Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 30.mars 2023

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 30.mars 2023

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2023 og málstofa í tengslum við aðalfundinn verður haldinn fimmtudaginn 30. mars n.k. kl. 16:00 í fundarsalnum Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Dagskrá:
15.50 Húsið opnar
16.00 Málstofa – öllum opin

a. Ávarp formanns Samtaka heilbrigðisfyrirtækja: Dagný Jónsdóttir
b. Gestur: Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
c. Almennar fyrirspurnir og umræður

SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI DAGSKRÁ OG SKRÁNINGU.

Netverslunarvísir RSV lækkar um 5% á milli mánaða

Netverslunarvísir RSV lækkar um 5% á milli mánaða

RSV – Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag vísitölu erlendrar netverslunar fyrir febrúar mánuð 2023.

Þar kemur m.a. fram að Netverslunarvísir RSV, lækkar um 5% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan lækkað um 0,2%. Landsmenn keyptu því 0,2% minna frá erlendum netverslunum í febrúar sl. miðað við í febrúar í fyrra.

Samdráttur í flokki áfengisverslunar – aukning í erlendri netverslun með matvöru, lyfja, heilsu og snyrtivöruverslun.
Mestur var samdrátturinn í flokki áfengisverslunar (-13,2%) en erlend netverslun með fatnað í febrúar sl. dróst saman um 3,9% á milli ára. Mikil aukning var á milli ára í erlendri netverslun með matvöru (68,5%) og vörur frá lyfja-, heilsu- og snyrtivöruverslunum (36,7%).

SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR FRÁ RSV.

Nýtt ‘vegabréf’ fyrir inn-og útflytjendur.

Nýtt ‘vegabréf’ fyrir inn-og útflytjendur.

Sjö þúsund viðskiptahindranir fyrir inn-og útflytjendur frá fjármálahruninu 2008.

Lars Karlsson, stjórnandi í ráðgjafarþjónustu um alþjóðaviðskipti og tollamálefni hjá Maersk-skipafélaginu hélt erindi í Húsi atvinnulífins 2.mars s.l. undir heitinu ‘Öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á víðsjárverðum tímum.’ þar sem hann benti m.a. á að sextíu stærstu hagkerfi í heimi hefðu samtals sett á sjö þúsund viðskiptahindranir síðan í fjármálahruninu 2008.

Hægt er að horfa á upptöku frá erindi Lars inná vef SVÞSmellið hér! 

Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag viðtal við Lars þar sem hann talar nánar um AEO vottunina en einungis 1-2 fyrirtæki á Íslandi eru komin með þessa öryggisvottun. Sjá hér fyrir neðan.

Viðskiptablað Morgunblaðsins 22.mars 2023 Lars Karlsson

Skatturinn | Tilkynning vegna áhættusamra og ósamvinnuþýðra ríkja

Skatturinn | Tilkynning vegna áhættusamra og ósamvinnuþýðra ríkja

Skatturinn vekur athygli í dag á nýrri tilkynningu embættisins vegna áhættusamra og ósamvinnuþýðra ríkja:
Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá febrúar 2023 | Áhættusöm ríki | Skatturinn – skattar og gjöld.

Er þessi listi að jafnaði uppfærður þrisvar á ári.

Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá febrúar 2023

Ríkisskattstjóri vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í því skyni er vísað til yfirlýsingar Financial Action Task Force (FATF) frá 24. febrúar um ríki undir sérstöku eftirliti auk ríkja sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd, sbr. reglugerð nr. 725/2022, um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020.

Í yfirlýsingu FATF frá því í október kemur fram að ríki skuli grípa til sérstakra fyrirbyggjandi varúðarráðstafana gagnvart Norður-Kóreu og Íran, enda steðji viðvarandi ógn að hinum alþjóðlega fjármálamarkaði vegna aðgerðarleysis ríkjanna í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Þau ríki sem eru talin áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka í framangreindum skilningi eru eftirfarandi:

Afganistan
Albanía
Alþýðulýðveldið Kórea
Barbados
Búrkína Fasó
Cayman eyjar
Filippseyjar
Gíbraltar
Haítí
Íran
Jamaíka
Jemen
Jórdanía
Kambódía
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Malí
Marokkó
Mjanmar/Búrma
Mósambík
Nígería
Níkaragva
Pakistan
Panama
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Senegal
Simbabve
Suður Afríka
Suður-Súdan
Sýrland
Tansanía
Trinidad og Tóbagó
Tyrkland
Úganda
Vanúatú

SJÁ NÁNAR Á VEF RÍKISSKATTSTJÓRA

Stemning á ráðstefnu SVÞ ‘Rýmum fyrir nýjum svörum’

Stemning á ráðstefnu SVÞ ‘Rýmum fyrir nýjum svörum’

Gestir ráðstefnu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu ‘Rýmum fyrir nýjum svörum’ fylltu salinn hjá Hilton Nordica hótel fimmtudaginn 16.mars s.l.

Ráðstefnustjórinn, Bergur Ebbi Benediktsson, sá um að kynna stútfulla dagskrá með áhugaverðum erindum frá ráðherrunum sem og sérfræðingum á sviði sjálfbærni, stafrænni þróun og framtíðarfærni á vinnumarkaði fyrir verslun og þjónustu.

Í lok ráðstefnunnar undirrituðu ný-endurkjörnir formenn SVÞ, Jón Ólafur Halldórsson og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og LÍF sérstakan samstarfssamning um aukna hæfni starfsfólks í verslunar og þjónustu (sjá frétt hér).

Upptökur frá ráðstefnunni munu verða fljótlega aðgengilegar fyrir félagsfólk SVÞ hér á innra neti samtakanna.

Þetta örstutta stemningsmyndband segir meira en mörg orð.