Dómur er fallinn – en hvað svo?

Dómur er fallinn – en hvað svo?

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, skrifaði grein á Vísi þann 12. nóvember. Í greininni fjallar hann um skort á aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við dómi Hæstaréttar þar sem staðfest var lögmæti innflutnings á fersku kjöti. Ríkið skapar sér nú skaðabótaskyldu með því að halda áfram að gera ferskt kjöt upptækt við komu til landsins. Greinina í heild sinni má lesa á vef Vísis hér.

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Opið er fyrir skráningar í Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun en umsóknarfrestur er til 20. janúar 2019. Námið er starfstengt fagháskólanám fyrir verslunarstjóra og einstaklinga með víðtæka reynslu af verslunarstörfum sem hafa áhuga á að efla sig enn frekar í starfi. Hægt er að skrá sig í námið á vefsíðu Bifrastar.

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun er tveggja ára dreifnám með vinnu og eru grunnáfangar þess birgða-, vöru og rekstrarstjórnun, kaupmennska og verslunarréttur sem eru sérstaklega hannaðir fyrir nám í verslunarstjórnun. Einnig taka nemendur áfanga í rekstrarhagfræði, stjórnun, mannauðsstjórnun, þjónustustjórnun og reikningshaldi ásamt einum valáfanga sem nú þegar er kenndur til BS gráðu í viðskiptafræðum við Háskólann á Bifröst og í Háskólanum í Reykjavík.

Hægt er að sitja áfangana þar sem námsmanni hentar, hvort sem er í staðnámi í HR eða í fjarnámi frá Bifröst.

Námið byggir á ítarlegri greiningu á starfi verslunarstjóra og veitir góðan grunn í viðskipta- og verslunarrekstri.

Almenn inntökuskilyrði er stúdentspróf eða sambærilegt nám. Reynsla af verslunarstjórnun eða víðtæk starfsreynsla á sviði verslunar er skilyrði.

Hægt er að afla frekari upplýsingar á www.ru.is og www.bifrost.is

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Segir ríkið vera að skapa sér sjálfkrafa skaðabótaskyldu

Segir ríkið vera að skapa sér sjálfkrafa skaðabótaskyldu

Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ að bregðist stjórnvöld ekki strax við dómi Hæstaréttar um innflutning á fersku kjöti sé ríkið að skapa sér skaðabótaskyldu. „Það hefur legið fyrir mörg undanfarin ár að það væru yfirgnæfandi líkur á að niðurstaða málsins yrði á þann hátt sem síðar varð. Sú afsökun að stjórnvöld hafi ekki haft nægan tíma er bara ekki gild. Umfjöllun má sjá á vef Vísis hér og í tölublaðinu frá 9. nóvember.

Stofnun Faghóps um stafræna verslun

Stofnun Faghóps um stafræna verslun

Undirbúningsfundur að stofnun faghóps um stafræna verslun var haldin í Húsi atvinnulífsins 29. október sl.  Rætt var um í hvers konar málefnum slíkur hópur gæti beitt sér og ákveðið að stefna að formlegum stofnfundi mánudaginn 12. nóvember næstkomandi. 

Helstu mál sem talið var að faghópurinn gæti beitt sér í voru: 

  • Slæm samkeppnisstaða íslenskra netverslana gagnvart erlendum samkeppnisaðilum 
  • Hár flutnings- og sendingarkostnaður sem hamlar dreifingu 
  • Þjónustugæði flutnings- og sendingarþjónustu 
  • Afnám niðurgreiðslna póstflutninga frá Kína vegna alþjóðlegra samninga 
  • Tolla- og virðisaukaskattsmál í tengslum við stöðu íslenskra verslana gagnvart erlendri samkeppni 
  • Flækjustig tollamála og annarrar pappírsvinnu við útflutning, þ.e. fyrir sölu úr íslenskum vefverslunum inn á erlenda markaði 
  • Skortur á aðgengi að sjóðum sem styrkt geta nýsköpun í stafrænni verslun 
  • Nauðsyn þess að efla menntun á sviði stafrænnar verslunar 

SVÞ hvetur alla þá sem koma að einhverju leyti að stafrænni verslun til að taka þátt í starfinu; vefverslanir, tæknifyrirtæki sem þjónusta stafræna verslun, flutningageirinn, markaðsfyrirtæki og aðrir. 

Stofnfundurinn verður haldinn mánudaginn 12. nóvember nk. kl. 13:30 í Hyl, Húsi atvinnulífsins.

Þátttökurétt hafa allir þeir sem eru aðilar að SVÞ. Skráningarsíðu samtakanna má finna hér.  

Þeir sem sækja ætla fundinn eru beðnir um að skrá sig hér fyrir neðan:

* indicates required


Námskeið: Leitarvélabestun vefverslana, 13. nóvember 2018

Námskeið: Leitarvélabestun vefverslana, 13. nóvember 2018

Markaðssetning á leitarvélum er gríðarlega mikilvæg fyrir verslanir sem selja vörur og þjónustu á netinu. Umferð inn á vefsíður kemur í dag almennt mest í gegnum leitarvélar og því mikilvægt að fyrirtæki séu með vöruframboð sitt sýnilegt þegar mögulegir viðskiptavinir eru í kauphugleiðingum.

Farið verður yfir möguleika á leitarvélum, hvernig fyrirtæki geta aukið sýnileika sinn og netsölu með leitarvélabestun.

13. nóvember kl. 9:00-12:00 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík

Kennari: Styrmir Másson, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Sahara.

Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða 4.000kr.

 

SKRÁNING – Námskeið í leitarvélabestun vefverslana

Þriðjudaginn 13. nóvember kl. 9:00-12:00

Vinsamlegast athugið. Flestir viðburðir á vegum SVÞ eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Í skráningarforminu hér fyrir neðan ert þú beðin(n) um að merkja við hvort fyrirtækið þitt er aðili að SVÞ eða ekki. Ef fyrirtækið er ekki aðili biðjum við þig vinsamlegast um að greiða fyrir viðburðinn á staðfestingarsíðunni sem birtist eftir skráningu.

* indicates required




Ertu félagi í SVÞ?