05/04/2023 | Fréttir, Greinar, Í fjölmiðlum, Verslun
Visir birtir í dag grein frá Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu undir fyrirsögninni: ‘Um gróða dagvöruverslana’.
Umræðan um ofurgróða fyrirtækja í dagvöruverslun er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur sprottið upp með reglubundnum hætti svo lengi sem undirritaður hefur fylgst með, sem er orðinn drjúgur tími. Ýmsir hafa þar lagt orð í belg, en fullyrða má að sá aðili sem hefur haft sig mest frammi á þessu sviði er verðlagseftirlit ASÍ. Nýlega var það t.d. fullyrt þar á bæ að dagvöruverslanir hefðu undanfarið, og í ríkara mæli en áður, velt verðhækkunum frá birgjum yfir á neytendur. Ekki var að sjá að þessi staðhæfing væri sérstaklega rökstutt.
Eins og öllum er kunnugt þá hafa verðhækkanir frá birgjum, bæði vegna innfluttrar vöru og innlendrar, verið nær fordæmalausar undanfarna mánuði. Ástæður þess ættu öllum að vera kunnar, en bæði heimsfaraldur og stríðsátök í Evrópu hafa haft veruleg áhrif á framleiðslu- og flutningskostnað um allan heim, með tilheyrandi áhrifum á vöruverð.
Fyrir nokkru birti Samkeppniseftirlitið sk. framlegðargreiningu fyrir nokkra lykilmarkaði á smásölustigi. Einn þessara markaða var dagvöruverslun. Meðal þeirra fullyrðinga sem eftirlitið setur þar fram er að álagning í smásölu á Íslandi sé há í alþjóðlegum samanburði. Þessi fullyrðing er ein af fjölmörgum ágöllum sem hagsmunaaðilar hafa gert athugasemdir við enda á hún ekki við rök að styðjast. Það er beinlínis ekkert í greiningu eftirlitsins sem styður þessa staðhæfingu. Hvorki framlegðar- né hagnaðarhlutfall fyrirtækja á þessum markaði hefur aukist undanfarin ár. Velta fyrirtækja í þessum greinum jókst mikið á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir en álagning jókst hins vegar ekki.
Nú hafa þrjú stærstu fyrirtækin á dagvörumarkaði nýlega birt uppgjör sín. Ekkert í þeim uppgjörum styður fullyrðingar ASÍ og Samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti hafa fyrirtæki á þessum markaði tekið á sig framlegðarskerðingu og með því móti lagt sitt af mörkum til að vinna bug á verðbólgunni sem er hinn sameiginlegi óvinur atvinnulífs og heimila.
SMELLIÐ HÉR til að nálgast greinina á Visir.is
28/03/2023 | Fréttir, Lögfræðisvið SVÞ, Verslun
Samtök atvinnulífsins og SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa tekið saman 23 athugasemdir við greiningu Samkeppniseftirlitsins á að fyrirtæki á íslenskum dagvörumarkaði væru að skila óeðlilega hárri framlegð í núverandi efnahagsástandi.
SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI FRÉTT
27/03/2023 | Fréttir, Greining, Verslun
RSV – Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag vísitölu erlendrar netverslunar fyrir febrúar mánuð 2023.
Þar kemur m.a. fram að Netverslunarvísir RSV, lækkar um 5% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan lækkað um 0,2%. Landsmenn keyptu því 0,2% minna frá erlendum netverslunum í febrúar sl. miðað við í febrúar í fyrra.
Samdráttur í flokki áfengisverslunar – aukning í erlendri netverslun með matvöru, lyfja, heilsu og snyrtivöruverslun.
Mestur var samdrátturinn í flokki áfengisverslunar (-13,2%) en erlend netverslun með fatnað í febrúar sl. dróst saman um 3,9% á milli ára. Mikil aukning var á milli ára í erlendri netverslun með matvöru (68,5%) og vörur frá lyfja-, heilsu- og snyrtivöruverslunum (36,7%).
SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR FRÁ RSV.
