10/08/2023 | Fréttir, Greining, Verslun, Þjónusta
RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag upplýsingar um kortaveltu í júlí mánuði 2023.
Samkvæmt greiningu var kortavelta júlímánaðar 133,8 milljörðum króna og þar af er innlend kortavelta 92,1 milljarður króna en það er lækkun um 2,2% milli mánaða en innlenda kortaveltan eykst á milli ára um 5,4%. Netverslun Íslendinga eykst um 20% á milli ára og nemur 14,6 milljörðum króna. Erlend kortavelta eykst hinsvegar um 17% milli ára og nemur 41,75 milljörðum króna.
Nánari frétt má nálgast á vefsvæði RSV – HÉR
Nánari útlistun á kortaveltunni má nálgast í Sarpinum – HÉR
01/08/2023 | Fréttir, Greining, Verslun
RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag tölur af erlendri netverslun frá áramótum.
Þar kemur m.a. fram að erlend netverslun var á sama tíma í fyrra 11 milljarðar en er í dag 12,5 milljarðar króna. Erlend netverslun í júní 2023 nemur 2,46 milljörðum kr. en hún dregst saman um 5,5% milli mánaða. Fataverslun er langstærsti hlutinn af erlendri netverslun eða 1,1 milljarður króna. Þá vekur athygli að flokkurinn stórmarkaðir og dagvöruverslanir hefur tvöfaldast á milli ára en í þeim flokki er matvara af ýmsum toga.
Sjá nánar hér og inná SARPNUM hjá RSV
18/07/2023 | Fréttir, Greinar, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld
Morgunblaðið birtir í dag grein eftir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu: Einokunarvígin falla hvert af öðru – líka í Svíþjóð.
Sjá slóð á greinina í Morgunblaðinu HÉR!
14/07/2023 | Fréttir
Vegna sumarleyfa verður skrifstofa SVÞ lokuð dagana 17. júlí til 7. ágúst (að báðum dögum meðtöldum).
Skrifstofan verður opnuð á ný þriðjudaginn 8. ágúst 2023.
Njótið sumarsins!
10/07/2023 | Fréttir, Lögfræðisvið SVÞ
Hinn 5. júlí 2023 var birt tilkynning á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að leggja fram tillögu þess efnis að textílvörur verði háðar framlengdri framleiðendaábyrgð (e. Extended Producer Responsibility, skammstöfuð EPR).
Í stuttu máli felur EPR í sér að mengunarbótareglan er teygð út þannig að framleiðendur og innflytjendur textílefna, þ. á m. fatnaðar, verða látnir bera ábyrgð á slíkum vörum frá upphafi til enda. Hér á landi hefur EPR verið þannig útfærð að framleiðendur og innflytjendur vara greiða úrvinnslugjald við innflutning, tekjur af gjaldinu renna í Úrvinnslusjóð sem nýtir þær til að stuðla að því vörur sem eru orðnar að úrgangi rati í æskilegan úrgangsfarveg sem skilar bestri heildarniðurstöðu fyrir umhverfið, þ.e. undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, aðra endurnýtingu, t.d. orkuvinnslu eða förgun.
Tillaga framkvæmdastjórnar ESB stefnir m.a. að því að fjölga störfum innan ESB-ríkjanna og spara neytendum á svæðinu fé. Ætlunin er að hvetja neytendur til að draga úr textílúrgangi og velja vörur sem eru bæði hannaðar til að endast lengi og eru þægilegar viðfangs m.t.t. úrgangsmeðhöndlunar. Samhliða er lagt upp með að vinna gegn útflutningi slíks úrgangs til landa utan ESB.
Enn á tillagan eftir að rata á borð Evrópuþingsins og -ráðsins en svo virðist sem stefnt sé að því að hún taki gildi í ESB-ríkjunum árið 2025. Ekki liggur þó endanlega fyrir hvernig tillagan muni líta út en gera má ráð fyrir að hún verði innleidd í íslenskan rétt.
Eftirfarandi er vefslóð á tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB: https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_23_3635
Nánari upplýsinga má leita hjá Benedikt S. Benediktssyni, lögfræðingi SVÞ, benedikt@svth.is, s. 864-9136.
30/06/2023 | Fréttir
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir merki um samdrátt ekki komin fram. Hins vegar sé töluverð óvissa í kortunum, ekki síst varðandi kjarasamninga.Tilefnið er umfjöllun í Morgunblaðinu síðusta daga um vísbendingar um að farið sé að hægja á hagkerfinu.Andrés segir að þvert á móti hafi veltan í verslun aukist í janúar til maí miðað við sömu mánuði í fyrra.
Aukning á flestum sviðum
Máli sínu til stuðnings vísar hann til samantektar Rannsóknaseturs verslunarinnar. Samkvæmt henni jókst verslun um rúma 17 milljarða á tímabilinu. Veltan jókst í flestum greinum verslunar en samdráttur varð í byggingarvöruverslunum og hjá verslunum með húsbúnað. Andrés segir að þótt kaupmáttur fari lækkandi hér á landi sjáist áhrifin ekki í veltutölum.„Þrátt fyrir allt er kaupmáttur enn hár í sögulegu samhengi, en það er gömul saga og ný að verslunin sem atvinnugrein finnur mjög fljótt fyrir áhrifum verulegrar kaupmáttarskerðingar,“ segir Andrés. Íslensk verslun standi þó betur en verslun víða í Evrópu.
SMELLTU HÉR til að lesa greinina inn á MBL.is