22/01/2024 | Fréttir, Innra starf, Verslun, Þjónusta
LEITAÐ ER TILLAGNA UM ÞRJÁ MEÐSTJÓRNENDUR Í STJÓRN SVÞ OG FULLTRÚA SVÞ Í FULLTRÚARÁÐ SAMTAKA ATVINNULÍFSINS.
Kjörnefnd SVÞ leitar að áhugasömum stjórnendum til setu í stjórn SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Þrír stjórnarmenn taka sæti til næstu tveggja starfsára.
Þá er leitað eftir fulltrúum til setu í fulltrúaráði SA til eins árs.
Við hvetjum félagsfólk innan samfélags verslunar og þjónustu SVÞ, til að bjóða þig fram eða senda inn tilnefningu fyrir kl. 12:00 hinn 16. febrúar nk. en framboðsfrestur samkvæmt samþykktum rennur út 22. febrúar. Aðalfundur verður haldinn 14. mars nk.
Í stjórn SVÞ eiga sæti formaður og sex meðstjórnendur.
– Formaður SVÞ til loka starfsársins 2024/2025 er Jón Ólafur Halldórsson, Marga ehf.
Eftirtaldir meðstjórnendur eiga sæti í stjórninni til loka næsta starfsárs, 2024/2025:
- Egill Jóhannsson, Brimborg ehf.
- Guðrún Jóhannesdóttir, Kokka ehf.
- Árni Stefánsson, Húsasmiðjan ehf.
Þrír meðstjórnendur skulu kosnir til setu í stjórn SVÞ fyrir næstu tvö starfsár.
Tilnefningar til stjórnar SVÞ og fulltrúaráðs SA skulu sendar til SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, merktar „Kjörnefnd SVÞ“ eða á netfangið: kosning@svth.is
Rétt er að minna á að tillögur um breytingar á samþykktum SVÞ þurfa að berast stjórn samtakanna eigi síðar en 16. febrúar 2023.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að gefa kost á sér í stjórn SVÞ og í fulltrúaráð SA.
Kjörnefnd SVÞ
___________________
Viltu hafa áhrif á mótun samfélagsins?
Hagsmunagæsla á tímum umbreytinga.
Síðustu ár hafa fyrirtæki í verslun og þjónustu tekist á við við miklar áskoranir. Heimsfaraldur og sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda kölluðu sífellt á ný viðfangsefni og vinnubrögð. Stríðsrekstur Rússa í Úkraínu hefur breytt heimsmyndinni. Áhrif átaka í Mið-Austurlöndum eru tekin að koma fram. Brestir í aðfangakeðjunni, erfiðar aðstæður á flutningamarkaði og eftirspurnarbreytingar valda breytingum á rekstraraðstæðum. Á sama tíma blasa við fyrirtækjum áskoranir á sviði stafvæðingar, sjálfbærni og orkuskipta og mannauðs. Kjaraviðræður eru yfirstandandi. Sjaldan hefur verið mikilvægara að aðildarfyrirtæki SVÞ leggi sitt af mörkum á vettvangi samtakanna.
Með setu í stjórn SVÞ gefst þér tækifæri á að hafa áhrif á mótun rekstrarumhverfis fyrirtækja í verslun og þjónustu.
19/01/2024 | Fréttir, Greining, Verslun
Rannsóknasetur verslunarinnar [RSV] birti í dag niðurstöðu mælinga á erlendri netverslun íslendinga.
Þar kemur fram að erlend netverslun hefur aldrei mælst meiri síðan RSV hóf að safna saman gögnum. Nýjar tölur fyrir nóvember 2023 sýna að íslendingar eyddu 3,07 milljörðum króna í erlenda netverslun.
Það er hækkun um 25.9% á milli ára. Á sama tíma var netverslun innanlands samkvæmt kortaveltugögnum Rannsóknasetursins tæp 18 milljarða króna.
Nánari upplýsinga um erlenda netverslun íslendinga má finna undir flipanum ‘Netverslun’ fyrir áskrfendur á Veltunni -SJÁ HÉR!
08/01/2024 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Verslun, Þjónusta
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu miðvikudaginn 14. febrúar 2024.
Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.
Athugið að einungis má tilnefna skráð aðildarfélög SA.
Tilnefningar berist í gegnum skráningarsíðu eigi síðar en þriðjudaginn 23. janúar.
Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.
Helstu viðmið fyrir menntafyrirtækis ársins eru:
- að skipulögð og markviss fræðsla sé innan fyrirtækisins
- að sem flest starfsfólk taki virkan þátt
- að haldið sé utan um mælikvarða í fræðslumálum
- að hvatning sé til staðar til frekari þekkingaröflunar
Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru:
- að lögð sé stund á nýsköpun í menntun og fræðslu, innan fyrirtækis og/eða í samstarfi fyrirtækja
samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu, innan sem utan fyrirtækja.Skýr og skipulögð gögn hjálpa dómnefnd að meta tilnefningar.
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins .
SMELLTU HÉR TIL AÐ TILNEFNA ÞITT FYRIRTÆKI!
18/12/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stafræna umbreytingin, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, gefur innsýn inní strauma og stefnur í jólaverslun landsins þennan desembermánuð í viðtali við Mbl.is í dag.
Þar segir Andrés m.a.„Ef maður tekur mið af síðustu mælingu Rannsóknarsetursins [RSV] sem birtist fyrir viku þá lítur þetta bara alveg ágætlega út,“ og bætir við „Í stóru myndinni, 30.000 fetunum eins og maður segir stundum, er stóra breytingin sú að stærri og stærri hluti þessarar svokölluðu jólaverslunar fer fram í nóvember, þetta dreifist yfir mun lengri tíma en áður og ástæðan er, eins og allir vita, þessir stóru alþjóðlegu viðskiptadagar þar sem tilboðin eru mjög góð og fólk nýtir sér það í æ ríkari mæli,“
Sjá allt viðtalið inná frétt hjá MBL.is – HÉR –
12/12/2023 | Fréttir, Greinar, Verslun
Kortavelta Íslendinga í nóvember fór uppí 91,64 milljarða króna, sem er hækkun um 5,6% á ári samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar [RSV].
Erlend kortavelta nemur 17,15 milljörðum króna og hækkar um 3,7% á ári.
RSV bendir einnig á í tilkynningu sinni að;
- Netverslun Íslendinga eykst um 15,1% á s.l. 12 mánuðum og er 18 milljarðar króna í nóvember mánuði.
- Kortaverslun í dagvöruverslunin blómstrar líka í nóvember á 23,2 milljörðum krónum, sem er hækkun um 17,2% á ári.
- Fataverslunin nýtir einnig vel af sér, með 4,07 milljörðum króna kortaveltu í nóvember, sem er hækka um 8,8% á ári.
Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir reglulega kortaveltugögn á Veltunni, www.veltan.is.
Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.
06/12/2023 | Fréttir, Greining, Netverslun-innri, Stafræna umbreytingin, Verslun
Rannsóknasetur verslunarinnar, RSV birtir í dag samanburðartölur á íslenskri og erlendri netverslun fyrir októbermánuð.
Erlend netverslun eykst um 16,8% á milli ára Erlend netverslun nemur 2,4 milljörðum íslenskra króna í október mánuði en það er 16,8% aukning frá því í október í fyrra. Fataverslun eykst um 8,2% á milli ára og er 1,1 milljarður króna og þá hefur erlend netverslun í byggingavöruverslunum aukist um 32,6% á milli ára og er 253 milljónir króna.
Nánari upplýsingar má nálgast inná Veltan.is – Mælaborði Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV)