17/03/2023 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Verslun, Þjónusta
Formaður VR og LÍV, Ragnar Þór Ingólfsson og formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, Jón Ólafur Halldórsson, undirrituðu í gær, fimmtudaginn 16. mars 2023 samstarfssamning um að vinna markvisst að hæfniaukningu í verslun og þjónustu til ársins 2030.
Samningurinn felur í sér þrjú meginmarkmið. Fram til ársins 2030 er stefnt að því að 80% af starfsfólki fyrirtækja í verslun og þjónustu sæki nám sem hefur að markmiði að auka hæfni og þekkingu. Námið fari fram með reglulegri sí- og endurmenntun samkvæmt nánari þarfagreiningu sem VR/LÍV og SVÞ vinna að í sameiningu hverju sinni. Markmiðið er að tryggja að starfsfólk fyrirtækja í verslun og þjónustu eigi ávallt kost á því námi sem gerir þeim kleift að takast á við þau verkefni sem vinnumarkaður í örri umbreytingu gerir kröfu um. Einnig að fyrirtæki í verslun og þjónustu hafi á hverjum tíma aðgang að hæfu starfsfólki.
Þá verður sérstök áhersla lögð á að auka þekkingu og hæfni þess stóra hóps starfsfólks í verslunar- og þjónustufyrirtækjum sem hefur íslensku sem annað tungumál. Markmiðið er að 80% þessa hóps búi árið 2030 yfir hæfni B12 í íslensku samkvæmt viðmiðum Evrópska tungumálarammans (European Language Portfolio).
Í þriðja lagi er stefnt að því að verslunar- og þjónustugreinin þrói og skilgreini aðferð sem leiði af sér viðurkenningu/vottun á gefnum markmiðum samningsins. Það felur í sér að viðurkennd vottun eða fagbréf verði veitt fyrir starfsgreinar og hæfnisnám/þjálfun starfsfólks í verslun og þjónustu og að fyrirtæki fái viðurkenningu þegar 80% starfsmanna eru árlega í virkri sí- og endurmenntun.
Með samningnum vilja VR/LÍV og SVÞ sýna að það er sameiginlegt viðfangsefni samtaka launafólks í verslunar- og þjónustugreinum og samtaka atvinnurekenda að tryggja að menntun og hæfni starfsfólks sé í takt við þarfir eins og þær eru hverju sinni.
Smellið hér til þess að sjá samninginn í heild sinni.
14/03/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Fyrirtæki milli steins og sleggju
„Það sem við er að glíma núna ef við horfum fyrst og fremst á matvöru- og dagvörugeirann, hvort sem það er heildsala eða smásala, þá höfum við aldrei fengið eins miklar hækkanir erlendis frá eins og á síðasta ári. Ástæðurnar eru flestum kunnar. Bæðið eftirmálar Covid-19 heimsfaraldursins og stríðið í Úkraínu leiddu af sér að heimsmarkaðsverð á hvers kyns hrávöru hækkaði verulega. Það er að stórum hluta orsök þeirrar innfluttu verðbólgu sem við höfum verið að glíma við.“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu í Morgunblaðinu í dag, 14. mars.

Verðhækkanir í pípunum – viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ í Morgunblaðinu 14.mars 2023.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA FRÉTTINA INNÁ MBL.IS
13/03/2023 | Fréttir, Greining, Verslun, Þjónusta
RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar gefur út í dag skýrslu um veltutölur fyrir febrúarmánuð 2023, en þar kemur m.a. fram að heildar greiðslukortavelta hérlendis í febrúar sl. nam tæpum 94 milljörðum kr. og jókst um 26,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Kortavelta innlendra greiðslukorta í verslun hérlendis var 10,8% hærri í febrúar sl. en í febrúar í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Stórmarkaðir og dagvöruverslanir veltu 49,4% af heildinni en sá flokkur er viðvarandi langstærstur í veltu verslunar hérlendis.
[SJÁ NÁNAR FRÉTT FRÁ VEF RSV]