20/02/2024 | Fréttir, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
Reykjavík, 20. febrúar 2024
Til aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
BOÐUN AÐALFUNDAR SVÞ – SAMTAKA VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU
Með bréfi þessu er boðað til aðalfundar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu hinn 14. mars 2024 kl. 08:30 í fundarsalnum Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Ræða formanns SVÞ
2. Skýrsla stjórnar SVÞ fyrir liðið starfsár
3. Reikningar SVÞ fyrir liðið reikningsár
4. Lýst kosningu meðstjórnenda í stjórn SVÞ
5. Lýst kosningu í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
6. Kosning löggilts endurskoðanda SVÞ
7. Breytingar á samþykktum SVÞ
8. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál
Nánar um einstaka dagskrárliði:
Um 2. dagskrárlið
Skýrsla stjórnar SVÞ verður gerð aðgengileg á vefsvæði SVÞ fyrir fundinn. Á fundinum verður gerð grein fyrir helstu atriðum skýrslunnar.
Um 3. dagskrárlið
Reikningar SVÞ fyrir reikningsárið 2023 munu liggja fyrir á skrifstofu SVÞ aðildarfyrirtækjum til skoðunar eigi síðar en frá með 7. mars 2024. Á fundinum verður gerð grein fyrir efni þeirra.
Um 4. og 5. dagskrárliði
Til samræmis við ákvæði 2. málsl. 2. mgr. 14. gr. sbr. 2. mgr. 15. gr. samþykkta SVÞ skal kjósa þrjá meðstjórnendur til tveggja ára á aðalfundi SVÞ 2024, þ.e. kjörtímabilið milli aðalfunda 2024 og 2026.
Kjörnefnd SVÞ 2024 yfirfer framkomin framboð til stjórnar SVÞ og fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins. Framboðsfrestur rennur út 22. febrúar 2024. Berist nefndinni fleiri en þrjú framboð til stjórnar SVÞ eða fleiri framboð til fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins en sem nemur fulltrúasætum SVÞ munu kjörgögn væntanlega verða send aðildarfyrirtækjum 23. febrúar 2024. Kosningarnar verða rafrænar og er áætlað að þær hefjist 28. febrúar 2024 og þeim ljúki 12. mars 2023 kl. 12:00.
Um 7. dagskrárlið
Í ljósi afkomu síðasta reikningsárs leggur stjórn SVÞ til að við samþykktir SVÞ frá 26. maí 1999, með síðari breytingum, verði bætt nýju ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. skal veita aðilum að SVÞ, samkvæmt ákvæðum II. kafla, 3% afslátt af árgjaldi árið 2024. Afslátturinn skal veittur af árgjaldinu eftir að það hefur verið ákvarðað skv. 2. mgr. 9. gr. og skal jafnframt taka til lágmarks- og hámarksárgjalds.
Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu

formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
___________
SMELLIÐ HÉR FYRIR SKRÁNINGU Á AÐALFUND SVÞ.
19/10/2023 | Fréttir, Innra starf, Viðburðir
SA – Samtök atvinnulífsins heldur sinn árlega ársfund í Borgarleikhúsinu 19.október kl. 15:00
Bein útsending og upptaka má finna hér fyrir neðan.
Ársfundur atvinnulífsins 2023 from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.
15/08/2023 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
Opin ráðstefna SVÞ … vegferðin, áskorarnirnar og tækifærin!
Við keyrum haustið í gang á fullum krafti með opinni ráðstefnu SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu með ráðstefnunni: Verslun og þjónusta á gervigreindaröld.
Dagsetning: fimmtudagurinn 24. ágúst 2023
Tími: 16:30 – 18:00
Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartún 35, 105 Reykjavík
SKRÁNING NAUÐSYNLEG!
Smellið hér fyrir allar nánari upplýsingar og skráningu!
12/05/2023 | Fréttir, Verslun, Viðburðir
Notkun reiðufjár í verslun og þjónustu er yfirskrift ráðstefnu sem Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök verslunar og þjónustu standa sameiginlega.
Dagsetning: fimmtudaginn 1. júní 2023
Staður: Grand hótel Reykjavík.
Tími: 9:00 til 11:00.
Á fundinum mun Bengt Nilervall hjá Svensk Handel halda erindi um reynslu Svía á þessu sviði. Auk þess mun Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, fara yfir hvernig málið horfi við Seðlabankanum. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem meðal annars verður rýnt í notkun reiðufjár út frá sjónarhóli fjármálastofnana, verslunar og lögregluyfirvalda.
Dagskrá:
- Bengt Nilervall hjá Svensk Handel.
- Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
Pallborðsumræður:
- Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi.
- Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
- Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
- Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.
Smelltu HÉR fyrir skráningu.
31/03/2023 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla, Viðburðir
Aðalfundur SSSK – Samtaka sjálfstæðra skóla
Dagur: Þriðjudagurinn, 25.apríl 2023
Tími: 16:00 – 18:00
Staður: Hús verslunarinnar, Hylur 1.hæð
_________
Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:
- Skýrsla stjórnar
- Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
- Umræður um skýrslu og reikninga
- Félagsgjöld ársins
- Kosning formanns og varaformanns
- Kosning meðstjórnenda og varamanna
- Kosning tveggja skoðunarmanna
- Önnur mál
Eftir hefðbundin aðalfundastörf gera félagsmenn sér glaðan dag.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
SKRÁNING HÉR!
31/03/2023 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
EuroCommerce og McKinsey bjóða félagsfólki SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu inn á einstakan vefviðburð til að kynna skýrslu þeirra um stöðu matvælaverslana fyrir árið 2023.
Viðburðurinn fer fram 18. apríl kl. 11:30-12:30 CEST (09:30 á íslenskum tíma)
Sérfræðingar EuroCommerce og McKinsey sem og leiðtogar í geiranum munu taka þátt og ræða tölfræði sem móta matvælaverslanir á árinu og hvað þarf til að takast á við markaðsóvissu til að tryggja rekstur matvælaverslana í framtíðinni.
Farið verður yfir niðurstöður úr nýjustu skýrslu McKinsey um stöðu matvælageirans fyrir 2023.
Allar nánari upplýsingar ásamt skráningarhlekk má finna á vefsíðu McKinsey – SMELLIÐ HÉR!