Takið daginn frá – Aðalfundur SVÞ 17. mars nk.

Takið daginn frá – Aðalfundur SVÞ 17. mars nk.

Aðalfundur SVÞ verður haldinn þann 17. mars nk.  Hefðbundin aðalfundastörf verða afgreidd á lokuðum fundi fyrir hádegi en eftir hádegi verður haldin ráðstefna sem vert er að vekja athygli á.  Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavik Nordica og verður öllum opin.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Ken Hughes, margverðlaunaður fyrirlesari um neytendahegðun (Europe’s leading Consumer and Shopper Behaviouralist).  Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, valinn besti fyrirlesarinn á níu ráðstefnum um smásölu  og mikils virtur á sviði kauphegðunar, markaðssetningu og samþættri sölu (omni channel).  Þá hefur hann veitt fjölda fyrirtækja  ráðgjöf á þessu sviði og meðal viðskiptavina hans eru fyrirtæki á borð við IKEA, Coca Cola og Heineken

Fyrir áhugasama þá má kynna sér hann nánar hér: http://www.kenhughes.info/

Nýgerðir kjarasamningar og staða kjaramála

Nýgerðir kjarasamningar og staða kjaramála

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning fimmtudaginn 21. janúar. Samningurinn fer nú til kynningar hjá samningsaðilum og atkvæðagreiðslu og skulu niðurstöður liggja fyrir eigi síðar en 26. febrúar. Samningurinn gildir til loka árs 2018 og byggir á svokölluðu Rammasamkomulagi frá 27. október sl. og bókun með kjarasamningum SA og aðildarfélaga ASÍ um jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins.

Sjá nánar á vef Samtaka atvinnulífsins

Samtök verslunar og þjónustu bjóða félagsmönnum sínum til kynningarfundar um stöðu kjaramála fimmtudaginn 4. febrúar kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, 1. hæð, Húsi atvinnulífsins.
Frummælendur á fundinum verða þau Margrét Sanders, formaður SVÞ og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri  SA.

Örstefnumót SVÞ | Tengslaviðburður fólks og fyrirtækja í samfélagi SVÞ

Könnun á efnistökum á næsta Örstefnumóti SVÞ

This field is hidden when viewing the form

Next Steps: Install the Survey Add-On

This form requires the Gravity Forms Survey Add-On. Important: Delete this tip before you publish the form.
Hverskonar tengslaviðburður heillar þig í dag?(Required)
Merktu við allt sem á við þig í dag.

Njarðarskjöldur 2016

Njarðarskjöldur 2016

Icewear Magasín í Austurstræti hlýtur í ár Njarðarskjöldinn, hvatningarverðlaun til ferðamannaverslana í Reykjavík. Verðlaunin voru afhent 21. janúar sl. við hátíðlega athöfn í Hvalasýningunni við Fiskislóð.
Að viðurkenningunni standa SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Reykjavíkurborg, Miðborgin okkar, Kaupmannasamtök Íslands, Global Blue á Íslandi og Tax Free Worldwide Ísland.

Njarðarskjöldurinn var nú veittur í tuttugasta sinn en markmð verðlaunanna er að hvetja til bættrar og aukinnar verslunarþjónustu við ferðamenn í Reykjavík.

Við tilnefningu ferðamannaverslunar ársins er leitast við að verðlauna þá verslun sem hefur náð hvað bestum söluárangri til erlendra ferðamanna milli ára. Horft er til markaðs- og kynningarmála, svo sem auglýsinga, vefs og útlits almennt. Aðrir þættir eru einnig skoðaðir sérstaklega svo sem þjónustulund, opnunartími, merkingar um endurgreiðslu virðisauka, lýsing, tungumálakunnátta starfsfólks og þekking á söluvörunum.

 

Menntadagur atvinnulífsins 2016

Menntadagur atvinnulífsins 2016

Icelandair Hotels var valið menntafyrirtæki ársins 2016 á  menntadegi atvinnulífsins sem var haldinn í þriðja sinn á Hilton Reykjavík Nordica 28. janúar 2016.  Fyrirtækið Securitas var valinn menntasproti ársins og eru bæði fyrirtækin vel að verðlaununum kominn.

Um 300 manns sótti ráðstefnuna og mátti heyra að mikil ánægja var með þau erindi sem voru á dagskrá sem og kynningar á menntatorgi.  Í kjölfar ráðstefnunnar voru menntastofur þar sem ákveðin þemu voru til umræðu.  Hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu var yfirskrift menntastofunnar Fræðsla erlendra starfsmanna.  Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó og Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri Hýsingar – Vöruhótel, fluttu erindi og í kjölfar voru líflegar umræður um þær áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir með aukinni sókn í erlent vinnuafl.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.

Í Sjónvarpi atvinnulífsins getur þú nú séð svipmyndir frá deginum ásamt upptökur af erindum í sameiginlegu dagskránni.

Smelltu hér til að kveikja á sjónvarpinu

Við óskum Icelandair hótelum til hamingju með að vera Menntafyrirtæki ársins 2016 og Securitas fyrir að vera Menntasproti ársins 2016.

Nýgerðir kjarasamningar og staða kjaramála – 4. febrúar kl. 8.30

Samtök verslunar og þjónustu bjóða félagsmönnum til kynningarfundar um nýgerða kjarasamninga og stöðu kjaramála fimmtudaginn 4. febrúar n.k. kl. 8.30 – 10.00 í Kviku á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins.

Frummælendur á fundinum verða þau Margrét Sanders, formaður SVÞ og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri  SA.

Örstefnumót SVÞ | Tengslaviðburður fólks og fyrirtækja í samfélagi SVÞ

This field is hidden when viewing the form

Next Steps: Install the Survey Add-On

This form requires the Gravity Forms Survey Add-On. Important: Delete this tip before you publish the form.
Hverskonar tengslaviðburður heillar þig í dag?(Required)
Merktu við allt sem á við þig í dag.

Menntun og mannauður

Menntun og mannauður

Áfram verður haldið með morgunverðafundi um menntun og mannauð og er dagskrá funda fram á vorið sem hér segir:

16. febrúar 2016 Raunfærnimat

15. mars 2016  Fræðsla erlendra starfsmanna – hindranir og áskoranir

19. apríl 2016  Dagskrá í vinnslu

Morgunverðarfundirnir byrja stundvíslega kl. 8:30 og standa í rúman klukkutíma.  Allir eru velkomnir en skráningar er þörf.  Fundarboð verða send út þegar nær dregur.