Aldrei meiri velta í verslunum og netverslun springur út!

Aldrei meiri velta í verslunum og netverslun springur út!

Í umfjöllun í hádegisfréttum Bylgjunnar og á Vísi þann 3. janúar, og á Vb.is er rætt við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ. Þar kemur fram að heildarversla í íslenskum verslunum í nóvember var 46 milljarðar og hefur aldrei verið meiri og annað met var slegið þar sem hlutfall netverslunar fór upp í 17%.

> Sjá um umfjöllun í hádegisfréttum Bylgjunnar hér

> Sjá umfjöllun á Vísi hér

> Sjá umfjöllun á Vb.is hér

 

Orðinn langþreyttur á aðgerðarleysi Lögreglunnar gagnvart búðarþjófnaði

Orðinn langþreyttur á aðgerðarleysi Lögreglunnar gagnvart búðarþjófnaði

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, ræddi við þau í Reykjavík síðdegis þann 21. desember um þjófnaði úr verslunum og aðgerðaleysi lögreglu.

Lögreglan hefur gefið til kynna að þau vilji taka á vandanum og hafa stigið einhver skref í þessa átt, en Andrés segir að betur mega ef duga skal. Samtökin hafa átt fjölmarga fundi með lögreglunni og dómsmálaráðherra um þessi mál, þ.á.m. núverandi dómsmálaráðherra. Stærstur hluti vandans er af völdum fólks sem virðist koma gagngert til Íslands í þeim tilgangi að stunda þessa brotastarfsemi og fer svo gjarnan úr landi eftir 3-4 mánuði eftir að hafa jafnvel verið handtekið nokkrum sinnum. Hann segir hinsvegar að það hafi dregið úr þjófnuðum í verslunum í covid, m.a. vegna minni ferða fólks milli landa.

Andrés segir vandamálið alltaf hið sama, hvort sem er fyrir 10 árum eða í dag, vandinn virðist vera að réttarvörslukerfið hafi ekki nægjanlega burði til þess að taka á þessum málum með festu. Hann segir almennt allar stærri verslarnir kæra öll afbrot af þessu tagi til lögreglu, án undantekninga. Boltinn sé hjá lögreglunni og yfirvöldum í þessum málum og Andrés segir þau gera sér algjörlega grein fyrir vandanum, en eins og fyrri daginn sé þetta spurning um forgangsröðun og fjármál. Virkt eftirlit sé heldur ekki með fólki á landamærum og fólk geti farið á milli landa þrátt fyrir að hafa verið ákært, sem sé eitt af því sem gerir þessi mál enn erfiðari að eiga við. Það mikilvægasta sé að fólk sem hefur afbrot sem þessi í hyggju telji þau hafa alvarlegar afleiðingar, það myndi hafa sterkustu varnaðaráhrifin.

Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan:

 

Fjölda­tak­markanir verði rýmkaðar í 200 manns í stærri mat­vöruverslunum

Fjölda­tak­markanir verði rýmkaðar í 200 manns í stærri mat­vöruverslunum

Andrés Magnússon, framkvæmdastjori SVÞ, var í Morgunútvarpi Rásar 2 sl. föstudag þar sem hann ræddi mikilvægi þess að rýmka fjöldatakmarkanir í stórum matvöruverslunum núna rétt fyrir jólin upp í 200 manns. Hann sagði breytinguna 10. desember hafa létt stöðuna mjög og einfaldað versluninni lífið en þá voru fjöldatakmarkanir í verslunum með annað en matvörur og lyf rýmkaðar. Hinsvegar sé nauðsynlegt að hleypa fleirum að á þessum síðustu dögum fyrir jól þegar fólk verslar ferskvöru fyrir hátíðarnar.

>> Hlustaðu á viðtalið hér.

 

Um málið var einnig fjallað í Fréttablaðinu sama dag og má sjá þá umfjöllun hér.

SVÞ fagnar breytingum í viðtali í Speglinum

SVÞ fagnar breytingum í viðtali í Speglinum

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Speglinum á RÚV þann 8. desember þar sem hann fagnaði tilslökunum á sóttvarnarráðstöfunum. Hann sagði langflestar verslanir í landinu vel geta lifað við nýjar reglur og aðlagað sig að þeim og þetta væri fagnaðarefni fyrir geirann. Hann sagði algeng stærð á verslunarrýmum í verslunum t.d. í Kringlunni og Smáralindinni um 100m2 og þessar nýju reglur þýða að það megi vera 100 manns inni í slíkum rýmum sem eigi að duga í langflestum tilfellum. Fyrirtækin sem reka starfsemi í stærri rýmum séu líka almennt búin að skipta þeim rýmum upp í fleiri hólf og þessar reglur gjörbreyta því þegar inni í hverju hólfi geti verið 100 manns í stað 10 áður. Andrés segir jafnfram árið hafa verið gott fyrir verslunina þar sem neysla hefur færst erlendis frá og hingað heim.

Skv. breytingum sem búið er að boða að verði gerðar á sóttvarnarráðstöfunum og taka gildi 10. desember næstkomandi mega allar verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10m2 en að hámarki 100 manns.

 

>> Smelltu hér til að hlusta – viðtalið byrjar ca. 14:55  mín inn.