15/01/2019 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Hvernig færðu fólk til að skrá sig á póstlistann þinn?
Kennari: Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ og SAF
Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Hvenær: Þriðjudaginn 22. janúar kl. 8:30-10:00
Í framhaldi af námskeiði með Þórönnu sem haldið var síðastliðið haust um áhrifaríka markaðssetningu með tölvupósti, verður nú boðið upp á námskeið í því hvernig byggja má upp tölvupóstlista fyrirtækisins til notkunar í markaðssetningu. Ekki er nauðsynlegt að hafa sótt fyrra námskeiðið.
Farið verður yfir hinar ýmsu leiðir til að fá fólk til að skrá sig á listann, svo sem:
- Staðsetningar skráningarforma á vefnum
- Notkun samfélagsmiðla við að byggja upp póstlistann
- Notkun efnis til að fá fólk á listann (efnismarkaðssetning)
Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða kr. 2.500,-
Athugið að boða þarf forföll í síðasta lagi á hádegi daginn fyrir námskeið með tölvupósti á svth@svth.is, annars fæst ekki endurgreitt.
Skráningu lýkur kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 21. janúar.
Vinsamlegast smelltu á hnappinn til að fara á skráningarformið. Athugið að ef þú ert ekki félagsmaður, þá biðjum við þig að ganga frá greiðslu í gegnum hnappinn sem birtist með skráningarstaðfestingunni.
10/01/2019 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Framkvæmdastjóri SVÞ var í viðtali í morgunútvarpi Bylgjunnar í morgun um skýlaus lögbrot ríkisins í kjötmálinu.
Hér má heyra viðtalið: http://www.visir.is/k/1585c218-4bb7-42bd-89cb-9725abb040b2-…
07/01/2019 | Fréttir, Verslun
Kynningarfundur á Diplómanámi í viðskiptafræði og verslunarstjórnun verður haldin þann 10. janúar kl. 14.00-14.40 í salnum á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Allar frekari upplýsingar á vef Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks hér: http://www.starfsmennt.is/is/um-sjodinn/frettir/category/2/kynningarfundur-um-diplomanam-i-vidskiptafraedi-og-verslunarstjornun
04/01/2019 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Margrét Sanders, formaður SVÞ, ræddi gjafabréf og breytingar í verslun í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 2. janúar sl. Viðtalið má heyra hér: http://www.visir.is/k/91b5728d-fd87-4ca7-a979-df4ad8d92dbb-1546451224192
03/01/2019 | Fréttir
Starfsfólk SVÞ óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs!
03/01/2019 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Mikið hefur verið rætt við okkar fólk í fjölmiðlum í kringum hátíðarnar. Á aðfangadag birtist umfjöllun á mbl.is þar sem rætt var við Margréti Sanders, formann SVÞ, um jólaverslunina og samkeppnishæfni íslenskrar verslunar. Umfjöllunina má sjá hér: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2018/12/24/islensk_verslun_samkeppnishaef/