30/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Fréttablaðið birti í dag grein undir fyrirsögninni:
Tugir ábendinga um brögð í tafli í kringum afsláttardaga
Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu segir að Neytendastofa hafi fengið tugi ábendinga á síðustu dögum um verslanir sem sagðar eru hafa haft rangt við í kringum afsláttardaga á borð við Svartan föstudag, Dag einhleypra og Stafrænan mánudag.
Í greininni er einnig vitnað í Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sem segist aldrei verja óheiðarlega viðskiptahætti af því tagi sem hér um ræðir. „Við fylgjumst ekkert sérstaklega með því og það er ekki okkar hlutverk,“ segir hann. Þá bendir hann á að þó að Neytendasamtökunum berist ellefu kvartanir eftir Dag einhleypra, líkt og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna sagði í Kastljósi í síðustu viku, geti það ekki talist mikið.
„Það getur ekki talist mikið í þessum tugþúsundum viðskipta sem eiga sér stað þessa daga, þar sem slíkar kvartanir berast alltaf í kringum þessa stóru daga og útsölur,“ segir Andrés.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA
MYND:
Fréttablaðið
29/11/2021 | Fréttir, Greiningar, Verslun
Áfram horfur á góðri jólaverslun í ár samkvæmt spá Rannsóknarsetri verslunarinnar.
Mikið hefur verið rætt um áhrif kóróna-veirufaraldursins á efnahagslíf í landinu undanfarið og þá ekki síst þegar kemur að verslun.
Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag skýrslu um væntanlega jólaverslun í ár. Þar segir m.a. að þrátt fyrir að spáin í ár geri ekki ráð fyrir að jólaverslun taki stökk, líkt og í fyrra, gerir hún ráð fyrir aukningu í innlendri verslun.
Það er mat RSV að horfur séu áfram á góðri jólaverslun í ár. Verðhækkanir, vöruskortur og vandræði tengd faraldrinum munu þó líklega hafa þær afleiðingar að aukningin verður minni en ella.
Þá gerir spá RSV ráð fyrir því að verslun yfir jólamánuðina verði 59.715 kr. meiri á mann miðað við aðra mánuði ársins, sem gera rúmlega 238.800 kr. fyrir fjögurra manna fjölskyldu.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA SPÁ RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR UM JÓLAVERSLUN 2021
26/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stafræna umbreytingin, Verslun, Þjónusta
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), man tímana tvenna í íslenskri verslun og hefur fylgst vel með þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað í umhverfi hennar hérlendis undanfarna áratugi.
Í viðtali í Fréttablaðinu í dag fer Andrés yfir þá umbreytingu sem stafræna byltingin hefur verið fyrir íslenska verslun og þjónustu, og segir m.a.;
„Eins og allir hafa tekið eftir hefur orðið gífurleg breyting á á öllu umhverfi í verslun á undanförnum árum, ekki síst nú allra síðustu árin. Sú breyting sem orðið hefur samhliða hinni stafrænu byltingu sem er að verða í verslun eins og öðrum atvinnugreinum er risastökk og heimsfaraldurinn hefur flýtt þeirri þróun gífurlega. Breytingar sem áður var búist við að gengju í gegn á fimm árum, ganga nú í gegn á einu til tveimur árum. Sjálfsafgreiðsla í verslunum og öll öppin sem eru í boði eru skýrasta dæmið um þetta. Þróun í þessa átt mun tvímælalaust verða enn hraðari á komandi árum.“
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ
25/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Tími stórinnkaupa er að renna upp með svokölluðum ‘Lokkunardögum’. Verðbólga, áframhaldandi vangaveltur um vöruskort, almennar hækkanir á vöruflutningum og almennt ástandið í heiminum.
Í Kastljósi í gærkveldi ræddu Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakana um stöðu verslunar í landinu á fordæmalausum tímum.
SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA Á ALLT VIÐTALIÐ
22/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ var í viðtali á Morgunútvarpi RÁSAR 2 í morgun ásamt Birni Einarssyni, framkvæmdastjóra Sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip þar sem þeir töluðu um að enginn vöruskortur væri fyrirsjáanlegur á landinu fyrir jólin.
HLUSTA Á ALLT VIÐTALIÐ Á RÁS 2 HÉR
17/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Fréttablaðið fjallar í dag um nýjustu könnun Prósent sem fór fram dagana 30.október til 7. nóvember 2021.
Þar kemur m.a. fram að um 92 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru líkleg til að kaupa jólagjafir í íslenskum verslunum, um 56 prósent í íslenskum vefverslunum, um 17 prósent í verslunum erlendis og um 27 prósent í erlendum vefverslunum.
HÉR ER HÆGT AÐ NÁLGAST ALLA FRÉTTINA