Fjölda­tak­markanir verði rýmkaðar í 200 manns í stærri mat­vöruverslunum

Fjölda­tak­markanir verði rýmkaðar í 200 manns í stærri mat­vöruverslunum

Andrés Magnússon, framkvæmdastjori SVÞ, var í Morgunútvarpi Rásar 2 sl. föstudag þar sem hann ræddi mikilvægi þess að rýmka fjöldatakmarkanir í stórum matvöruverslunum núna rétt fyrir jólin upp í 200 manns. Hann sagði breytinguna 10. desember hafa létt stöðuna mjög og einfaldað versluninni lífið en þá voru fjöldatakmarkanir í verslunum með annað en matvörur og lyf rýmkaðar. Hinsvegar sé nauðsynlegt að hleypa fleirum að á þessum síðustu dögum fyrir jól þegar fólk verslar ferskvöru fyrir hátíðarnar.

>> Hlustaðu á viðtalið hér.

 

Um málið var einnig fjallað í Fréttablaðinu sama dag og má sjá þá umfjöllun hér.

SVÞ fagnar breytingum í viðtali í Speglinum

SVÞ fagnar breytingum í viðtali í Speglinum

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Speglinum á RÚV þann 8. desember þar sem hann fagnaði tilslökunum á sóttvarnarráðstöfunum. Hann sagði langflestar verslanir í landinu vel geta lifað við nýjar reglur og aðlagað sig að þeim og þetta væri fagnaðarefni fyrir geirann. Hann sagði algeng stærð á verslunarrýmum í verslunum t.d. í Kringlunni og Smáralindinni um 100m2 og þessar nýju reglur þýða að það megi vera 100 manns inni í slíkum rýmum sem eigi að duga í langflestum tilfellum. Fyrirtækin sem reka starfsemi í stærri rýmum séu líka almennt búin að skipta þeim rýmum upp í fleiri hólf og þessar reglur gjörbreyta því þegar inni í hverju hólfi geti verið 100 manns í stað 10 áður. Andrés segir jafnfram árið hafa verið gott fyrir verslunina þar sem neysla hefur færst erlendis frá og hingað heim.

Skv. breytingum sem búið er að boða að verði gerðar á sóttvarnarráðstöfunum og taka gildi 10. desember næstkomandi mega allar verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10m2 en að hámarki 100 manns.

 

>> Smelltu hér til að hlusta – viðtalið byrjar ca. 14:55  mín inn.

Nýjar sóttvarnarráðstafanir breyta öllu fyrir verslanir

Nýjar sóttvarnarráðstafanir breyta öllu fyrir verslanir

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir, í sjónvarpsfréttum RÚV þann 8. desember, breytingar á sóttvarnarráðstöfunum sem gildi taka fimmtudaginn 10. desember mjög ánægjulegar fyrir verslanir. Hann segir þær munu draga úr biðröðum fyrir framan verslanir en samtökin hafa haft áhyggjur af því að það sé meiri smithætta í allskonar biðröðum fyrir utan verslanir heldur en inni í vel rúmgóðum og loftræstum verslunarrýmum.

Skv. breytingum sem búið er að boða að verði gerðar á sóttvarnarráðstöfunum og taka gildi 10. desember næstkomandi mega allar verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10m2 en að hámarki 100 manns.

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA Á FRÉTTINA

 

Verslanir mega hafa upp undir 100 manns inni

Verslanir mega hafa upp undir 100 manns inni

Skv. breytingum sem búið er að boða að verði gerðar á sóttvarnarráðstöfunum og taka gildi 10. desember næstkomandi mega allar verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10m2 en að hámarki 100 manns.

Sjá hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/12/08/COVID-19-Tilslakanir-a-sottvarnaradstofunum-fra-10.-desember/

Gilda þessar ráðstafanir til 12. janúar, nema að annað verði tilkynnt en endurskoðunarákvæði eru í reglugerðum um sóttvarnarráðstafanir.

Viljum meira samráð við sóttvarnaryfirvöld

Viljum meira samráð við sóttvarnaryfirvöld

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Reykjavík síðdegis 1. desember þar sem hann ræddi óbreyttar sóttvarnaraðgerðir til 9. desember. Óskir samtakanna eru að í matvöru- lyfjaverslunum sem eru yfir 1 þúsund fermetrar að stærð geti verið allt að 100 manns í einu og svo 1 fyrir hverja 10 fermetra í viðbót, og í öðrum verslunum upp í 20 manns. Þannig var fyrirkomulagið í vor. Hann segir samtökin hafa haft ástæðu til að ætla að hljómgrunnur hefði verið fyrir þessari tillögu áður en þriðja bylgjan hófst en svo hafi ekki orðið.

Samtökin gagnrýna einnig skort á fyrirsjáanleika, samræmi og samráði bæði við verslanir og atvinnulífið almennt. Erfitt sé fyrir fyrirtæki að skipuleggja sig þegar upplýsingar berist með stuttum fyrirvara, líkt og t.d. var núna þegar aðgerðir voru framlengdar. Ósamræmi er í því t.d. að litlar lyfjaverslanir geti haft 50 manns inni hjá sér, á meðan risastórar verslanir, t.d. byggingavöruverslanir, mega einungis hafa 10 manns í einu.

Andrés segir lítið sem ekkert samráð vera við sóttvarnaryfirvöld, þau séu helst í gegnum fjölmiðla og ekki hafi borist nein almennileg viðbrögð við þessum sjónarmiðum.

Ljóst er að nýliðinn mánuður verður metmánuður í netverslun en jafnramt liggur fyrir að það mun ekki brúa það bil sem þarf til að bæta upp að fólk geti ekki verslað með hefðbundnum hætti. Mikið vanti upp á að sóttvarnaryfirvöld horfi lausnamiðuð á málin.

Hlustaðu á viðtalið hér: