17/05/2023 | Fréttir, Greinar
Visir.is birtir í dag, 17.maí 2023, grein eftir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Þar segir m.a.:
Umræða um leiguverð á íbúðarmarkaði hefur verið nokkuð hávær að undanförnu. Í þeirri umræðu hefur verið fullyrt að verðhækkanir á þessum markaði hafi verið úr öllu hófi og ekki í samræmi við almenna verðlagsþróun í landinu. Af þeirri ástæðu er rétt að staldra við og benda á nokkur einföld atriði:
- a. Húsnæðiskostnaður hefur ávallt verið stærsti útgjaldaliður hverrar fjölskyldu, hvort sem fólk býr í eigin húsnæði eða er á leigumarkaði. Þannig hefur það ávallt verið og verður að öllum líkindum áfram.
- b. Á tímabilinu frá desember 2019 til mars 2023 lækkaði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um 4,8% á föstu verðlagi á meðan kaupverð á íbúðarhúsnæði hækkaði um 22,4% á sama tíma. Ef horft er á þróunina út frá breytingu á launavístölu á sama tímabili á hækkaði launavísistalan um 31,2%, eða um tæplega 7% á föstu verðlagi. Leiguverð sem hlutfall af launum lækkaði því um 11 % á tímabilinu.
- c. Fært yfir á mannamál merkir þetta að húsaleigan er hlutfallslega lág í samanburði við verð á fasteignum og fjármagnskostnað. Telja verður meiri líkur en minni á að húsaleigan aðlagist að einhverju leyti þegar horft er til þess að íbúafjölgun hér á landi hefur verið meiri undanfarna mánuði en nokkru sinni fyrr á svo skömmum tíma og framboð á leiguhúsnæði er augljóslega ekki í takt við þarfir markaðarins. Hér mun lögmálið um framboð og eftirspurn einfaldlega ráða þróuninni.
- d. Könnun sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert bendir eindregið til þess að stærri hluti leigjenda sé ánægðari með stöðu sína en oft áður, enda liggur það fyrir að útgjöld vegna húsaleigu hafa verið svipað hlutfall ráðstöfunartekna allan undangenginn áratug.
- e. Samkvæmt lífskjarakönnun Hagstofu Íslands töldu 13,8% heimila á leigumarkaði sig búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað árið 2022 í samanburði við 25,4% árið 2015. Þessi niðurstaða bendir eindregið til þess að fólk hafi það almennt betra á leigumarkaði en oft áður.
Sú lýsing á ástandinu á leigumarkaði fyrir íbúðarhúsnæði sem birst hefur að undanförnu er því ekki í samræmi við þann raunveruleika sem opinber gögn segja til um. Hér gildir því hið sígilda að yfirveguð umræða, byggð á staðreyndum máls, er líklegust til að leiða umræðuna inn á réttar brautir.
SMELLTU HÉR til að lesa greinina inná Visir.is
16/05/2023 | Fréttir, Greining
World Economic Forum birti á dögunum skýrslu yfir hvernig framtíðarhæfni á vinnumarkaði muni þróast næstu fimm árin eða til 2028. Í þessari fjórðu útgáfu skýrslunnar birtast einnig niðurstöður rannsókna á væntingum atvinnuveitenda til að veita nýja innsýn í hvernig samfélags- og stafræn þróun og tækni munu móta vinnustaði framtíðarinnar.
SMELLIÐ HÉR til að hlaða niður skýrslunni.
16/05/2023 | Fréttir, Stjórnvöld
CERT–IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, hefur sent út viðvörun um að árásarhópar séu að gera tilraunir til að nýta rafræn skilríki til að komast inn í viðkvæm svæði. Því er brýnt fyrir öllum að staðfesta ekki rafræn skilríki nema vera viss um að hafa beðið um það.
Auk þess er mikilvægt, nú eins og alltaf, að staðfesta ekki rafrænar auðkenningabeiðnir sem viðkomandi kannast ekki við.
Þá hefur CERT–IS einnig greint frá fleiri netárásum í íslenska netumdæminu. Þannig var álagsárásum beint gegn einstaka vefsíðum og hýsingaraðilum sem gerði það að verkum að margar vefsíður lágu tímabundið niðri.
CERT–IS vekur einnig athygli á innbrotstilraunum í kerfi í kjölfar dreifðra álagsárása. Ekki er útilokað fleiri árásir verða gerðar og hvetur CERT–IS því rekstrar- og öryggisstjóra að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt á cert@cert.is.
12/05/2023 | Fréttir, Verslun, Viðburðir
Notkun reiðufjár í verslun og þjónustu er yfirskrift ráðstefnu sem Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök verslunar og þjónustu standa sameiginlega.
Dagsetning: fimmtudaginn 1. júní 2023
Staður: Grand hótel Reykjavík.
Tími: 9:00 til 11:00.
Á fundinum mun Bengt Nilervall hjá Svensk Handel halda erindi um reynslu Svía á þessu sviði. Auk þess mun Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, fara yfir hvernig málið horfi við Seðlabankanum. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem meðal annars verður rýnt í notkun reiðufjár út frá sjónarhóli fjármálastofnana, verslunar og lögregluyfirvalda.
Dagskrá:
- Bengt Nilervall hjá Svensk Handel.
- Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
Pallborðsumræður:
- Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi.
- Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
- Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
- Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.
Smelltu HÉR fyrir skráningu.
11/05/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu bendir á í viðtali í Morgunblaðinu í dag að umræða um styttingu opnunartíma verslana komi reglulega upp í samfélaginu, en að hún virðist sífellt meira áberandi.
Hann segir marga þætti spila inn í aukna umræðu um málefnið og nefnir sem dæmi launakostnað, breytt viðskiptamynstur og breytta neysluhegðun. Þegar allt þetta komi saman sé þörfin fyrir langa opnunartíma minni.
Þá ítrekar Andrés að hins vegar að samtökin sjálf taki ekki afstöðu eða leggi neinar línur varðandi málefnið vegna samkeppnislaga, og sé það undir hverju og einu fyrirtæki að ákvarða eigin opnunartíma.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ
10/05/2023 | Fréttir, Greining, Verslun
Kortavelta dregst saman á milli mánaða.
Heildar greiðslukortavelta* hérlendis í apríl sl. nam tæpum 104 milljörðum kr. Veltan dróst saman um rúm 4,5% á milli mánaða en jókst um 11,8 % á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Heildar greiðslukortavelta innlendra korta hérlendis nam tæpum 82 milljörðum kr. en velta innlendra korta dróst saman um rúm 5,3% á milli mars og aprílmánaðar. Veltan jókst þó um rúm 4,2% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 21,9 milljörðum kr. Veltan dróst lítillega saman á milli mars og aprílmánaðar, um rúmt 1,5%, en jókst um 53,6% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Framlag erlendra korta til ársbreytingar heildar greiðslukortaveltu í apríl sl. var 8,3% en framlag innlendra korta 3,6%.
SJÁ NÁNAR INNÁ VEF RSV HÉR!