Mikil þátttaka og fjölmargar spurningar um ný lagaákvæði um einnota plastvörur
3. júli 2021 tekur í gildi bann við að setja hinar ýmsu einnota plastvörur á markað ásamt nýjum ákvæðum um endurgjaldsskyldu, merkingarskyldu og samsetningarskyldu. Ákvæði laganna hafa víðtæk áhrif á birgja, verslanir og matsölustaði og því mikilvægt að byrja nú þegar að skipuleggja starfssemi sína í samræmi við lögin. Dr. Gró Einarssdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunnar, fór í veffyrirlestri yfir hvað felst í lögunum, hvað verði leyfilegt og hvað ekki og hvaða lausna er hægt að leita. Fjallað var um hvað plast er, hvað einnota er, hvað er bannað að setja á markað, hvað er bannað að afhenda án endurgjalds og hvernig beri að merkja einnota plastvörur. Umhverfisstofnun sér um upplýsingagjöf og eftirlit með ákvæðunum við banninu um einnota plastvörur á markað.
Mikil þátttaka var á fundinum og fjölmargar spurningar kviknuðu í kjölfar fyrirlestursins sem sést best á því að það sem átti að vera klukkustundarlangur veffundur varð 20 mínútum lengri. Ljóst er að ýmsu er að huga í þessum málum.
Hér má hlaða niður glærum Dr. Gró úr fyrirlestrinum: Einnota plastvörur kynning fyrir SVÞ 14 april 2021
Hér á vefnum SamanGegnSoun.is má sjá leiðbeiningar um einnota plastvörur fyrir fyrirtæki: https://samangegnsoun.is/einnota-plastvorur/
Félagsfólk í SVÞ getur nú séð upptöku af fundinum á félagasvæðinu á innri vefnum. Ef þú ert ekki þegar komin/n með aðgang, þá finnurðu upplýsingar um hann hér: svth.is/fa-adgang
Dr. Gró verður aftur með okkur í næstu viku til að ræða bann við afhendingu á burðarpokum úr plasti. Ljóst er af fyrri fyrirlestrinum að þar kann að þurfa að huga að fleiri atriðum ef fólk hefur áður gert sér grein fyrir. Frekari upplýsingar og skráning á þann viðburð má finna hér.