Tollmiðlaranámskeið

Tollmiðlaranámskeið

Tollskóli ríkisins hefur tekið upp samstarf við fræðslufyrirtækið Promennt um utanumhald og framkvæmd á námskeiði fyrir tollmiðlara um ýmis atriði er lúta að samskiptum við tollayfirvöld.

Kennarar eru sérræðingar hjá Skattinum-Tollgæslu Íslands og er nú í fyrsta sinn boðið upp á námskeiðið í fjarnámi.

Frekari upplýsingar og skráning hér: https://www.promennt.is/is/namsleidir/markads-og-solunam/tollmidlaranamskeid

Mikil þátttaka og fjölmargar spurningar um ný lagaákvæði um einnota plastvörur

Mikil þátttaka og fjölmargar spurningar um ný lagaákvæði um einnota plastvörur

3. júli 2021 tekur í gildi bann við að setja hinar ýmsu einnota plastvörur á markað ásamt nýjum ákvæðum um endurgjaldsskyldu, merkingarskyldu og samsetningarskyldu. Ákvæði laganna hafa víðtæk áhrif á birgja, verslanir og matsölustaði og því mikilvægt að byrja nú þegar að skipuleggja starfssemi sína í samræmi við lögin. Dr. Gró Einarssdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunnar, fór í veffyrirlestri yfir hvað felst í lögunum, hvað verði leyfilegt og hvað ekki og hvaða lausna er hægt að leita. Fjallað var um hvað plast er, hvað einnota er, hvað er bannað að setja á markað, hvað er bannað að afhenda án endurgjalds og hvernig beri að merkja einnota plastvörur. Umhverfisstofnun sér um upplýsingagjöf og eftirlit með ákvæðunum við banninu um einnota plastvörur á markað.

Mikil þátttaka var á fundinum og fjölmargar spurningar kviknuðu í kjölfar fyrirlestursins sem sést best á því að það sem átti að vera klukkustundarlangur veffundur varð 20 mínútum lengri. Ljóst er að ýmsu er að huga í þessum málum.

Hér má hlaða niður glærum Dr. Gró úr fyrirlestrinum: Einnota plastvörur kynning fyrir SVÞ 14 april 2021

Hér á vefnum SamanGegnSoun.is má sjá leiðbeiningar um einnota plastvörur fyrir fyrirtæki: https://samangegnsoun.is/einnota-plastvorur/

Félagsfólk í SVÞ getur nú séð upptöku af fundinum á félagasvæðinu á innri vefnum. Ef þú ert ekki þegar komin/n með aðgang, þá finnurðu upplýsingar um hann hér: svth.is/fa-adgang

Dr. Gró verður aftur með okkur í næstu viku til að ræða bann við afhendingu á burðarpokum úr plasti. Ljóst er af fyrri fyrirlestrinum að þar kann að þurfa að huga að fleiri atriðum ef fólk hefur áður gert sér grein fyrir. Frekari upplýsingar og skráning á þann viðburð má finna hér.

Horfðu á upptökuna! Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði

Horfðu á upptökuna! Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði

Í tilefni af aðalfundi SVÞ var frumsýndur þátturinn Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði, fimmtudaginn 18. mars kl. 10:00.

Stafræn þróun, ásamt þróun til aukinnar sjálfbærni, er stærsta umbreytingaverkefni sem íslenskt atvinnulíf og vinnumarkaður standa frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskt samfélag í heild taki sig saman til að styðja þá umbreytingu, þar sem samkeppnishæfni þjóðarinnar og lífsgæði okkar allra eru undir. Í þættinum var fjallað um áhrif stafrænnar umbreytingar, þau tækifæri og áskoranir sem í henni felast, stöðu íslensks atvinnulífs á því sviði og það verkefni sem við eigum fyrir höndum að uppfæra Ísland.

Rætt var við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar um áhrif stafrænnar umbreytingar fyrir íslenskt atvinnulíf, vinnumarkað og samfélag, hlutverk stjórnvalda í stuðningi við atvinnulífið á þessari vegferð og hvað íslensk stjórnvöld hyggjast gera á því sviði. Einnig var rætt við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ og forstjóra Olís um stöðu íslensks atvinnulífs í stafrænni umbreytingu og nauðsynlegar aðgerðir.

Frændfólk okkar á Norðurlöndunum eru undantekningarlaust í topp 10 sætunum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að stafrænni umbreytingu. Í þættinum skyggndumst við inn í hvernig hlutirnir eru gerðir þar og ræddum við fulltrúa Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um mikilvægi stuðnings stjórnvalda við atvinnulífið, hvað verið er að gera í viðkomandi landi o.fl. Viðmælendur okkar frá Norðurlöndunum  voru: Hanna Marttinen-Deakins, Senior Director, Digitalisation, Business Finland Jan Damsgaard, Professor við stafrænu deildina í Copenhagen Business School, fulltrúi í danska Disruption ráðinu á vegum stjórnvalda og stjórnarmaður í SMV:Digital Lena Carlsson, Deputy Director General, Regeringskansliet, Infrastrukturdepartmentet (innviðaráðuneytið), Digital Society Division í Svíþjóð. Lena fer fyrir stafrænum stefnumálum sænsku ríkisstjórnarinnar. Paul Chaffey, Statssekretær, Kommunal- og moderniseringsdepartmentet, helsti ráðgjafi ráðherra stafrænna mála í Noregi

Fagnám fyrir starfandi verslunarfólk

Fagnám fyrir starfandi verslunarfólk

Hefur þú kynnt þér fagnám verslunar- og þjónustu við Verzlunarskóla Íslands fyrir þitt starfsfólk?

Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlanir.

 

Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar