09/03/2016 | Fréttir, Viðburðir
Hvað hefur örvandi áhrif á kauphegðun?
Ræðumenn:
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
Margrét Sanders, formaður SVÞ, flytur áhugavert erindi um þjónustu þar sem hún m.a. sýnir samanburð á mannaráðningum ríkisstofnana og úthýsingu verkefna
Ken Hughes, einn helsti sérfræðingur heims í neytenda- og kauphegðun, leitar svara við eftirfarandi spurningum:
- Hvers vegna er kaupendamiðað (e. shopper centricity) markaðsstarf ekki lengur valkostur fyrir fyrirtæki á neytendamarkaði heldur hugarfar sem ber að fagna?
- Af hverju skilar kaupendamiðuð markaðssetning loksins þeim ávinningi sem aldrei fékkst með markaðssetningu vöruflokka (e. category management) og markaðssetningu sem beindist að smásölum (e. trade marketing)?
- Hvaða gryfjur bíða fyrirtækja við undirbúning að kaupendamiðaðri markaðssetningu (og hvernig er best að forðast þær)?
Ari Eldjárn kitlar síðan hláturtaugarnar með spaugilegum hliðum málanna.
Dagskrá ráðstefnunnar.
Skráning:
Hlökkum til að sjá þig!
02/03/2016 | Fréttir, Viðburðir
Á ráðstefnu SVÞ þann 17. mars nk. mun einn helsti sérfræðingur heims í neytenda- og kauphegðun flytja klukkutíma langt erindi. Hann leitar svara í neytendasálfræði, mann-, hag,- og markaðsfræði og hefur getið sér einstaklega gott orð sem fyrirlesari og margverðlaunaður á því sviði.
Aðgangur er frír en takmarkaður fjöldi sæta, svo áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á www.svth.is
01/03/2016 | Fréttir, Viðburðir
Samtök verslunar og þjónustu stóðu fyrir fundi þriðjudaginn 1. mars undir yfirskriftinni „Skipta búvörusamningar neytendur máli?“ásamt Félagi atvinnurekenda, Viðskiptaráði Íslands, Neytendasamtökunum, ASÍ, Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Samtökum skattgreiðenda og Öryrkjabandalagi Íslands.
Framsögu hafði Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Beindi Daði Már sjónum að því hvort hagsmuna neytenda væri gætt í nýjum búvörusamningum. Í framsögu Daða Más kom m.a. fram að kjúklingaræktin hér á landi fengi í raun 66% stuðning í formi tollverndar, þrátt fyrir að ekki væri um neinn beinan stuðning við greinina að ræða. Daði Már var gagnrýninn á þá skort á framsýni f.h. landbúnaðarins sem birtist í nýgerðum búvörusamningum og sagði að þær breytingar sem þó væri lagt upp með gerðust mjög hægt. Á fyrstu fimm árum samningsins yrðu t.a.m. engar raunverulegar breytingar á því styrkjafyrirkomulagi sem greinin hefði búið við undanfarna áratugi.
Hér má nálgast glærur Daða Más Kristóferssonar.
Að lokinni framsögu var opnað fyrir umræður og fyrirspurnir.
Í pallborði sátu: Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.
Reifuðu þau niðurstöður í erindi Daða Más og svöruðu fyrirspurnum fundargesta ásamt framsögumanni.
Fundarstjóri var Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu
Umfjöllun í fjölmiðlum:
visir.is
mbl.is
Stöð 2
RÚV
01/03/2016 | Fréttir
Í samræmi við lög SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu fer fram kosning meðstjórnenda SVÞ fyrir kjörtímabilið 2016-2018 í tengslum við aðalfund samtakanna og þar hefur hver félagsaðili atkvæði í hlutfalli við greidd félagsgjöld ársins 2015. Hverjum heilum 1.000 krónum í greiddum félagsgjöldum fylgir eitt atkvæði. Tekið skal fram að enn er hægt að öðlast atkvæðisrétt með því að greiða vangoldin félagsgjöld.
Árlega er kosið um meðstjórnendur og að þessu sinni er kosið um þrjú almenn stjórnarsæti. Alls bárust fimm framboð.
Nánari upplýsingar og lykilorð verða send á félagsmenn mánudaginn 7. mars nk. en opnað verður fyrir kosningu þann sama dag.
Í framboði til stjórnar SVÞ eru:
Jón Björnsson, Festi hf.
Jón Björnsson er forstjóri Festi hf. sem á og rekur Krónuna, Nóatún, Kjarval, Elko og Intersport. Jón hefur starfað á smásölumarkaði á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð síðustu 25 ár. Samhliða störfum hjá Festi situr Jón í stjórn tveggja stórra smásölufyrirtækja í Skandinavíu.
„Ég hef áhuga á að koma að starfi SVÞ og hef sérstakan áhuga á þremur málefnum;
- Að íslensk verslun geti keppt á sömu forsendum og verslun í Skandinavíu hvað varðar lagaumhverfi, vinnuumhverfi og opinberar reglugerðir.
- Að íslensk verslun geti komið sínum sjónarmiðum á framfæri gagnvart skipulagsvinnu sveitarfélaga.
- Að þáttur SVÞ innan Samtaka atvinnulífsins styrkist verulega“.
Jón Ólafur Halldórsson, Olíuverzlun Íslands hf.
Ég hef starfað hjá Olíuverzlun Íslands undanfarin 21 ár sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála og sem forstjóri frá 2014. Hef víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum og stefnumörkun og tel að þessi reynsla mín komi að góðum notum fyrir samtök sem SVÞ.
Það er gríðarlega mikilvægt að standa vörð um verslun og þjónustu í landinu og ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum til þessa verkefnis.
