Skráning hafin á Umhverfisdag atvinnulífsins

Skráning hafin á Umhverfisdag atvinnulífsins

Skráning er hafin á Umhverfisdag atvinnulífsins sem haldinn verður miðvikudaginn 17. október í Hörpu kl. 8.30-12.00. Að viðburðinum standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu. Sameiginleg dagskrá hefst kl. 8.30 og stendur til 10. Málstofur hefjast kl. 10.30 og standa til kl. 12. Boðið verður upp á létta hádegishressingu og netagerð að lokinni dagskrá.

DAGSKRÁ

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA

Sigsteinn Grétarsson, Arctic Green Energy
Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs og um langa hríð yfirmaður hjá loftslagssamningi S.þ.
Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍÁ viðburðinum verða Umhverfisverðlaun atvinnulífsins afhent en hægt er að senda inn tilnefningar fram til 12. september. Það er Ragna Sara Jónsdóttir, formaður dómnefndar og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem munu afhenda verðlaunin.Dagskrá tveggja málstofa verður birt þegar nær dregur, en annars vegar verður fjallað um alþjóðaviðskipti og loftslagsmál og hins vegar grænar lausnir atvinnulífsins.

Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.

Sundabraut – að afloknum kosningum

Sundabraut – að afloknum kosningum

Á vel heppnuðum fundi, sem fjögur samtök í atvinnulífinu héldu með þátttöku frambjóðenda helstu framboðanna í Reykjavík, í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga,  bar margt á góma. Fjölmörg hagsmunamál er varða samskipti atvinnulífs og borgaryfirvalda voru þar tekin til umfjöllunar. Eitt þeirra var viðhorf framboðanna til Sundabrautar, en það vakti sérstaka athygli að nær öll framboðin voru þeirrar skoðunar að ráðast ætti í þá stóru framkvæmd.

Sundabraut er búin að vera á inni á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar frá 1984. Þegar fyrri umræður um málið eru skoðaðar,  kemur í ljós að þessi framkvæmd hefur jafnan notið almenns stuðnings, bæði borgaryfirvalda og þeirra ráðherra sem farið hafa með samgöngumál.  Ekki þarf að fjölyrða um ástand samgöngukerfisins og þann mikla umferðarþunga sem er á vegunum nú 34 árum eftir að Sundbraut kom fyrst á aðalskipulag.  Það má segja að ástandið sé nú orðið að stóru vandamáli, bæði út á þjóðvegum til og frá höfuðborgarsvæðinu og innan borgarinnar. Þegar horft er til þeirrar miklu aukningar á umferð til og frá borginni á undanförnum árum, bæði vegna vöruflutninga og ekki síður vegna fólksflutninga verður að teljast sérkennilegt að ekkert hafi gerst allan þennan tíma. Sennilega er engin ein samgönguframkvæmd hér á landi eins aðkallandi og Sundabraut.

Á síðustu tuttugu árum hefur samgöngukerfið til og frá Sundahöfn og Vogabakka ekkert breyst, engar umtalsverðar lagfæringar eða viðbætur. Sæbrautin er einfaldlega löngu sprungin, en um þá samgönguæð fara nær allir vöruflutningar til og frá landinu, ef frá er skilið eldsneyti og framleiðsla stóriðjuvera. Því til viðbótar fara um Sæbraut þeir 130 þúsund ferðamenn sem koma til landsins á hverju ári með skemmtiferðaskipum. Nýlegar kannanir sýna að ferðatími innan höfuðborgarsvæðisins er að aukast með tilheyrandi kostnaði og óþægindum bæði fyrir íbúana og atvinnulífið í borginni.

Öll rök í þessu máli hníga í eina átt. Pólitískur vilji er til staðar. Þörfin fyrir framkvæmdinni fyrir atvinnulíf og íbúa liggur í augum uppi. Kominn er tími á athafnir í stað orða.

Fræðslufundurinn „Hvað kaupa erlendir ferðamenn?“

Fræðslufundurinn „Hvað kaupa erlendir ferðamenn?“

„Hvað kaupa erlendir ferðamenn?“ var yfirskrift fræðslufundar á vegum SVÞ sem haldinn var 2. maí.
Fundurinn vakti mikla lukku og komust færri að en vildu, en sem betur fer var hann tekinn upp.
Hér má horfa á fundinn í heild sinni á Facebook.

Hér má svo lesa glærurnar frá fundinum:

Íslensk ferðaþjónusta – Elvar Orri Hreinsson & Bjarnólfur Lárusson

Smásöluverslun til útlendinga – Árni Sverrir Hafsteinsson

Leiðtogaumræður í Reykjavík 2018

Leiðtogaumræður í Reykjavík 2018

Oddvitar stærstu framboðanna í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi, mætast á opnum fundi í Gamla bíó, miðvikudaginn 9. maí kl. 8.30-10.

SA, SAF, SI og SVÞ boða til fundarins þar sem rætt verður um sambúð borgar og atvinnulífs.

Þátt taka, Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Eyþór Arnalds, Sjálfstæðisflokknum, Ingvar Jónsson, Framsóknarflokknum, Líf Magneudóttir, Vinstri-grænum, Vigdís Hauksdóttir, Miðflokknum og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Viðreisn.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI spyrja frambjóðendur um helstu stefnumál þeirra gagnvart atvinnulífinu en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, stýrir fundi.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vefnum.
Boðið verður upp á létta morgunhressingu, kaffi og með því.

Hér má skrá sig

Hvað kaupa erlendir ferðamenn?

Hvað kaupa erlendir ferðamenn?

Samtök verslunar og þjónustu boða til fundar miðvikudaginn 2.maí kl. 8:30 – 10.00 í Kviku, Borgartún35.

Morgunverður í boði frá kl. 8.00.

Dagskrá:

Erlend ferðamannaverslun og netverslun – upplýsingar úr greiðslumiðlun

Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarsetur verslunarinnar.

Íslensk ferðaþjónusta

Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri í Verslun og þjónustu og Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Samskiptum og greiningu hjá Íslandsbanka kynna nýja skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu.
Fundarstjóri verður Margrét Sanders, formaður SVÞ

NM87858 Fræðslufundur 25_04_20183

Fundurinn er opinn öllum en uppbókað er á hann og greinilegt að mikill áhugi er fyrir þessu umfjöllunarefni.

Aðalfundur SSSK

Aðalfundur SSSK

Aðalfundur Samtaka sjálfstæðra skóla verður haldinn þriðjudaginn 24. apríl 2018 milli kl. 15:00 og 16.30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Kviku, 1. hæð

Setning: Kristján Ómar Björnsson, formaður SSSK

Margrét Theodórsdóttir, skólastjóri Tjarnaskóla, stýrir fundinum.

Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:

  • Skýrsla stjórnar
  • Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
  • Umræður um skýrslu og reikninga
  • Félagsgjöld ársins
  • Kosning formanns og varaformanns
  • Kosning meðstjórnenda og varamanna
  • Kosning tveggja skoðunarmanna
  • Önnur mál

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fer Þorsteinn Guðmundsson, leikari, með gamanmál.

Framboð til stjórnar þurfa að berast formanni stjórnar í síðasta lagi fyrir upphaf aðalfundar. 

Fulltrúar rekstraraðila, skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og aðrir stjórnendur eru hjartanlega velkomnir.

Skráning hjá aslaug@svth.is