Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Samtaka atvinnulífsins 2022

Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Samtaka atvinnulífsins 2022

Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins fyrir 8. september.

Verðlaunin eru veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Umhverfisdegi atvinnulífsins 5. október í Hörpu.

Tekið er við tilnefningum með tölvupósti á sa@sa.is merktum:

„Tilnefning til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins“.

Veitt eru tvenn verðlaun; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins.

Dómnefnd velur úr tilnefningum* og mun meðal annars skoða eftirfarandi þætti:

  • Umhverfisfyrirtæki ársins
  • Hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi
  • Hefur aflað viðurkenninga fyrir starfsemina/afurðirnar
  • Hefur sjálfbæra nýtingu í stefnu sinni
  • Hefur dregið úr úrgangi og nýtir aðföng vel
  • Innra umhverfi er öruggt
  • Áhættumat hefur verið gert fyrir starfsemina
  • Gengur lengra en lög og reglur segja til um til að draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið
  • Framtak ársins
  • Hefur efnt til athyglisverðs átaks til að draga úr umhverfisáhrifum af starfsemi sinni
  • Hefur komið fram með nýjung – vöru, þjónustu eða aðferð – sem hefur jákvæð umhverfisáhrif*Einungis er hægt að tilnefna skráða félagsmenn Samtaka atvinnulífsins til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins.

Dagskrá verður birt er nær dregur.

Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.

SMELLTU HÉR FYRIR ALLA FRÉTTINA

Ertu að skilja peningana eftir á borðinu? – Stafræn markaðsetning fyrir stjórnendur fyrirtækja

Ertu að skilja peningana eftir á borðinu? – Stafræn markaðsetning fyrir stjórnendur fyrirtækja

Viðburður fyrir félagsfólk SVÞ

Ertu að skilja peningana eftir á borðinu? – Stafræn markaðsetning fyrir stjórnendur fyrirtækja

Samkvæmt nýlegri könnun Prósents telja íslenskir stjórnendur netöryggi og stafræna markaðssetningu þá tvo þætti sem hérlend fyrirtæki vantar helst upp á í stafrænum málum.
Ýmsir sérfræðingar í stafrænni markaðssetningu hérlendis telja að íslensk fyrirtæki séu ca. 5-7 árum eftir á löndum á borð við Norðurlöndin og hvað þá í Bandaríkin. Margir sem veita þjónustu á þessu sviði eru sammála um að almenna stórnendur skorti skilning og þekkingu á þessum málum sem verði til þess að peningar og möguleikar á samkeppnisforskoti séu skildir eftir á borðinu.

Til að stafræn markaðssetning geti nýst betur og skilað þeirri arðsemi sem hún getur þurfi að auka skilning stjórnenda og byggja upp betri þekkingu innan fyrirtækjanna, ekki síst til að geta nýtt utanaðkomandi þjónustu með betri árangri.

Í fyrirlestrinum fer Þóranna yfir margt það helsta sem almennir stjórnendur þurfa að vita og skilja varðandi stafræna markaðssetningu, stóru myndina, möguleikana sem hún
býður upp á og peningana sem skildir eru eftir á borðinu með því að nýta hana ekki til fulls.

Fyrirlesari: Þóranna K. Jónsdóttir,sérfræðingur í stafrænni markaðsetningu.
Dagsetning og tími: 11. maí kl. 8:30-09:30
Staður: Inná Zoom herbergi SVÞ

ATH!
Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ

SKRÁÐU ÞIG HÉR

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Þann 19. janúar nk. stendur SVÞ fyrir fræðslu til félagsmanna sem eiga í viðskiptum í atvinnuskyni þar sem greitt er með reiðufé, hvort sem viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð EUR 10,000 eða meira.

Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsmönnum hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.

Farið verður yfir helstu kröfur laganna ásamt því að lögð verða fram sniðmát af þeim skjölum sem þurfa að vera til staðar.

Viðburðurinn fer fram á ZOOM svæði SVÞ og er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Framtíðin er græn og stafræn

Framtíðin er græn og stafræn

Sérfræðingar Krónunnar í stafrænum lausnum og sjálfbærni; þau Lilja Kristín Birgisdóttir og Sigurður Gunnar Markússon ætla að deila vegferð Krónunnar á sérstökum vef-fyrirlestri, miðvikudaginn 12. janúar n.k, undir fyrirsögninni;

Framtíðin er græn og stafræn, vegferð Krónunnar á sviði stafrænnar þróunar og umhverfismála

Hvernig getur fyrirtækið þitt vaxið og dafnað á tímum stafrænna umbreytinga og svarað kröfu samfélagsins til umhverfismála?

Upplifun viðskiptavina er ávallt í forgrunni hjá Krónunni. Umhverfið breytist, viðskiptavinir sömuleiðis og vill Krónan breytast í takt.

Til að svo verði þarf oft að taka framúrstefnulegar og djarfar ákvarðanir. Í erindinu verður fjallað um vegferð Krónunnar á sviði stafrænnar þróunar og umhverfismála á síðustu árum og hvernig þessir tveir mikilvægu þættir geta haldist í hendur.

Fyrirlesturinn verður í beinni á Zoom.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ

Sjálfbærnidagur atvinnulífsins: Eru viðskiptatækifæri í kolefnishlutleysi?

Sjálfbærnidagur atvinnulífsins: Eru viðskiptatækifæri í kolefnishlutleysi?

Samtök atvinnulífsins og EY á Íslandi taka höndum saman og setja á laggirnar árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni og UFS viðmiðum.

Edward Sims, sjálfbærnisérfræðingur EY í Evrópu og aðalfyrirlesari Sjálfbærnidagsins segir m.a.; „Viðskiptavinir eru líklegri til að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Þessari þróun mun aðeins vaxa ásmegin“

Sjálfbærnidagurinn fer fram í fyrsta sinn 24. nóvember 2021 frá 09:00 – 12:30 með veglegri dagskrá og vinnustofu í Hörpu.
Í ár er sjónum beint að kolefnishlutleysi.

SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI DAGSKRÁ OG SKRÁNINGU