Kjartan Örn Sigurðsson, Verslunin Kvosin ehf.
Kjartan Örn Sigurðsson er eigandi Kvosarinnar og framkvæmdastjóri Verslanagreiningar ehf. sem hefur starfað með mörgum verslunar- og þjónustufyrirtækjum landsins. Kjartan Örn hefur haldgóða reynslu af stjórnun og rekstri fyrirtækja á Íslandi og Bretlandi síðustu 16 ár.
Ég vil efla vörumerkið íslensk verslun, samstarf aðila á markaði og rödd kaupmannsins á horninu .
Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, 365 miðlar hf.
Petrea Ingileif Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðssviðs hjá 365.
Fyrri störf:
- Forstjóri Tals
- Framkvæmdastjóri hjá Símanum
Ég sækist eftir því að taka að mér krefjandi verkefni og vinna með reynslumiklu og hæfileikaríku fólki. Hluti af því er að sækjast eftir stjórnarsetu hjá SVÞ.
Það er tækifæri fyrir SVÞ að auka þátttöku aðildarfélaga sinna og láta rödd fjarskipta- og fjölmiðlafélaga heyrast.
Pétur Þór Halldórsson, Ecco
Ég er forstjóri S4S ehf. sem er fyrirtæki sem rekur 10 skóverslanir og 1 Nike concept verslun sem heitir Air. Skóverslanir S4S eru Steinar Waage, Ecco, Kaupfélagið, Skór.is og sú nýjasta Skechers.
Ég er búinn að vinna við verslun síðan 1986 eða í 30 ár.
26/02/2016 | Fréttir, Viðburðir
Opinn morgunverðarfundur um nýgerða búvörusamninga verður haldinn þriðjudaginn 1. mars nk. Á fundinum verður sjónum beint að samningunum séð frá hagsmunum íslenskra neytenda. Að fundinum standa Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, ASÍ, Félag eldri borgara, Samtök skattgreiðenda og Öryrkjabandalag Íslands.
Fundurinn verður haldinn á Grand Hóteli. Morgunmatur frá kl.8.00. Dagskrá hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10.00. Enginn aðgangseyrir.
Dagskrá:
Daði Már Kristófersson dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
Er hagsmuna neytenda gætt í nýjum búvörusamningum?
Umræður og fyrirspurnir.
VIÐ PALLBORÐ SITJA:
Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ
Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda
Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Fundarstjóri: Margrét Sanders, formaður SVÞ
25/02/2016 | Fréttir, Verslun, Viðburðir
- 73% Íslendinga hafa verslað á netinu.
- Erfitt að finna einstaklinga á aldursbilinu 18-24 ára sem ekki hafa verslað á netinu.
- Það að reka netverslun og verslun saman eykur sölu.
- Íslenskar verslanir þurfa að bæta tiltekin atriði ef þær vilja ekki að erlendar netverslanir taki yfir markaðinn.
Á morgunverðarfundinum Netverslun: nýtum tækifærin þann 24. febrúar sl. var farið um víðan völl þegar kemur að málefnum er varða netverslun á Íslandi. Fundurinn var mjög fjölsóttur en um 160 manns úr atvinnulífinu mættu sem sýnir þann gríðarlega áhuga sem Íslendingar hafa á netverslun. Að fundinum stóðu Samtök verslunar og þjónustu í samstarfi við Póstinn.
Ólafur Elínarson, viðskiptastjóri hjá Gallup, kynnti glænýjar tölur um íslenska netverslun en þar kom meðal annars fram að 73% aðspurðra höfðu keypt vörur á íslensku eða erlendu vefsvæði á síðustu 12 mánuðum. Það kom einnig fram að konur eru í meirihluta þeirra sem höfðu keypt vörur á netinu síðustu 12 mánuði, en þeir karlar sem höfðu yfir höfuð keypt vörur á netinu versluðu að meðaltali oftar en konurnar. Það kom einnig fram að allir aðspurðir á aldursbilinu 18-24 ára höfðu keypt vörur á netinu.
Fulltrúar tveggja íslenskra netverslana, Rakel Hlín Bergsdóttir eigandi Snúran.is og Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir vefstjóri Elko, sögðu frá reynslu sinni af því að reka netverslun og hefðbundna verslun samhliða. Samhljómur var með erindum þeirra að samspil þessa tveggja þátta sé neytendum til góðs og auki sölu beggja eininga. Báðir aðilar voru einnig sammála um að líta mætti á netverslun sem búðarglugga inn í verslunina þar sem viðskiptavinir kanna oft vöruúrval og verð í netverslun en mæta síðan í verslunina til að ljúka kaupum og öfugt.
Að lokum tók til máls Peter Somers, en hann er einn af stofnendum ráðgjafafyrirtækisins SKS Partners sem sérhæfir sig í netverslun. Erindið fjallaði um möguleika netverslunar og þau áhrif sem afhendingarmöguleikar hafa á hana. Peter var ómyrkur í máli þar sem hann talaði um að ef íslenskir smásöluaðilar tækju sig ekki á og opnuðu netverslun samhliða eigin verslun myndu erlendir aðilar bola þeim út af markaðnum. Hann taldi einnig gríðarlega mikil vannýtt tækifæri í útflutningi á íslenskum varningi og hönnun.
Hér má nálgast pdf útgáfur af glærukynningum:
Íslensk netverslun í tölum – Ólafur Elínarson, Gallup
Netverslun verður búð – Rakel Hlín Bergsdóttir, snuran.is
Netverslun styður hefðbundna verslun – Gestur Hjaltason og Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir, Elko
Importance of E-commerce – Peter Somers, Sprintpack
Lausnir fyrir netverslanir – Pósturinn
[rev_slider Netverslun]