20/11/2020 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés bendir verðlagseftirliti ASÍ á það að 1. desember í fyrra stóð gengisvísitalan í 176 en í dag standi hún í u.þ.b. 208. Þau atriði sem hafa helst áhrif á verðlag innfluttrar vöru á Íslandi er gengi íslensku krónunnar og launin í landinu. Þarna sést vel hversu mikið gengi krónunnar hefur veikst á þessum tíma. Hann segir einnig alla vita hverjar umsamdar launahækkanir hafa verið á liðnu ári. Í þessu ljósi sé ekkert annað að gera en að vísa þessum fullyrðingum til föðurhúsanna.
16/11/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var bæði á RÚV, Vísi og í fréttum Stöðvar 2 síðastliðna daga þar sem hann gagnrýnir harðlega þær tilslakanir sem gerðar voru á sóttvanaraðgerðum þann 13. nóvember sl.
Hann segir hætt við því að aðgerðirnar muni hafa alvarleg áhrif á verslunarstarfsemi nú þegar háannatími greinarinn er að hefjast og að það skjóti skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræðir. Andrés bendir réttilega á að röskun sem þessi á atvinnulífinu muni hafa bein áhrif á skatttekjur ríkissjóðs.
12/11/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Á Vísi í dag, þann 12. nóvember, er m.a. rætt við félagsmann okkar í Elko og við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ um aukna netverslun á tímum COVID.
Andrés segir m.a.: „Það er hverju orði sannara að Covid-19 hefur flýtt mjög öllum stafrænum breytingum og tækniframförum í greininni og við þurfum að halda mjög vel á spilunum til að halda okkar hlutdeild í alþjóðasamkeppni.“
11/11/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, ræddi jólaverslun í heimsfaraldri í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þann 5. nóvember sl.
Í viðtalinu kemur fram að jólaverslunin mun færast mikið yfir á netið eftir aukningu í netverslun í COVID. Íslenskar verslanir hafa tekið sér taki hvað varðar netverslun til að mæta samkomutakmörkunum í faraldrinum. Andrés segist ekki hafa áhyggjur af því að koma vörum heim til neytenda því að auknir möguleikar séu að skapast til að koma vörum til neytenda, með aukinni samkeppni á þeim markaði.
Andrés segir mikilvægt að íslenskar verslanir skapi sér samkeppnisforskot á stóra erlenda netverslunaraðila þar sem alþjóðleg samkeppni eykst sífellt. Almennt fer 20-25% innlendrar verslunar fram í nóvember og desember. Nú eru Íslendingar ekki að ferðast erlendis og íslensk verslun hefur notið góðs af því og má búast við því að jólaverslunin muni líka njóta þess, auk þess sem kaupmáttur hérlendis er enn sterkur. Hann segir einnig verslunardaga á borð við dag hinna einhleypu, svartan föstudag og rafrænan mánudag draga til sín mikið af jólaversluninni.
09/11/2020 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stafræna umbreytingin, Verslun
Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ, var í viðtali hjá Jóni G. á Hringbaut þann 4. nóvember sl.
Í viðtalinu ræða Jónarnir stöðu verslunarinnar, stöðu stafrænnar umbreytingar og stafræna hæfni í íslensku atvinnulífi, og hvatninguna sem SVÞ og VR sendu stjórnvöldum nýverið.
Jón Ólafur bendir á að það sé lífsspursmál fyrir samkeppnishæfni Íslands að taka á stafrænu málunum.
Einnig ræða þeir vefverslun, ferðaþjónustu og orkuskipti.
02/11/2020 | COVID19, Fréttir, Verslun, Þjónusta
Til að taka af allan vafa um fyrirkomulag sóttvarnaraðgerða í verslun og þjónustu höfum við tekið saman
eftirfarandi:
GRÍMUSKYLDA
Grímuskylda er í öllum verslunar- og þjónustufyrirtækjum, fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Starfsfólki ber að fylgja því eftir.
Ef viðskiptavinir virða ekki grímuskyldu ber að meina þeim aðgang að versluninni. Starfsfólk hefur ekki heimild til valdbeitingar. Ef upp koma óleysanleg vandamál með viðskiptavini sem ekki virðir grímuskyldu er bent á að hringja í lögreglu eða neyðarnúmerið 112.
Nálgast má plakat um grímuskyldu á pdf formi til útprentunar hér:
FJÖLDATAKMARKANIR
Matvöru- og lyfjaverslanir:
- Allt að 50 viðskiptavinir í sama rými háð því að unnt sé að viðhafa 2 metra fjarlægð
- Matvöru– og lyfjaverslanir með yfir 1.000 fermetra rými mega hleypa inn 1 viðskiptavini í viðbót fyrir hverja 10 fermetra umfram 1.000 fermetra en þó aldrei fleiri en 100 viðskiptavinum samtals.
Aðrar verslanir:
- Allt að 10 viðskiptavinir í sama rými háð því að unnt sé að viðhafa 2 metra fjarlægð
ATHUGIÐ AÐ FJÖLDATAKMARKANIR GILDA EINGÖNGU UM VIÐSKIPTAVINI ÓHÁÐ FJÖLDA STARFSMANNA.
BIÐRAÐIR
Biðraðir fyrir utan verslanir eða þjónustufyrirtæki eru ekki á ábyrgð viðkomandi fyrirtækis.
Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að hlaða niður pdf af henni:
