SSSK leikskólastjórar hljóta tilnefningu til stjórnendaverðlauna

SSSK leikskólastjórar hljóta tilnefningu til stjórnendaverðlauna

Þann 28. febrúar sl. hlutu tveir leikskólastjórar innan SSSK tilnefningar til Stjórnendaverðlauna Stjórnvísis 2018 fyrir frammistöðu við að móta og stjórna afburða leikskóla Þeir eru; Lovísa Hallgrímsdóttir stofnandi, rekstraraðili og f.v. skólastjóri Regnbogans í Reykjavík en hún hlaut tilnefningu 2. árið í röð. Hinn skólastjórinn er Hulda Jóhannsdóttir stjórnandi Heilsuleikskólans Króks í Grindavík.

Samtök sjálfstæðra skóla óska þessum frábæru stjórnendum til hamingju með tilnefninguna.

Aðalfundur SVÞ 15. mars

Aðalfundur SVÞ 15. mars

Fimmtudaginn 15. mars kl. 8.30 hefst aðalfundur SVÞ í Kviku, á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins við Borgartún 35 í Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:

Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00

8.30       Setning fundar

  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningar samtakanna
  • Lýst kosningu í stjórn
  • Ákvörðun árgjalda
  • Kosning löggilts endurskoðanda
  • Lýst kosningu í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
  • Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál

Tilnefningar fulltrúa SVÞ í fulltrúaráð SA.

Framboð til stjórnar SVÞ.

Kosning 2018

Vinsamlega skráið þátttöku í aðalfundi  hér fyrir neðan.

Oops! We could not locate your form.

Kosning 2018

Kosning 2018

Í samræmi við lög SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu fer fram kosning meðstjórnenda SVÞ fyrir kjörtímabilið 2018-2020 í tengslum við aðalfund samtakanna þann 15. mars nk. og þar hefur hver félagsaðili atkvæði í hlutfalli við greidd félagsgjöld ársins 2017. Hverjum heilum 1.000 krónum í greiddum félagsgjöldum fylgir eitt atkvæði. Tekið skal fram að enn er hægt að öðlast atkvæðisrétt með því að greiða vangoldin félagsgjöld.

Árlega er kosið um meðstjórnendur og að þessu sinni er kosið um þrjú almenn stjórnarsæti. Alls bárust sex framboð.

Nánari upplýsingar og lykilorð verða send á félagsmenn mánudaginn 5. mars nk. en opnað verður fyrir kosningu þann sama dag.

Í framboði til stjórnar SVÞ eru:

Auður JóhannesdóttirAuður Jóhannesdóttir vefur
Framkvæmdastjóri Lifu ehf. og stjórnarmaður í Kokku ehf.

Auður Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri heildsölunnar Lifu ehf. og stjórnarmaður í Kokku ehf. Auður hefur starfað við smásölu og heildsölu á Íslandi frá 2005 og hefur mikinn áhuga á þróun verslunar og þeim áskorunum og tækifærum sem felast í breyttu neyslumynstri og aukinni tæknivæðingu, sérstaklega þróun á úrvinnslu persónumynstra og notendastýrðrar sölu og þjónustu. Áður en hún hóf störf í Kokku og síðar Lifu gegndi hún stöðu þjónustustjóra tæknilegrar þjónustu hjá Teymi og hefur því einnig innsýn í heim þjónustu- og ráðgjafarsölu.

Auður er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands 2004 og MBA frá Háskólanum í Reykjavík 2006.

 

 

Elín Hjálmsdóttir
Framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðssviðs EimskipsElín Hjálmsdóttir vefur

Elín hefur gegnt stjórnunarstörfum hjá Eimskip frá árinu 2006, fyrst sem deildarstjóri, síðar starfsmannastjóri og framkvæmdastjóri mannauðssviðs en tók við núverandi starfi sem framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðssviðs árið 2017. Hún hefur fjölbreytta reynslu á sviði stjórnunar og stefnumótunar, kjara- og fræðslumála auk víðtækrar þekkingar á þeim ólíku störfum sem stórt fyrirtæki í verslun og þjónustu á Íslandi hefur uppá að bjóða. Elín hefur setið í stjórn Eimskip Ísland ehf. frá árinu 2013 og sat í stjórn Kortaþjónustunnar árið 2016 – 2017.

Sem stjórnandi til margra ára innan flutningagreinarinnar tel ég mig búa að fjölbreyttri þekkingu og reynslu sem gæti nýst vel innan SVÞ. Ég vil leggja mitt af mörkum til að efla samtökin, verslun og þjónustu í landinu til hagsbóta.

 

Gunnar Egill Sigurðsson
Framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa hf.Gunnar Egill Sigurðsson vefur

Gunnar Egill Sigurðsson er framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa sem eiga og reka Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina, Samkaup Strax, Seljakjör og Sunnubúðina. Gunnar hefur starfað á smásölumarkaði í 15 ár og situr í stjórn Háskólans á Bifröst.

Ég hef mikinn áhuga á að koma að starfi SVÞ og beita mér fyrir fjórum megin þáttum
 Auka veg og virðingu verslunar í þjóðfélaginu
 Frekara afnám verndartolla til hagsbóta fyrir neytendur
 Tækniframfarir í íslenskri verslun
 Aukin umhverfisvitund í íslenskri verslun

 

Gunnur Helgadóttir
Framkvæmdastjóri Vistor hf.Gunnur Helgadóttir vefur

Gunnur Helgadóttir er framkvæmdastjóri Vistor hf. og hefur gegnt því starfi í 6 ár.

Vistor hf. er leiðandi fyrirtæki á sviði markaðssetningar og sölu á lyfjum og heilsuvörum. Velta fyrirtækisins árið 2017 var um 8,5 milljarðar króna og eru starfsmenn um 60 talsins.

Ég býð mig fram í stjórn SVÞ og tel að reynsla mín nýtist vel við stefnumótun til framtíðar. Stefnumótun sem tekst  á við þær áskoranir og öru breytingar sem verslun og þjónusta standa frammi fyrir í nútíma umhverfi.

 

 

Jón Ólafur Halldórsson
Forstjóri Olíuverzlunar Íslands hf.Jón Ólafur Halldórsson vefur

Hefur starfað hjá Olíuverzlun Íslands hf (Olís) undanfarin 23 ár og sem forstjóri félagsins frá 2014.

Hef víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum og stefnumörkun og ég tel að þessi reynsla komi að góðum notum fyrir SVÞ.  Legg áherslu á að standa vörð um íslenska verslun og þjónustu til framtíðar og að þessi mikilvæga grein atvinnulífsins búi við heilbrigt samkeppnisumhverfi og fái að þróast í takt við þá alþjóðlegu samkeppni sem hér orðin að veruleika.

 

 

Kjartan Örn Sigurðsson
Framkvæmdastjóri Verslanagreiningar ehf.Kjartan Örn Sigurðsson vefur

Kjartan Örn Sigurðsson er framkvæmdastjóri Verslanagreiningar ehf. sem hefur starfað með mörgum af stærstu verslunar- og þjónustufyrirtækjum landsins. Kjartan Örn hefur haldgóða reynslu af stjórnun og rekstri fyrirtækja á smásölumarkaði á Íslandi og Bretlandi síðustu 18 ár.

Ég hef áhuga á áframhaldandi setu í stjórn SVÞ með það að markmiði að efla vörumerkið íslensk verslun, samstarf aðila á markaði og vera rödd kaupmannsins á horninu. Ég vil sjá nýja námsbraut um kaupmennsku verða að veruleika fyrir lok árs 2018 með það að markmiði að auka fagmennsku í greininni og um leið auka jákvætt viðhorf og samkeppnishæfni í verslun á Íslandi.

