Menntadagur atvinnulífsins 2016

Menntadagur atvinnulífsins 2016

Icelandair Hotels var valið menntafyrirtæki ársins 2016 á  menntadegi atvinnulífsins sem var haldinn í þriðja sinn á Hilton Reykjavík Nordica 28. janúar 2016.  Fyrirtækið Securitas var valinn menntasproti ársins og eru bæði fyrirtækin vel að verðlaununum kominn.

Um 300 manns sótti ráðstefnuna og mátti heyra að mikil ánægja var með þau erindi sem voru á dagskrá sem og kynningar á menntatorgi.  Í kjölfar ráðstefnunnar voru menntastofur þar sem ákveðin þemu voru til umræðu.  Hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu var yfirskrift menntastofunnar Fræðsla erlendra starfsmanna.  Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó og Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri Hýsingar – Vöruhótel, fluttu erindi og í kjölfar voru líflegar umræður um þær áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir með aukinni sókn í erlent vinnuafl.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.

Í Sjónvarpi atvinnulífsins getur þú nú séð svipmyndir frá deginum ásamt upptökur af erindum í sameiginlegu dagskránni.

Smelltu hér til að kveikja á sjónvarpinu

Við óskum Icelandair hótelum til hamingju með að vera Menntafyrirtæki ársins 2016 og Securitas fyrir að vera Menntasproti ársins 2016.

Nýgerðir kjarasamningar og staða kjaramála – 4. febrúar kl. 8.30

Samtök verslunar og þjónustu bjóða félagsmönnum til kynningarfundar um nýgerða kjarasamninga og stöðu kjaramála fimmtudaginn 4. febrúar n.k. kl. 8.30 – 10.00 í Kviku á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins.

Frummælendur á fundinum verða þau Margrét Sanders, formaður SVÞ og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri  SA.

Örstefnumót SVÞ | Tengslaviðburður fólks og fyrirtækja í samfélagi SVÞ

Hidden

Next Steps: Install the Survey Add-On

This form requires the Gravity Forms Survey Add-On. Important: Delete this tip before you publish the form.
Hverskonar tengslaviðburður heillar þig í dag?(Required)
Merktu við allt sem á við þig í dag.

Menntun og mannauður

Menntun og mannauður

Áfram verður haldið með morgunverðafundi um menntun og mannauð og er dagskrá funda fram á vorið sem hér segir:

16. febrúar 2016 Raunfærnimat

15. mars 2016  Fræðsla erlendra starfsmanna – hindranir og áskoranir

19. apríl 2016  Dagskrá í vinnslu

Morgunverðarfundirnir byrja stundvíslega kl. 8:30 og standa í rúman klukkutíma.  Allir eru velkomnir en skráningar er þörf.  Fundarboð verða send út þegar nær dregur.

 

Menntadagur atvinnulífsins 2016

Menntadagur atvinnulífsins 2016

Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður í kastljósinu á menntadegi atvinnulífsins 28. janúar næstkomandi en þetta er í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá auk þess sem menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Menntadagurinn er haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og er vissara að skrá þátttöku tímanlega til að tryggja sér pláss.

Sameiginleg dagskrá er frá kl. 8.30-10 en kl. 10.30-12 er boðið upp á fjölbreyttar málstofur þar sem samtökin fjalla um brýnustu menntamálin innan einstakra atvinnugreina. Hægt er að skrá sig eingöngu á sameiginlegu dagskrána eða daginn í heild.

Einnig verður boðið upp á kynningar fræðslusjóða og fræðsluaðila á sérstöku menntatorgi en þar geta stjórnendur m.a. fengið greinargóðar upplýsingar um hvernig hægt er á einfaldan hátt að sækja um styrki til fræðslu starfsfólks til að efla það í leik og starfi.

Dagskrá:

 8.30 – 10:00

Setning. Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður SA.
Þúsundir nýrra starfa. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.
Tækni og skólastarf. Kristín Pétursdóttir, forstjóri Mentor.
Tækifærin í skapandi greinum. Sigurlína Ingvarsdóttir, yfirframleiðandi Star Wars: Battlefront hjá DICE.
Æi ég Googla það bara! Er framtíð fræðslu í okkar höndum? Hlíf Böðvarsdóttir, fræðslu- og gæðastjóri Securitas.
Vinnumarkaður, færni og framtíðin. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Menntaverðlaun atvinnulífsins 2016. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir verðlaunin.

10.00 -10:30

Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi.

10.30 – 12:00

Menntastofur samtaka í atvinnulífinu. SAF, SFS, SFF, SI og SVÞ ræða brýnustu menntamálin innan einstakra atvinnugreina.

Fundarstjóri: Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA: www.sa.is

Neytendur spara 4 milljarða ef tollar á svína- og alifuglakjöti verða afnumdir

Fréttatilkynning send á fjölmiðla 20.1.2016
Lækkun og helst afnám tolla á svína- og alifuglakjöt er eitt af baráttumálum Samtaka verslunar og þjónustu, enda bera neytendur umtalsverðan kostnað af verndartollunum eins og glögglega kemur fram í útreikningum efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Þar sést að íslenskir neytendur greiða alls um fjóra milljarða króna á ári vegna tollverndar á innflutt svína- og alifuglakjöti.

Lækkun tollverndarinnar eða afnám hennar yrði veruleg kjarabót fyrir heimilin í landinu enda er alifuglakjöt vinsælasta kjöttegundin hérlendis með tæplega þriðjungs markaðshlutdeild. Sala svínakjöts er í þriðja sæti rétt á eftir lambakjöti en töluverð aukning hefur verið í sölu svínakjöts hérlendis að undanförnu og nam aukningin tæpum 12% á síðasta ári.

Samkvæmt útreikningum efnahagssviðs SA mun ávinningur heimilanna í landinu nema 21.249 krónum á ári að jafnaði ef tollar af svína- og alifuglakjöti verða lækkaðir um helming. Væru tollarnir felldir niður að fullu myndi hvert heimili spara 32.938 krónur að meðaltali á ári.

Við útreikningana var miðað við sölu svína- og kjúklingakjöts á síðasta ári. Ávinningur heimilanna yrði að líkindum meiri, því lækkun eða afnám tollanna mun væntanlega stuðla að aukinni neyslu þessara kjöttegunda.

Rannsóknir sem gerðar hafa verið á verðbreytingum vegna afnáms vörugjalda og breytinga á tollum hafa sýnt að breytingarnar hafa skilað sér sem varanleg verðlækkun til hagsbóta fyrir neytendur.

Viðhengi með útreikningum.

Fréttatilkynning til útprentunar.

 

 

 

Njarðarskjöldur – afhending hvatningarverðlauna Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila

Njarðarskjöldur – afhending hvatningarverðlauna Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila

Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila sem

haldin verður  í Hvalasýningunni, Fiskislóð 23-25

  1. janúar 2016 kl. 18:00 – 20:00

Njarðarskjöldurinn eru hvatningarverðlaun og nú veitt í tuttugasta sinn.  Markmið verðlaunanna er að hvetja til bættrar og aukinnar þjónustu í verslun við ferðamenn.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpar gesti og afhendir verðlaunin.  Kristín Birna Óðinsdóttir mun flytja ljúfa tóna og Anna Svava Knútsdóttir flytur gamanmál.  Kynnir verður Áshildur föðurnafn, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.

Veittar verða léttar veitingar.

Allir eru velkomnir og eru áhugasamir  beðnir um að skrá sig á www.visitreykjavik.is/skraning

Reykjavíkurborg, Miðborgin okkar, Félag atvinnurekenda, Samtök verslunar og þjónustu,

Kaupmannasamtök Íslands, Global Blue á Íslandi og Tax Free Worldwide – Ísland