyrirtækjum gott fordæmi en Ísland mun aldrei ná loftslagsmarkmiðum sínum nema að fyrirtækin taki þátt,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar
LESIÐ ALLA GREININA HÉR
Mynd: MBL.is
Síða 3 af 10«12345...10...»Síðasta »