Fræðslufundurinn „Hvað kaupa erlendir ferðamenn?“

Fræðslufundurinn „Hvað kaupa erlendir ferðamenn?“

„Hvað kaupa erlendir ferðamenn?“ var yfirskrift fræðslufundar á vegum SVÞ sem haldinn var 2. maí.
Fundurinn vakti mikla lukku og komust færri að en vildu, en sem betur fer var hann tekinn upp.
Hér má horfa á fundinn í heild sinni á Facebook.

Hér má svo lesa glærurnar frá fundinum:

Íslensk ferðaþjónusta – Elvar Orri Hreinsson & Bjarnólfur Lárusson

Smásöluverslun til útlendinga – Árni Sverrir Hafsteinsson

Leiðtogaumræður í Reykjavík 2018

Leiðtogaumræður í Reykjavík 2018

Oddvitar stærstu framboðanna í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi, mætast á opnum fundi í Gamla bíó, miðvikudaginn 9. maí kl. 8.30-10.

SA, SAF, SI og SVÞ boða til fundarins þar sem rætt verður um sambúð borgar og atvinnulífs.

Þátt taka, Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Eyþór Arnalds, Sjálfstæðisflokknum, Ingvar Jónsson, Framsóknarflokknum, Líf Magneudóttir, Vinstri-grænum, Vigdís Hauksdóttir, Miðflokknum og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Viðreisn.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI spyrja frambjóðendur um helstu stefnumál þeirra gagnvart atvinnulífinu en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, stýrir fundi.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vefnum.
Boðið verður upp á létta morgunhressingu, kaffi og með því.

Hér má skrá sig

Fréttatilkynning – Neytendasamtökin og SVÞ hafa óskað upplýsinga um útreikning á tollkvótum á kjöti

Fréttatilkynning – Neytendasamtökin og SVÞ hafa óskað upplýsinga um útreikning á tollkvótum á kjöti

Meðfylgjandi er sameiginleg fréttatilkynning Neytendasamtakanna og Samtaka verslunar og þjónustu vegna erindis sem samtökin hafa sent á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti þar sem óskað er upplýsinga um útreikning á tollkvótum á kjöti. Tilefni þessa erindis er frétt ráðuneytisins frá því í síðustu viku þar sem boðaðar voru breytingar á þeirri framkvæmd.

Nánari upplýsingar gefa:

  • Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, s. 511-3000/820-4500
  • Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, s. 824-1225

Fréttatilkynning

Erindi SVÞ og NS vegna útreikninga tollkvóta á kjöti

Aðalfundur SSSK 2018

Aðalfundur SSSK 2018

Screen Shot 2018-04-25 at 13.17.25
Nýkjörin stjórn SSSK, frá vinstri: Ingibjörg Jóhannesdóttir, Þórdís Jóna Sigurðardóttir varaformaður, Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður, Jón Örn Valsson, María Sighvatsdóttir, Guðmundur Pétursson, Sigríður Stephensen og Gísli Rúnar Guðmundsson.

Aðalfundur SSSK var haldinn þriðjudaginn 24. apríl í Kviku, Húsi atvinnulífsins. Þar var Sara Dögg Svanhildardóttir, Arnarskóla, kjörin formaður SSSK og Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar var kjörin varaformaður. Meðstjórnendur voru kjörnir: Gísli Rúnar Guðmundsson, skólastjóri grunnskólans NÚ, Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri Skóla ehf og María Sighvatsdóttir, leikskólastjóri Vinagarði.
Varamenn voru kjörnir: Ingibjörg Jóhannesdóttir, skólastjóri Landakotsskóla, Jón Örn Valsson, framkvæmdastjóri LFA ehf og Sigríður Stephensen, leikskólafulltrúi og leikskólastjóri hjá Félagsstofnun stúdenta.
Skoðunarmenn voru kjörnir: Sólveig Einarsdóttir, leikskólastjóri, Vinnaminni og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Skóla Ísaks Jónssonar.

Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla, stýrði fundi.

Að hefðbundnum aðalfundarstörfum loknum fór Þorsteinn Guðmundsson, leikari, með gamanmál.

Hér má lesa skýrsluna í heild sinni: Ársskýrsla SSSK 2017

Hér má lesa ársreikninginn í heild sinni: Ársreikningur SSSK 2017

Hvað kaupa erlendir ferðamenn?

Hvað kaupa erlendir ferðamenn?

Samtök verslunar og þjónustu boða til fundar miðvikudaginn 2.maí kl. 8:30 – 10.00 í Kviku, Borgartún35.

Morgunverður í boði frá kl. 8.00.

Dagskrá:

Erlend ferðamannaverslun og netverslun – upplýsingar úr greiðslumiðlun

Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarsetur verslunarinnar.

Íslensk ferðaþjónusta

Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri í Verslun og þjónustu og Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Samskiptum og greiningu hjá Íslandsbanka kynna nýja skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu.
Fundarstjóri verður Margrét Sanders, formaður SVÞ

NM87858 Fræðslufundur 25_04_20183

Fundurinn er opinn öllum en uppbókað er á hann og greinilegt að mikill áhugi er fyrir þessu umfjöllunarefni.