Um gróða dagvöruverslana | Visir.is

Um gróða dagvöruverslana | Visir.is

Visir birtir í dag grein frá Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu undir fyrirsögninni: ‘Um gróða dagvöruverslana’.

Umræðan um ofurgróða fyrirtækja í dagvöruverslun er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur sprottið upp með reglubundnum hætti svo lengi sem undirritaður hefur fylgst með, sem er orðinn drjúgur tími. Ýmsir hafa þar lagt orð í belg, en fullyrða má að sá aðili sem hefur haft sig mest frammi á þessu sviði er verðlagseftirlit ASÍ. Nýlega var það t.d. fullyrt þar á bæ að dagvöruverslanir hefðu undanfarið, og í ríkara mæli en áður, velt verðhækkunum frá birgjum yfir á neytendur. Ekki var að sjá að þessi staðhæfing væri sérstaklega rökstutt.

Eins og öllum er kunnugt þá hafa verðhækkanir frá birgjum, bæði vegna innfluttrar vöru og innlendrar, verið nær fordæmalausar undanfarna mánuði. Ástæður þess ættu öllum að vera kunnar, en bæði heimsfaraldur og stríðsátök í Evrópu hafa haft veruleg áhrif á framleiðslu- og flutningskostnað um allan heim, með tilheyrandi áhrifum á vöruverð.

Fyrir nokkru birti Samkeppniseftirlitið sk. framlegðargreiningu fyrir nokkra lykilmarkaði á smásölustigi. Einn þessara markaða var dagvöruverslun. Meðal þeirra fullyrðinga sem eftirlitið setur þar fram er að álagning í smásölu á Íslandi sé há í alþjóðlegum samanburði. Þessi fullyrðing er ein af fjölmörgum ágöllum sem hagsmunaaðilar hafa gert athugasemdir við enda á hún ekki við rök að styðjast. Það er beinlínis ekkert í greiningu eftirlitsins sem styður þessa staðhæfingu. Hvorki framlegðar- né hagnaðarhlutfall fyrirtækja á þessum markaði hefur aukist undanfarin ár. Velta fyrirtækja í þessum greinum jókst mikið á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir en álagning jókst hins vegar ekki.

Nú hafa þrjú stærstu fyrirtækin á dagvörumarkaði nýlega birt uppgjör sín. Ekkert í þeim uppgjörum styður fullyrðingar ASÍ og Samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti hafa fyrirtæki á þessum markaði tekið á sig framlegðarskerðingu og með því móti lagt sitt af mörkum til að vinna bug á verðbólgunni sem er hinn sameiginlegi óvinur atvinnulífs og heimila.

SMELLIÐ HÉR til að nálgast greinina á Visir.is

Aðalfundur SSSK 2023

Aðalfundur SSSK 2023

Aðalfundur SSSK – Samtaka sjálfstæðra skóla

Dagur: Þriðjudagurinn, 25.apríl 2023
Tími: 16:00 – 18:00
Staður: Hús verslunarinnar, Hylur 1.hæð

_________

Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:

  • Skýrsla stjórnar
  • Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
  • Umræður um skýrslu og reikninga
  • Félagsgjöld ársins
  • Kosning formanns og varaformanns
  • Kosning meðstjórnenda og varamanna
  • Kosning tveggja skoðunarmanna
  • Önnur mál

Eftir hefðbundin aðalfundastörf gera félagsmenn sér glaðan dag.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

SKRÁNING HÉR! 

McKinsey & EuroCommerce kynna skýrslu um stöðu matvælaverslana 18.apríl n.k. í beinni

McKinsey & EuroCommerce kynna skýrslu um stöðu matvælaverslana 18.apríl n.k. í beinni

EuroCommerce og McKinsey bjóða félagsfólki SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu inn á einstakan vefviðburð til að kynna skýrslu þeirra um stöðu matvælaverslana fyrir árið 2023.

Viðburðurinn fer fram 18. apríl kl. 11:30-12:30 CEST (09:30 á íslenskum tíma)

Sérfræðingar EuroCommerce og McKinsey sem og leiðtogar í geiranum munu taka þátt og ræða tölfræði sem móta matvælaverslanir á árinu og hvað þarf til að takast á við markaðsóvissu til að tryggja rekstur matvælaverslana í framtíðinni.

Farið verður yfir niðurstöður úr nýjustu skýrslu McKinsey um stöðu matvælageirans fyrir 2023.

Allar nánari upplýsingar ásamt skráningarhlekk má finna á vefsíðu McKinsey – SMELLIÐ HÉR!

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 30.mars 2023

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 30.mars 2023

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2023 og málstofa í tengslum við aðalfundinn verður haldinn fimmtudaginn 30. mars n.k. kl. 16:00 í fundarsalnum Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Dagskrá:
15.50 Húsið opnar
16.00 Málstofa – öllum opin

a. Ávarp formanns Samtaka heilbrigðisfyrirtækja: Dagný Jónsdóttir
b. Gestur: Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
c. Almennar fyrirspurnir og umræður

SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI DAGSKRÁ OG SKRÁNINGU.

Netverslunarvísir RSV lækkar um 5% á milli mánaða

Netverslunarvísir RSV lækkar um 5% á milli mánaða

RSV – Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag vísitölu erlendrar netverslunar fyrir febrúar mánuð 2023.

Þar kemur m.a. fram að Netverslunarvísir RSV, lækkar um 5% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan lækkað um 0,2%. Landsmenn keyptu því 0,2% minna frá erlendum netverslunum í febrúar sl. miðað við í febrúar í fyrra.

Samdráttur í flokki áfengisverslunar – aukning í erlendri netverslun með matvöru, lyfja, heilsu og snyrtivöruverslun.
Mestur var samdrátturinn í flokki áfengisverslunar (-13,2%) en erlend netverslun með fatnað í febrúar sl. dróst saman um 3,9% á milli ára. Mikil aukning var á milli ára í erlendri netverslun með matvöru (68,5%) og vörur frá lyfja-, heilsu- og snyrtivöruverslunum (36,7%).

SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR FRÁ RSV.