Innlend netverslun af fötum er á pari við innflutning frá Kína

Innlend netverslun af fötum er á pari við innflutning frá Kína

Rannsóknasetur verslunarinnar [RSV] birtir í dag niðurstöður frá netverslun Íslendinga á fötum.

Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð.

Viðskiptahættir okkar eru fjölbreyttir og breytast með tímanum.

Nýjasta könnun RSV sýnir að sama hvað gengur á í þjóðfélaginu, við hættum ekkert að kaupa okkur föt eða skó. Það er gömul mýta og ný að við erum alveg hætt að fara út í búð, verslum allt á netinu og fáum allt sent heim. Það er þó alls ekki þannig, yngri kynslóðin er kannski komin með þann vana en stundum þurfum við bara að fara út í búð og máta.

Hér koma nokkrar áhugaverðar tölur fyrir árið 2023 í fataverslun.

  • Tæplega þriðjungur Íslendinga verslar föt og skó á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð og borgar í posa.
  • Tæplega þriðjungur okkar verslar föt á netinu að þá verslum við fjórfalt meira af fötum í erlendri netverslun en af íslenskum fataverslunarfyrirtækjum sem að bjóða upp á netverslun.
  • Tæplega annar hver hlutur sem að Íslendingar (eingöngu einstaklingar) flytja inn, eru föt eða skór (45,5%).
  • Við versluðum jafnmikið í netverslun við innlend fataverslunarfyrirtæki og við fengum sent af fötum frá Kína (3,7 ma.kr.) á árinu 2023.
  • Bretland, Bandaríkin, Víetnam og Holland koma svo fast á hæla Kína í keppninni um vinsæl lönd sem senda okkur föt eftir pantanir okkar í erlendri netverslun.

Fyrir frekari upplýsingar, skoðaðu Veltan.is.

Tollasamningur við Kína undirritaður

Tollasamningur við Kína undirritaður

Viðskiptablaðið greinir í dag frá nýundirrituðum tollasamningi Íslands við Kína.

Í frétta blaðsins kemur m.a. fram að fyrr í þessum mánuði skrifuðu kínversk tollayfirvöld og ríkisskattstjóri undir svokallaða AEO-vottun á tollaráðstefnu í Shenzhen í Kína. Samhliða samkomulaginu sem Kína gerði við Ísland var einnig undirritaður svipaður samningur við afríska ríkið Búrúndí.

AEO stendur fyrir „Authorised Economic Operator“ og hefur verið nefnt „viðurkenndir rekstraraðilar“ á íslensku. AEO er viðurkenning sem veitt er fyrirtækjum sem gegna hlutverki í alþjóðlegu vörukeðjunni.

Að sögn skattsins er kerfinu er fyrst og fremst ætlað að greiða fyrir milliríkjaviðskiptum og auka öryggi alþjóðlegu vörukeðjunnar. Íslensk fyrirtæki sem gegna hlutverki í þessari vörukeðju geta sótt um að hljóta slíka vottun.

SMELLA HÉR fyrir alla greinina. 

 

Eyðsla ferðamanna dregst saman um 23,6% á milli ára

Eyðsla ferðamanna dregst saman um 23,6% á milli ára

Innlend kortavelta eykst um 0,12% á milli ára

Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir mánaðarlega gögn um kortaveltu á Veltunni. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.

Kortavelta innanlands nam 81,8 milljörðum króna í apríl 2024. Það er 0,12% hækkun á milli ára á breytilegu verðlagi. Kortavelta í innlendri netverslun nemur 15,025 ma.kr. og eykst um 17,4% á milli ára. Þá er samdráttur í neyslu ferðamanna á landinu í apríl en erlend kortavelta nemur 16,75 ma.kr. og dregst saman um 23,6% á milli ára.

Innlend kortavelta er tvískipt eftir þjónustu og verslun.
Þjónusta nemur 37,4 milljörðum króna og eykst um 0,8% á milli ára og verslun nemur 44,4 milljörðum króna og dregst saman um 0,5% á milli ára

Nánari upplýsingar um aðra undirflokka má nálgast á Veltunni.

25 ára afmælisráðstefna SVÞ í máli og myndum.

25 ára afmælisráðstefna SVÞ í máli og myndum.

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu héldu hátíðlega uppá 25 ára starfsafmælið sitt á Parliament Hótel Reykjavik v/Austurvöll miðvikudaginn 10.apríl sl., undir þemanu ‘Framtíðin bíður ekki!’

Uppselt var á ráðstefnuna og komust færri að en vildu.

Nú er hægt að nálgast allar upptökur frá 18 viðburðum, fyrirlestrum, pallborðum og Á Trúnó.

Smelltu HÉR til að nálgast sérstaka afmælisútgáfu myndaalbúm sem verður opið til 7.maí nk.
Ath! félagsfólk SVÞ hefur ótakmarkaðan aðgang að öllu efni ráðstefnunnar inn á ‘Mínar síður’

 

25 ára afmælisráðstefna SVÞ – Stemningin

25 ára afmælisráðstefna SVÞ – Stemningin

SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu héldu uppá 25 ára starfsafmæli samtakanna með glæsilegri ráðstefnu á Parliament Hótel Reykjavik v/Austurvöll undir heitinu ‘Framtíðin bíður ekki’

Við komum til með að birta öll myndbönd frá ráðstefnunni á næstu dögum, en hér kemur smá stemningsmyndband sem gefur innsýn inn í ráðstefnuna.