Upptaka og glærur frá fræðslufundi um innflutt kjöt

Upptaka og glærur frá fræðslufundi um innflutt kjöt

Húsfyllir var á fræðslufundi Matvælastofnunar um breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti þann 28. nóvember sl.

Upptöku frá fundinum má sjá hér:

Glærur fyrirlesara má nálgast hér fyrir neðan:

Breyttar reglur um innflutning á fersku hráu kjöti til Íslands og staðan á Íslandi og í Evrópu

Brigitte Brugger og Vigdís Tryggvadóttir, MAST

Kampýlóbakter í alifuglakjöti – ábyrgð matvælafyrirtækja

Svava Liv Edgarsdóttir, MAST

Salmonella í eggjum og kjöti – ábyrgð matvælafyrirtækja

Héðinn Friðjónsson, MAST

Eftirlit og viðurlög

Dóra S. Gunnarsdóttir, MAST

Fagnám verslunar og þjónustu

Fagnám verslunar og þjónustu

Nýtt nám fyrir starfsfólk í verslun hefur göngu sína í janúar 2020. Námið er 90 eininga nám á framhaldsskólastigi og er blanda af fjarnámi hjá Verzlunarskóla Íslands og vinnustaðanámi sem fer fram úti í fyrirtækjunum.

Umsækjendum með viðeigandi starfsreynslu úr verslun og þjónustu stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími. Raunfærnimat er ferli þar sem ákveðin aðferðarfræði er notuð til þess að meta og staðfesta færni án tillits til þess hvar hennar hefur verið aflað. Þeir sem fara í  raunfærnimat og fá hæfni sína staðfesta á formlegan hátt, geta látið staðar numið þar og nýtt niðurstöðuna til starfsþróunar. Aðrir, sem það kjósa, geta nýtt raunfærnimatið til styttingar á Fagnámi verslunar og þjónustu.

Sjá frekari upplýsingar hér á vef Stafsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks

Jólaverslun færist framar

Jólaverslun færist framar

Rætt er við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, á mbl.is nýverið þar sem haft er eftir honum að jólaverslun hafi færst sífellt framar síðustu ár.

„Það er já­kvætt að dreifa álag­inu, það er eng­in að kvarta yfir því, en það eru þess­ir stóru dag­ar sem spila stærstu rull­una,“ segir hann m.a.

Umfjöllunina í heild sinni má sjá á vef mbl.is hér.

Ljómandi gott hljóð í kaupmönnum í upphafi jólaverslunar

Ljómandi gott hljóð í kaupmönnum í upphafi jólaverslunar

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ sagði hljóðið í kaupmönnum ljómandi gott þegar hann var spurður í fréttum RÚV í gærkvöldi. Hann sagði enga ástæðu til svartsýni í röðum kaupmanna. Aðspurður um helstu þætti sem hefðu áhrif á jólaverslun sagði Andrés „eins og staðan er hjá okkur í dag þá er nýbúið að gera kjarasamninga sem færir fólki aukinn kaupmátt, það er stöðugleiki framundan í þjóðfélaginu. Allar ytri ástæður eru þannig að það eru engar ástæður til að ætla annað en að jólaverslun fyrir þessi jól verði mjög öflug.“ Andrés segir verulega breytingu að verða á neyslumynstri og hegðun neytenda, bæði séu stórir alþjóðlegir verslunardagar afgerandi í verslun, Black Friday, Cyber Monday og fleiri dagar auk þess sem sífellt stærri hluti verslunar sé að færast á netið.

Fréttina má sjá hér – smellið á 00:07:44 – Jólavertíðin, undir myndbandinu til að fara á réttan stað.