Niðurtalning hafin vegna gildistöku persónuverndar

Niðurtalning hafin vegna gildistöku persónuverndar

SVÞ ítreka fyrir aðildarfyrirtækjum að breyttar reglur um persónuvernd munu taka gildi eftir þrjá mánuði. Því er mikilvægt fyrir öll fyrirtæki að huga vel að sinni starfsemi og hvernig hún mun samræmast breyttum kröfum á þessu sviði. Margt í núverandi regluverki mun halda gildi sínu en til viðbótar bætast við nýjar og ítarlegar kröfur sem leggjast munu á starfsemi fyrirtækja. Þá mun eftirlit með starfsemi fyrirtækja breytast með auknum sektarheimildum.

SVÞ hafa áður kynnt á heimasíðu samtakanna samantekt EuroCommerce (Evrópusamtökum verslunarinnar) um komandi breytingar, en SVÞ eiga aðild að þeim samtökum. Í þeirri samantekt er yfirgripsmikil umfjöllun um þessi mál þar sem einblínt hefur verið á verslunargeirann og fyrirtæki á þeim vettvangi.

SVÞ hafa nú tekið saman meðfylgjandi yfirlit úr framangreindri skýrslu en þar er um að ræða þau atriði sem EuroCommerce leggur ríka áherslu á að fyrirtæki tileinki sér og taki til skoðunar með hliðsjón af starfsemi fyrirtækja í verslunarrekstri. Sú samantekt er á engan hátt tæmandi og er fyrirtækjum eftir atvikum skylt að grípa til enn frekari aðgerða en þarna er kveðið á um. Hvert og eitt fyrirtæki þarf því að sérsníða aðgerðir og lausnir að starfsemi sinni, að teknu tilliti til áhættu vegna vinnslu upplýsinga, þeirrar tegundar upplýsinga sem unnið er með og þeim tilgangi sem sú vinnsla grundvallast á.

Gátlisti EuroCommerce vegna GDPR

Gátlisti EuroCommerce vegna persónuverndar

Aðalfundur SVÞ 15. mars

Samkeppni er lykilorðið – frétt ASÍ segir alla söguna

Fréttatilkynning send til fjölmiðla 21.2.2018

SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu finnst ástæða til að vekja sérstaka athygli á frétt sem birtist á heimasíðu Alþýðusambands Íslands fyrir helgi. Í fréttinni er vísað í gögn frá Hagstofunni yfir vísitölu neysluverðs og hvernig verðlag á matvörum hefur þróast á undangengnum tveimur árum. Þar kom m.a. fram að verð á matvöru hafi í heild sinni lækkað um 0,7% á síðustu tveimur árum. ASÍ undirstrikaði hins vegar að á meðan að matarverð lækkaði í heild sinni hækkuðu mjólkurvörur um 7,4%.

Samkvæmt þessum gögnum hefur verðþróun á matvörumarkaði verið með þeim hætti að verð á innfluttum matvörum og verð á innlendum matvörum sem búa við samkeppni, hefur lækkað á þessu tímabili. Verð á þeim innlendu vörum sem ekki búa við neina samkeppni hefur hins vegar hækkað umtalsvert á þessu tímabili og sker verðþróun á mjólkurvörum sig algerlega úr í þessu sambandi.

Þó að SVÞ og ASÍ hafi í gegn um tíðina oft tekist á um verðlag á matvöru hér á landi og hvernig það hefur þróast frá einum tíma til annars, bregður nú svo við að SVÞ getur tekið undir allt sem kemur fram í þessari frétt.

Frétt ASÍ segir svo miklu meira en það sem fréttin fjallar beinlínis um. Það er þá sögu, sem aldrei verður of oft sögð, hversu miklu máli það skiptir að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Virk samkeppni leiðir til aukinnar skilvirkni fyrirtækja sem skilar sér í lægra verði og betri gæðum fyrir neytendur. Frétt ASÍ lýsir því vel þeirri stöðu sem enn er hér á landi og mikilvægi þess að úr verði bætt.

SVÞ vilja því enn og aftur hvetja stjórnvöld til dáða í þessum efnum. Það er í þeirra höndum og aðeins þeirra að tryggja að samkeppni fái þrifist á öllum sviðum atvinnulífsins.

Fréttatilkynning 21.2.2018 – Þróun matvöruverðs